Fólk á flótta segir frá

Á föstudaginn 24. október næstkomandi verður haldin málstofan „Fólk á flótta segir frá" í stofu 104 á Háskólatorgi. Þar munu Kotachi Abdalla frá Gana og Mohammed frá Túnis segja frá reynslu sinni sem menn á flótta.

Báðir voru þeir í hringiðu arabíska vorsins 2011, Kotachi í Líbýu og Mohammed í Túnis. Báðir þurftu þeir að flýja óeirðirnar til Evrópu. Sögur þeirra eru hins vegar mjög ólíkar, og sýna hvor á sinn hátt vankanta á núverandi úrræðum fyrir flóttamenn. Einnig lýsa þeir viðvarandi erfiðleikum umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi við að finna sér vinnu og dægradvöl.

Málstofan hefst klukkan tólf, hefst á erindum þeirra beggja og að þeim loknum gefst tækifæri til að spyrja fyrirlesarana út í reynslu þeirra. Fyrirlestrarnir verða á ensku.

Málstofan er skipulögð af vinnuhópi stúdenta fyrir verkefnið Fólk á flótta segir frá og er haldin í samvinnu við Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna við Háskóla Íslands.

- ENGLISH -

The seminar „People on the run tell their stories" will be held on Friday, the 24th of October in room HT-104 of Háskólatorg at the University of Iceland. Kotachi Abdallal from Ghana and Mohammed from Tunisia will be speaking about their experience as men on the run.

Both of them were in the middle of the Arab spring in 2011, Kotachi in Libya and Mohammed in Tunisia. Both of them were forced to flee to Europe. Their experiences are, however, very different, and highlight each in their own way problems with current approaches to the refugee problem. Both of them will also expound on the constant and recurring problems asylum seekers in Iceland face getting work.

The seminar starts at twelve o‘clock, beginning with the speakers‘ lectures, after which they will take questions from the audience. The seminar will be held in English.

The seminar is organised by a student group working for the project of People on the run tell their stories and is held in cooperation with MARK.



Gleði í heimsóknarþjónustu

Mál hælisleitenda hafa verið eitt af umræðuefnum í þjóðfélagi okkar undanfarna vikur. Mig langar að fjalla aðeins um málefnið frá öðru sjónarhorni en venjulega er gert.

Við vinir mínir byrjuðum að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ árið 2005. Skömmu síðar byrjaði Rauði krossinn Íslands (RKÍ) að skipuleggja heimsóknarþjónustu sjálfboðaliða við eldra fólk, hælisleitendur og fleiri.

Heimsókn mín og vina minna sameinaðist síðan við sjálfboðastarfsemi RKÍ og síðan hef ég verið í heimsóknarþjónustu RKÍ við hælisleitendur til dagsins í dag.

(Ég er á þeirri skoðun að við ættum að hætta að nota orðið „hælisleitandi" og nota orðasamband eins og „umsækjandi um alþjóðlega vernd" eða „manneskja á flótta", þar sem það er meira lýsandi auk þess sem hitt orðið hefur fengið á sig neikvæðan blæ en um þetta ætla ég að skrifa aðra grein seinna.)

Að mæta manneskju

Það sem gerist í heimsóknarþjónustu við fólk á flótta er einfaldlega að „mæta manneskju". Oftast er ævisaga hennar og reynsla svo langt í burtu frá hversdagslegum raunveruleika okkar á Íslandi. En það er ekki þannig að fólk byrji á að segja okkur heimsóknarvinum frá sögu sinni samstundist eftir að við hittumst.

Að mæta manneskju er ekki sama og að sjá manneskju eða að heilsa henni. Það krefst ákveðinnar fyrirhafnar og tíma til að mæta manneskju í sannri merkingu. Við þurfum að byggja upp traust.

Í þessu samskiptaferli geta óþægilegar uppákomur átt sér stað. Uppsöfnuð reiði og vonleysi sem hlaðist hefur upp í fólki á flótta getur t.d. bitnað á heimsóknarvinum. Fyrir það geta jafnvel heimsóknarvinir verið hluti af „kerfinu" sem er að hindra það að komast inn í líf í friði og öryggi.

En ef við náum trausti fólksins og það opnar hjarta sitt, þá er fyrirhöfnin þess virði. Í hvert skipti þegar ég hlusta á sögu fólks á flótta, hugsa ég á ný um líf mitt og daglegt umhverfi. „Land mitt", „heimili mitt", „fjölskylda mín", „starf mitt", „frelsi mitt", „friður". Slík atriði sem við teljum jafnvel ómeðvitað sjálfgefna hluti eru alls ekki sameiginleg á mörgum stöðum í heiminum.

Manneskja sem ég mæti í heimsókn var hluti af slíkum raunveruleika heimsins. Með því að mæta henni er ég óhjákvæmilega tengdur við raunveruleika í heiminum sem er gjörólíkur aðstæðum mínum á Íslandi.

Manneskja á „flótta"

En þetta er enn ekki áfangastaður heimsóknar. Ef við sjáum fólk á flótta einungis í tengslum við stríð eða kúgun í heimalandi þess, þá er það ekki rétt viðhorf. Slíkt getur valdið hættulegri aðgreiningu eins og „við og þeir sem eru á flótta". Rétt viðhorf er að horfa á fólkið sem manneskjur, sem sé mennsku fólks og einnig persónuleika. „Að vera á flótta" er staða ákveðins fólks en hvorki hluti af manneskjunni sjálfri né einhverri „tegund" manns.

Áfangastaður heimsóknar er að mæta manneskju sem hefur verið á flótta og bíður á meðan umsókn um alþjóðalega vernd er í meðferð á Íslandi. Því miður getur ferlið tekið langan tíma, eins og eitt ár eða jafnvel meira. En ef ég neyddi mig sjálfan þess að finna jákvætt atriði í þessu erfiða tímabili, þá segi ég að við getum notað tímabilið til þess að verða vinir fólks. Heimsóknarstarfsemin stefnir að því.

Fegurð manneskju

Þetta á ekki einungis við um fólk á flótta, en maður tapar oft ljóma sínum í erfiðleikunum. Fyrir nokkrum árum hitti ég konu á flótta. Hún var ólétt og mjög þreytt. Satt að segja leit konan út fyrir að vera tuttugu árum eldri en aldurinn sagði til um í raun.

Eftir um tvö ár fékk konan dvalarleyfi af mannúðarástæðum og enn tveimur árum síðar hitti ég hana í háskóla af tilviljun. Falleg kona heilsaði mér brosandi en ég þekkti hana ekki þar til hún sagði nafn sitt. Hún hafði fengið ljóma sinn aftur og birti þá fegurð sína sem hún átti innra með sér.

Það er sönn gleði mín að geta orðið vitni að því er manneskja fær sjálfsmynd sína til baka og fegurð eftir erfiðleika, og þessi gleði fylgir einnig því að vera í heimsóknarstarfsemi, þó að það sé ekki endilega alltaf.

Að kynnast nýju fólki og skapa vináttu sem opnar dyr að nýjum heimi, bæði fyrir fólk á flótta og okkur heimsóknarvini. Ég er lánsamur af því að ég hef eignast marga vini sem voru eða eru á flótta. Kynning við þá auðgar vafalaust mitt eigið líf.

 

 


Þriðjudagur í dymbilviku

Mér þykir leitt, en dagurinn hefur reynst þungur og dimmur. Hælisleitandi (I hate this word, he´s just a person like everybody else) sem ég þekki vel hefur fengið synjun frá ráðuneytinu um áfrýjað mál sitt. Hann var að bíða eftir svarinu í 18 mánúði án þess að geta tekið þátt í mannlegu lífi. Hvaða leið á hann að fara næst?

Reyndi að tala blaðamann og hann sagði: ,,Er nýbúinn að tala við annan hælisleitanda sem verið hefur tvö ár og hann var einnig í vinnu og námi. En til hans barst synjun og hann verður fluttur næstu viku". 

Hverjir búa til ,,refugees"?: þurfum við að spyrja ef til vill.


Um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi

 -Hugvekja flutt á aðalfundi Ísbrúar(Samtaka tungumálakennara á Ísland), 27. mars 2014-


Komið þið sæl og blessuð. 

Íslenskt tungumál er stórt mál þegar kemur að aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi og það er einnig stórt mál fyrir mig sjálfan, eiginlega æviverkefnið mitt.  Ég hef oft skrifað greinar um aðlögun innflytjenda og um sambandið á milli íslenskunnar og innflytjenda í dagblöð og fleira. Mig langar þó að ræða mín hér í dag verði ekki endurtekning á því sem ég hef sagt áður.   

1.
Hvað er ,,aðlögun"? Í orðabókinni stendur að aðlögun sé: ,,það að laga sig eftir einhverju, aðhæfing" en mér finnst þetta hjálpa okkur ekki mikið. Orðið eða hugtakið ,,aðlögun" er mjög óskýrt að mínu mati. Sérhvert okkar hefur ef til vill eins konar ímynd um aðlögun, en samt dvelur ímyndin oftast sem ímynd án þess að vera skilgreind nægilega. Hvernig getum við metið hvort innflytjandi nokkur sé búinn að aðlagast að íslenska samfélaginu vel eða ekki? Það er spurning sem erfitt er að svara skýrt á ákveðinn hátt.  

Ég flutti til Íslands 2. apríl árið 1992 og er því búinn að búa hér í næstum í 22 ár. Finnst ykkur ég vera búinn að aðlagast að Íslandi nægilega vel? Jú, ég er búinn að aðlagast nokkuð vel, en ekki að öllu leyti þó. Ég á t.d. bágt með að eignast íslenska vini. Fyrir tíu árum átti ég marga góða vini sem voru íslenskir en með tímanum hafa þeir nú horfið. Nú eyði ég flestum mínum einkatíma með öðrum Japönum. Ég er alls ekki sáttur við það sem ég er í dag og mig langar að breyta því og eyða meiri tíma með Íslendingum. Ég er því að glíma við þetta mál. 

Ef ég skilgreini ,,aðlögun" með mínum orðum, þá er aðlögun fyrst og fremst ,,málamiðlun". Sem sagt: þegar innflytjandi gerir málamiðlun við íslenska samfélagið og getur þolað að búa hérlendis, er hann búinn að aðlagast. Þvert á móti, ef innflytjandi kvartar stöðugt yfir lífinu á Íslandi og getur lítið sem ekkert fundið jákvætt við það eða skapandi, þá er hann ekki búinn að aðlagast, jafnvel þótt hann hafi búið hér í tíu ár. Málamiðlun: ,,Ok, ég bý á Íslandi a.m.k. um skeið" er nauðsynleg ef innflytjandi ætlar að búa hér.

Að sjálfsögðu er málamiðlun ekki allt um aðlögun innflytjenda, en ég fullyrði að málamiðlun sé grunnur aðlögunar eða ,,hin minnsta aðlögun" innflytjenda. Það er hærra stig um aðlögun, eins og íslenskukunnátta, þátttaka í þjóðfélaginu, að eiga íslenska vini og svo framvegis. En fyrsta skrefið er að finna málamiðlunarpunkt fyrir sig. Ef viðkomandi innflytjandi þjáist ekki á Íslandi vegna þess að hann sé innflytjandi og hann er ekki orðinn að ,,veseni samfélagsins", þá er hann búinn að aðlagast a.m.k. í lægsta stigi aðlögunar.

Ef viðkomandi getur ekki gert neina málamiðlun, þá mun hann geta ekki búið hér lengi. Þetta er fyrsta atriði sem mig langar að segja. Ég heyri oft að Íslendingar segja við innflytjendur frá Tælandi eða Perú eins og: ,,Þú ert komin/n frá gjör ólíkum menningarheimi. Það hlýtur að vera erfitt að aðlagast hér á Íslandi". En það er mín reynsla að þetta er ekki rétt.  Þeim sem finnst erfitt að aðlagast á Íslandi er frekar fólk frá Vestur-Evrópu eða Norður-Ameríku, af því að nokkrir einstaklingar þaðan eru bundnir við lífsstíl heimalandsins síns og geta ekki gert málamiðlun við líf á Íslandi. 

2.
En þessi málamiðlun er náttúrlega á milli tveggja aðila, innflytjenda og samfélagsins. Sérhver innflytjandi er annars vegar ákveðin manneskja, en samfélagið er hins vegar óákveðinn hópur manna, og þess vegna lítur málamiðlunin út fyrir eins og hún væri eingöngu mál innflytjandans, en hún ætti ekki að vera það.

Raunar verður samfélagið að gera málamiðlun við innflytjendur í samfélagi líka. Í tilfelli eins og innflytjendur gera einhliða málamiðlun, er það ,,assimilation". En þegar samfélagið er til í að gera málmiðlun við innflytjendur, er slíkt gagnkvæm aðlögun.

Málið er þegar tveir aðilar koma að málamiðlun, þá eru það eigin skilningur og væningar hjá báðum aðilum sem erum til staðar.
Innflytjendur geta talið upp atriði varðandi málamiðlun sína eins og:
* Mér liður ekki illa að búa á Íslandi
* Ég þarf ekki að læra íslensku
* Ég er sátt/ur að takmarka einkalíf mitt við að vera með samlöndum mínum
* Ég þarf ekki taka virkan þátt í samfélagi

Aftur á móti geta skilningur samfélagsins og væntingar verið eins og:
* Innflytjendur eiga að læra íslensku og skilja
* Innflytjendur mega ekki ónáða líf Íslendinga
* Innflytjendur eiga að virða menningu Íslendinga og hlýða siðum Íslendinga
* Innflytjendur mega ekki gagnrýna Íslendinga
* Innflytjendur eiga gjarnan að koma í samvinnu þegar Íslendigar undirbúa fjölmenningarlega starfsemi.

Þetta eru bara dæmi og hvort slíkar væntingar séu réttmæltar eða ekki er annað mál. Það getur verið skilning- og væntingamunur á milli innflytjenda og samfélagsins. Ég held að við getum bent á eftirfarandi sem dæmi um slíkt:
* Umræða um hvort innflytjendur eigi að fá túlk í heilbrigðisþjónustu eða ekki
* Fáir foreldrar mæta á foreldrafundi í skólanum þótt þeim sé boðið
* Sú staðreynd að hlutfall atvinnuleysis er hærra hjá innflytjendum en Íslendingum, sem sé, það er erfiðara fyrir innflytjanda að fá vinnu en Íslending.

Ástæða þess að slíkur munur á skilningi eða væntingum á sér stað er ef til vill sú að annars vegar þarf samfélagið að líta á innflytjendur sem einsleitan hóp manna   til þess að búa til stefnu eða móttökukerfi, en hins vegar eru innflytjendur gjörólíkir einstaklingar í rauninni og einnig er munur til á eftir því hvort innflytjandi er nýkominn til landsins eða búið hér til lengri tíma. Mér finnst það vera mjög mikilvægt og nauðsynlegt að skoða þetta mun betur og finna leið til að brúa bilið, en við getum ekki farið dýpra í það mál hér í dag.

3.
Ég var að tala um málamiðlun innflytjenda sem hina minnstu aðlögun. Ef við búum til mynd aðlögunarferlis innflytjenda í huga okkar, þá hlýtur ákveðin kunnátta á íslensku að tilheyra grunstigi aðlögunar. Nú langar mig að kynna nokkur dæmi innflytjenda fyrir ykkur til þess að hugsa enn og aftur um samband milli innflytjenda og íslenska tungumálsins, sérstaklega í samhengi aðlögunar innflytjenda.

Ég ætla að taka sem dæmi fjórar konur sem ég  þekki persónulega mjög vel.

Kona A flutti til Íslands fyrir tólf árum. Hún er á fertugsaldri og starfar í skólatengdri þjónustu. Hún kann mjög lítið í íslensku. Hún virðist hafa næstum engan áhuga á taka virkan þátt í samfélaginu. En hún er mjög sátt við eyða tímanum með eiginn manni sínum sem er íslenskur, að hitta samlanda sína og huga að tómstundum sínum. Hún nýtur lífsins síns að mínu mati.

Kona B er japönsk hefur búið á Íslandi lengur en fjórtán ár. Hún kann lítið í íslensku. Hún er á sextugsaldri. Hún virðist vera sátt við að búa á Íslandi. Hún starfar á ferðaskrifstofu sem leiðsögumaður fyrir japanska ferðamenn og raunar hefur hún verið mjög upptekin síðastu ár. Ég held að hún sé hluti af stórkostlegum viðskiptaárangri Íslendinga í ferðaþjónustu með því að taka á móti ferðamönnum frá Japan.

Kona C er líka á fimmtugsaldri og bjó á Íslandi í um tíu ár. Hún hefur nú flutt af landi brott aftur. Hún skildi ekkert í íslensku, þar sem hún kom til Íslands til að kenna erlent tungumál, sem var móðurmál hennar, í Hákóla og lagði ekki mikið á sig að læra hana enda hún þyrfti ekki að nota hana mjög mikið. Það var a.m.k. hennar mat. Sem tungumálskennari, lagði hún mikið fram til Háskólans og viðurkenna margir í Háskólanum það. En ég held að henni hefur ekki liðið vel á Íslandi þrátt fyrir velgengni í starfi. A.m.k. heyrði ég næstum ekkert jákvætt um Ísland frá henni.

Kona D er um fjórtíu ára. Hún giftist íslenskum manni og bjó á Íslandi frá árinu 2007. Hún lýsti yfir því að hún myndi ekki læra íslensku af því að hún hafði ekki áhuga á henni. Hún vildi ekki vinna, þar sem maðurinn hennar fékk nægilegar tekjur. Hún var aðeins í samskiptum við nokkra samlanda sína og komst ekki í mikil samskipti við Íslendinga. Í fyrra skildu hjónin og hún fór baka til heimalands síns fyrir jólin.

Þessar fjórar konur eru bókstaflega ,,lifandi dæmi". Þær eiga tvennt sameiginlegt.  Annað er að þær kunna lítið eða ekkert í íslensku og hitt er að þær hafa búið á Íslandi í frekar langan tíma eða lengri en í sjö ár. En fyrir utan það, skoðum  þá tvö atriði sem einkenna konurnar. Fyrst er hvernig þeim líður á Íslandi og annað er hvort þær hafi jákvæð áhrif á íslenska samfélagið á sýnilegan hátt. Hið síðara er tekið fyrir á mjög grófan hátt og aðeins til að halda hugvekju minni áfram.

Konan A er sátt við líf sitt á Íslandi en hún hefur engan vilja til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Það má segja að hún hafi heldur ekki áhrif á samfélagið.
Konan B er sátt við líf sitt hérlendis og hún hefur bersýnilega góð áhrif í ferðaþjónustu Íslendinga.
Konan C var ekki mjög sátt við að búa á Íslandi, en hins vegar hafði hún bersýnilega góð áhrif á Háskólann.
Konan D virðist hafa ekki notið daga sinna á Íslandi og hún hafði engin áhrif á íslenska samfélagið.

Þannig sjást hér skýrt fjögur mismunandi mynstur aðlögunar innflytjenda. A er sátt við líf sitt en ekki virk í samfélagi. B er sátt við líf sitt og virk í samfélagi. C er ósátt við líf sitt en virk í samfélagi. Og D er ósátt við líf sitt og ekki virk í samfélagi heldur. Ég sagði í upphafi að minnst aðlögun innflytjenda er að gera málamiðlun og líða ekki illa á Íslandi. Ef ég tek einnig þá staðreynd að konurnar hafa búið hér a.m.k. í sjö ár, myndi ég segja að konum C og D hafa mistekist í aðlögun sinni en konum A og B hafa tekst í aðlögun þó að þær kunni lítið íslensku eftir lengri en tíu ára dvöl á Íslandi. Og í rauninni búa konurnar C og D ekki lengur á Íslandi.

4.
Ég er á þeirri skoðun að grunnur aðlögunar innflytjanda eigi að vera líðan innflytjenda. Sem sé hvort þeir geta verið sáttir við hvernig þeir lifa lífi sínu á Íslandi og ekkert annað. Þegar innflytjendur eru búnir að finna málamiðlunarpunkt fyrir sig og eru sáttir við eigið líf sitt a.m.k. á ákveðnu tímabili, þá eru þeir búnir að aðlagast nú þegar í minnsta stigi. Við teljum mjög oft að kunnátta í íslensku sé ómissandi hluti af aðlögun innflytjenda, en ég held að þetta tilheyri væntingu samfélagsins til innflytjenda, en sé ekki endilega ómissandi hluti af búferlaflutningi í raunveruleika innflytjenda.

Hér held ég að við þurfum að breyta hugsjónarhætti okkar hingað til eins og aðlögun innflytjenda getur ekki verið án íslenskukunnáttu. Ef við festumst í þessari mynd af ,,aðlögun - íslenska", þá halda innflytjendur sem geta ekki skilið íslensku áfram að birtast aðeins sem neikvæð tilvist í augum Íslendinga. Og slíkt mun aldrei hvetja innflytjendur á jákvæðan og skapandi hátt til hærra stigs aðlögunar. 

Ég býst við hörðum mótmælum frá ykkur gegn tillögunni minni um að aðskilja íslenskuna frá grunni aðlögunar, en ég vona að tillagan mín verði atriði til umhugsunar og umræðu.

Samt vil ég forðast misskilning. Ég er ekki að neita mikilvægi íslenska tungumáls fyrir líf innflytjenda. Ég hef alltaf hvatt innflytjendur til að læra íslenskuna, þar sem hún skiptir þá máli raunverulega. Og ég vil hvetja innflytjendur að vera virkir í samfélaginu og gefa og þiggja góð áhrif í þjóðfélaginu. Ég er prestur og ég trúi því að manneskja eigi að lifa lífi sínu að fullu, fremur en að lifa með örsmávæntingu um sjálfa/n sig.

En málið er að því meira við tölum um hærra stig aðlögunar, þeim mun meira erum við að ræða um persónulegan lífsstíl innflytjenda. Við verðum að vera vel vakandi fyrir þessu og þurfum að fara varlega þegar við ræðum um aðlögun innflytjenda.

Við megum ekki vera eingöngu með okkar væntingar þegar við ræðum við innflytjendur eins og: ,,Þið verðið að tala íslenskuna, blandast meira Íslendingum, verða sýnilegri í samfélaginu" og svo framvegis. Slíkt er alveg sama og að Reykjavíkingur fer út á landsbyggðina og segir við íbúa þar: ,,Þið megið ekki búa í svona einangrun. Hér er allt of einmanalegt". Hvað myndu íbúarnir þar segja við Reykjavíkinginn þá?

Við megum ekki troða á lífsstíl og lífsskoðun upp á sérhvern innflytjenda í nafni ,,betri aðlögunar". Við megum ekki hanna líf innflytjenda í stað þess að þeir geri það sjálfir.     

Að lokum langar mig að gera samantekt þess sem ég hef í huga mínum. Að ræða um aðlögun innflytjenda er hið sama og að tala um líf innflytjenda sjálfra. Því skulum við ekki gleyma því að nálgast málið með virðingu fyrir innflytjendum sem manneskjum og af tillitssemi við einkalíf þeirra.
Við þurfum að fara varlega þegar við notum ákveðinn mælikvarða til að meta aðlögun innflytjenda, svo að notkun mælikvarðans verði ekki einhliða dómur á innflytjendur. Gleymum ekki að innflytjendur eiga mælikvarða sinn sjálfir til að meta samfélag okkar á Íslandi.
Kærar þakkir. 

 


Málstofan ,,Hælisleitendur segja frá"

(*English below)

Málstofan „Hælisleitendur segja frá" verður haldin fimmtudaginn 20. mars kl.12:00-13:00 í stofu 101, Lögbergi í Háskóla Íslands. Málstofan mun fara fram á ensku og aðgangur er öllum opinn.

Á málstofunni segja tveir hælisleitendur frá reynslu sinni af því að vera hælisleitandi á Íslandi. Málstofan er hin fyrsta í röð málþinga sem varða hælisleitendur, en undanfarið hafa málefni þeirra verið áberandi í fjölmiðlum. Tilgangur málþinganna er að skapa vettvang fyrir raddir hælisleitenda þar sem fræðifólk, nemendur og almenningur geta fengið innsýn inn í þennan mikilvæga málaflokk út frá sjónarhorni einstaklinganna sjálfra. 

Oft má heyra frá hælisleitendum að dagar þeirra einkennast af eftirfarandi: „Sofa, borða, sofa, borða...". Hvernig túlka hælisleitendur sjálfir líf sitt á Íslandi og hvaða áskoranir felur það í sér? Hverjar eru vonir þeirra um framtíðina? Málþingunum er ætlað að undirstrika að hælisleitendur eru er ekki einsleitur hópur, heldur mismunandi einstaklingar sem eiga sér ólíka sögu og upplifun. Málstofan 20. mars mun hefja umræður á mikilvægum þáttum í lífi einstaklinga sem eru skilgreindir sem hælisleitendur út frá röddum þessara einstaklinga.

Starfshópur stúdenta stendur fyrir málþinginu í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða krossinn á Íslandi og MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna).

****

The seminar "Asylum seekers speak" will be held on Thursday the 20th of March at 12:00-13:00 in Lögberg 101 at the University of Iceland. The seminar will be held in English and all are welcome.

In the seminar two asylum seekers will talk of their experience of being an asylum seeker in Iceland. The seminar is the first in a series of seminars that for asylum seekers. The purpose of the seminars is to create a platform for the voices of asylum seekers, where scholars, students and the general public can get an insight into this important field from the perspective of the individuals themselves.

It is often heard from asylum seekers that their days are characterized by the phrase: "Sleep, eat, sleep, eat...". How do asylum seekers themselves view their life in Iceland and what challenges does that life pose? What are their hopes for the future? The forums are meant to emphasize that asylum seekers are not a homogenous group but a group of different individuals, each one of these individuals having their own story and experience. The seminar on the 20th of March will be the beginning of discussions about important aspects in the lives of these individuals who are categorized as asylum seekers - a discussion based on the voices of the individuals themselves. 

A work group of students holds the seminar in collaboration with the faculty of Anthropology at the University of Iceland, the Icelandic Red Cross and MARK (Center of diversity and gender studies).


-Úr Facebook Event-


Rými fyrir ófullkomna íslensku?

Síðastliðið sumar fékk ég skilaboð frá íslenskri konu á Facebook-síðu mína um færslu sem ég hafði sett inn á bloggið mitt. Í skilaboðunum sagði konan: „Færslan þín er nokkuð góð. En þú ætti að láta einhvern lesa yfir íslenskuna þína".
Konan gaf mér þetta ráð án efa í fullri einlægni og meinti þetta ekki sem gagnrýni. Engu að síður svaraði ég henni: „Ég ber ábyrgð á því sem ég segi á blogginu mínu á ófullkominni íslensku minni". Raunar móðgaðist ég talsvert en af hverju?

Ég skrifa oft greinar í dagblöð og á vefsíðu (ekki bloggsíðu), ef til vill oftar en tuttugu sinnum á ári. Þá held ég ræður á opinberum vettvangi eins og í messum um tíu sinnum á ári. Í hvert einasta af þessum skiptum fara íslenskir vinir mínir yfir uppköst greina minna og predikana, prófarkalesa og laga til íslenskuna. Þeir vinna þessi verkefni í sjálfboðavinnu og hef ég aldrei þurft að greiða fyrir þessa aðstoð.
Stundum þarf ég að biðja þá um að lesa yfir með mjög stuttum fyrirvara eins og þegar ég þarf að bregðast við einhverjum fréttum. Ég lít alls ekki á þessa aðstoð sem sjálfsagt mál og þakka vinum mínum innilega fyrir.

Mér finnst eðlilega krafa að þær greinar sem við innflytjendur, sem ekki eigum íslensku að móðurmáli, sendum inn í dagblöð eða ræður sem við flytjum eigi að vera yfirlesnar. Undantekningin er hins vegar þegar við tökum þátt í sjónvarps- og útvarpsútsendingum, þar sem ekki er hægt að leiðrétta mál okkar fyrirfram. Íslenska fyrstu kynslóðar innflytjenda á Íslandi verður sjaldnast fullkomin en það má ekki koma í veg fyrir að við tjáum okkur á opinberum vettvangi og samfélagsmiðlum.

Mikilvægi aðstoðar í yfirlestri

Allavega skil ég alveg nógu vel mikilvægi þess að fá yfirlestur þegar ég skrifa grein sem ég ætla í dagblað eða þegar um predikun er að ræða. Ég þarf enga fræðslu um það atriði. Og ég ítreka þakklæti mitt í garð þess fólks sem aðstoðar mig.

En ef ég má segja í hreinskilni, getur það verið líka þreytandi og pirrandi að ég geti ekki sagt eitthvað án þess að fara gegnum yfirlestur og ég sé jafn háður aðstoð annars fólks og raun ber vitni. Ég blogga einnig á japönsku fyrir vini mína í Japan og það uppfæri ég tvisvar í hverri viku.
Auðvitað þarf ég þarna enga aðstoð frá neinum og ég get klárað færslu 100 prósent sjálfur. Sama er að segja þegar Íslendingar skrifa á íslensku. En það á ekki við um mig, og ef til vill flesta innflytjendur líka, ef um íslensku er að ræða.

Þó að við innflytjendur stuðlum að íslenskunámi, munu örfáir geta tileinkað sér íslenskuna eins og innfæddir Íslendingar. Meira eða minna notum við innflytjendur „sæmilega" eða „skiljanlega" íslensku daglega. Og ritmálið okkar þarf að vera yfirlesið ef það á að birtast á opinberum vettvangi. Ég mótmæla því ekki.

Rými fyrir„ófullkomna íslensku"

En telst bloggsíða eða samskiptamiðlill eins og Facebook til opinbers vettvangs? Eða eru þau einkavettvangur? Ég held að bloggsíða eða Facebook tilheyri gráu svæði milli opinbers vettvangs og einkavettvangs. Innihald og tjáning á þeim á að fylgja opinberum reglum, en hins vegar þurfa bæði innihaldið og tjáningin ekki að vera opinberlegs eðils. Þau mega vera prívat. Og þetta er einn munurinn á milli bloggs og dagblaðs/fréttasíðu á netinu.

Ég ákvað þegar ég byrjaði að blogga að gera það á íslensku án yfirlesturs. Fyrst og fremst get ég ekki ónáðað vini mína vegna yfirlesturs á hverri einustu færslu á bloggið. Og einnig held að ég hafi rétt til að nota íslenskuna sem ég er að læra. Annars tek ég engum framförum í málinu.

Bloggið er mjög gott tæki til að prófa eigin íslensku og reyna að halda í samskipti við Íslendinga. Fólk sem þolir ekki að lesa ófullkomna íslensku, neyðist ekki að skoða bloggsíðu mína. Fólk sem er frekar forvitið um hugmyndir eða reynslusögur sem ég deili á síðunni, er velkomið.

Mér finnst gaman að læra íslensku og því tek ég gjarnan á móti ábendingum og leiðréttingum. En ég þoli samt illa að vera leiðréttur málfræðilega í hvert einasta skipti þegar ég set færslu inn á bloggið mitt eða að vera bent á að ég ætti að láta lesa íslenskuna mína yfir. Mér finnst það persónulega vera, jafnvel þótt það sé vel meint, of mikil afskiptasemi og geta almennt dregið kjark úr innflytjendum.

Ég óska þess að Íslendingar sýni umburðarlyndi á bloggi og Facebook-síðum okkar innflytjenda, þar sem íslenskan er ófullkomin, og reyni að skilja innihald þess sem við höfum fram að færa. Það mikilvægt fyrir innflytjendur að eiga þar rými til að nota okkar ófullkomnu íslensku og ég trúi því að þetta sé Íslendingum einnig í hag þegar til lengri tíma er litið.


* Grein þess var sent til Mbl og birtist 8. feb. sl. og því er textinn lesinn yfir. 


Atvinnuleit hælisleitenda

Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er.

Um þessar mundir er ég að hjálpa nokkrum hælisleitendum í atvinnuleit og tók þá eftir ákveðnum atriðum sem gera hælisleitendum atvinnuleit erfiða. Langar mig að benda á þau hér til umhugsunar. 

1. Ekki mega allir hælisleitendur sækja um vinnu. Samkvæmt núverandi reglugerðum mega hælisleitendur, sem tengdir eru Dyflinnarreglugerðinni, ekki starfa hér á landi. (Hvort þessi reglugerð sé viðeigandi eða ekki er annað mál).
Engu að síður leita sumir hælisleitendur sér að vinnu og fá jafnvel vinnu. Þegar svo kemur að ráðningu kemur í ljós að þeir mega ekki vinna og það veldur vinnuveitandanum einnig veseni, þar sem hann bjóst við að hafa ráðið nýjan starfsmann. 

Þá kemur annar hælisleitandi til vinnuveitandans, sem má vinna. En vinnuveitandinn vill ekki veita honum vinnu vegna fyrri reynslu af því að hafa reynt að ráða hælisleitanda. Vinnuveitandinn hefur engar forsendur til að aðgreina hvaða hælisleitandi má vinna og hver ekki. 

En slíkt vandamál væri auðveldlega hægt að leysa ef Útlendingastofnun myndi gefa út „staðfestingu leyfis atvinnuþátttöku hælisleitanda", sem sýnir fram að viðkomandi hælisleitanda er heimilt að starfa á Íslandi á meðan umsókn hans um hæli á Íslandi er til meðferðar. 

2. Hælisleitendur fá ekki notið þjónustu Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur eiga ekki lögheimli hérlendis og hafa því yfirleitt ekki aðgengi að velferðarþjónustu. Þannig er atvinnuleit þeirra háð upplýsingum á persónulegum grundvelli. 

Jafnvel þótt þeir geti fundið vinnu, verða hælisleitendur að bíða eftir umsögn þess stéttarfélags sem umsóknarstarf tilheyrir. Það er til þess að staðfesta að hvorki Íslendingar né EES-útlendingar vilji fá það starf og því megi útlendingar utan EES fá það. En þetta ferli getur tekið nokkrar vikur. 

Ofangreind atriði eru rökstudd og ég skil hvers vegna þessar reglur eru til. En saman komnar mynda þær múr sem erfiður eru fyrir manneskju að komast yfir.
 
Ólíkt útlendingum utan EES sem leita að vinnu á Íslandi, eru hælisleitendur hérlendis á framfæri íslenska ríkisins. Ef hælisleitendur geta fengið sér vinnu, þá dregur úr framfærslu ríkissjóðs. Er það ekki hagkvæmt? Er ekki sniðugra að gefa hælisleitendum sambærilega stöðu og EES-útlendinga svo að þeir hafi meiri möguleika en núna í atvinnuleit? 

3. Hælisleitandi er ekki með kennitölu. Þegar hann hefur fengið ráðningarsamning við vinnuveitanda, á sá vinnuveitandi að sækja um kennitölu fyrir hælisleitandann. En vinnuveitendur virðast ekki þekkja kerfið, ef þeir eru ekki vanir því að ráða nýkomna útlendinga.
„Vinnuveitandi spurði mig um kennitölu og ég sagði að ég væri ekki með kennitölu. Þá sagðist hann geta ekki ráðið mig". Ég hef heyrt þessa sögu mörgum sinnum frá mörgum hælisleitendum.

En þessi misskilningur myndi leysast auðveldlega ef Útlendingastofnun eða Rauði krossinn myndu búa til bækling til að útskýra ráðningu hælisleitenda fyrir vinnuveitendum og láta hælisleitendur hafa bæklinginn með sér í atvinnuleit. 

Mér sýnist að það sé rými til þess að bæta ýmislegt þegar kemur að aðstæðum hælisleitenda í atvinnuleit. Sumar aðgerðirnar mun taka langan tíma að framkvæma en margar, eins og hér eru nefndar, eru auðgerðar.
Ég vona að yfirvöld skilji erfiða stöðu hælisleitenda í atvinnuleit aðeins betur og losi þá við óþarfa erfiðleika.    

  


23 ára drengur á flótta í 17 ár

Ég fer oft í heimsókn við hælisleitendur á Íslandi en að sjálfsögðu get ég ekki hitt alla hælisleitendur. Meira að segja get ég ekki kynnst vel við alla sem ég hitti. Sumir þeirra eru orðnir að vinum mínum, en aðrir eru bara kunningjar og samskipti okkar eru yfirborðsleg. 

Einn af hælisleitendum sem ég hef samband við þessa dagana er strákur frá Afganistan. Hann heitir Yusuf Mahdavi. Saga hans stingur hjarta mitt, þar sem hann er á sama aldri og sonur minn, 23 ára gamall, en lífsferli hans hefur verið allt öðruvísi en líf sónar míns.

Hann er mjög rólegur strákur með kurteisi. DV birti viðtal við hann í jólablaði og það er hægt að lesa á netinu líka.

Viðtal við Yusuf í DV

Yusuf flúði heimaland sitt með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára vegna ofsóknar Taribana gagnvart Hazara þjóðarbroti þar sem Yusuf tilheyrir. Faðir hans var myrtur og bróðir var týndur í árasi Taribana í heimaþorp Yusuf í Wardak héraði í Afganistan.

Íran tók á móti fjölskyldunni en þar mætti hún aftur ofsóknum og mismunun af landsmönnum í Íran. Eftir tíu ár, þegar Yusuf varð að táningaur, flúði hann aftur, en aleinn í þetta skiptið.

Hann eyddi fimm árum í að leita að landi þar sem yfirvöld tækju upp hælismál hans. En lönd í Evrópu, sem eru þegar full af hælisleitendum, sýndu máli drengsins engan virkilegan áhuga. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og hérna var málið hans tekið almennilega til skoðunar í fyrsta skipti.

Eftir tvö ár á Íslandi fékk Yusuf synjun um hælisumsókn sína frá Útlendingastofnun (ÚTL). Málinu hefur verið áfrýjað til ráðuneytisins en víst er að lífi hans er ekki ætlað að verða auðveldu.

Helst atriði í úrskurði ÚTL

Úrskurður ÚTL er að mörgu leyti undrandi. Ég fékk leyfi frá Yusuf til að skrifa um úrskurðinn. Helst atriði eru eins og eftirfarandi:

1. ÚTL telur að frásögn Yusuf í hælisumsókn sinni sé trúverðug. (Gott mál. Alls ekki sjálfsagt mál að ÚTL segir slíkt.)
2. ÚTL kannast við slæmar aðstæður afganskra flóttamanna í Íran. Því ætlar ÚTL ekki að senda Yusuf til baka til Íran.

3. Fjöldi hryðjuverka/árása af andspyrnuhreyfingu í Afganistan hefur aukist eftir árið 2011, sérstaklega í dreifbylissvæði.
4. Núverandi ríkisstjórn Afganistan er kosin lýðræðislega og fordómar og mismunun gagnvart Hazara þjóðarbroti virðast hefa minnkað sig.

5. ,,Ástandið í Wardak  héraði er talið vera nokkuð stöðugt ef miðað er við svæði innan Afganistan .... (þar sem) itök Taribana eru talin vera til staðar á svæðinu". Því má Yusuf fara til baka til Afganistan. (Hluti í ,, - " er tilvitnun úr úrskurðinum)
6. ,,Ef umsækjandi(Yusuf) óttast ástandið í Wardak héraði, þá sé ekkert því fyrirstöðu að hann setjist að á öðru svæði í Afganistan t.a.m. í höfuðborginni, Kabúl".
 
7. ,,Stórt samfélag er í Kabúl af fólki sem tilheyrir Hazara þjóðarbroti og því ætti umsækjandi að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess".
8. Niðurstaðan er sú: Yusuf fari til baka til Afganistan.

Mér fannst mjög erfitt að fylgjast með þessum rökum. En mér skilst að kjarni röksemdarinnar sé þetta:

,,Þó að öryggisástand í Afganistann sé enn ,,óútreiknanlegt", er það betra í Wardak héraði miðað við svæði þar sem Tariban hefur bein áhrif. Því er það í lagi að Yusuf fer til baka til Afganistan. Ef Yusuf óttast að búa í heimaþorpi sínu, má hann búa í Kabúl. Fólk hlýtur að veita aðstoð við hann". 

Vanmat á upplifun Yusuf og ástand lífs hans

Það er mér undrandi að hvernig ÚTL metur upplifun Yusuf og ástand í lífi hans lítið. Það er a.m.k. þrjú atriði til sem á skilið að gera athugasemd við.

Í fyrsta lagi var faðir Yusuf myrtur í heimaþorpi sínu ásamt mörgum öðrum. Þetta er staðreynd og minning um málið mun aldrei hverfa úr brjósti Yusuf. Auk þess er Tariban til staðar í Afganistan og gerir öryggiástand þar ,,óútreiknanlegt". Það er allt annað en að öryggisástand er tryggt.

Í öðru lagi búa móður Yusuf og systkini öll í Íran og hann hefur engan ættingja í Afganistan. Yusuf segist þekkja engan í Afganistan. Hann hefur aldrei í Afgansitan síðan hann var sex ára gamall. Það er mjög bjartsýni að segja að Yusuf ,,ætti að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess". En byggist það á áreiðanlegum möguleika eða bara draumi?    

Í þriðja lagi er Yusuf búinn að eyða tíu árum sem flóttamaður í Íran og sjö árum sem hælisleitandi í ýmsum löndum, samtals sautján árum. Það má segja að hann sé orðinn ríkisfangslaus í raun. Í sautján ár meðal tuttugu og þriggja ára lífs hans hingað til hefur Yusuf verið á flótta. Ætti ÚTL ekki að meta þessa staðreynd líka í ákvörðum sinni ef hún hefur mannúðarlegt sjónarmið með sér?

Styðjum ,,Yusuf á Íslandi"

Siðastu tvö ár, á meðan Yusuf var að bíða eftir úrskurði ÚTL, gat hann tekið þátt í skólalíf í Reykjanesbæ. Hann dvelur í Reykjavík núna og þrátt fyrir áreitni lögreglunnar eins og DV hafi hermt í jólablaðinu, virðist Yusuf njóta friðar og mannlegs lífs hér á Íslandi. Þetta er enn ekki endanleg staða fyrir Yusuf, en hann er samt að smakka bita ,,venjulegs lífs" núna á Íslandi, í fyrsta skipti í lífi sinu sem ungur maður. 

Ég óska að Yusuf geti haldið áfram á Íslandi. Ég óska að hann geti þurrkað af óvissu um framtíð lífs síns og komist í venjulegt líf sem venjulegur ungur strákur. Hann var búinn að fá alveg nógt hingað til. Ég óska að sem flestir hér á landi geti stutt Yusuf og sýni samstöðu við hann.

Til þess hef ég búið til síðu á 
Facebook: 

,,Yusuf á Íslandi" 

(með samþykki hans) og mig langar innilega að biðja ykkur um að sýna stuðning við Yusuf með því að ,,like" síðuna. Stuðningur almennings og samstaða eru þess sem Yusuf þarfnast núna.

 

 


Friður sé með oss

Ég hef verið að velta fyrir mér merkingu friðar þessa dagana. Ef til vill er það tímabært að hugsa um frið á aðventu. Hvað er friður? Einfalt svar er að sjálfsögðu það að friður er staða þar sem ekkert stríð ríkir. Þegar við fréttum um aðstæður í Sýrlandi eða Egyptalandi þökkum við líklega öll fyrir að Ísland er ekki þátttakandi í stríði við aðra þjóð eða að Íslendingar eru ekki klofnir vegna borgarastríðs.

Samt verðum við að segja að þessi skilgreining á friði, að friður sé staða þar sem ekkert stríð sé í gangi, sé frekar óvirk skilgreining. Er sérhvert samfélag án stríðs sannarlega friðsælt samfélag?

Ef fólk sem er í valdastöðu kúgar ákveðinn hóp manna í samfélaginu með því að svipta hann mannréttindum, ef það er fólk sem eru fórnarlömb skipulagðs eineltis eða mismunun, eða ef margir unglingar þjást vegna fíkniefnaneyslu, á slíkt samfélag skilið að kallast ,,friðsælt samfélag" þó að jafnvel  ofbeldi vegna stríðs sé ekki til staðar? Svarið mun vera ,,Nei". Ekki bara ,,nei", heldur geta slíkar aðstæður valdið óeirðum og ólátum einhvern tíma í framtíðinni.

Friður í virkri merkingu

Ef við skilgreinum frið á virkan hátt, mun hún vera eins og: friður er staða þar sem allir í viðkomandi samfélagi njóta allra réttinda sinna, taki þátt í samfélaginu á sinn hátt og að allir geti tekið þátt í umræðinni innan ákveðins lýðræðislegs ramma. Sem sé er þá er það nauðsynlegt að réttlæti í samfélaginu stofnist í ríkum mæli, auk þess að stríð sé ekki til staðar.

Slík lýsing um friðsælt samfélag er, eins og auðsætt ætti að vera, næstum því að lýsa hugmyndarfræðilega fullkomnu samfélagi, og vissulega er erfitt að láta þann draum rætast. Menn þurfa að vinna í málinu endalaust til að ná friði. Friður eða ást/kærleikur eru hversdagsorð fyrir okkur, en þau hafa þunga merkingu í sér.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hafði orð um frið og réttlæti í þessari merkingu eins og ég hef lýst hér, í ávarpi sínu við setningu kirkjuþings í nóvember sl. Hún sagðist hafa orðið fyrir áhrifum af guðfræði í Sri Lanka sem hún kynntist á heimsþingi Alkirkjuráðsins sem var haldið í Suður-Kóreu viku fyrir kirkjuþingið.

,,Öll þráum við frið og gerum okkur grein fyrir því að friður, jafnvægi, næst ekki nema réttlæti ríki. Við búum ekki við ófrið af því tagi er margir sögðu frá á heimsþinginu í Busan. ... Samt er þörf fyrirbæn til Guðs lífsins um réttlæti og frið.

Það er ófriður í landi okkar. ... Ófriður í þeirri merkingu að margir upplifa óréttlæti, þvinganir, afskiptaleysi, ósjálfstæði, ójafnrétti, kvíða, reiði".

,,Sambýlis"guðfræði

Í Sri Lanka búa mörg þjóðarbrot saman og einnig eru í landinu mörg trúarbrögð eins og búddismi, hindúatrú, islam og kristni. En vegna skorts á réttlæti í samfélaginu hefur þjóðin lent í borgarastríði í fjórum sinnum frá 1983 til 2009. Í fjórða stríðinu voru fleiri en tuttugu þúsund borgarar drepnir. Aðstæðurnar eru ennþá óstöðugar og uppbygging réttlætis í samfélaginu virðist vera langt frá því að vera fullnægjandi.

Í slíkum aðstæðum hafa margir verið að vinna að því að byggja upp jákvæð samskipti meðal þjóðarbrotanna og trúarbragðanna í Sri Lanka. Sr. Dr. Rex Joseph (d. 2007) var einn af þeim og hann náði áberandi árangri í samstöðu meðal trúarhópa í Sri Lanka.

Dr. Joseph líkti ,,sambúð" mismunandi þjóðarbrota og trúarbragða við tré eins og Banyan eða Palmya Palm, en þau eru algengt tré í Sri Lanka. Þau eru ,,sambýlis"(symbiosis)tré og vaxa saman með því að láta greinar sína strjúka greinar annara trjáa. Þannig líta tvö tré út fyrir eins og eitt tré. Með því að vaxa á þennan hátt, geta trén verið sterkari fyrir vindum eða stormum. Samt eru þau sjálfstæð hvort frá öðru og þau stela ekki næringu frá öðru tré eða trufla á neinn hátt.

Dr. Joseph benti fólki í Sri Lanka á að sambýlistrén væru tákn fyrir það að hvernig þjóðin Sri Lanka ætti að vera.

Í ljósi íslensks raunveruleika

Ég held að það sé tvímælalaust einnig verkefni okkar á Íslandi að reyna að ná friði í virkri merkingu. Eins og Agnes biskup benti á, það er ófriður til staðar í þjóðfélagi okkar. Og til þess þurfum við einnig að ná réttlæti í samfélaginu. Án réttlætis er friður aðeins yfirborðslegt fyrirbæri.

Og gleymum ekki ,,sambýlistrjánum". Hér búa líka mismunandi hagsmunaðilar eins og fjölbreytileg trú- og lífsskoðunarfélög. Réttlæti má ekki vera réttlæti, aðeins fyrir suma eða fyrir sjálfa sig, heldur verður það að vera réttlæti fyrir aðra líka. Munum það, að láta óréttlæti fyrir afskiptalaust veldur ógnar friði allra  einhvern tíma í framtíðinni. Sköpum frið og lifum saman í honum.
Friður sé með oss og gleðileg jól! 

  


Ég á mér draum...eða má ég það?

Ég á mér draum. En hann er ekki stór draumur fyrir réttlæti manna og frelsi eins og Martin Luther King yngri átti sér. Draumur minn er lítill og persónulegur.

Ég á mér draum. Mig langar að elda góðan mat fyrir einhverja sem ég kann vel við og sjá bros á andliti hennar. Mig langar að sitja til borðs þar sem hlátur og hlýja streymir niður.

Mig langar að fara í ferðalag innanlands með einhverri sem ég kann vel við og ganga með henni um fjöll og dali. Mig langar að við njótum fegurðar náttúru Íslands saman og ég safna efni fyrir ljóð.

Mig langar að við sitjum saman í hlýrri stofu og ég sýni henni uppkast ljóða minna og fá álit hennar. Mig langar að við deilum erfiðleikum, pirringi og kvörtunum með hvort öðru, jafnt sem gleði og skemmtun.

Draumur minn er nefnilega að hafa einhverja sem ég get deilt lífi mínu með. En samt þarf það ekki endilega að búa saman eða giftast.
Ég hef haldið í þann draum síðustu áratugi, en hann hefur aldrei ræst nema um stund.

Ekki misskilja mig. Ég er ekki að auglýsa eftir lífsförunaut fyrir mig hér! Ég vil heldur velta fyrir mér leitinni að hamingju lífsins. 

,,Lúxus"  ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi"?

Þegar þið lesið um þennan draum minn, hugsið þið ef til vill að ég kveljist í einangrun og sé ósáttur við lífið mitt án þess að njóta þess. En það er ekki satt. Ég gæti verið duglegri í að njóta lífsins, en ég er hamingjusamur.

Ef það væri til mælingartæki á hamingju manns, myndi ég fá háa einkunn á hamingjuskala. Ég á tvö börn, sem ég get sannarlega verið stoltur af, og ég þakka Guði fyrir að vera svo lánsamur.    

Ég er í starfi sem ég elska og í því get ég notað hæfileika minn vel. Atvinna manns varðar hversdaginn og það skiptir miklu hvort manni líður vel eða illa í vinnunni.

Ég er ekki með neinn ákveðinn sjúkdóm, þó að ég vanræki algjörlega líkamsrækt. Ég er ekki ríkur, en samt á ekki í fjárhagserfiðleikum.
Ég á enga sérstaka óvini, þó að ég viti að ég er ekki vinsæll hjá öllum og sumir sýna mér andúð sína.

Þannig að þegar skoðuð er heildarmynd lífs míns, má segja að ég sé hamingjusamur maður í ríkum mæli.

Hvað um það þó ég haldi í draum um að eignast lífsförunaut? Ætti slíkur draumur að þykja ,,lúxus" ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi" ?   

Satt að segja tel ég það sjálfur stundum. Úr fjölmiðlum þekki ég mörg börn sem glíma við erfiða sjúkdóma. Erfiðleikar þeirra varða alla fjölskyldu barnanna. Margt fólk er orðið að fórnarlömbum hagræðingar og enn fleiri standa frammi fyrir þeim ótta að missa lífsviðurværi sitt.

Í starfi mínu hitti ég fólk sem á í erfiðleikum í fjölskyldu sinni og við matarborð þeirra eru borin á borð tár og reiði í staðinn fyrir súpu og brauð.

Og hælisleitendur. Í hvert skipti þegar ég kem heim eftir heimsókn til hælisleitanda, get ég ekki gert annað en að þakka fyrir það sem ég á, heimili, fjölskyldu, tilgang í lífinu, frið, frelsi og réttindi. Hvað meira er nauðsynlegt?

Það er satt. Við skulum reyna að gleyma ekki því sem við eigum núna. Ekkert er sjálfsagt mál fyrir okkur og allt á skilið þakklæti. Mér finnst þetta vera grunnstefna lífsins, a.m.k. hjá mér.

Það sem varðar eðli manns djúpt

Engu að síður, get ég ekki afsalað mér draumum mínum. Af hverju?
Þegar Guð skapaði manneskjuna sagði hann: ,,Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi". Mér finnst þetta vera mjög mikilvæg skilaboð (sérstaklega til að réttlæta drauminn minn!).

Nei, án gríns, hér birtist mjög mikilvægt atriði sem varðar eðli mannsins. Það er að manneskjur eru hannaðar til að starfa saman og hjálast að. Það gildir um samfélag manna og jafnframt gildir það sérhvern einstakling. Að eiga maka varðar í raun grundvallar-eðli manneskju.

Þannig er það ómissandi hluti fyrir mann til að móta sannan sjálfan sig að þiggja hjálp frá maka sínum og að veita maka sínum hjálp, þar sem manneskja á að vera í sambandi ,,veita-þiggja hjálp". En gleymist þetta ekki alltof oft í okkar nútímalífi?

Dag frá degi virðist það vera mikið auðveldara að lifa og búa ein/n. Ég hef reynslu af fjölbreyttri sambúð: að vera ógiftur, giftur, skilinn, í sambandi, og ég get fullyrt að það er mikið auðveldara að búa ein/n en að vera í sambúð. Að búa saman eða að vera í fastasambandi er erfið samvinna. En samt er það þess virði.

Niðurstaða mín.

Draumur minn, sem er að óska eftir lífsförunaut, er því í eðli sínu ekki að bæta ákveðinni hamingju við þann lánsama hluta lífs míns sem ég lifi núna. Draumurinn fylgir mér svo framarlega sem ég spyr um tilvist sjálfs míns og leita leiða til að njóta míns eigins lífs. Því má ég halda í þessum draumi og bíða eftir því að hann rætist.
Maranatha!

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband