Könnun um viðhorf kvennapresta óskast!


Niðurstaðan könnunar meðal presta þjóðkirkjunnar kom í ljós í gær á vefsiðu “kirkjunni.is” varðandi viðhirf við staðfesta samvist samkynhnegðs fólks.

Eitt sem mig langar til að benda á er að bersýnilegur munur er til staðar milli karla og kvenna varðandi viðhorf til málsins. Sem sagt, er hlutfall kvennapresta sem er jákvæðra við staðfesta samvist 20% hærri en hlutfall karlahópsins.

Ég tel það nauðsynlegt og áhugavert að gera ítarlega könnun um viðhorf annars vegar kvennapresta og hins vegar karlapresta við ýmisleg mál í samfélaginu og bera þær saman.
Núna er hlutfall kvennapresta innan þjóðkirkjunnar þriðjungur og virðist að vera sívaxsandi í náinni framtíðinni líka.

En samtímis eru flestar kvennaprestar ekki í öndvegisstöðu innan kirkjunnar. (Kannski er þetta vegna þeirrar staðreyndar að margar kvenna prestar eru frekar ungar og með styttari starfsreynslu í raun, en mig grunar að það sé ekki eina ástæðan.) Með öðrum orðum staða kvennapresta er lægrisett í stjórnarstigveldis kirkjunnar yfirleitt og mér sýnist það vera nóð ástæaða þess að gíska á að viðhorf kvennapresta heyrist ekki vel daglega. Og því held ég mikilvægt að gera könnun á viðhorf þeirra almennilega.

Ég get ekki ímyndað mér hvers konar niðurstaða muni koma út, en samt trúi ég því að
könnunin muni hjálpa kirkjunni mikið til að rata í framtíðinni.


Heimild til að framkvæma staðfesta samvist


Nýlega var gerð könnun meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist. 65 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Svipaður fjöldi telur líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Outcome fyrir Biskupsstofu í júní og júlí í sumar. Um netkönnun var að ræða. Svarhlutfall var 75%.

Aðdragandi þess að ráðist var í könnunina var sá að á Prestastefnu í apríl 2007 kom fram tillaga þess efnis að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kysu, yrði heimilað að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar. Tillögunni var vísað til kenningarnefndar en Prestastefna samþykkti jafnframt ósk um að könnun um hug presta til þessarar þjónustu yrði framkvæmd.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar frá maí 2007 er talað um að veita trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Því þótti rétt að miða spurningar við það. Með hliðsjón af stjórnarsáttmálanum var spurt: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild? Tæplega 53% svarenda voru mjög hlynntir, 12% frekar hlynntir. Rúm 20% svarenda voru mjög andvígir og 6,5% frekar andvígir. Þá var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nýta þér slíka heimild? 64% töldu það mjög eða frekar líklegt, en 27% mjög eða frekar ólíklegt.

Tæplega 80% kvenpresta í hópi svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild og rúmlega 59% karlpresta. Prestar sem hafa unnið 15 ár eða skemur eru bæði hlynntari þessu og líklegri til þess að nota heimildina.

          - eftir Steinunn Arnþrúðu Björnsdóttur,
            tekið úr fréttum www.kirkjan .is 21/8 2007 -



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir ungu kvenprestar gjalda þess að hafa fengið ofmikla áherzlu, en samt afar slæma fræðslu um þessi mál í Guðfræðideild Háskóla Íslands. Þess hlýtur að sjá einhvers staðar stað, og það kemur einmitt niður á yngri prestunum. Hér stefnir til alvarlegs klofnings þessa veruleikafirrta fólks frá meðtekinni trú hinna virku og heilkristnu í söfnuðum þeirra.

Jón Valur Jensson, 22.8.2007 kl. 12:08

2 identicon

Jon Valur - er ekki hugsanlegt ad thessi ungu kvenprestar hafi sjalfstaeda gagnryna hugsun sem og gildismat og geti komist ad virtraenni nidurstodur upp a eigin spytur?????

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hver er þess ofmikla áhersla Jón Valur og í hverju er hún fólgin? Hver er þessi slæma fræðsla Guðfræðideildarinnar sem að er að valda þessum usla! Mér þætti nú gott að þú útskýrðir þetta nánar, því annars eru þetta sleggjudómar og dylgjur í garð þessarar ágæti deildar Háskólans! Konur hafa nú ágætis rökhugsun og geta jú tekið ákvarðanir og lagt mat á mál nokkuð vel og vitrænt!

Takk annars fyrir góða og málefnalega umfjöllun Toshiki og það væri sannarlega mikils virði að kanna nánar viðhorf kvenpresta um þessi mál! Takk fyrir að vekja máls á því!

Sunna Dóra Möller, 22.8.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kvenprestar eins og karlprestar eiga ekki að hafa of "sjálfstæða hugsun," Auður, þ.e.a.s. ef það sjálfstæðisbrölt þeirra lýsir sér í því að rífa sig laus frá viðmiðum og lögum Biblíunnar.

Ég dylgja ekki um almenna kennslu í Guðfræðideildinni, Sunna, heldur afvegaleidda, bæði þá sem snýr út úr Biblíutextum (og býður auðvitað ekkert upp á opna rökræðu um þá stefnubreytingu í kennslu), sem og þá sem gefur þessu máli -- á nótum frjálshyggjustefnunnar -- margfalt meira vægi en það verðskuldar í umfjöllun og umræðum í tímum. Það er ekki nóg, að nemendur hafi góða rökhugsun, ef þeir burðast með gefnar forsendur sem ekki standast ljós biblíulegra grundvallaratriða. Fræðslunni hefur greinilega verið ábótavant. En öll 'ákvarðanataka' í þessu máli verður að miðast við að gera ekki uppreisn gegn kristinni, postullegri trú.

Jón Valur Jensson, 22.8.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Þetta verð ég bara að gera stundum þegar ég les sumt....eftir suma. Betra að þegja en segja...eitthvað ljótt!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 15:18

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mér þykir afar vænt um biblíuna, bæði sem sögulega heimild og sem siðfræðilegan boðskap. Mér þykir þó miður að átta mig á að enn eru til forpokaðir bókstafstrúarmenn hér í þessu frjálsa landi þar sem fjölgyðingstrú frá því til forna, hjátrú, trúleysi og kristin trú hafa nær ætíð lifað í sátt og samlyndi sökum víðsýni fólksins. Mér finnst auk þess ærið áhugavert ef að biblían og hvernig hún er skilin, trúin útfærð, hefðirnar ræddar osfrv. er allt í einu orðið einhlýtt. Það hefur trúin aldrei verið í sögunni. Ég er ekki fær um að dæma hvort að kennarar guðfræðideildar fara með fleipur í túlkunum sínum og innrætingu nemenda...en ég fæ ekki séð að það þurfi endilega að tengjast skoðunum þeirra og svörum í könnun um afstöðu til staðfestrar samvistar samkynhneigðs fólks. Þeir prestar sem vígst hafa til embættis eru fullorðnar manneskjur sem ættu að geta haft persónulegar skoðanir eins og aðrir fullorðnir. Eða eru prestar öðruvísi en fólk? 

Anna Karlsdóttir, 22.8.2007 kl. 16:20

7 identicon

Jón og súri Jón er ekki það sama

DoctorE (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:43

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fjölgyðistrú frá því til forna, hjátrú, trúleysi og kristin trú hafa alls ekki lifað í sátt og samlyndi hér í 10 aldir, Anna, það áttirðu að vita. Svo langar mig að umsnúa síðustu setningunum, betrumbæta þær þannig:

Þeir prestar sem vígst hafa til embættis eru fullorðnar manneskjur sem ættu að geta tekið ábyrgð á vígsluheiti sínu og staðið við orð sín eins og aðrir fullorðnir. Eða eru helgiþjónarnir nú til dags öðruvísi en Kristur ætlaði þeim að vera?

Jón Valur Jensson, 22.8.2007 kl. 16:50

9 Smámynd: Sigurjón

Eins og mér þykir það leitt verð ég að taka undir með Jóni Vali hér.   Prestar sem taka víxlu verða að átta sig á því að kristin trú getur ekki verið tvísaga.  Annað hvort viðurkennir íslenzka kirkjan hjónaband samkynheigðra eða ekki!  Það er ekki hægt að fara einhverja millileið.  Fyrir alla muni reynið svo að sleppa þessu guðsvolaða kjaftæði og fara að spá í hluti sem skipta raunverulega máli.

Sigurjón, 23.8.2007 kl. 05:47

10 Smámynd: Daði Einarsson

Best er líklega að taka hjónabandið sem borgaralega stofnun úr höndum kirkjunnar þ.e. hinn lögformlega þátt - en ég held að það skipti flesta meira máli en hið trúarlega. Skrifaði smá pistil um þetta á mitt blogg http://rustikus.blog.is/blog/rustikus/entry/293148

Daði Einarsson, 23.8.2007 kl. 09:27

11 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Hvernig væri bara að fá könnun á meðal virkra þjóðkirkjuþegna?

Magnús V. Skúlason, 23.8.2007 kl. 11:26

12 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er athyglisvert hvað hinir haturstrúuðu skipa sér í marga flokka vegna þess að þeir spinna hindurvitni sín upp úr sömu bókunum, Mósebókunum. Omegamenn, Alkaida og nokkra flokka gyðinga.

Til er bómullapinnarpróf sem mælir streptakokkasýkla því er stungið uppí munnhol sjúklings. Bláni bómullarpinninn er viðkomandi sjúkur, bláni hann ekki er ekki um sýkingu að ræða.

Samsvarandi próf er til fyrir haturstrúarmenn. Stunginn er að þeim hommi. Bláni þeir af hatri er viðkomandi haturstrúar, bláni hann ekki er viðkomandi ekki haturstrúar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.8.2007 kl. 11:29

13 identicon

Þetta mál væri ekki einu sinni uppi á borðinu ef þjóðkirkjan væri ekki á fjárlögum, það er kjarninn í þessu máli öllu saman.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:52

14 Smámynd: Þóra I. Sigurjónsdóttir

Það væri mjög fróðlegt að sjá niðurstöður úr þannig könnun, hvort munur sé á viðhorfum kynjanna (presta) á ýmsum málum, svona í ljósi mismuns kynjanna almennt líka.

Innileg kveðja,

Þpra

Þóra I. Sigurjónsdóttir, 23.8.2007 kl. 17:55

15 identicon

Ég segi með öðrum að kjarni málsins liggi í stöðu Þjóðkirkjunnar í þjóðfélaginu, aðskilnaður ríkis og kirkju er löngu tímabær!

Ég skil ekki hvers vegna þetta er svona mikið mál, ég fæ ekki betur séð að eina trúfélagið sem er lagalega séð skyldugt til að gefa saman samkynhneigt fólk er Þjóðkirkjan, einmitt vegna þess að hún heyrir undir íslenska ríkið og þar með stjórnarskrá Íslands þar sem stendur skýrt og greinilega að ekki megi mismuna fólki vegna m.a. kynhneigðar!

Það er fáránlegt og gróft mannréttindabrot að trúfélög sem eru viljug megi ekki gefa saman samkynhneigða af því að Þjóðkirkjan er óákveðin um þessi mál! Þjóðkirkjan á, eins og ég segi, ekki að hafa neitt val um það takk fyrir ef þeir ætla að halda stöðu sinni sem ríkisstofnun!  Þetta er eins og Hagstofan myndi neita að þjónusta KRinga!

Sveinn Þ (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 03:38

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er Þjóðkirkjan "ríkisstofnun"? Nei, hún er sjálfstætt trúfélag [1], sem á þó viðurkennda heimtingu á framlagi úr ríkissjóði sem endurgjaldi eða afgjaldi af jörðum hennar (sjöttu hverri jörð á landinu árið 1907). Þetta lætur þessi "drE" sér aldrei þókknast að skilja, enda ófyrirleitinn mótstöðumaður guðstrúar, Biblíunnar og allra kirkjustofnana.Sveinn þessi veður sömu villuna og svímann. Hann kveður Þjóðkirkjuna "eina trúfélagið sem er lagalega séð skyldugt til að gefa saman samkynhneigt fólk er Þjóðkirkjan, einmitt vegna þess að hún heyrir undir íslenska ríkið og þar með stjórnarskrá Íslands þar sem stendur skýrt og greinilega að ekki megi mismuna fólki vegna m.a. kynhneigðar!" Þvílík þvæla! Það stendur í 1. lagi ekkert um þetta í stjórnarskrá Íslands, en baráttuforkólfar samkynhneigðra vilja hins vegar koma þessu inn í stjórnarskrána, einmitt af því að það er þar ekki! Þar segir nú einungis í 65. gr. (með viðauka frá 1995): “Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.” [2]Í 2. lagi: Ef í þessari 65. grein stæði orðið “kynhneigðar” auk hinna 9 atriðanna, sem þarna eru talin upp, fæli það þá í sér, eins og Sveinn vill meina, að Þjóðkirkjunni væri þá skylt að gifta samkynhneigða? Það telur hann og vísar til þess, að hún sé ríkisstofnun. En 65. greinin fjallar ekki bara um ríkisstofnanir, heldur er hún almenn lagasetning, sem ekki megi brjóta jafnt í einkageira sem annars staðar. Ef skilningur löggjafans á hugsanlegu síðar uppteknu viðbótarákvæði um bann við mismunun vegna kynhneigðar yrði sá, að skylt væri að gifta samkynhneigða, sem þess óskuðu, þá myndi það þrengja óskaplega að samvizku- og trúarfrelsi allra trúfélaga. Hverjum dettur í hug, að alþingismenn yrðu svo heillum horfnir og skyni skroppnir að leiða slíkt í lög? Slíkt ákvæði gæti t.d. kallað yfir okkur ‘refsingu’ harðlínumúslima vegna grófrar árásar á þeirra eigin sjálfstæði um kenningu sína og trúariðkun. Og heilkristnir menn myndu þaðan í frá ekki kjósa þá skaðræðisflokka, sem að slíku frumvarpi stæðu.

[1] Sjá 1., 2., 5., 6. og 9.-11. grein laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 1997 nr. 78 26. maí = http://www.althingi.is/lagas/133b/1997078.html

[2] Sjá http://www.althingi.is/lagas/133b/1944033.html

Jón Valur Jensson, 27.8.2007 kl. 18:06

17 identicon

Kæri Thosiki! Gaman að sjá að þú ert byrjaður að blogga. Mun fylgjast með þér. Takk fyrir kortið frá Japan - það gladdi mig mjög að fá kveðju frá þér. Vona að leiðir okkar munu liggja saman aftur fyrr en síðar.

 Kær kveðja,

Anna Lára

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 12:31

18 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég verð að benda á varðandi kirkjuna og hvað hún á að boða og það er jú orðið og orðið er guðs.Mér finnst orðið margir guðfræðingar séu mest guðfræðingar vegna brauðsins ekki orðsins.Og ég tek fram mínar skoðanir guð bauð í orði sínu maður og kona eitt hold og hvar er talað um í orðinu að allt sé nú í flottu lagi svo framalega sem þú hefur kærleika.Ég hef ekkert á móti samkynhneygðum af og frá tel bara það ekki hlutverk kirkju að gifta þetta fólk megi guð vera með ykkur kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.8.2007 kl. 06:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband