Færsluflokkur: Bloggar

23 ára drengur á flótta í 17 ár

Ég fer oft í heimsókn við hælisleitendur á Íslandi en að sjálfsögðu get ég ekki hitt alla hælisleitendur. Meira að segja get ég ekki kynnst vel við alla sem ég hitti. Sumir þeirra eru orðnir að vinum mínum, en aðrir eru bara kunningjar og samskipti okkar eru yfirborðsleg. 

Einn af hælisleitendum sem ég hef samband við þessa dagana er strákur frá Afganistan. Hann heitir Yusuf Mahdavi. Saga hans stingur hjarta mitt, þar sem hann er á sama aldri og sonur minn, 23 ára gamall, en lífsferli hans hefur verið allt öðruvísi en líf sónar míns.

Hann er mjög rólegur strákur með kurteisi. DV birti viðtal við hann í jólablaði og það er hægt að lesa á netinu líka.

Viðtal við Yusuf í DV

Yusuf flúði heimaland sitt með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára vegna ofsóknar Taribana gagnvart Hazara þjóðarbroti þar sem Yusuf tilheyrir. Faðir hans var myrtur og bróðir var týndur í árasi Taribana í heimaþorp Yusuf í Wardak héraði í Afganistan.

Íran tók á móti fjölskyldunni en þar mætti hún aftur ofsóknum og mismunun af landsmönnum í Íran. Eftir tíu ár, þegar Yusuf varð að táningaur, flúði hann aftur, en aleinn í þetta skiptið.

Hann eyddi fimm árum í að leita að landi þar sem yfirvöld tækju upp hælismál hans. En lönd í Evrópu, sem eru þegar full af hælisleitendum, sýndu máli drengsins engan virkilegan áhuga. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og hérna var málið hans tekið almennilega til skoðunar í fyrsta skipti.

Eftir tvö ár á Íslandi fékk Yusuf synjun um hælisumsókn sína frá Útlendingastofnun (ÚTL). Málinu hefur verið áfrýjað til ráðuneytisins en víst er að lífi hans er ekki ætlað að verða auðveldu.

Helst atriði í úrskurði ÚTL

Úrskurður ÚTL er að mörgu leyti undrandi. Ég fékk leyfi frá Yusuf til að skrifa um úrskurðinn. Helst atriði eru eins og eftirfarandi:

1. ÚTL telur að frásögn Yusuf í hælisumsókn sinni sé trúverðug. (Gott mál. Alls ekki sjálfsagt mál að ÚTL segir slíkt.)
2. ÚTL kannast við slæmar aðstæður afganskra flóttamanna í Íran. Því ætlar ÚTL ekki að senda Yusuf til baka til Íran.

3. Fjöldi hryðjuverka/árása af andspyrnuhreyfingu í Afganistan hefur aukist eftir árið 2011, sérstaklega í dreifbylissvæði.
4. Núverandi ríkisstjórn Afganistan er kosin lýðræðislega og fordómar og mismunun gagnvart Hazara þjóðarbroti virðast hefa minnkað sig.

5. ,,Ástandið í Wardak  héraði er talið vera nokkuð stöðugt ef miðað er við svæði innan Afganistan .... (þar sem) itök Taribana eru talin vera til staðar á svæðinu". Því má Yusuf fara til baka til Afganistan. (Hluti í ,, - " er tilvitnun úr úrskurðinum)
6. ,,Ef umsækjandi(Yusuf) óttast ástandið í Wardak héraði, þá sé ekkert því fyrirstöðu að hann setjist að á öðru svæði í Afganistan t.a.m. í höfuðborginni, Kabúl".
 
7. ,,Stórt samfélag er í Kabúl af fólki sem tilheyrir Hazara þjóðarbroti og því ætti umsækjandi að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess".
8. Niðurstaðan er sú: Yusuf fari til baka til Afganistan.

Mér fannst mjög erfitt að fylgjast með þessum rökum. En mér skilst að kjarni röksemdarinnar sé þetta:

,,Þó að öryggisástand í Afganistann sé enn ,,óútreiknanlegt", er það betra í Wardak héraði miðað við svæði þar sem Tariban hefur bein áhrif. Því er það í lagi að Yusuf fer til baka til Afganistan. Ef Yusuf óttast að búa í heimaþorpi sínu, má hann búa í Kabúl. Fólk hlýtur að veita aðstoð við hann". 

Vanmat á upplifun Yusuf og ástand lífs hans

Það er mér undrandi að hvernig ÚTL metur upplifun Yusuf og ástand í lífi hans lítið. Það er a.m.k. þrjú atriði til sem á skilið að gera athugasemd við.

Í fyrsta lagi var faðir Yusuf myrtur í heimaþorpi sínu ásamt mörgum öðrum. Þetta er staðreynd og minning um málið mun aldrei hverfa úr brjósti Yusuf. Auk þess er Tariban til staðar í Afganistan og gerir öryggiástand þar ,,óútreiknanlegt". Það er allt annað en að öryggisástand er tryggt.

Í öðru lagi búa móður Yusuf og systkini öll í Íran og hann hefur engan ættingja í Afganistan. Yusuf segist þekkja engan í Afganistan. Hann hefur aldrei í Afgansitan síðan hann var sex ára gamall. Það er mjög bjartsýni að segja að Yusuf ,,ætti að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess". En byggist það á áreiðanlegum möguleika eða bara draumi?    

Í þriðja lagi er Yusuf búinn að eyða tíu árum sem flóttamaður í Íran og sjö árum sem hælisleitandi í ýmsum löndum, samtals sautján árum. Það má segja að hann sé orðinn ríkisfangslaus í raun. Í sautján ár meðal tuttugu og þriggja ára lífs hans hingað til hefur Yusuf verið á flótta. Ætti ÚTL ekki að meta þessa staðreynd líka í ákvörðum sinni ef hún hefur mannúðarlegt sjónarmið með sér?

Styðjum ,,Yusuf á Íslandi"

Siðastu tvö ár, á meðan Yusuf var að bíða eftir úrskurði ÚTL, gat hann tekið þátt í skólalíf í Reykjanesbæ. Hann dvelur í Reykjavík núna og þrátt fyrir áreitni lögreglunnar eins og DV hafi hermt í jólablaðinu, virðist Yusuf njóta friðar og mannlegs lífs hér á Íslandi. Þetta er enn ekki endanleg staða fyrir Yusuf, en hann er samt að smakka bita ,,venjulegs lífs" núna á Íslandi, í fyrsta skipti í lífi sinu sem ungur maður. 

Ég óska að Yusuf geti haldið áfram á Íslandi. Ég óska að hann geti þurrkað af óvissu um framtíð lífs síns og komist í venjulegt líf sem venjulegur ungur strákur. Hann var búinn að fá alveg nógt hingað til. Ég óska að sem flestir hér á landi geti stutt Yusuf og sýni samstöðu við hann.

Til þess hef ég búið til síðu á 
Facebook: 

,,Yusuf á Íslandi" 

(með samþykki hans) og mig langar innilega að biðja ykkur um að sýna stuðning við Yusuf með því að ,,like" síðuna. Stuðningur almennings og samstaða eru þess sem Yusuf þarfnast núna.

 

 


Ég á mér draum...eða má ég það?

Ég á mér draum. En hann er ekki stór draumur fyrir réttlæti manna og frelsi eins og Martin Luther King yngri átti sér. Draumur minn er lítill og persónulegur.

Ég á mér draum. Mig langar að elda góðan mat fyrir einhverja sem ég kann vel við og sjá bros á andliti hennar. Mig langar að sitja til borðs þar sem hlátur og hlýja streymir niður.

Mig langar að fara í ferðalag innanlands með einhverri sem ég kann vel við og ganga með henni um fjöll og dali. Mig langar að við njótum fegurðar náttúru Íslands saman og ég safna efni fyrir ljóð.

Mig langar að við sitjum saman í hlýrri stofu og ég sýni henni uppkast ljóða minna og fá álit hennar. Mig langar að við deilum erfiðleikum, pirringi og kvörtunum með hvort öðru, jafnt sem gleði og skemmtun.

Draumur minn er nefnilega að hafa einhverja sem ég get deilt lífi mínu með. En samt þarf það ekki endilega að búa saman eða giftast.
Ég hef haldið í þann draum síðustu áratugi, en hann hefur aldrei ræst nema um stund.

Ekki misskilja mig. Ég er ekki að auglýsa eftir lífsförunaut fyrir mig hér! Ég vil heldur velta fyrir mér leitinni að hamingju lífsins. 

,,Lúxus"  ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi"?

Þegar þið lesið um þennan draum minn, hugsið þið ef til vill að ég kveljist í einangrun og sé ósáttur við lífið mitt án þess að njóta þess. En það er ekki satt. Ég gæti verið duglegri í að njóta lífsins, en ég er hamingjusamur.

Ef það væri til mælingartæki á hamingju manns, myndi ég fá háa einkunn á hamingjuskala. Ég á tvö börn, sem ég get sannarlega verið stoltur af, og ég þakka Guði fyrir að vera svo lánsamur.    

Ég er í starfi sem ég elska og í því get ég notað hæfileika minn vel. Atvinna manns varðar hversdaginn og það skiptir miklu hvort manni líður vel eða illa í vinnunni.

Ég er ekki með neinn ákveðinn sjúkdóm, þó að ég vanræki algjörlega líkamsrækt. Ég er ekki ríkur, en samt á ekki í fjárhagserfiðleikum.
Ég á enga sérstaka óvini, þó að ég viti að ég er ekki vinsæll hjá öllum og sumir sýna mér andúð sína.

Þannig að þegar skoðuð er heildarmynd lífs míns, má segja að ég sé hamingjusamur maður í ríkum mæli.

Hvað um það þó ég haldi í draum um að eignast lífsförunaut? Ætti slíkur draumur að þykja ,,lúxus" ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi" ?   

Satt að segja tel ég það sjálfur stundum. Úr fjölmiðlum þekki ég mörg börn sem glíma við erfiða sjúkdóma. Erfiðleikar þeirra varða alla fjölskyldu barnanna. Margt fólk er orðið að fórnarlömbum hagræðingar og enn fleiri standa frammi fyrir þeim ótta að missa lífsviðurværi sitt.

Í starfi mínu hitti ég fólk sem á í erfiðleikum í fjölskyldu sinni og við matarborð þeirra eru borin á borð tár og reiði í staðinn fyrir súpu og brauð.

Og hælisleitendur. Í hvert skipti þegar ég kem heim eftir heimsókn til hælisleitanda, get ég ekki gert annað en að þakka fyrir það sem ég á, heimili, fjölskyldu, tilgang í lífinu, frið, frelsi og réttindi. Hvað meira er nauðsynlegt?

Það er satt. Við skulum reyna að gleyma ekki því sem við eigum núna. Ekkert er sjálfsagt mál fyrir okkur og allt á skilið þakklæti. Mér finnst þetta vera grunnstefna lífsins, a.m.k. hjá mér.

Það sem varðar eðli manns djúpt

Engu að síður, get ég ekki afsalað mér draumum mínum. Af hverju?
Þegar Guð skapaði manneskjuna sagði hann: ,,Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi". Mér finnst þetta vera mjög mikilvæg skilaboð (sérstaklega til að réttlæta drauminn minn!).

Nei, án gríns, hér birtist mjög mikilvægt atriði sem varðar eðli mannsins. Það er að manneskjur eru hannaðar til að starfa saman og hjálast að. Það gildir um samfélag manna og jafnframt gildir það sérhvern einstakling. Að eiga maka varðar í raun grundvallar-eðli manneskju.

Þannig er það ómissandi hluti fyrir mann til að móta sannan sjálfan sig að þiggja hjálp frá maka sínum og að veita maka sínum hjálp, þar sem manneskja á að vera í sambandi ,,veita-þiggja hjálp". En gleymist þetta ekki alltof oft í okkar nútímalífi?

Dag frá degi virðist það vera mikið auðveldara að lifa og búa ein/n. Ég hef reynslu af fjölbreyttri sambúð: að vera ógiftur, giftur, skilinn, í sambandi, og ég get fullyrt að það er mikið auðveldara að búa ein/n en að vera í sambúð. Að búa saman eða að vera í fastasambandi er erfið samvinna. En samt er það þess virði.

Niðurstaða mín.

Draumur minn, sem er að óska eftir lífsförunaut, er því í eðli sínu ekki að bæta ákveðinni hamingju við þann lánsama hluta lífs míns sem ég lifi núna. Draumurinn fylgir mér svo framarlega sem ég spyr um tilvist sjálfs míns og leita leiða til að njóta míns eigins lífs. Því má ég halda í þessum draumi og bíða eftir því að hann rætist.
Maranatha!

  


Gegn einelti

Á morgun, 8. nóvember, verður ,,dagur gegn einelti".

Varðandi einelti er heimaland mitt, Japan, ,,leiðandi þjóð" í neikvæðri merkingu. Einelti er bersýnilega eitt af alvarlegastum málum fyrir Japana.  Fleiri en 70.000 tilfelli eru viðurkennd sem einelti árlega í Japan.

Á árinu 2012 höfðu 200 unglinga á grunn- og framhaldsskólaaldri framið sjálfsvíg í Japan. Meðal þessara 200 voru fjögur tilfelli vegna eineltis. Þetta getur litið út fyrir að vera ekki háar tölur. 12% af þessum unglingum frömdu sjálfsvíg vegna erfiðra samskipta við foreldra sína, og 10% vegna kvíða um framtíð sína. En um 58% af þessum 200 tilfellum, eða 116 unglinga, voru ástæður ,,óþekktar".

Í hvert skipti þegar skólabarn fremur sjálfsvíg, er rætt um hvort einelti hafi verið ástæða þess eða ekki. En yfirleitt er það tilhneiging til staðar í Japan að skólayfirvald neitar tilvist eineltis af því að ef það viðurkennir einelti, verður það að bera ábyrgð á því að sér að hafa látið einelti vera.

Ef við tökum tillit til þess atriðis, gætum við sagt að fleiri tifelli sjálfsvígs hafi stafað af einelti. Persónulega trúi ég því.

Ég er ekki sérfræðingur um einelti almennt enda ég verð að játa það að ég þekki lítið um aðstæður eineltis á Íslandi. En í Japan er það oft sagt að þátttekendur í einelti skiptast í fjóra hópa. 1. Gerendur 2. Virkilegir áhorfendur  3. Hlutlausir áhorfendur 4. Þolendur.

T.d. getur staðan verið eins og: ef það eru 35 börn í skólabekk nokkrum, eru þar þrír gerendur eineltis, einn þolandi, fimm virkir áhorfendur og 26 hlutlausir áhorfendur.

Virkilegir áhorfendur eru stuðningsmenn við einelti og þeir hvetja gerendur að halda áfram einelti. Hlutlausir áhorfendur eru ekki ,,hlutlausir" í raun. Þeir eru líka að styðja einelti með því að horfa fram hjá því sem gerist fyrir augum sínum. 

Og ef ég skil rétt, er mikil áhersla lögð á að ábyrgð þessara ,,áhorfenda" í Japan eins og: ,,Enginn er ábyrgðarlaus í stöðu þar sem einelti á sér stað". 

Gildir þetta á Íslandi líka?

Mér finnst það vera mjög mikilvægt og nauðsynlegt að allir í þjóðfélaginu (þ.á.m. ég sjálfur) fræðast um mál um einelti, þar sem ,,áhugaleysi" eða ,,vanþekking" telst jú til óbeins stuðnings vi
ð einelti.  

 


Hver er nágranni minn?

Októbermánuður var liðinn. Október er alltaf svolítið annasamur hjá mér, meðal annars vegna þess að börnin mín tvö eiga þá bæði afmæli. Þegar börnin voru lítil, var hver afmælisdagur bókstaflega stór atburður og við foreldrar vorum ekki síður spennt en börnin sjálf.

Nú eru þau búin að ná tvítugsaldri og afmælisdagar þeirra að sjálfsögðu ekki jafnspennandi og þegar þau voru lítil. Samt eru þeir enn gleðilegt tilefni. Sonur minn var t.d. af tilviljun staddur á landsmóti Æ.S.K.Þ. (Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar) á afmælisdaginn sinn og fékk blessun margra unglinga þar. Mér finnst sonur minn vera lánsamur. Slíkt er alls ekki sjálfsagt mál. Og ég er líka lánsamur sem faðir hans.

En það eru ekki allir sem geta notið gleði lífsins á sama hátt.

Einn af hælisleitendum sem ég hef samband við þessa dagana er strákur á sama aldri og sonur minn. Hann flúði heimaland sitt með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára en faðir hans hafði verið myrtur í stríði áður en flótti þeirra hófst.

Nágrannaþjóð tók á móti fjölskyldunni en þar mætti hún aftur ofsóknum og mismunun af landsmönnum þjóðarinnar. Eftir tíu ár, þegar strákurinn varð að táningaur, flúði hann aftur, en aleinn í þetta skiptið.

Strákurinn eyddi fimm árum í að leita að landi þar sem yfirvöld tækju upp hælismál hans. En lönd í Evrópu, sem eru þegar full af hælisleitendum, sýndu máli drengsins engan virkilegan áhuga. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og hérna var málið hans tekið almennilega til skoðunar í fyrsta skipti.

Eftir tvö ár á Íslandi fékk strákurinn synjun um hælisumsókn sína frá Útlendingastofnun. Málinu hefur verið áfrýjað til ráðuneytisins en víst er að lífi hans er ekki ætlað að verða auðveldu.

Við skulum samt ekki sjá drenginn aðeins sem manneskju með slæm örlög eða vesaling. Ég hef ekki rétt til að dæma það hvort hann sé hamingjusamur eða ekki þrátt fyrir lífsreynslu hans. Hann er með eigin persónuleika og á að eiga möguleika í framtíðinni sinni eins og sérhvert ungmenni í samfélagi.

Engu að síður er það staðreynd að lífsaðstæður drengsins hafa verið allt aðrar en þær sem við eigum að venjast í okkar samfélagi. Ég tel að það sé mikilvægt að við séum meðvituð um það að það eru ekki allir sem lifa í sama umhverfi og við.

Þessi smávitund verður að hjálpa okkur að verða ekki skilningarsljó á ýmsa hluti sem við njótum daglega og tökum næstum því sem sjálfsagða. Og jafnframt mun smávitundin vonandi vekja spurningu inni í okkur sjálfum um hvers konar nágrannar við eigum að vera hverjir við aðra í heiminum.

Við getum látið erfiðleika annarra vera þeirra eigin. En stundum finnst okkur við einnig geta reynt að taka á okkur hluta af byrði nágranna okkar. Ef til vill sveiflumst við oft á milli þessara tveggja viðhorfa.

Samt hvílir spurningin yfir höfðum okkar:„Hver er nágranni minn?" ,,Hvers konar nágranni er ég?" Er það ástæðulaus yrðing mín ef ég segi að spurningin skipti okkur miklu máli núna í samfélaginu?

  


Skýr útskýring óskast

Hefði ég ekki hlustað á sögu hælisleitenda sem voru í staðnum, þá hefði ég líklega haldið að grein á DV varðandi húsaleit af lögreglu í Kópavogi þann 26. september væri bara afbökuð og  ýkt lýsing.

Í fastasvefni þegar sérsveitin braut upp hurðir


Í dag fór ég í heimsókn við hælisteitendur í Reykjanesbæ ásamt tveimur heimsóknarvinum sem voru sjálfboðalið hjá RKÍ.  Við fórum í Fit hostel og hitti um tíu hælisleitendur, en þar á meðal voru fjórir sem höfðu verið í Kópavogi þegar húsaleitin var framkvæmd og ,,handteknir" af lögreglunni.

Og saga sem þeir vitnuðu var alveg eins og fréttir DV hermdu, eða jafnvel verri að mínu mati. Einn þeirra sagði við okkur að lögreglumaður hafði sagt í staðnum: ,,This was a good experience".

Að sjálfsögðu voru þessir hælisleitendur spenntir og enn æstir. ,,Við fengum neina útskýringu þegar við vorum teknir í lögreglustöð. Við fengum neina afsökunarbeiðni."

Er það lögmætt núna að taka mann í lögreglustöð án þess að tilkynna ástæðuna?

Helga Vala lögmaður segir um mannréttindi hælisleitenda í umfjöllun DV og ég er sammála henni. En ég vil segja enn fremur þetta.

Vald lögreglunnar er mjög sterkt fyrir venjulegan einstkling og getur verið jafnvel ,,absolute power". Ef löggan gefur bílnum mínum merki ,,stöðvunar" á götu, þá stöðva ég. Ef löggan kemur í heimili mitt með erindi, mun ég taka á móti henni.

Af því að (ég held að) flestir íbúar á Íslandi heldur að Ísland sé réttarríki og lögreglan hér á skilið trausti íbúanna og virðingu.

En lögreglan tapar trausti sínu með því að haga sér eftir eigin geðþótta, þá mun ,,vald og réttlæti" breytast í bara ,,vald". Augljóst er slíkt ekki eftirsóknarvert.

Lögreglan á að sýna fram skýra útskýringu á málinu fyrir okkur í samfélaginu.

 


Sanngjörn ákvörðun fremur en ,,hrað" ákvörðunar

Þetta fréttir komu fyrir nokkrum dögum en Innanríkisráðherra tjáði sig um málefni hælisleitenda. Áhugavert.

En mig langar að gera athugasemd um (a.m.k.) eitt atriði.

Hanna Birna, ráðherrann, orðar ,,48 stunda kerfi" til þess að hraða afgreiðslu hælisumsóknar eins og gert er t.d. í Noregi.

Ef til vill virkar þetta þegar mjög einfalt mál er að ræða, en það virðist vera augljóst að tveir dagar duga ekki til þess að fjalla um flókið mál og mál sem er ekki svo einfalt og það lítur út fyrir að vera.

Ég er ekki þeirra skoðunar eins og að allir hælisleitendur skulu fá dvalarleyfi. Sumir eru ekki að leita hælis í raun eftir því sem ég er búinn að sjá sjálfur.

Það sem ég vona fyrst og fremst er það að yfirvaldin komast í sanngjarna niðurstöðu þó að afgreiðsla skuli taka lengri en 48 stundir. ,,Sanngjörn niðurstaða (sem innifelur sér ,,mannúðarlega tillitssemi") er hið eina sem óskast.    

 


mbl.is Er 300 daga að afgreiða kærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Spáni fremur en í Tókíó...

Sem Japani fagna ég að sjálfsögðu því að 2020 ólímpíuleikarnir verði haldnir í Tókíó, heimaborg minni.

En samt, sátt að segja, óskaði ég að 2020 ólímpíuleikarnir myndu fara í Spán.
Hlutfall atvinnuleysis á Spáni er núna um 27%. Þetta eru ótrúlegar tölur, held ég. Ef ólympían væri haldin þar, yrði hún mikið jákvæð örvun fyrir þjóðfélag Spánar.  
Þurfum við ekki að hugsa með tillit til slíks máls eða aðstæðna líka, þegar við ákveðum eiithvað sem hefur gríðarleg áhrif á ýmis mál í lífi fólks?

Eiga ólímpíuleikarnir að vera sjálfstæðir frá efnahagsástæðu eða pólitísksástæðu? Já, kannski er það grunstefna. En samtímis vitum við vel að ekkert sé sjálfstætt frá efnahags- og pólitísksstöðu í nútímaheiminum.     
Getum við ,,alþjóðlegi heimurinn" ekki hjálpast að í þessu stígi einhvers máls, áður en það verður ómögulegt?   

Ég get ekki verið alveg sáttur við þessa niðurstöðu.   

 


mbl.is Tókýó heldur ÓL 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

15. agúst ,,Obon" hátíð í Japan

15. ágúst hvers árs er minningardagur Japana, þar sem Japan gafst upp í heimsstyrjöldinni síðari. En samtímis er þetta stór hátíðardagur Japana, sem heitir ,,Obon"  (Í nokkrum stöðum eins og í Tókíó er 15. júlí).

Þessa þrjá daga (14.-16.) heimsækja andar forfeðra heimili sitt. Því lifandi fjölskyldumeðlimar eiga að safnast allir saman með blóm og mat fyrir anda forfeðra.

 

f261
-Myndin er úr Item.rakuten.co.jp-


Myndin er skreyting fyrir hátíðina, sem heitir ,,Syóróma"(andahestur). Hestarnir eru fyrir anda forfeðra. Þegar þeir koma í heimsókn í þennan heim, nota þeir agúrku-hest sem gengur hratt.

Þegar þeir fara til baka í himnaríkis fata þeir með eggaldins-hest sem gengur hægt (til þess að vera með lifandi fjölskyldu sem lengst).

Raunar er þetta líka tækifæri ,,reunion" fyrir fjölskylduna og rosaleg stór umferð er kringum þessa daga. Mannfjöldi í Tókíó minnkar í alvöru og miðborgin verður í hljóði.    

  


68 ár liðin frá Hiroshima

Í dag voru 68 ár liðin frá því kjarnaorkusprengju hafði varpað verið á Hiroshima.
Sem Japani langar mig að minnast þess dags með því að halda fjóra punkta í huga.

1.     Samúð til allra fórnalamba í heimsstyrjöldinni síðari
2.     Afnám kjarnorkuvopna
3.     Ábyrgð Japans í heimsstyrjöldinni síðari og mótbára gegn stríði
4.     Vangaveltur um friðsæla notkun kjarnorku í þjóðfélagi

Síðasti punkturinn hefur verið mikið umræðuefni í Japan enn núna síðan slys kjarnorkuversins fyrir tveimur árum.


******

Hiroshima, Nagasaki ... og ábyrgð okkar

6. ágúst 2002

Fyrir 57 árum, 6. ágúst 1945, var kjarnasprengju varpað á Hiroshima. Þremur dögum síðar sprakk önnur kjarnasprengja í Nagasaki. Þetta var í fyrsta og eina skipti í sögu mannkyns að kjarnavopn voru notuð.

Hvað er sérstakt?

Víða í heiminum eru haldnar minningarathafnir vegna Hiroshima og Nagasaki. Af hverju? Ef við berum bara saman fjölda fórnarlamba dóu tæplega 200.000 manns í Hiroshima og Nagasaki, en 85.000 íbúar voru drepnir í sprengjuárás á Tókyó aðfaranótt 9. mars sama ár. Ég held að sagan um Hiroshima og Nagasaki segi eitthvað sérstakt og umhugsunarvert og snúist um eitthvað annað og meira en bara fjölda fórnarlamba, rétt eins og í Auschwits. Hvað er sérstakt við þessa atburði?

Í fyrsta lagi er þetta dæmi um hvernig menn notuðu nýjustu vísindakunnáttu og tækni til að eyðileggja líf annarra í hundraðþúsunda tali. Afleiðingar þessa kvelja enn börn og barnabörn fólksins sem lifði af.

Í öðru lagi er það ólíkt „venjulegum" styrjöldum að sigurvegarinn, í þessu tilfelli Bandaríkin, hafi í raun tapað siðferðilegum yfirburðum sínum með því að nota kjarnavopn. Hiroshima og Nagasaki kenna okkur meðal annars að einn menningarheimur, hvort sem hann telst sigurvegari eða ekki, getur ekki talið sig hafa siðferðilega yfirburði yfir öðrum menningarheimum.

Jafnir menningarheimar

Sú þjóð sem varpaði kjarnasprengjum var ekki hin svokallaða „guðlausa þjóð" Sovétríkin, heldur hin „guðhræddu" Bandaríki. Þjóð sem sendi fjölda trúboða um allan heim. Það er vel þekkt að lúterskir prestar blessuðu B29 flugvél sem var að leggja af stað til Hiroshima. Rétt eins og Auschwits sýndi Hiroshima mannkyninu að engin tiltekin menning, þ.á.m. trúarleg menning, væri yfir aðra hafin. Sú goðsögn nýlendutímanna að kristinn menningarheimur gnæfði yfir alla aðra lagðist niður eftir árið 1945. Þá kom betur í ljós en nokkurn tímann áður að sjónarrönd menningarheimsins er siðferðilega jöfn og flöt fyrir alla.

Árið 1946, rétt eftir að Japan tapaði stríðinu, sendi bandarísk kirkja frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Við skulum að byrja að iðrast ... við játum það að notkun kjarnasprengna á Hiroshima og Nagasaki mun aldrei verða réttlæti í siðfræði mannkyns".

Þessi yfirlýsing var ekki samþykkt af meirihluta bandarískra kirkna. Þrátt fyrir það minnir hún okkur enn þann dag í dag á mikilvægi sjálfsgagnrýni og gefur von um möguleika þróunar mannkyns.

Í kjölfarið sendi bandarísk kirkja trúboða til Japans sem boðbera friðar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum trúboðum leið í hringiðu andúðar og haturs. Árangur þeirra sem trúboðar var skiljanlega ekki mjög mikill. Hins vegar hafa þeir eflaust hjálpað Japönum að skilja að Bandaríkjamenn væru ekki skrímsli, eins og þeim hafði verið kennt þar til þá.

Hiroshima og Nagasaki sem syndaaflausn

Í framhaldinu langar mig að skoða málið frá öðruvísi sjónarhorni en oft er gert. Tæplega 30 árum eftir áðurnefnda yfirlýsingu sagði Hirohito Japanskeisari í viðtali við blaðamenn: „Mér þykir miður hvernig fór í Hiroshima og Nagasaki. En þessir atburðir áttu sér í stað í hörðu stríði og þeir voru óhjákvæmilegir". Þessi orð segja ekkert meira en að styrjöld stríði yfirleitt gegn almennri mannasiðfræði. A.m.k. sé ég ekki neitt sem varðar sjálfsgagnrýni Japans eða viðurkenningu á sekt Japana sem þátttakanda í stríðinu.

Mér sýnist að Hiroshima og Nagasaki séu orðnar eins konar „syndaaflausn" fyrir Japani. Yfirleitt er hugmynd Japana um Kyrrahafsstríð sú það hafi verið stríð gegn Bandaríkjunum sem endaði með notkun kjarnasprengja. Því meiri athygli og samúð sem fólk í heiminum hefur sýnt Japönum vegna Hiroshima og Nagasaki, þeim mun sterkar hafa Japanir upplifað sig sem fórnarlömb stríðsins. Er það rétt hjá Japönum að skilja söguna þannig?

Árið 1910 gerði Japan Kóreu að hluta lands síns. Kína varð einnig í raun nýlenda Japans árið 1932. Rétt eftir að Kyrrahafsstríð hófst byrjuðu japanskir hermenn að fara suður til Filippseyja og ríktu loks víða frá Índónesíu í austri til Burma (Myanmar) í vestri. Japan geymdi annars vegar ríkar náttúruauðlindir þessara landa, en krafðist þess um leið að Japönsk menning væri yfir menningu heimamanna hafin. Japanir neyddu m.a. íbúana til að læra japönsku.

Í stríðinu, þróun þess og ferli, jukust smám saman stríðsglæpir eða
glæpsamlegar gerðir af hálfu japanska hersins.Fjöldamorð og nauðganir í Nanking á árinu 1937 er kannski versta dæmið en fleiri en hundrað þúsund Kínverjar þ.á.m. venjulegir borgarar voru fórnarlömb.Annað dæmi er svo kallað "military sexual slavery". Japanski herinn kallaði til konur í Kína eða í Koréu fyrir vændisþjónustu fyrir hermenn sína. Margar konur voru kóreskar og giskað er á að fjöldi þeirra hafi verið um tvö hundruð þúsund. Einnig voru gerðar líffræðilegar tilraunir á stríðsföngum í fangabúðum í Kína, t.d. á verkun vírusvopna.Málið er enn í rannsókn og ekki eru öll kurl komin til grafar en fjöldi fórnarlamba virðist að hafa verið fleiri en 3000.

Í samanburði við Hiroshima og Nagasaki tölum við Japanir of lítið um þessa hlið sögu okkar. Japönsk stjórnvöld reyna meira að segja að fela slíkt og vilja hætta að kenna skólabörnum þessi sögulegu atriði. Fyrir nokkrum árum leitt þessi villandi söguskoðun Japana til mikilla mótmæla í Suður- Kóreu. Slík mótmæli eru sjálfsögðu.

Að velja sér sögu

Þetta ber vitni um hvernig fólk og þjóðir „velja" sér sögu og staðreyndir til að segja næstu kynslóðum. Slík saga sem er „valin" að geðþótta og eftir því sem hentar sjálfsmynd þjóðar er ekki endilega í samræmi við sannleikann. Ofangreint atriði endurspeglar fyrirlitningu og fordóma Japana gagnvart öðrum Asíubúum. Kennsla á sögu eigin þjóðar hefur mikil áhrif á ungu kynslóðina og mótar sjálfsmynd hennar. Japönsk yfirvöld hafa þegar framið stríðsglæpi gagnvart nágrannalöndum sínum.

Ef þau „velja" villandi sögukennslu og endurframleiða fordóma meðal ungrar kynslóðar, er það ekki annar glæpur? Eru svona viðhorf ekki einnig svik til allra í heiminum sem vilja íhuga Hiroshima og Nagasaki? Við Japanir verðum að velta málinu fyrir okkur. Japanir geta ekki verið stoltir af sjálfum sér með því aðeins að framleiða tölvur og selja bíla. Það er nauðsynleg að sýna hugrekki til að viðurkenna sögu okkar í heild sinni.

Mér þykir vænt um að Íslendingar halda minningarathöfn vegna Hiroshima og Nagasaki. Við verðum að íhuga hvað hægt er að gera til að hindra að „önnur Hiroshima" eigi sér í stað í sögu mannkyns. Til þess, verðum við öll í heiminum að horfa á eigin sögu í hreinskilni og kenna næstkomandi kynslóð um hana. Þetta á eins við um Íslendinga sem aðrar þjóðir heims.

(Toshiki Toma) 

  


,,Confessional attitude" og ,,objective attitude"

Mig langar að mæla með því að horfa á þetta viðtal. Það kennir ef til vill nokkurt mikilvægt atriði sem mun nýtast fyrir okkur í umræðu um trúmál hér á Íslandi.

Fréttakonan virðist geta ekki skilið þá staðreynd og mikilvægi þess að fræðimaður í trúarbragðafræði skrifar bók um trúarbrögð sem eru önnur en fræðimanns eigin trú. Fréttakonan virðist hafa fasta ímynd að það sé móðgandi gerð fyrir viðkomandi trúarbrögð eins og maður stígur inn í hús annars fólks í skítugum skóm.

Ég veit, af reynslu minni, að það er fólk til sem hefur samskonar misskilning og fréttakonan.

Ég tala sjálfur um shintóisma og japanska búddisma í kennslu japönskuskorar HÍ. Fyrirlestur minn er aðeins í byrjandastigi, en ég hef haft kennsluna síðastu 10 ár. Og ég hef aldrei fengið neina kvörtun frá nemendum að ég flyti rangfærslu eða ósanngjörn ummæli í garð shintóisma eða búddisma.

Það er jú hægt að draga hreina línu á milli eigin trú sína (confessional attitude) og trúarbrögð sem fræðiefni (objective attitude). Ég las margar bækur um kristni sem voru eftir japanski búddista, en ég hafði ekki neitt sérstakt vesen um þær. Sumar voru góðar, en ekki allar, að sjálfsögðu.

Mér finnst það vera mjög mikilvægt að læra að skipta rási á milli ,,confessional attitude" og ,, objective attitude" fyrir þá sem eiga tækifæri til að taka þátt í umræðu um trúarbrögð. (Kannski sérstaklega fyrir okkur presta)

Án þess mun það vera erfitt að hafa skapandi umræðu um samskipti meðal trúarbragðanna.

Ég held að Dr. Reza Aslan sé til fyrirmyndar hvað sem varðar aðgreiningu á milli þessara tveggja viðhorfa.

Og einnig er hann mjög þolinmóður og kurteislegur að mínu mati. Ég þekki ekkert um verk hans, en gott að sjá íslamskan fræðimann sem brýtur niður vonda staðalímynd sem við getum haldið með okkur, jafnvel ómeðvitað, um íslam almennt. 

 


mbl.is Úthúðað vegna trúar í viðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband