,,Kallaðu mig PABBI..."

Nú þykir mér mjög þægilegt af því að ég get fylgt uppáhaldssjónvarpsþættum mínum í Japan næstum samstundís á netinu. Einn þeirra er um  rannsóknarlögreglumenn í Tókýó (Keishicho Sosa1kka 9gakari). Fyrir nokkrum vikum horfði ég þáttinn en sagan var um svona:

Þekktur og vinsæll ,,chef " er myrt. Hann var ekki svo gamall (um 35?). Hann er fráskilinn og á fimm ára stelpu sem býr hjá fyrrverandi konunni. Konan hefur gift sig eftir skilnað. Nýi maðurinn er fimmtugsaldur og þetta var í fyrsta skipti fyrir hann að eignast eigin fjölskyldu og það var draumur hans lengi. Maðurinn er góður við stelpuna en stelpan svarar honum mjög kalt og alltaf segist vilja hitta pabba sinn sem er chef.

Chef getur hitt stelpuna sína aðeins sex mánaðafresti, en nýi maðurinn tekur stelpuna stundum til chef, svo að stelpan verði ánægð. En með tímanum byrjar maðurinn að hugsa eins og: ,,Nú er ég pabbi stelpuna. Ef hún á tvo pabba, ruglast hún alveg.... þess vegna kallar stelpan ekki mig pabbi. Þetta verður að ljúkast". Og maðurinn drepur chef.

En það kom í ljós síðar að chef hugsaði hið sama sjálfur og hafði ákveðið að hætta að hitta stelpuna sína....

Saga af þessu tagi birtist mjög oft í japönskum sjónvarpsþættum eða skáldsögum, sem sé saga í kringum ,,nýjan pabba" ,,nýja mömmu" og barn sem á annað foreldri.
,,Loksins kallaði barnið mig MAMMA!" Margir Japanir horfa á svona endingu sögu nokkrar með tár í augum sínum.

Þetta fyrirbæri (að Japanir eru hrifnir af sögu af þessu tagi) speglar mjög skýrt hvernig þeir sjá hjónaskilnaðarmál, stöðu ,,föður" og ,,móður" í fjölskyldu, eða hagsmuni barns í skilnaðarmálum foreldra sinna.

Það gæti verið erfitt að skilja, en ef móðir er með barni sínu eftir skilnað og gifti sig nýjum manni, verður þessi nýji maður að föður barnsins. Hér á ég ekki við lögfræðileg atriði, heldur segi ég um andlegt atriði eða ,,hugarfar" Japana. Og í þessu samhengi kemur sú hugmynd eins og í ofangreindri sögu: ,,Það er ekki gott fyrir barn að fyrrverandi maðurinn hittir barn sitt oft".

Þetta er ekki alveg ný gögn, en samkvæmt rannsókn um aðgang fráskilinna foreldra að eigið barni sem Velferðarráðuneyti Japans gerði árið 1997, um 40% af foreldrum svöruðu: ,,hefur aldrei hitt barn eftir skilað", og þeir sem hitta barn sitt reglulega voru aðeins um 30%. Ég leitaði að nýjustum tölum, en gat ekki fengið þau. Miðað við ýmist efni sem er hægt að skoða á netinu, virðist staðan vera næstum sama og fyrir 15 árum.

Ég er sjálfur fráskilinn og á tvö börn. Þau voru enn frekar ung þegar ég skildi við móður þeirra. En sem betur fer hef ég haft mjög góð samband við börnin mín og núna eru þau orðin næstum fullorðin. Ég get ekki ímyndað mér að líf mitt eftir skilnað án barnanna.

Einnig skil ég ekki hugmynd um ,,nýjan pabba" eða ,,nýja mömmu" sem er algengt í heimalandi mínu. Ég vil enn eignast ,,nýja konu" fyrir mig (sem virðist vera mjög erfitt), en þó að mér takist að eiga nýja konu, verður hún aldrei að móður barnanna minna. Hún er bara ,,eigin konan mín". Að sjálfsögðu getur það gerst, ef lítið barn er að ræða, að nýr maki tekur nokkurt hlutverk pabba eða mömmu að sér fyrir barnið. En það er allt annað en að skipta pabba eða mömmu barns í aðra manneskju.

Þetta er eitt af nokkrum tæfærum sem ég held innilega: ,,Gott að ég bý á Íslandi, en ekki í Japan....."  

(Vona að íslenskan mín án yfirlesturs sé skiljanleg.)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, ´nýr pabbi´ og ´ný mamma´ er að mínum skilningi fjarstæðukennt.  Og hvaða leyfi hafa foreldrar til að koma með slík fyrirbæri inn í líf barna eða yfirgefa þau?  Vildu börnin það eða geta þau yfirleitt þolað það?  Voru þau spurð?

Elle_, 22.8.2012 kl. 22:01

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

best er að nota nöfnin. Það er aðeins einn pabbi og ein mamma.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.8.2012 kl. 04:15

3 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Elle.

samfélagsleg venja og kerfi, og einnig lagaumhverfi sem varðar réttindi barna í skilnaði foredra sinna hefur verið vanhugsað í Japan. Undanfarin 10 ár virðast ýmis tilraunar til breytingar hafa verið gerðar, en þap mun taka lengri tíma til að breyta "hugarfar" fólks.

Anna, sæl.

Í japanskri menningarheim kemur það ekki til greina að barn kallar foredri sitt eða manneskju í samsvarandi stöðu með nafni.

Toshiki Toma, 23.8.2012 kl. 04:52

4 identicon

Það sagði mér eitt sinn maður frá Pakistan að nafnið "Anna" þýddi mamma, ég hef ekki verið þeirri gæfu aðnjótandi að fæða barn, en ég "fæði" þrjú börn, á stjúpdóttur og tvo fóstursyni, öll kalla þau mig skýrnarnafninu mínu og stundum finnst mér notalegt að minnast þess að kanski þýðir það mamma þó ég heiti "bara"Anna.

Takk fyrir að minna mig á hve gott það er að búa á Íslandi.

Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 16:16

5 Smámynd: Toshiki Toma

Gott að heyra það, Anna. Takk fyrir að fræða mig um þetta. Dóttir mín heitir líka Anna! (*^^*)

Toshiki Toma, 23.8.2012 kl. 17:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband