Þróun bloggs og vefsíðuumræðu í góðu jafnvægi - um blogg (3) -


Það sem mig langar til að fjalla um í dag er umræðu/spjall á vefsiðum, en ekki beint um blogg. Þess vegna er “Um blogg 3” kannski ekki rétt titill. En eins og ég skrifaði í gær, sé ég sameiginlegt eðli milli bloggs og umræðu/spjalls að nokkru leyti, því vona ég að þið leyfið mér til að taka þetta mál upp undir titil bloggs.
Áður en að ég segi eitthvað, bið ég ykkur að lesa eftirfarandi umæli í vefsíðu nokkurri.


óvelkomnir Innflytjendur (að mínu mati)

Útlendir kínverjar svo sem presturinn tosiki tómatur (eða hvað hann heitir) og arabahöfðimginn sem XXX XXXX
(Ath.1 nafn einstaklings: fólgið af TT) er að fara að tala við á sunnudaginn, af hverju heldur þetta lið sig ekki heima hjá sér fyrst að það er svona óánægt hér og vill öllu breyta. þetta er með öllu óþolandi að gestir í þessu þjóðfélagi skuli láta svona hér og rétt væri að kanna sakaskrá þessara einstaklinga og senda þé heim aftur. þeir sem hafa látið verst eru þessi guli toshiki tómatur, XXXX (Ath.2 þjóðerni:fólgið af TT) og einhver helvíts XXXXX (Ath.3 annað þjóðerni: fólgið af TT), sem ég man ekki í bili hvað heitir og er helvítis ónæði af fíflunum. Þeir heimta Moskur og guð má vita hvað meira.

Svona asískir öfgamenn eru stórhættulegir og eiga bara að dvelja heima hjá sér, en sennilega er þeim ekki vært þar og þessvegna koma þeir hingað. En við eigum nóg af vandræðafólki þó við séum ekki að bæta við vandræðaútlendingum líka.Ég væri sko til í að vera með í að stofna hóp sem væri í að koma þessum vandræðagemlingum í burtu því þeir yrðu fljótir í að leggja niður skottið ef þeir sæu andstöðuna.Þessa 3 í burtu strax og svo að ganga í að grisja til. Þetta er jú grafalvarlegt mál. Þeir sem vilja vera með í þessu, hafi samband og við hefjumst strax handa.

Þetta eru skíthælar sem hafa flúið heimkynni sín og þora ekki heim aftur en það er hægt að losna við þá. Við eigum meir en nóg af svona liði, íslensku til að glíma við hér heima.



Þetta er dæmi af siðbroti (að mínu mati!) en hvað finnst ykkur? Þetta var tekið út úr eina stærstu vefsíðum hér á landi og þessi ummæli birtist lok febrúar í þessu ári. Ég rakst á þau af tilviljun í miðju mars, sem sagt eftir tæpar þrjár vikur að ummælin birtist.

Ég talaði við nokkra vini mína um þetta mál, en einn þeirra var í góðu sambandi við blaðamann í fjölmiðlafyrirtæki sem stýrði viðkomandi umræðusíðu. Umsjónarmaður síðunnar hélt ummælin væri brot á reglum síðunnar og hann tók ummælið út frá henni strax. En allavega stóðst ummælin tæpar þrjár vikur á vefsíðunni og ég sá ca 10 menn svöruðu mælandanum þar (viðbrögðin voru frekar neikvæð í garð mælanda).

Mér finnst það ekki nógt að setja “(sið)reglur notanda vefsiðu/ bloggs / umræðuþráðs”. Reglurnar þurfa að virka. Ég tel persónulega nauðsynlegt að setja eins konar “blogg-watch” yfir alla bloggsíðna, þangað sem lesendur geta borið efni sem er í vafaum siðbrot og leitað álits og afgreiðslu.
En mál sem liggur á grunnum er að við þróum siðferði líka samkvæmt þróun blogg- og netumræðuheimsins, og til þess okkur vantar kannski frekari umræðu sem varðar siðferði og tjáningarfrelsi á netheiminum.

Spurning mín er þá: hver á að halda frumkvæði að því???



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk sem talar svona um útlendinga á bara bágt og eru líklega bara sjúkir einstaklingar sem eru með allt niður um sig... vilja ekki játa að þeir sjálfir eru aular og reyna að finna einhvern blóraböggul í stað þess að horfast í augu við að þeir sjálfir eru aular..

Ég vil nú ekki hafa mikið um ritskoðun á vefnum... flest á að fá að flakka svo lengi sem það fer ekki yfir öll velsæmismörk

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég held að þeir séu ekki beint óvelkomnir, þó ég hugsa að vissulega upplifi þeir sig það.  Það sem þeir finna fyrir er hræðsla gestgjafa við breytingar.  Fólk er alltaf hrædd við breytingar, að öryggi þeirra sé ógnað, að þeir missi eitthvað og að hið óþekkta verði þeim um megn. 

Það má líkja þessu við fjölskyldu, sem tekur á móti nýjum fjölskyldu meðlim, s.s. tengdasyni eða dóttir, stjúpforeldra ofr.  Það tekur tíma að aðlagast, helypa þeim inn og gera þá part af fjölskyldunni.  Í sumum tilfellum tekst það ekki, einmitt vegna fólk forðast breytingar og er ekki tilbúið að hleypa nýjum aðila inn.

Ég held að lausnin væri fræðsla til íslendinga, helst strax í leikskóla. Samstarf við fjölmiðla um að fræða og fjalla á jákvæðan hátt um málið og opna umræðuna enn fremur.  Það er líka spurning hvort orðin "innflytjandi" eða "nýbúi" séu einungis til að hyndra aðgang. Ég trúi því að innflytjendur leggi sig fram við að komast inn í samfélagið en það þarf 2 til að sambönd gangi.

Mér finnst sjálfsagt að innflytjendur haldi í sína menningu, menning og uppruni er mikilvæg fyrir einstaklinga og þeir eiga og ættu að mega vera stoltir af sínum uppruna, sama hvaðan í heimnum þeir eru.

Ég er viss um að það sé allra hagur að við vinnum saman að því að gera samfélagið okkar óháð hvaðan við erum og að orð eins og "þau" og "við" hverfi, því það er staðreynd að við erum að verða fjölþjóða samfélag og því fyrr sem við sættum okkur við það og gerum það besta úr því, því betra.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Þarfagreinir

Já, mér finnst svona bull algjörlega dæma sig sjálft, og held að afskaplega fáir taki þessu alvarlega. Hins vegar er óhuggulegt að þarna eru lítt duldar hugleiðingar um ofbeldi ...

En hugmyndin um einhvers konar vefvakt er ágæt; kannski svona miðlægt vefsvæði þar sem er hægt að ræða svona hluti sem koma upp á netinu.

Þarfagreinir, 22.6.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir

Ég held að það sé ekki nokkurt vit í spjallborðum nema það sé einhver sem hefur umsjón með þeim, ekki bara einhver sem tekur á móti kvörtunum og eyðir óviðeigandi ummælum (kannski ekki fyrr en eftir dúk og disk eins og í þessu dæmi) heldur einhver sem fylgist með að staðaldri og heldur uppi einhverskonar ritstjórnarstefnu (en ekki ritskoðunarstefnu). Þetta þýðir maður í fullu starfi eða því sem næst. Ætli nokkur telji sig hafa efni á slíku?

Ég minnist þess ekki að hafa farið inn á íslensk spjallborð en hef fylgst með einu slíku úti í BNA í mörg ár. Það er í einu orði sagt frábært enda vita allir að það er haldið utan um hlutina. Auglýsingum, hverskyns plöggi og kæfu er umsvifalaust eytt en ummæli fá að standa. En rugli, eins og t.d. svona heimskulegum haturs-áróðri er svarað fullum hálsi, tilhæfulausar staðhæfingar leiðréttar, og menn áminntir um að haga sér eins og siðað fólk í umræðunni (s.s. ekki vera með persónulegar árásir). Svona geplar eins og þú ert að benda á láta sig yfirleitt hverfa af vettvangi ef þeir mæta strax andstöðu. En ef menn láta sér ekki segjast þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir eru þrautalendingin að setja þá í bann, loka fyrir aðgang þeirra að síðunni.

Mér finnst eitthvað bogið við það að einfaldlega eyða óæskilegum ummælum -- það er svona eins og að reyna að sópa vandamálunum undir teppið í staðinn fyrir að konfrontera þau.

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir, 22.6.2007 kl. 15:20

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, ég er sammála Önnu svona fólki þarf að svara fullum hálsi, leiðrétta staðhæfingar, við megum ekki einfaldlega loka augunum fyrir heimskunni þá heldur hún einfaldlega áfram að grassera.

En þetta með að borga fyrir blogg, ég er full efasemda gagnvart því, kannski af því að allt er orðið metið til peninga; en vissulega er það rétt bloggið léttir af innsendum greinum hjá dagblöðunum og sparar þeim ákveðið fé en það er ekki greitt fyrir innsendar greinar þær eru frjálst lýðræðislegt flæði og mér finnst að bloggið ætti að vera það líka. Auk þess  stjörnur eða frægð er venjulega að stórum hluta búin til af fjölmiðlum og það er sá tilbúningur sem fengi þá greitt fyrir- eða hvað? Og þá er komin enn meiri skekkja í þessa lýðræðislegu umræðu en þegar er.

María Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég skil ekki svona rasisma. Ég á yndislega og gullfallega tengdadóttur frá Filippseyjum og  þrjú  lítil  mjög  falleg  barnabörn  sem eru  yndi mitt og  eftirlæti . Allir menn eru  jafnir.

Svava frá Strandbergi , 22.6.2007 kl. 20:14

7 identicon

Ég tók lesnámskeið í vetur hjá Kristínu Loftsdóttir um kynþáttarhyggju, frumbyggja og þjóðerni - á leslistanum voru fáar íslenskar bækur, einfaldlega vegna þess að þessi mál hafa ekki verið vinsælt rannsóknarefni á Íslandi. Segir það okkur ekki eitthvað? Það er reyndar sem betur fer að breytast núna og þekki ég nokkra MA nema sem eru rannsaka málefni tengd innflytjendum. Þörfin er mikil því fordómar eru ekkert annað en fáfræði og kominn tími til þess að fræða þá sem hræðast það óþekkta - fræða racism-ana

Jóhann Hauksson rannsakaði kynþáttahyggja hér um árið og er höfundur einnar bókarinnar sem var á þessum leslista mínum - bókin ber titilinn Kynþáttarhyggja - ég mæli eindregið með henni. Hún er mjög áhugaverð og einstaklega skemmtilega sett upp.

Fjóla Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 02:32

8 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl. Anna. Takk fyrir athugasmdina þína.
Mér finnst eitthvað bogið við það að einfaldlega eyða óæskilegum ummælum -- það er svona eins og að reyna að sópa vandamálunum undir teppið í staðinn fyrir að konfrontera þau.
Mér finnst það vera nokkur misskilningur til staðar. Það sem ég vil ræða hér er ekki hvort maður sé með jákvæða skoðun við innflytjendur/útlenidnga eða neikvæða. 
Ég vil benda hins vegar á að hvernig maður tjáir sig á blogg eða í öðrum netmiðlum. Bersýnilegur hatur vegna 
kynþátta eða áras á  ákveinn einstakling er ekki bara "óæskileg ummæli" hldur 
"ofbeldi". O ég er ekki svona umburðarlindifullur við slíkt. 


Toshiki Toma, 23.6.2007 kl. 10:52

9 Smámynd: Toshiki Toma

Ég þarf að bæta orði við ofangreinda athugasemd mína.
Ef ég tek dæmi sem ég syndi í bloggi múnu hér, getur maðurinn sagt hið sama í amennilega tjáningu: að hann er ekki ánægður með tilvist 
nokkra útlendinga - þ.á.m. ég sjálfur - hérlendis og hann vill losa við þá. 
Ef hann hefði skrifað það á almennilegan hátt, myndir það hafa þótt skoðun, þó að mjög slæm skoðun að mínu mati.
En þegar hann byrjaði að nota persónulegt niðurlægingarorð, þá var þetta ekki lengur skoðun.  
Ég held að draga skýra línu þarna er mjög mikilvægt og það er nefnilega að 
byggja upp siðferði í bloggheimi, eða a.m.k. hluti af því. 

Toshiki Toma, 23.6.2007 kl. 11:28

10 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Auðvitað er það óásættanlegt þegar svona birtist á prenti, en ég held að ef við fengjum almenna fjölmiðla til að vanda sín verk og þá sérstaklega ríkisfjölmiðlana, þá kæmi hitt frekar á eftir. Fjölmiðlar eru svo skoðanamyndandi að það er með öllu óásættanlegt hvernig þeir taka á málinu. Ég hef nefnt nokkur dæmi bæði hér sem svar við annarri grein hjá þér Toshiki og á minni síðu.  Sem sagt fyrst að gera kröfu á atvinnu menn.

Ásta Kristín Norrman, 24.6.2007 kl. 04:59

11 identicon

Að mínu mati á að eyða svona ummælum tafarlaust og ALLS EKKI að gefa þessu gaum, eins og Sr. Toma sagði, það er ekki verið að láta í ljós skoðun þegar hatursfullar persónuárásir vegna þjóðernis eru birtar á opinberum vetvangi. (fjölmiðlum) Ég er af Íslenskum uppruna (fædd) og bý í Kanada og hef aldrei orðið fyrir aðkasti vegna uppruna míns. Ég segi við Sr. Toma, velkominn til Íslands, tel lítinn vafa á því að þín vera á landinu er ávinningur fyrir Íslensku þjóðina.   Good luck.

S. MacEachern

Sigga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 00:37

12 identicon

Ég held að það gangi ekki að setja siðgæðisvörð sem gætir þess að ákveðið siðferði fylgi prentefni inn á netið. Ástæðan fyrir því er margþætt; 

(i) siðferði er huglægt, gott siðferði hjá einum er slæmt hjá öðrum,

(ii) það er illmögulegt að hafa einn mann eða fleiri í starfi við að lesa allar bloggsíður, hvort sem þær eru opnar eða lokaðar, menn yrðu fljótt ruglaðir í slíku starfi.

(iii) bloggarar eða blogglesendur vilja helst komast hjá því að greiða siðgæðisverði gjald, en það væri réttláttasta leiðin (að nota skattfé væri óréttlátt, því skattgreiðendur eru ekki allir netnotendur),

(iv) eitt einkenni netsins er frelsið. Netið er einsog bókasafn; fólk getur lesið hvað sem er hvar sem er í þeim skilningi.

(v) hvar ætti að draga mörkin?  Nú lenda jafnvel grunnskólabörn í því að þeim er strítt út af netfærslum eða talað er illa um grunnskólabörn á vinsælum síðum. Eins má nefna pólitíkusa, eða menn sem eru í umtöluðum dómsmálum (t.d. Baugsmenn) þeir eru alltaf útsettir fyrir dóm almennings. 

Ég skil reyndar ósköp vel að færslur líkt og ofangreind færsla fari fyrir brjóstið á þér, enda afar ruddaleg og einhliða skrif. Ég held samt að svona skrif megi kæra (rógburður) eða að leyfilegt sé að kvarta yfir þeim til hýsingaraðila síðunnar, en ærumeiðandi ummæli eru sennilegast ekki leyfileg.

Ég held reyndar að bloggsamfélagið sé ofmetið; þetta er bóla sem hefur þegar sprungið. Fólk sem hefur ekkert sérstakt fram að færa fær lítil viðbrögð. Það hættir skrifunum sínum sennilega fljótt og/eða einangrast í litlum hópi bloggvina.

Annars fannst mér skemmtilegt að lesa síðuna þína.

Þrándur (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband