Færsluflokkur: Lífstíll

Ég á mér draum...eða má ég það?

Ég á mér draum. En hann er ekki stór draumur fyrir réttlæti manna og frelsi eins og Martin Luther King yngri átti sér. Draumur minn er lítill og persónulegur.

Ég á mér draum. Mig langar að elda góðan mat fyrir einhverja sem ég kann vel við og sjá bros á andliti hennar. Mig langar að sitja til borðs þar sem hlátur og hlýja streymir niður.

Mig langar að fara í ferðalag innanlands með einhverri sem ég kann vel við og ganga með henni um fjöll og dali. Mig langar að við njótum fegurðar náttúru Íslands saman og ég safna efni fyrir ljóð.

Mig langar að við sitjum saman í hlýrri stofu og ég sýni henni uppkast ljóða minna og fá álit hennar. Mig langar að við deilum erfiðleikum, pirringi og kvörtunum með hvort öðru, jafnt sem gleði og skemmtun.

Draumur minn er nefnilega að hafa einhverja sem ég get deilt lífi mínu með. En samt þarf það ekki endilega að búa saman eða giftast.
Ég hef haldið í þann draum síðustu áratugi, en hann hefur aldrei ræst nema um stund.

Ekki misskilja mig. Ég er ekki að auglýsa eftir lífsförunaut fyrir mig hér! Ég vil heldur velta fyrir mér leitinni að hamingju lífsins. 

,,Lúxus"  ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi"?

Þegar þið lesið um þennan draum minn, hugsið þið ef til vill að ég kveljist í einangrun og sé ósáttur við lífið mitt án þess að njóta þess. En það er ekki satt. Ég gæti verið duglegri í að njóta lífsins, en ég er hamingjusamur.

Ef það væri til mælingartæki á hamingju manns, myndi ég fá háa einkunn á hamingjuskala. Ég á tvö börn, sem ég get sannarlega verið stoltur af, og ég þakka Guði fyrir að vera svo lánsamur.    

Ég er í starfi sem ég elska og í því get ég notað hæfileika minn vel. Atvinna manns varðar hversdaginn og það skiptir miklu hvort manni líður vel eða illa í vinnunni.

Ég er ekki með neinn ákveðinn sjúkdóm, þó að ég vanræki algjörlega líkamsrækt. Ég er ekki ríkur, en samt á ekki í fjárhagserfiðleikum.
Ég á enga sérstaka óvini, þó að ég viti að ég er ekki vinsæll hjá öllum og sumir sýna mér andúð sína.

Þannig að þegar skoðuð er heildarmynd lífs míns, má segja að ég sé hamingjusamur maður í ríkum mæli.

Hvað um það þó ég haldi í draum um að eignast lífsförunaut? Ætti slíkur draumur að þykja ,,lúxus" ,,of mikil þrá" eða ,,græðgi" ?   

Satt að segja tel ég það sjálfur stundum. Úr fjölmiðlum þekki ég mörg börn sem glíma við erfiða sjúkdóma. Erfiðleikar þeirra varða alla fjölskyldu barnanna. Margt fólk er orðið að fórnarlömbum hagræðingar og enn fleiri standa frammi fyrir þeim ótta að missa lífsviðurværi sitt.

Í starfi mínu hitti ég fólk sem á í erfiðleikum í fjölskyldu sinni og við matarborð þeirra eru borin á borð tár og reiði í staðinn fyrir súpu og brauð.

Og hælisleitendur. Í hvert skipti þegar ég kem heim eftir heimsókn til hælisleitanda, get ég ekki gert annað en að þakka fyrir það sem ég á, heimili, fjölskyldu, tilgang í lífinu, frið, frelsi og réttindi. Hvað meira er nauðsynlegt?

Það er satt. Við skulum reyna að gleyma ekki því sem við eigum núna. Ekkert er sjálfsagt mál fyrir okkur og allt á skilið þakklæti. Mér finnst þetta vera grunnstefna lífsins, a.m.k. hjá mér.

Það sem varðar eðli manns djúpt

Engu að síður, get ég ekki afsalað mér draumum mínum. Af hverju?
Þegar Guð skapaði manneskjuna sagði hann: ,,Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi". Mér finnst þetta vera mjög mikilvæg skilaboð (sérstaklega til að réttlæta drauminn minn!).

Nei, án gríns, hér birtist mjög mikilvægt atriði sem varðar eðli mannsins. Það er að manneskjur eru hannaðar til að starfa saman og hjálast að. Það gildir um samfélag manna og jafnframt gildir það sérhvern einstakling. Að eiga maka varðar í raun grundvallar-eðli manneskju.

Þannig er það ómissandi hluti fyrir mann til að móta sannan sjálfan sig að þiggja hjálp frá maka sínum og að veita maka sínum hjálp, þar sem manneskja á að vera í sambandi ,,veita-þiggja hjálp". En gleymist þetta ekki alltof oft í okkar nútímalífi?

Dag frá degi virðist það vera mikið auðveldara að lifa og búa ein/n. Ég hef reynslu af fjölbreyttri sambúð: að vera ógiftur, giftur, skilinn, í sambandi, og ég get fullyrt að það er mikið auðveldara að búa ein/n en að vera í sambúð. Að búa saman eða að vera í fastasambandi er erfið samvinna. En samt er það þess virði.

Niðurstaða mín.

Draumur minn, sem er að óska eftir lífsförunaut, er því í eðli sínu ekki að bæta ákveðinni hamingju við þann lánsama hluta lífs míns sem ég lifi núna. Draumurinn fylgir mér svo framarlega sem ég spyr um tilvist sjálfs míns og leita leiða til að njóta míns eigins lífs. Því má ég halda í þessum draumi og bíða eftir því að hann rætist.
Maranatha!

  


Náð dagsins, náð að eilífu

1.
Gamall prestur í Japan, sem ég hef þekkt í yfir þrjátíu ár, er á síðasta stigi erfiðs sjúkdóms. Ungur prestur, sem er eins og á barnabarns aldri gamla prestsins, lét mig vita af því. Ég gat ekki fundið betri orð en:„Berist hver dagur til hans sem náð Guðs".

„Maður þekkir náð sem gefin hefur verið manni og saknar hennar fyrst þegar náðin hefur tapast." Það gerist líka í raun að erfið upplifun getur breyst í „náð" síðar, en ef marka má náð sem við þiggjum með þökkum, mun þetta yfirleitt vera satt hjá okkur mönnum.

Samt er það ekki lögmál, og að sjálfsögðu er það hægt fyrir okkur að viðurkenna náð sem náð og njóta á meðan náðin dvelur í höndum okkar. Það er hvorki erfitt mál né leyndarmál. Til að njóta náðar sem stendur hjá okkur núna, þurfum við aðeins að vita að allt er breytingum háð.

Allt er á ferli breytingar og ekkert er óbreytanlegt. Sjálfsögð sannindi, en engu að síður gleymist það svo oft. Japanskur búddismi leggur áherslu á þessa hugmynd um „umbreytingu" (Mujou-kan) mikið. Því hef ég vitað um hugmyndina yfirborðslega frá ungum aldri, en hún var ekki „inni í" brjósti mínu.

2.
Kannski á maður að læra um „umbreytingarsjónarmið" stig af stigi af reynslu í lífinu sínu. Fyrir rúmum tíu árum lendi ég í árekstri við starfsfólk Alþjóðahúss, sem hafði verið góður og mikilvægur samvinnuaðili, vegna ágreinings um þjónustustefnu.

Sambandi okkar var slitið og ég einangraðist töluvert. Mér sýndist það vera endalausir gráir dagar, en sólin skein aftur óvænt þegar stjórn Alþjóðahússins breyttist. Þá kom vorið.

Næstu nokkur ár reyndust áhugaverðir og skemmtilegir dagar fyrir mig í starfi. Allt gekk vel, en ég hafði lært eitt á eigin skinni: „Nú er allt í fínu lagi. En vetur mun koma einhvern tíma aftur". Og það var rétt. Kreppurnar komu og Alþjóðahúsið var horfið.

Ég varð aftur í einangrun en í þetta skipti var mér gefið gott skjól í Neskirkju með gott vinnuumhverfi og samstarfsfólk. Ég tek þeim sem náð og ég lít alls ekki á þau sem sjálfsagt mál. Þá mætir kirkjan sem heild erfiðum tíma og hann virðist standa enn yfir. En ég er alveg viss um þessi erfiði tími haldi ekki áfram að eilífu. Vorið mun koma með tímanum.

3.
Fyrir tíu árum komu börnin mín tvö saman til mín alltaf um helgar. Ég var helgarpabbi. Eftir nokkur ár breyttist það þannig að annað hvort sonur minn eða dóttir mín kom til mín í einu, þar sem þau urðu of stór að vera saman í lítilli íbúð minni. En ég hafði aldrei hugsað að dvöl þeirra hjá mér væri sjálfsagt mál eða tilvist þeirra hjá mér myndi vera óbreytanleg í framtíðinni.

Nú eru þau orðin enn stærri og geta komið til mín aðeins óreglulegar. Ég er glaður samt. Eftir nokkur ár, verða þau alveg sjálfstæð og eignast eigin fjölskyldu hvort fyrir sig. Þau geta farið úr landi eins og ég gerði sjálfur og flutti til Íslands. Allavega er það visst að ég hitti börnin mín minna en ég get núna. Og þetta á að vera svona.

Ég held að ég sé lánsamur af því að ég er ekki að gleyma því að njóta hverrar stundar með börnunum mínum sem ómetanlegrar náðar Guðs. Raunar segi ég hið sama um foreldra mína. Hvert sinn þegar ég heimsæki þau held ég að það muni vera í síðasta sinn sem ég sé þau á jörðinni, og því þakka ég það tækifæri.

Það verður ekki eftirsjá að þurfa að upplifa eitthvert „síðasta skipti" í lífinu. En það myndi vera eftirsjá ef ég tek eftir því að lokum að ég hef farið fram hjá náð án vitundar minnar. Ég veit ekki hve mikið ég get tekið á móti náð Guð sem náð með þökkum. En a.m.k. vil ég geyma þau atriði í brjósti mínu og reyna að bjóða hverja náð velkomna.

  


Muldur gamals innflytjanda

Í vor eru 20 ár liðin frá því að ég flutti hingað til Íslands. Það virðist fara eftir manni sjálfum hvort maður geti aðlagast nýju landi fljótt eða það taki langan tíma. Ég veit ekki sjálfur hversu vel ég er búinn að aðlagast að íslensku lífi. T.d. á ég ekki í svo alvarlegum erfiðleikum með að skrifa íslensku eða lesa, þvert á móti, en ég er ennþá mjög lélegur í að tala á íslensku. Satt að segja á ég ekki lengur von á því að tala prýðilega íslensku frjálslega.

Það er oft bent á, þegar rætt er um líf innflytjenda á Íslandi, að innflytjendur móti lítinn heim með samlöndum sínum og blandist ekki með Íslendingum. Að þessu leyti held ég að það hafi gengið vel hjá mér. Frá um árinu 2000, eftir að ég hafði náð tökum á tungumálinu, hafði ég orðið meiri samskipti við Íslendinga en samlanda mína. Mig langaði að ganga í „íslenska samfélagið". Ég hafði gott samstarfsfólk t.d. í Alþjóðahúsi og á Mannréttindaskrifstofu Íslands, og um leið var það góðir vinir einnig í einkalífi mínu.

Engu að síður er ég búinn að uppgötva nýlega að ég eyði mikið meiri tíma með Japönum en Íslendingum núna, ef marka má frítíma minn. Íslenskir vinir voru horfnir á meðan ég var óvitandi um það og skyndilega sit ég í miðju „Little Tokyo"! Að sjálfsögðu er þar ákveðin ástæða á baki, eins og jarðskjálftinn í fyrra í Japan og ýmis starfsemi vegna hans, fyrir hvers vegna ég hef verið mikið með Japönum þessa daga.

En það er ekki allt. Sannleikurinn er sá að mér finnst þægilegt að vera með öðrum Japönum. Auðvitað er þar ekket tungumálsvesen og við eigum sameiginlegan grunn sem samlandar. Auk þessa meta Japanir aldursmun mikið og yngra fólk sýnir virðingu fyrir sér eldri. Flestir Japanir hérlendis eru talsvert yngri en ég og ég er nátturlega eins konar „Gamli góði" með lengri reynslu og meiri þekkingu en aðrir Japanir. Jú, manni liður vel í slíkum aðstæðum.

Menn segja að freistni djöfuls sé sætt. En gildra lífsins hlýtur að vera skreytt með þægindum. „やばい! Yabai!" (Hættulegt!) Ég á ekki að sitja í slíkum þægindum lengi. Geri ég það, verð ég búinn. Líklega gildir þetta um ykkur líka sem eruð ekki innflytjendur. Þegar við vorum ung völdum við harðari leið til að fara fremur en auðveldari, af því að við vissum að við næðum ekki til drauma okkar ef við myndum kjósa auðveldari leið. En hvað um þegar við erum búin að fá lítinn bita draumsins og smakka nokkur þægindi? Ómeðvitað gætum við byrjað að kjósa auðveldari leið. En þá dveljum við líklegast á sama stað og förum ekki áfram lengur.

Fyrir 20 árum flutti ég til Íslands til að lifa lífi mínu að fullu hér, en ekki til að fela mig í litlu Japan á Íslandi. Nú er tími kominn fyrir mig að kveðja „Little Tokyo" og reyna að fara aftur í íslenska samfélagið. Að sjálfsögðu ætla ég ekki að forðast samlanda mína. Þeir eiga jú að vera mikilvægur hluti af „íslenska lífi" mínu.

Mér finnst aðlögun ekki vera auðvelt verkefni. Og raunar varðar aðlögun ekki einungis fyrirhöfn mína, heldur líka móttöku Íslendinga í kringum mig. Kæru Íslendingar, viljið þið vera svo væn að verða að vínum mínum?

  


Líf með fjölskyldu - saga einstæðs föður


Ég bý með börnum mínum þessa daga. Málið þróaðist þannig að móður barnanna minna, s.s. fyrrverandi konan mín, er núna í námsleyfi og hún fékk tækifæri til að stuðla að námi í Bretlandi. Og hún fór þangað í byrjun september og verður þar þangað til desember.

Á meðan á ég að passa börnin mín – eða börnin passa mig, he he 
Tounge – náttúrulega. Börnin mín er orðin nú þegar 16 ára og 13, og fín íbúð mín í vesturbænum er of lítil til að taka á móti þeim í svona langt tímabil. Því er ég búinn að flytjast til íbúðar barnanna sem er einnig í vesturbænum. (Eitt sameiginlegt baráttumál vesturbæringa er bílastæðismál, en ég mun segja frá baráttu minni á næstunni Devil )

Þannig hófust dagar mínir sem “einstæðs föður”. Nú þegar er einn mánuður liðinn en í stuttu máli sagt gengur allt vel og mér liður afskaplega vel!! Já, að sjálfsögðu fylgir ýmislegt sem aukaverkefni eins og að skutla þau þegar veður er mjög slæmt eða að þvo þvotta á hverjum degi (raunar gerir vélin það, ekki ég). Samt finnst mér þetta gaman.


Meðal annars er að elda mat. Að elda mat var aðal áhugamál mitt lengi. Ég byrjaði að elda þegar ég var í studentabú prestaskólans míns fyrir 20 árum. Og síðan var ég að elda sjálfur á hverjum degi þ.á.m. 9 ár þegar ég var giftur. En eftir að ég skildi við konuna mína fyrir 7 árum, varð það ekki svo spennandi og þar til. Ég nenni ekki að elda mat aðeins fyrir mig sjálfan lengur.

En þessa daga er eldamennskan mín komin upp aftur úr geymslu og ég nýt þess að elda handa krökkunum mínum. Mér finnst gaman að elda hversdagsmat fremur en að búa til “party” mat fyrir gesti. Að elda hversdagsmat er ekki aðeins að elda mat, eins og þið vitið. Það innifelur sér að hugsa um jafnvægi næringa, að reikna kostnað, að nota afgang frá liðnum degi o.fl. Mér finnst svona bara gaman!!
Grin

Í síðastu viku gerðist ýmislegt bæði í einkalífi og einnig í vinnu. Ferðamaður frá Japan lentist í slys hér á Íslandi, ráðstefna um geðheilsu, frekar mörg viðtöl við fólk, pabbi minn veiklaðist í Tokyo, breyting í borgarstjórn, þvagsýrugigt.... og ég var að hlaupa eins og Jack Bauer.
Cool En samt býr friður innri mér. Ég held að þetta er vegna þess að ég bý með fjölskyldunni minni, s.s. ég er að halda mig í ánægju lífsins. Já, mér finnst gott að vera með fjölskyldunni.

Í dag á stelpan mín 14 ára afmælið sitt. Það er líka gaman að elda afmælismat!!
Wizard



Öllum líði vel!!


Ráðstefna “Innflytjendur og geðheilsa” í tilefni af Alþjóðadegi geðheilsu var haldið í gær í Ráðhúsi Reykjavíkurborgarinnar og hún tókst vel.
Mig langar til að þakka fólki í undirbúningsnefndinni (þ.á.m. er Geðhjálp) og þátttekendum á fundinn innilega fyrir góða framtakið. Ég var sjálfur einn af ræðumönnum þar og ég fékk flýja hvatningu svo að ég birti ræðuna mína í blogginu. Ég þakka fyrir hvatninguna líka.


Manneskja undir menningarbylgjum

Komið þið sæl. Toshiki Toma heiti ég og ég starfa sem prestur innflytjenda á Íslandi. Ég er ekki læknir eða annars konar faglegur sérfræðingur í heilbrigðisþjónustu í þröngri merkingu, og því ég get ekki fjallað um málefni geðheilsu á læknisfræðilegan hátt.
Hins vegar snertir prestsþjónusta vellíðan og vanlíðan manna mjög mikið, og það má segja að prestur starfi að geðheilsumálum í víðri merkingu.
Í því samhengi langar mig til að fjalla um geðheilsu almennt með því að beina ljósinu ekki beinlínis að geðsjúkdómi, heldur á vanlíðan, annars vegar sem bæði geðsjúklingar finna fyrir og fólk sem ekki er skilgreint sem sjúklingar enn þá, og hins vegar á það jafnt við um innflytjendur og Íslendinga.

1.
Geðheilsumál eru alls ekki aðskilin mál frá daglegu lífi okkar, heldur eru þau mál hversdagslífsins. Okkur öllum, hvort sem Íslendingum eða innflytjendum eru að ræða, liður stundum illa, jafnvel oft. Það er ekki sjúkdómur.
Mér sýnist ekki endilega auðvelt að draga línu milli á þess að vera veikur og þess að vera ekki. Við lífum lífi okkar oftast á eins konar gráu svæði þar sem við berum okkur áhyggjur, pirring eða andlega þunga, samt erum við ekki veik.

En ef slík vanlíðan varir lengi, þurfum við að athuga það og meðhöndla. Að vera á þessu gráa svæði, sem sagt að lifa lífi sínu með vanlíðan lengi, getur verið upphaf að geðsjúkdómum. En það er mjög algengt hjá okkur að við viljum ekki viðurkenna vanlíðan okkar í geðheilsu, og við reynum að horfa fram hjá vanlíðan ef það er hægt. En þetta er ekki rétt viðhorf, að sjálfsögðu. Mikilvægast er að fara í læknismeðferð eins fljótt og hægt þegar um sjúkdóm er að ræða.

2.
Núna beinum við sjónum okkar að innflytjendum sem eru á gráu svæði hvað geðheilsu varðar. Hvað getum við sagt um geðheilsumál innflytjenda sérstaklega?
Mál um geðheilsu innflytjenda eru ekki einföld. Við innflytjendum glímum við sömu vandamál yfirleitt og Íslendingar sem geta valdið vanlíðan eins og erfiðleikar í fjölskyldu, vinnu og svo framvegis.

Auk þess þurfa innflytjendur að takast á við sérstakar aðstæður í nýju landi:
o Í fyrsta lagi er það réttarstaða og efnahagsleg staða. Þessi tvö varða öryggi lífs síns á Íslandi. Hvort maður megi vera á Íslandi eða ekki, og hvort maður eigi peninga til að lífa þennan dag eða ekki: það er bara skiljanlegt að slíkt atriði hafa gífurleg áhrif á geðheilsu manns.

o Í öðru lagi er það tungumálið. Um þetta atriði tala svo margir, en oftast er umræðan út frá sjónarhorni Íslendinga og það er sjónarmið ofarlega að innflytjendur aðlagist að íslensku samfélagi svo að þeir auki ekki álagið á samfélagið. En þarna vantar sálfræðilega eða tilfinningalega sjónarmið sem lítur á innflytjendur sem manneskjur, að mínu mati.
Tungumál er dyrnar sem opnar möguleika innflytjenda að menntun og upplýsingum en það er líka atriði þar sem persónuleiki innflytjenda fær oft ekki að njóta sín sem skyldi. Án tungumáls er mjög erfitt að stofna til samskipta við annað fólk. Og ef honum tekst það ekki, mun það auka á öryggisleysi. Þetta mál tengist eðlilega geðheilsu.

o Í þriðju lagi eru fordómar og mismunun gagnvart útlendinga til staðar. Það getur verið í fyrsta skipti í ævi viðkomandi að upplifa slík. Ég hef talað frekar mikið um þetta ræðuefni hingað til og var búinn að taka eftir einu. Á meðan við innflytjendur tölum um fordóma gagnvart okkur sem við mætum í alvöru, fáum við alltaf andsvar frá Íslendingum sem segir að fordómar séu ekki til. Þess vegna tel ég það nauðsynlegt að halda áfram umræðuna, en hvað sem umræðan verður hefur upplifun fordóma áhrif á líðan innflytjanda svo framarlega sem viðkomandi túlkar einhvern uplifun sína sem fordóma.

o Í fjórða lagi er það margs konar “menningarmunur” til staðar í ferli aðlögunar innflytjenda. Tökum nokkur einfald dæmi:

 Asíubúar eða Afríkubúar eru vanir því að bera virðingu fyrir eldra fólki og því býst eldra fólk við því að yngri menn sýni sér virðingu. En það á ekki alveg sama við á Íslandi. Þegar eldra fólk frá Asíu eða Afríku sér ungt fólk tala við sig á jafnréttis grundvelli, getur það misskilið það sem persónulega niðurlægingu.
 Unglingar í Asíu- eða Afríkulöndum geta hafa alist upp í strangari umhverfi varðandi kynferðisleg samband við vini sína. Þeir geta hugsað eins og þeir væru misþroskaðir í opnum og frjálslegri kynferðislegum samskiptum á Íslandi.
 Mörgum frá Asíulöndum finnst óþægilegt og óheiðarlegt að krefjast mikils eða kvarta undan einhverju, jafnvel þó að þeir séu í aðstæðum að gera það samkvæmt íslenskum mælikvarða. Afleiðingu þess þola þeir lengi eitthvað sem þeir ættu ekki að þola.

Slíkur menningarmunur er samfélagslegt fyrirbæri, en jafnframt er hann hluti af hugarfari innflytjenda. Menningarmunur er náið tengdur við það hvernig innflytjandi mótar sjálfsmynd sína í nýju umhverfi sínu. Og ef sú sjálfsmynd er léleg, verður hún tengd við vanlíðan viðkomandi.

Á ferli aðlögunar verður innflytjandi að komast yfir atriði sem ég er búinn að nefna núna.
Sálfræðilega er staðfest að það er ákveðið tímabil þegar innflytjandi verður vonsvikinn með nýja landið og verður alltof neikvæður við það, oftast með sterka andúð og reiði. Þetta gerist venjulega eftir 2 -3 ár að þeir flytjast til nýja landsins. Neikvæða tímabilið endist eitt, tvö eða þrjú ár, og síðan stillist það aftur meðfram framhaldi aðlögunar.

Ég get vitnað af eigin reynslu minni að barátta milli menningargildis frá heimalandi innflytjanda og menningargildis nýja landsins liggur í þessu tímabili. Samanburður milli heimamenningar sinnar og menningar í nýja landsins liggur oft bak við þetta. Þetta er einmitt árekstur gildismat manns frá heimalandi og gildismat í nýja landinu.

Mig langar til að vekja athygli á einu atriði af gefnu tilefni. Íslendingar virðast oft segja að aðlögun innflytjenda frá Suður-Ameríku eða Asíulöndum hljóti að vera erfið þar sem þeir eru komnir frá gjörólíkum menningarheim. En af reynslu minni sýnist mér aðlögun innflytjenda frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu vera erfiðara. Það er vegna þess að fólk frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu er yfirleitt með sterka trú á eigin gildismat frá heimalandi sínu, sem er næstum yfirburðarkennd, og hún getur breyst ekki svo auðveldlega.

3.
Að lokum, hugsum hvað getum við gert til þess að bæta geðheilsu innflytjenda? Hvað eigum við að athuga?
Það má segja að jafnaði ættum við að athuga vandlega og hugsa okkar gang ef við byrjum að haga okkur eins og eftirfarandi:

o Að forðast samskipti við annað fólk og dragast inn í eigin heim og vilja ekki koma út.
o Að festast í einhverjum atburð sem gerðist í fortíðinni, oftast sorglegum atburð eða óþægilegum. Það er erfitt að komast út úr honum og maður byrjar að tala um sama málið aftur og aftur.
o Að geta ekki hlustað á annað fólk. Að reyna að skjótast inn í umræður annarra, jafnvel tveggja manna tal, og segja sífellt: “No, you don’t understand, you don’t understand”.
o Að vera bara neikvæð/ur um lífið á Íslandi. Að byrja að telja upp strax neikvæð andsvör þegar vinur reynir að veita aðstoð.
o Að sýna sífellt ofstopa.. Að byrja að tala eins og ,,Allir eru á móti mér” eða “Allir hunsa mig”.

Þarna mun bætast atriði eins og “svefnleysi”, “skortur á matalyst” eða fleira einkenni sem er algengt í geðveikindI,, en ofangreint eru atriði sem ég tek eftir oft í starfi mínu. Slík einkenni eru eins og “rautt ljós” og geta orðið til þess að vekja athygli á því að viðkomandi sé ekki í andlegu jafnvægi.

Önnur atriði sem ég tel mikilvæg fyrir okkur til að veita stuðning til innflytjenda í geðheilsumálum eru eins og eftirfarandi:

o Við getum minnkað samfélagskerfi sem veldur vanlíðan meðal innflytjenda. Ég ætla að nefna mjög áþreifanlegt atriði. Hvort innflytjandi búi hérlendis á lögmætan hátt eða ekki skiptir miklu máli fyrir viðkomandi. Ef réttarstaðan er ekki skýrt tryggð, mun viðkomandi hafa mikla áhyggjur af framtíð sinni.
Ég heyri frá mörgum innflytjendum, sem eru að gera allt samkvæmt lögum og af einlægni, kvörtun yfir afgreiðslu dvalarleyfis o.fl. hjá Útlendingastofnun, eins og afgreiðslan sé óskiljanlega sein. Og það gerist t.d. nýtt dvalarleyfi kemur ekki til umsækjanda tímalega þó að gamla leyfið sé orðið þegar ógilt. Meira að segja ef umsækjandi spyr um málið, þá því gæti verið sýnd ókurteisi í móttöku hjá starfsfólkinu.
Slíkt er kerfisbundið atriði sem er að valda vanlíðan meðal innflytjenda. En það er hægt að breyta þessu ef það er vilji til þess. Ég vil óska innilega að staðan verði endurskoðuð og bættist.
o Sýnum innflytjendum athygli. Innflytjandi á oft engan að nema fjölskyldu sína hérlendis. Og ef viðkomandi er karlmaður, þá getur fjölskyldan hans verið í þeirri stöðu sem ekki er venja að veita honum ráðgjöf varðandi geðvandamál. Samt vantar viðkomandi aðstoð. Íslendingar sem eru kringum viðkomandi eiga ef til vill kost til þess.
o Þegar innflytjandi er ekki í miklum samskiptum við annað fólk, ekki fordæma það sjálfkrafa að það sé vegna þess að hann skilur ekki íslensku. A.m.k. skulum við athuga það með því að tala við einhvern sem kann tungumál viðkomandi.
o Það hjálpar innflytjanda mikið að vera tekið á móti sem einstaklingi með eigið nafn sitt og virðuleika. Allir þarfnast viðurkenningar um sjálfa sig.

Lokaorð
Við þurfum að hjálpast að. Við hjálpumst að þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Við hjálpumst að ef maður týnist í fjalli og þar vantar aðstoð að finna hann. Við hjálpumst að þegar vinur okkar á að fara í erfiða aðgerð á spítala. Því skyldum við ekki gera það sama þegar um geðheilsuna er að ræða?
Að nokkru leyti finnst mér geðheilsa vera mjög gott tilefni til að skoða innflytjendamál á öðruvísi hátt en venjulegt. Þá skoðum við ekki útlit innflytjanda, við hættum að skoða yfirborðslegt einkenni sérhvers innflytjanda, sem birtist yfir menningarlegum búningi hans. En við reynum að skoða og finna manneskju undir menningarbylgjum, og sú manneskja er innflytjandi.

Kærar þakkir.




Aðeins meira um að elska sjálfa/n sig


Ljóð sólarinnar


Hvað hefur þú læknað margar sálir
        með hlýjum kærleika þínum?
Hvað hefur þú hlýjað mörgum hjörtum
        með björtu brosi þínu?
Hve mörgum hefur þú fært þýðingu lífsins
        með hreinni hugulsemi þinni?
Særðar sálir finna stað til að hvílast.
Þurr hjörtu fá raka
og þeir sem villst hafa, rata sína leið.
Allar sálir fagna þér og dást að.
Þær kalla þig sólina sína, sól sálnanna.


Hverjir vita um endimörk krafts sólarinnar?
Hvaða spámenn mæla fyrir að dagurinn muni koma,
dagurinn þegar sólin veiklast og dregur mátt úr henni?
Vindar úr vægðarlausum stormi berja þó sólina
og bylgjur úr köldum sjávarfjöllum þjóta enn til hennar.
Sólinni bregður en hún brennur ekki lengur.
Sólskin týnist í köldu myrkri og jörðin kólnar.
Allir á jörðinni vita, að þeir eru að tapa sólinni sinni.

Á svörtu köldu hrauni sitja sálirnar og bíða eftir sólinni.
Þær sakna hennar og gráta hana.
Sálirnar heyra fjúk í hrauni en fá engin svör.
Þær hníga af kyrrð, því þær þekkja ekki orð til að gefa frá sér.
Sólin heyrir grát sálnanna og hún grætur sjálf.
Þótt hún leiti til skaparans, heyrast engin svör.
Á spegli kalds vatns finnur sólin sjálfa sig og horfir á.
Hún hnígur til kyrrðar, því hún þekkir sig ekki, sólina án ljóss.

Hvar eru stórir lófar sem taka á móti sólinni
og víkja henni úr hyldjúpu köldu myrkri?
Hvar eru hlýjar hendur sem halda í hönd sólarinnar,
og leiða hana í róandi grænan dal?
Hvar eru sterkir armar sem faðma sólina að sér,
og kveikja hjá henni brennandi heitt líf á ný?
Sólin fer í ferð til leitar,
leitar að honum, skaparanum.

Yfir draugalegan hraunvöll fer sólin alein.
Í hvert skipti spyr hún um skaparann
þegar hún mætir einhverjum á leiðinni.
Enginn veit hvar hann er, enginn þekkir hvaðan hann kemur.
Þótt vonbrigði séu þung á fótum sólarinnar, dregst hún áfram.
Í dimmum dal er hún komin í þorp særðra sálna.
Þar hittir hún margar sálir,
sálir sem þarfnast lækningar og umhyggju.

Sólin lítur í andlit hverrar sálar og kyssir þau.
Þar á meðal sér hún sál sem er að deyja.
Það er enginn litur í andlíti hennar,
og það er ekkert líf í augunum á henni.
Á höfði hennar sést stórt gat eins og tunglið.
“Æ, hvað kom fyrir, stelpan mín?”
Undir þungum andardrætti svarar dauða sálin:
“Sólin mín.... ég er sál þín, þín elsku stelpa.”

Á svörtu köldu hrauni hnígur sólin niður grátandi.
Eigin sál sólarinnar liggur þar eins og aðrar særðar sálir.
Engin sál þar er ómeidd, engin sál er án sorgar.
Hún snertir kinnar stelpunnar með lófum sínum og kyssir þær.
Hún heldur í hendur stelpunnar mjúkt en fast.
Lófarnir á sólinni eru stórir og hendurnar hlýjar.
Hún faðmar að sér sálina sína með sterkum örmum sínum.
Hún stendur upp og segir: “Förum heim, elskan mín.”

Allar sálir skynja að jörðin hreyfist undir,
og að um himininn geysast vindar.
Öll vötn á jörðinni veltast í hringiðu,
og myrkrið skerst með eldingu sem fer ofan himininn.
Þær heyra gleði skaparans:
“Þetta er líka mitt elskaða barn, sem ég hef velþóknun á.”
Skaparinn álítur það gott að sólin skíni einu sinni enn,
að sólin skíni með særða sál sína.


Þú kemur upp á morgnana eins og sjálfsagt er,
en allir skynja hlýrra og mýkra sólskin en áður.
Sálirnar fagna þér og dást að.
Þær kalla þig sólina sína, sól sálnanna.

                   - jól, 2001 –


Aðeins meira um að “Þú skalt elska sjálfa/n sig eins og náunga þinn” í öðruvísi nálgun.

Þetta er fyrsta ljóð (prósakvæði) sem ég samdi á íslensku. ég veit að þetta sé ekki nægilega ljóðrænt
Blush samt er ég hrifinn af þessu sjálfur! Tounge



Trúarbragðadialog mitt / My religious dialogue


-Bringing people back into the religious dialogue-

1.  Karl Barth was one the greatest theologians of the 20th century. He was generally critical of every religion in the world. The story goes that once, after he had criticized Hinduism, he was asked how many Hindus he had ever met. “None,” he answered. Barth was then asked why he could be sure Hinduism deserved his criticism. He answered: “A priori”.

This funny tale is often told to theology students learning about Barth for the first time, but Barth is not a role model for dialogue between religions in the 21st century.

We need to get to know religious believers as people. Theologians speak of reasoning from our life, experience and surroundings (theological induction), as opposed to reasoning from the text of the Bible (theological deduction). To oversimplify, using the example of the relationship between Christianity and other religions, theological deduction would try to define other religions using concepts and ideas from the Bible itself.

Theological induction would try to understand the experience of being a Christian amidst people of many faiths, even though the Bible does not specifically suggest how Christians should act towards (for example) Buddhists.
I would like to explain the importance of theological induction a bit better using my personal experience.

2.  My father lives in Tokyo and he is now 81 years old. At times, recently, he has been sick and in hospital, and that has made me think a lot about his role in my life.

My father became a naval officer when he was 17 years old. In the last stage of World War II, there was nobody else left except boys of that age. Luckily, the war ended a few days before his assigned departure for a suicide mission.

The experience of youth for my father’s generation was totally different than for mine. Society was in ruins. My father had good luck again, went to medical school, and became a psychiatrist. He is a real family man (always came home from work at 5:30) though in the traditional Japanese male style (my mother did all the housework).

My father had little interest in money or getting a promotion. For my father, the main thing was to establish a family and feed it. He never even dreamed of being able to choose the life that would best please his own tastes. My father has lived his life at a particular time and place and under conditions that are very different from mine.

I was born into a richer and more peaceful time. I learned since childhood to choose things that fit my tastes in clothing, food, and lifestyle. This explains many of the differences in ideas and behaviors between my father and myself. And one of those has to do with religion.

My father is a Buddhist. Many Japanese see Christianity as the “religion of the enemies,” as the authorities proclaimed it during the war. Nevertheless my father supported me without any hesitation when I decided to go to a Christian seminary. “It is better to work for God than to work for money,” he said, and this was typical for him.

I became a Christian when I was twenty years old and I am still the only Christian in my whole family in Japan. Accepting a religion at later stage of life is not the same as being born into it. Religiously both involve the same blessing from God, but one is an event that one cannot choose by oneself, while the other is an independent conscious action.

When I made my decision, my life had been influenced by my own cultural and sociological surroundings, just as my father´s life had been in a different way. Christianity appeared as the religion of the enemies to my father, but for me it was (and it is) the religion of innovation and humanistic restoration.

I am not trying to say that everything depends on its time and circumstance, and therefore that there is no absolute truth beyond time and space, or that all religions are essentially the same. But I do want to emphasize the importance of recognizing our own limited ability to grasp religious truth.
After all, we can live only our life, bound to a certain time, place, and gender, and we cannot declare whether would have the same religious convictions if our circumstances were totally different.

3.  The funny thing is while we try to respect each person's independence in having their own religious attitude, and our own independence as well (“I love my father as a Buddhist, but I live my life as Christian”), our own life is inevitably entwined with other lives in other faiths. For example, my parents, though Buddhists, supported me both spiritually and financially when I chose to join the Christian clergy. They helped me become what I am now as a pastor.

We tend to talk in vague images that suggest that Christian society is here, Islamic society over there, and Buddhist society somewhere off in the distance, each on its own. But it is not so simple. We are in lively communication with each other. Buddhists show kindness and love, or antipathy, to individual Muslims, and others too, just as they do to other Buddhists -- and vice versa.

Sometimes I work with people in the Soka Buddhist Society here in Iceland and we laugh together, saying; “look, a Japanese man is a priest in the state church of Iceland while native Icelanders have become Buddhists!”. The simple fact is that we all live amidst rich diversity, in a tapestry of mutual relationships that are complicated beyond our expectations.

4.  Many religious leaders are aware of this, and eager to push religious dialogue forward. I think this is a good thing. For example, the Russian Orthodox Church invited many religious leaders to a discussion conference last summer, and the bishop of Iceland went all the way to Moscow to take part.

At the same time, it is even more important that regular people and not just scholars talk about religion. The dialogue must be inductive, about peoples’ lives, and not just deductive, about the Bible and the Koran. People make dialogue meaningful. People need and want to learn what they share with others who live in a different reality.

Karl Barth was convinced of the existence of an “a priori” critique of Hinduism. But I am convinced of my love towards my parents and of their importance through my life. Therefore I am convinced, "a posteriori," of the importance of religious dialogue instead of the stereotyping of religions.

I need to know who I am and what I believe in, by understanding my parents through my faith. An understanding of our commonality and of the irreplaceable worth of each person in the world should not be simply a consequence of religious dialogue, but rather the reason to have the dialogue in the first place.

Barth would have had a different attitude if his father were Hindu. Of course it was not his fault. He lived his reality in his life. But it would be our fault if we just continue to go the same way as he did, by closing off everyday life from the table of dialogue. In this century the main cast in the drama of religions is not only God or gods, but also we, the people.


  *I wrote this piece for the Reykjavik Grapevine first last autumn. We have some messages    that we need to deliver often than just one time.
   And also, for me it is impotant to write in Englsih sometimes, too, simply because I have    many friends who haven´t learned Icelandic yet.
Wink



Þú skalt elska sjálfan þig eins og náunga þinn


Ég er prestur og reyndar eru 17 ár liðin nú þegar síðan ég var vígður. Ólíkur frestum kollegum mínum er ég ekki prestur sem þekkir allt um líf og trú og getur gefið fólki alltaf rétt svar og ráðgjöf. Raunveruleikur hjá mér er allt öðruvísi og ég verð að glíma ávallt við ýmsar spurningar sem ég þekki ekki svarið.

Sumar spurningar eru stórar spurningar og þær eru hangandi yfir höfuð mínu lengi. Það er ekki þannig að ég er að hugsa um þessar spurningar alltaf á hverjum degi, en spurningarnar birtast fyrir augum mínum aftur og aftur við tækifæri. Ein af þessum spurningum er um grunkennisetningu okkar kirkjunnar: “Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig”.

Þessi kennisetning mótar kjarna kristinnar trúar ásamt hinni kennisetningu: “ Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn”. Eins og krossinn benda þær annars vegar á samband milli manns og Guðs (lóðrétt samband) og hins vegar á samband meðal manna (lárétt samband).
Stór hluti af kristinni hugmyndarfræði byggist á þennan grun.

Spurningin mín er einföld. Hvað gerist ef maður elskar sjálfan sig ekki eða getur ekki elskað sjálfan sig upphafslega? Kærleiksboðorðið til náunga verður horfið þá? Þetta er ekki grín. Mér sýnist mjög algengt og alvarlegt vandræði okkar sem búum í nútímasamfélagi er að manni finnst stundum erfitt að elska sjálfan sig, eða meira að segja, að maður veit ekki að elska sjálfan sig.

“Viðkomandi maður ólst upp án þess að vera elskaður”. Við heyrum oft svona orð sálfræðings eftir að einhver hræðilegur glæpur var framinn og gerandi var handtekinn. Ég ætla ekki að taka það sem afsökun fyrir glæp sem var framinn, en ég held að það sé kannski satt að maður veit ekki eða getur ekki elskað sjálfan sig í flestum slíkum tilfellum.

Ég veit að margs konar rannsókn á þessu atriði hefur verið unnin í uppeldisfræði, sálfræði eða geðlæknisfræði þegar alvarlegur glæpamaður er að ræða. En glæpur er bara ofsalegt dæmi sem ystu mörk og því hann virðist vera aðskilinn frá venjulegu lífi “meirihluta”. Ég tel að “can’t love me syndrome” sé komið afar algengt í samfélaginu jafnvel þegar við ræðum um daglegt líf okkar.

Hvað um áfengisvandamál, neyslu eiturlyf, ábyrgðarlaust kynmök, sjálfsmorð, ofsaakstur.... eða ofmat á vald, græðgi, eyðilegging náttúru.... þýða slík mál að við getum ekki elska náunga okkar eins og sjálf okkur? Eða sýna þau mál ekki að við vitum ekki að elska okkur sjálf fyrst og fremst? Kannski finnst ykkur svona dæmi vera ennþá dæmi um sérstök “vandamál”.

Jafnvel þótt að við séum ekki með einkenni “vandamála”, getum við verið með tómkennd, lélegt sjálfstraust, ólýsanlega óánægju með líf sitt, skort á virkilegan áhuga á lífi sínu, o.fl. Mér finnst allt þess vera líka tengt við “can’t love me syndrome”.
Því tel ég þetta málefni eiga að vera rætt meira og almennilegra í samfélaginu, ekki síst í kirkjunni.

Jú, það sést nokkur átakverkefni sem fjallar um þetta mál. T.d. AA samkoma, 10 spor fyrir sjálfstraust ... o.fl. Það er gott mál, en um leið sýnist mér umfjöllun um “can’t love me syndrome” sé næstum eingöngu þegar ákveðinn málaflokkur vandamála er að ræða eins og áfengismál eða eiturlyfsmál.

Það sem mig langar til að segja að “Þú skalt elska sjálfan þig eins og náunga þinn” á að vera lyft upp jafnt hátt og hefðbundið kærleiksboðorðið til náunga sín.

Satt að segja er ég ekki duglegur sjálfur í að elska sjálfan mig. Ég er búinn að (er að) berjast við tómkennd innan mín sjálfs lengi en enn tókst mér ekki að losa hana við og “sættast” við mig sem er núna. (þetta er annað mál en hvort það gangi vel í starfinu eða ekki, hvort félagslegar aðstæður séu góðar eða ekki) Og oftast met ég mig sjálfan oflítið og stundum allt of mikið, næstum yfirlætisfullt.

Þannig held ég áfram að glímast við “can’t love me syndrome” í dag og á morgun, þangað til ég get fengið lausn við málið. Sem prestur ætti ég kannski að segja að “Guð elskar þig, þar sem þú ert ómetanleg/ur” og ljúka málinu. En ég get ekki gert það. Ég trúi að Guð elskar hvert og eitt okkar og hver einasta maður er ómetanlegur. Samt að trúa því er eitt, og að trúin verður lifandi ánægja og kraftur í eigið lífi mínu er annað.
Að glíma við eigið vandamál er hvorki skömm né vantraust til Guðs. Þetta er líklega allt á ferli af því að maður verður að sjálfum sér.



Ég bý ein/n?


Mig langar til að hugleiða málefnið að vera í einbúð undir yfirskriftinni “Ég bý ein/n?”.

Satt best að segja er ég ekki sérfræðingur í þessu málefni. Hins vegar hugsa ég mjög mikið um það af persónulegum ástæðum. Ég hef nú búið á Íslandi í 15 ár, 7 ár með fjölskyldu en í einbúð síðastliðinn 8 ár. Þar sem ég er innflytjandi á ég hér enga blóðtengda ættingja, nema börnin mín tvö, svo það er þýðingarmikil spurning fyrir mig og raunsæ hvort ég sætti mig við að vera í einbúð eða ekki.
En skoðum við fyrst hvað það þýðir að vera í einbúð með því að skoða um það nokkur dæmi.


1. Margvíslegar ástæður einbúðar

Að vera í einbúð er ekki eins. Margt ungt fólk flytur að heiman þegar það fer í háskóla og hefur sjálfstæða búsetu, jafnvel eitt. Það er yfirleitt ævintýraleg upplifun og þroskandi. Fyrir fullorðið fólk sem lendir í skilnaði og þarf að yfirgefa fjölskyldu sína án þess að hafa valið það og hefja einbúð er það áfall lífsins. Það sama á við þegar fólk missir maka sinn. Ástæður einbúðar geta því verið mismunandi og flóknari en þær líta út fyrir við fyrstu sýn. Þetta er fyrst og fremst tæknileg aðgreining.

Við getum aðgreint einbúð eftir því hvort maður vilji búa ein sjálfur eða maður sé neyddur til þess að vera í einbúð. Ef manneskja vill frekar búa ein heldur en með öðrum þá er það sennilega vegna þess að hún telur það þægilegra af einhverri ástæðu. Í slíkum tilfellum finnur manneskjan ef til vill ekki til einmanaleika. En ef manneskja lifir lífi sínu í einbúð gegn vilja sínum, t.d. vegna sambúðarslita, makamissi eða öðru, getur hún verið einmana. Og í slíkum tilfellum er betra að hún fái aðstoð, stuðning eða hvatningu frá öðrum til þess að komast yfir einmanaleikann.

Ég tel það skipti miklu máli í raun hvort manneskja kjósi að vera í einbúð eða hvort hún eigi engan annan kost en að vera í einbúð, frekar en það fyrirbæri sjálft að manneskjan búi í einbúð.

Sem prestur og guðfræðingur segi ég þetta, en Guð okkar er ekki bara fullkomin tilvera á einhverjum stað, heldur er Guð “Guð í samskiptum við menn”. Guð er “Guð sem talar við okkur”. Þess vegna verðum við að hlusta á orð Guðs í sérhverjum aðstæðum okkar sjálfra. Við getum, sem sagt, ekki sagt að Guðs orð séu algild um allar manneskjur sem eru í einbúð án þess að skoða líf og sögu þeirra sem búa í einbúð.


2. Sjónarmið úr Biblíunni?

Mér var sagt að fólki sem býr í einbúð fari fjölgandi á Íslandi. Að manneskja sem búi ein er alls ekki nýr lífsstíll í sögu mannkyns en hin bersýnilega fjölgun í samfélaginu má kallast nýtt fyrirbæri. En hvað skyldi hin gamla en sígilda Biblía segja um það? Leyfið mér að vitna í nokkur vers úr Biblíunni.

Í fyrsta Mósebók stendur: “Drottinn Guð sagði: ,,Eigi er það gott , að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi“”.(1. Mós. 2:18)
Í Matteus stendur: “Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”.( Mat. 18:20)
Eða í Jóhannes: “Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar”. (Jon. 14.18)
Þessi orð Biblíunnar benda á að maður skuli ekki vera einn.

Hins vegar eru eftirfarandi atriði í Biblíunni einnig
a) Æfi Jesú var frekar einmana í jarðneskri merkingu.
b) Jóhannes skýrari bjó einn í eyðimerki, a.m.k. í byrjun.
c) Páll postuli skrifaði. “ Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég. Að þeim er best að halda áfram að ver ein eins og ég”. (1. Kor. 7:8)
Þessi orð benda okkur á að vera ein er ekki endilega neikvætt fyrir augum Guðs.

Ég játa það að ég er ekki hrifinn af þessari aðferð að klippa nokkur orð úr Biblíunni án þess að samhengi þeirra sé látið fylgja með og sú heildarhugsun sem þau eru hluti af. Það er í raun og veru ekki að hlusta á orð Guðs, heldur frekar að nota orð Guðs eftir geðþótta sínum.

En hvernig getum við sett ofangreind orð í samræmi eftir að við skoðum líka samhengið?
Það er sem sagt verkefni sem guðfræðingar vinna að og ég get ekki útskýrt það ítarlega hér. En út frá kirkjulegu sjónarmiði finnst mér lykilorðið fyrir okkur að íhuga málefnið um einbúð út frá vera “manngæska”(humanity). Manngæska er að sjálfsögðu orð sem hægt er að nota utan kirkjulegs samhengis en í guðfræði hugsum við í manngæsku eins og eftirfarandi:

Maðurinn (human person) er ein af dýrategundunum á jörðinni. Það er mikilvægt að geta skoðað manninn út frá slíkri forsendu á vísindalegan hátt, t.d. líffræðilegum. Hugtak eins og manngæska nær hins vegar ekki yfir önnur dýr á jörðinni en manninn. Orð eins og “mannlegur” eða “ómannlegur” gildir eingöngu þegar við tölum um manneskju. Við segjum ekki um fugl hvort hann sé “fugllegur” eða “ófugllegur”. Fugl er fugl aðeins með því að hann er þarna. “Að vera mannlegur eða ómannlegar,” hefur enga merkingu þegar um fugl er að ræða. Maðurinn getur lifað sínu lífi eins og dýr. En maðurinn getur lifað sínu lífi í manngæsku líka og að sjálfsögðu er það sem Guð vill að við gerum.

Margir guðfræðingar eru sammála um að eitt af mikilvægustu einkennum manngæsku birtist í samskiptum við náungann. Eða segja jafnvel að manngæska sé sköpuð í samskiptum við náungann. Þetta er t.d. atriði sem guðfræðingurinn og heimspekingurinn Martin Buber lagði áherslu á.
Guðfræðingurinn F.Ebner hélt áfram: “Andlegur sjúkdómur manna er að “ég” sem maður týni “þér” í samskiptum sinum”.

Ég leyfi mér að breyta aðeins orðalagi Ebner svo að við eigum auðveldara með að sjá kjarnann sem snertir umræðuefni okkar í kvöld: “Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því að “ég” sem manneskja týni “þér” í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað”. Mér finnst þetta gilda meðal annarra, þegar þeir sem vilja vera í einbúð virkilega. Mig langar til að útskýra það aðeins betur næst sem persónulega skoðun mína.


3. Aðstæður í höfuðborgarsvæði?

Eins og ég sagði áðan, er ég ekki sérfræðingur um viðkomandi málefni og ég er ekki með viðtæka og ítarlega þekkingu um málið. Því byggist skoðun mín á persónulegri þekkingu minni og reynslu.
Þegar ég skoða samfélagið hér á landi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, finnst mér eftirfarandi tvö atriði eftirtektarvert:

a) Þó að maður sé í einbúð, búa ættingjar manns, vinur eða vinkonur nálægt. Að búa einn í Reykjavík er ekki eins og að búa einn í miljónar manna borg.
b) Samfélagsskerfi jafnt og viðhorf samfélags til einbýlismanns er frekar jákvætt að styðja mann sem er í einbúð. Að búa ein er ekki rosalega erfitt mál. En þegar er um að ræða fólk eins og einstæðar mæðir með lítil börn eða fólk með fötlun, er það annað mál.

Ég býst við að afleiðingarnar séu þær að mörgum finnist þægilegra að búa einir en að vera í sambúð og deila erfiðum tímum jafnt sem góðum með mökum sínum. Ef ættingjar og vinir eru innan seilingar þá þarf fólk ekki að verða einmana. Einnig geta menn geymt einkalíf sitt algert í friðhelgi og útilokað annað þaðan. Þetta virðist því vera ekki slæmt líf.

En ég, sem er einn af þeim neyddist til að lifa einbýlislífi, vil varpa spurningu. Er lífsstíll af þessu tagi af sama tagi eins og þegar manneskja vill aðeins eiga félagsleg samskipti við aðra þegar henni finnst þau eftirsóknarverð en vill ekki svara þörf annara með ábyrgð? Sem sagt, standa slík samskipti manns ekki á egósentrískum grundvelli? Falla slík viðhorf við líf sitt ekki á þá staðhæfingu: “Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því “ég” sem manneskja týni “þér” í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað”?

Í stuttu máli sagt, tel ég að í nútímalegu lífsumhverfi, er auðvelt og þægilegt fyrir okkur að halda áfram í einbúð. Hins vegar verður það erfiðara og erfiðara fyrir okkur að halda lífi okkar í djúpum samskiptum við annað fólk og þannig festumst við ómeðvitað í gildru mannfyrirlitningar.
Einnig gerir fjölgun borgarbúa, sem eru sáttir við einbýli, það erfiðara fyrir þeim sem eru ósáttir við sína einbúð og vilja eignast lífsförunauta!

Þetta er persónulegt álit mitt og ég ætla ekki að fullyrða að það sé rétt hjá mér. En mig langar til að segja þessa skoðun mína og vona að hún verði grundvöllur fyrir og efli frekari umræðu. Ég tók upp ekki þá sem eru að glímast við einmanaleika og erfiðaleika vegna einbúðar, en það er augljóst að við skulum veita aðstoð til þeirra og þarna vantar áþreifanlega sundurgreiningu um málið og gerð.

Kærar þakkir.


- Ræðan var flutt í málþing í Seltjarnarneskirkju: “Að vera í einbúð” 18. apríl sl.-




Are you lonesome tonight?

Even though I work as a professional in the area of immigration and multi-culturalism in Iceland I often find it unnecessary and tiresome to find myself bogged down in the concept that “I am an immigrant”. Regardless of whether or not a person is native born or of foreign origin, I think that there are enough issues that we must reflect on and consider. For instance we all face the following issues, housing, employment, marriage, relationships, children, education, illness, hobbies, summer vacation and the list goes on. The scope of our lives is immense. Isn’t it necessary for us to draw a line at some point in our lives?

All the same, the fact that we are foreign follows us always. We foreigners must take the initiative to make contact or talk to Icelanders, to invite them home for coffee so that we may make friends or girlfriends. So that we are not lonely. Most Icelanders already have friends and relatives they need to find time and therefore don’t need to work to make new friends like we do. I find that unfair sometimes – but life isn’t always fair (a fact I am going to discuss with God when I get to the end of my days), or even hardly fair.

Either we are in the game of life or not. Sometimes I am ready to quit the game because I am tired – tired of being a bachelor, the pointless blind(?) date dinners, getting older, arthritis, debt, speaking inferior Icelandic, and on and on. But I am still in the game. For sure there will be times when I want to throw in the towel, but that is exactly the time when I have to get myself together and get into the game, the game of life.

I encourage everyone to stay in the game, together, and not to quit because of the complexities or difficulties that come with being an immigrant. Life is too precious to give up.

But what should you do if you are lonesome tonight? Consider the fact that there are people out there that are just as lonely as you tonight. And that there is always hope that the loneliness will end when you meet another lonely soul – maybe tonight, tomorrow night, or in ten years. Who knows?



*I wrote this piece for the magazine of the Inter-cultural center of Reykjavik (Alþjóðahús) first on this February. We have some massages that we need to deliver often than just one time.
And also, for me it is impotant to write in Englsih sometimes, too, simply because I have many friends who haven´t learned Icelandic yet.
 Cool



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband