Borgað fyrir bloggfærslur?? - Um blogg (2) -


Sænska dagblaðið Metro hefur byrjað að borga fyrir bloggara sína. Viðbrögð helstu umsjónarmanna með vefsviði í íslensku fjölmiðlunum virðast mjög jákvæð yfirleitt og taka það sem eðlilega þróun.

Ég held það líka. En um leið langar mig til að benda á aðra hlíð þessarar þróunar sem ég vil að fjölmiðlaaðilar velti fyrir sér.

1. Uppbygging siðregla

Mér sýnist að “siðreglukennd” fólks vera lausari en þegar það skrifar aðsenda grein til blaðs. Þetta er kannski vegna þess að bloggið er nýtt fyrirbæri milli opinbers færis og einkamála.
Ég held að allir vita um það vel en siðleysi og dónaskapur sést bara algengt, sérstaklega, í athugasemdum í bloggum og umræðuþráðum. Umræðuþráður er oft aðskilinn vettvangur frá bloggsviði og það gæti verið ósanngjarnt að fjalla um blogg og umræðuþráð saman. En blogg innifelur sér “umræðu” ávallt að nokkru leyti, því sé ég sameiginlegt eðli milli þessa tveggja.
Ég vil sýna dæmi um siðlauss málflutnings, en ekki núna heldur á eftir. Við, sem sagt fjölmiðlarnir og notendur vefsviðs, verðum að byggja upp almennar siðreglur í þessum nýja heimi. Ég meina, ekki bara að við kveðum á siðreglur á ákveðna vefsiðu, heldur við látum siðreglurnar virka í raun.

2. Blogg eða aðsend grein?

Það blasir við að aðal blöðin á Íslandi hyggjast minnka pláss fyrir aðsendar greinar við hlíðina þess að hvetja þátttöku í bloggum. Það hefur verið sjáanleg vesen t.d. hjá Mbl. að aðsendar greinar flæða til sín fleiri en það getur fjallað um. Því er þessi breyting – að færa aðsendar greinar til bloggs – skiljanleg.

Hins vegar er eðli aðsendra greina ekki alveg sama og skrifa í bloggum. Aðsendar greinar í blöðum eru meira fyrir “ótiltekið fólk” en í bloggum. Þegar t.d. einhver háskólanemi er með brennandi skilaboð til samfégas og skrifa grein um það. Ef greinin birtist í blaði, þá mun greinin hafa meira áhrif á fjölda manna en í birting í bloggi.

Þetta er bara ágiskun mín, satt að segja. En vinsamlegast íhugið málið: hvers oft skoðið þið blogg einhvers, sem þið þekkið ekki og hafið aldrei nafn höfundar hingað til? Jú, stundum skoðum við blogg ókunningja, þegar við höfum góðan tíma og förum í skoðunarferð á bloggheim. En mér sýnist að blogg sé bundið við það atriði hvort bloggarinn sé vel þekktur eða ekki meira en þegar aðsend grein í blaði er að ræða.
Aðsnd grein í blaði fær freira tækifæri til að rekast á augu almennings.

Þess vegna þykir mér leitt ef rými fyrir aðsenda greina verður skorið út of mikið og fólk tapar tækifæri til að njóta blaðsiðu fyrir tjáningarfrelsi sitt.
Nú þegar sé ég meira um “fastapenna” en “venjulega penna” í blöðum nokkrum. Þá sjáum við alltaf sama fólkið og hlustum á sömu raddirnar í blöðum.
Er það sem við viljum í raun?


Borgað fyrir bloggfærslur
Hugsanlegt að íslenskir bloggarar fái borgað fyrir hverja heimsókn sem þeir fá

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson,  21.júní 07 MBL. bls.16

SÆNSKA dagblaðið Metro hefur bryddað upp á þeirri nýjung að borga bloggurum á vefsvæði sínu fyrir hverja heimsókn sem þeir fá. Um er að ræða þrjá sænska aura fyrir hverja heimsókn, sem nemur um 27 íslenskum aurum fyrir skatt. Til þess að komast á slíka launaskrá þarf viðkomandi bloggari þó að fá í það minnsta 5 þúsund heimsóknir fyrsta mánuðinn.

Vinsælustu bloggarar Íslands, á borð við Egil Helgason og Ellý Ármannsdóttur, fá um þessar mundir 50 til 60 þúsund heimsóknir í hverjum mánuði, og miðað við sænska módelið gætu þau því haft 13 til 16 þúsund krónur í tekjur af því. Ef þau hins vegar myndu blogga fyrir Metro, og 1/6 hluti sænsku þjóðarinnar myndi heimsækja bloggið líkt og hér, væru tekjurnar um 400 þúsund á mánuði.

Ekki slæm hugmynd
"Við höfum ekki greitt bloggurum til þessa, þótt vissulega megi færa rök fyrir því að þeir séu að eyða tíma í að skrifa efni sem er vinsælt. Þannig að það er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta er þróun sem við þurfum að horfa til," segir Ingvar Hjálmarsson, vefstjóri Mbl.is. ..... (continued)




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

16 þúsund kr. á mánuði er nú ekki mikið fyrir þá tugi klukkustunda sem margir leggja í bloggskrifin sín. Það er þó meira en ekkert. 

Páll Ingi Kvaran, 21.6.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Ég hef ekkert á móti því að fá smá pening, þótt það væri ekki nema ~500Kr. á mánuði fyrir mig samkvæmt sænska módelinu. :D En ég hef áhyggjur af því hvernig það myndi breyta bloggheiminum, og þá til hins verra... Bara svona littlir hlutir, pólitískir eða trúar andstæðingar munu kannski sniðganga blogg andstæðinga sinna, þá væri lítið um skoðunarskipti. Við munum líklega sjá auglýsingar birtast á bloggum okkar, sem við ráðum ekkert yfir. Slatti af einstaklingum munu blogga á hverja einustu frétt, kannski ekki meira en eina setningu eða svo, bara til að fá heimsóknir, og þar með grafa yfir almennileg blogg... Æ ég veit ekki...

Gunnsteinn Þórisson, 21.6.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þér um að blogg er ekki sama og aðsendar greinar.  Og margir góðir bloggarar fara hljóðir hjá garði, af því að fáir vita af þeim, eða lesa það sem þeir skrifa.  Meðan sumir sem hafa minna innihald og eru minna áhugaverðir eru mikið lesnir, það fer ekki alltaf saman magn og gæði.  En þetta er góð og áhugaverð pæling.  Í Bæjarins besta á Ísafirði, gefst lesendum kostur á að tjá sig um aðsendar greinar.  Það er líka mjög gott og meira í ætt við blogg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2007 kl. 17:26

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg á erfitt með að skilja þetta reiknisdæmi um að Elly og Egill mundu fá 400 000 á mánuði ef þau blogguðu fyrir sænska Metro. Það væri þá bara ef annað hvort hinn almenni svíi næði að lesa 30 sinnum fleiri blogg en við Íslendingar, en ég hef ekki tru á að Svíar hafi meiri tíma til að sitja og lesa blogg en Íslendingar. Hin leiðin væri þá ef það væru bara Íslendingar sem blogguðu í Svíþjóð, en sú er ekki raunin, blogg er líka vinsælt þar. Á því erfitt með að skilja hvers vegna einmitt þau tvö mundu fá 1/6 hluta sænsku þjóðarinnar til að lesa sig( mér finnst gaman að lesa þau, svo það er ekki málið) held að svíar mundu halda áfram að lesa það sem er vinsælast hjá þeim. Þó markaðurinn sé 30 sinnum stærri en sá íslenski, eru líka 30 sinnum fleiri bloggarar.

Ásta Kristín Norrman, 21.6.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Ásta.
Greinin úr Mbl. sem ég sýndi hér er aðeins helmingur hennar. Þú getur skoðað hinn helming á mbl.is og síðaní menning fjölmiðlar. 
Ástæða þess að Svíar fá meira peningar er að Metro sýnir áuglýsingar 
í bloggunum hjá sér (ekki í Mbl.) og því virðast bloggin vera meira "Business" þar.
Þannig ef maður reiknar framlag Ellýjar á sænskan hátt, ætti hún að þiggja 4
00.000 is.kr. 
  

Toshiki Toma, 21.6.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Æi - ekki! Fólk á að geta tjáð sig án þess að það sé verðlagt - ég er orðin leið á að peningar stýri öllu. 

Valgerður Halldórsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Pétur Björgvin

Gegnsæi er málið. Ef einhver vill pening fyrir að blogga má hann það mín vegna. En ég vil vera upplýstur um að ég sé að lesa ,,greitt" blogg.

Er stórhrifinn af bloggi og tel það hafa opnað nýjar leiðir fyrir umræðu fólks á meðal, umræðu sem er opinskáari, einlægari, hreinskiptari og í rauntíma.

Bloggið setur líka alla til að byrja með á sama stall. Í hvert skipti sem ég sendi aðsenda grein í Morgunblaðið tekur það að meðaltali 16 daga þar til hún birtist, en bloggið mitt birtist strax. Hvort einhver nennir frekar að lesa bloggið mitt heldur en greinina mína veit ég ekkert um.

Með blogginu komst lesandinn líka í sæti ritstjórans. Það þarf enginn að segja mér að Morgunblaðinu hafi ekki borist stórkostlega dónalegar og mannskemmandi aðsendar greinar. En þar var þeirra ritstjórnarhlutverk að birta þær ekki. Nú er það hlutverk mitt sem blogg-lesanda að ákveða hvað ég les, hvað ég les ekki, á hvað ég ,,linka" og hvað ekki, hvort ég tek þátt í umræðu eða ekki og á hvaða forsendum. 

Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 09:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband