Öllum líði vel!!


Ráðstefna “Innflytjendur og geðheilsa” í tilefni af Alþjóðadegi geðheilsu var haldið í gær í Ráðhúsi Reykjavíkurborgarinnar og hún tókst vel.
Mig langar til að þakka fólki í undirbúningsnefndinni (þ.á.m. er Geðhjálp) og þátttekendum á fundinn innilega fyrir góða framtakið. Ég var sjálfur einn af ræðumönnum þar og ég fékk flýja hvatningu svo að ég birti ræðuna mína í blogginu. Ég þakka fyrir hvatninguna líka.


Manneskja undir menningarbylgjum

Komið þið sæl. Toshiki Toma heiti ég og ég starfa sem prestur innflytjenda á Íslandi. Ég er ekki læknir eða annars konar faglegur sérfræðingur í heilbrigðisþjónustu í þröngri merkingu, og því ég get ekki fjallað um málefni geðheilsu á læknisfræðilegan hátt.
Hins vegar snertir prestsþjónusta vellíðan og vanlíðan manna mjög mikið, og það má segja að prestur starfi að geðheilsumálum í víðri merkingu.
Í því samhengi langar mig til að fjalla um geðheilsu almennt með því að beina ljósinu ekki beinlínis að geðsjúkdómi, heldur á vanlíðan, annars vegar sem bæði geðsjúklingar finna fyrir og fólk sem ekki er skilgreint sem sjúklingar enn þá, og hins vegar á það jafnt við um innflytjendur og Íslendinga.

1.
Geðheilsumál eru alls ekki aðskilin mál frá daglegu lífi okkar, heldur eru þau mál hversdagslífsins. Okkur öllum, hvort sem Íslendingum eða innflytjendum eru að ræða, liður stundum illa, jafnvel oft. Það er ekki sjúkdómur.
Mér sýnist ekki endilega auðvelt að draga línu milli á þess að vera veikur og þess að vera ekki. Við lífum lífi okkar oftast á eins konar gráu svæði þar sem við berum okkur áhyggjur, pirring eða andlega þunga, samt erum við ekki veik.

En ef slík vanlíðan varir lengi, þurfum við að athuga það og meðhöndla. Að vera á þessu gráa svæði, sem sagt að lifa lífi sínu með vanlíðan lengi, getur verið upphaf að geðsjúkdómum. En það er mjög algengt hjá okkur að við viljum ekki viðurkenna vanlíðan okkar í geðheilsu, og við reynum að horfa fram hjá vanlíðan ef það er hægt. En þetta er ekki rétt viðhorf, að sjálfsögðu. Mikilvægast er að fara í læknismeðferð eins fljótt og hægt þegar um sjúkdóm er að ræða.

2.
Núna beinum við sjónum okkar að innflytjendum sem eru á gráu svæði hvað geðheilsu varðar. Hvað getum við sagt um geðheilsumál innflytjenda sérstaklega?
Mál um geðheilsu innflytjenda eru ekki einföld. Við innflytjendum glímum við sömu vandamál yfirleitt og Íslendingar sem geta valdið vanlíðan eins og erfiðleikar í fjölskyldu, vinnu og svo framvegis.

Auk þess þurfa innflytjendur að takast á við sérstakar aðstæður í nýju landi:
o Í fyrsta lagi er það réttarstaða og efnahagsleg staða. Þessi tvö varða öryggi lífs síns á Íslandi. Hvort maður megi vera á Íslandi eða ekki, og hvort maður eigi peninga til að lífa þennan dag eða ekki: það er bara skiljanlegt að slíkt atriði hafa gífurleg áhrif á geðheilsu manns.

o Í öðru lagi er það tungumálið. Um þetta atriði tala svo margir, en oftast er umræðan út frá sjónarhorni Íslendinga og það er sjónarmið ofarlega að innflytjendur aðlagist að íslensku samfélagi svo að þeir auki ekki álagið á samfélagið. En þarna vantar sálfræðilega eða tilfinningalega sjónarmið sem lítur á innflytjendur sem manneskjur, að mínu mati.
Tungumál er dyrnar sem opnar möguleika innflytjenda að menntun og upplýsingum en það er líka atriði þar sem persónuleiki innflytjenda fær oft ekki að njóta sín sem skyldi. Án tungumáls er mjög erfitt að stofna til samskipta við annað fólk. Og ef honum tekst það ekki, mun það auka á öryggisleysi. Þetta mál tengist eðlilega geðheilsu.

o Í þriðju lagi eru fordómar og mismunun gagnvart útlendinga til staðar. Það getur verið í fyrsta skipti í ævi viðkomandi að upplifa slík. Ég hef talað frekar mikið um þetta ræðuefni hingað til og var búinn að taka eftir einu. Á meðan við innflytjendur tölum um fordóma gagnvart okkur sem við mætum í alvöru, fáum við alltaf andsvar frá Íslendingum sem segir að fordómar séu ekki til. Þess vegna tel ég það nauðsynlegt að halda áfram umræðuna, en hvað sem umræðan verður hefur upplifun fordóma áhrif á líðan innflytjanda svo framarlega sem viðkomandi túlkar einhvern uplifun sína sem fordóma.

o Í fjórða lagi er það margs konar “menningarmunur” til staðar í ferli aðlögunar innflytjenda. Tökum nokkur einfald dæmi:

 Asíubúar eða Afríkubúar eru vanir því að bera virðingu fyrir eldra fólki og því býst eldra fólk við því að yngri menn sýni sér virðingu. En það á ekki alveg sama við á Íslandi. Þegar eldra fólk frá Asíu eða Afríku sér ungt fólk tala við sig á jafnréttis grundvelli, getur það misskilið það sem persónulega niðurlægingu.
 Unglingar í Asíu- eða Afríkulöndum geta hafa alist upp í strangari umhverfi varðandi kynferðisleg samband við vini sína. Þeir geta hugsað eins og þeir væru misþroskaðir í opnum og frjálslegri kynferðislegum samskiptum á Íslandi.
 Mörgum frá Asíulöndum finnst óþægilegt og óheiðarlegt að krefjast mikils eða kvarta undan einhverju, jafnvel þó að þeir séu í aðstæðum að gera það samkvæmt íslenskum mælikvarða. Afleiðingu þess þola þeir lengi eitthvað sem þeir ættu ekki að þola.

Slíkur menningarmunur er samfélagslegt fyrirbæri, en jafnframt er hann hluti af hugarfari innflytjenda. Menningarmunur er náið tengdur við það hvernig innflytjandi mótar sjálfsmynd sína í nýju umhverfi sínu. Og ef sú sjálfsmynd er léleg, verður hún tengd við vanlíðan viðkomandi.

Á ferli aðlögunar verður innflytjandi að komast yfir atriði sem ég er búinn að nefna núna.
Sálfræðilega er staðfest að það er ákveðið tímabil þegar innflytjandi verður vonsvikinn með nýja landið og verður alltof neikvæður við það, oftast með sterka andúð og reiði. Þetta gerist venjulega eftir 2 -3 ár að þeir flytjast til nýja landsins. Neikvæða tímabilið endist eitt, tvö eða þrjú ár, og síðan stillist það aftur meðfram framhaldi aðlögunar.

Ég get vitnað af eigin reynslu minni að barátta milli menningargildis frá heimalandi innflytjanda og menningargildis nýja landsins liggur í þessu tímabili. Samanburður milli heimamenningar sinnar og menningar í nýja landsins liggur oft bak við þetta. Þetta er einmitt árekstur gildismat manns frá heimalandi og gildismat í nýja landinu.

Mig langar til að vekja athygli á einu atriði af gefnu tilefni. Íslendingar virðast oft segja að aðlögun innflytjenda frá Suður-Ameríku eða Asíulöndum hljóti að vera erfið þar sem þeir eru komnir frá gjörólíkum menningarheim. En af reynslu minni sýnist mér aðlögun innflytjenda frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu vera erfiðara. Það er vegna þess að fólk frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu er yfirleitt með sterka trú á eigin gildismat frá heimalandi sínu, sem er næstum yfirburðarkennd, og hún getur breyst ekki svo auðveldlega.

3.
Að lokum, hugsum hvað getum við gert til þess að bæta geðheilsu innflytjenda? Hvað eigum við að athuga?
Það má segja að jafnaði ættum við að athuga vandlega og hugsa okkar gang ef við byrjum að haga okkur eins og eftirfarandi:

o Að forðast samskipti við annað fólk og dragast inn í eigin heim og vilja ekki koma út.
o Að festast í einhverjum atburð sem gerðist í fortíðinni, oftast sorglegum atburð eða óþægilegum. Það er erfitt að komast út úr honum og maður byrjar að tala um sama málið aftur og aftur.
o Að geta ekki hlustað á annað fólk. Að reyna að skjótast inn í umræður annarra, jafnvel tveggja manna tal, og segja sífellt: “No, you don’t understand, you don’t understand”.
o Að vera bara neikvæð/ur um lífið á Íslandi. Að byrja að telja upp strax neikvæð andsvör þegar vinur reynir að veita aðstoð.
o Að sýna sífellt ofstopa.. Að byrja að tala eins og ,,Allir eru á móti mér” eða “Allir hunsa mig”.

Þarna mun bætast atriði eins og “svefnleysi”, “skortur á matalyst” eða fleira einkenni sem er algengt í geðveikindI,, en ofangreint eru atriði sem ég tek eftir oft í starfi mínu. Slík einkenni eru eins og “rautt ljós” og geta orðið til þess að vekja athygli á því að viðkomandi sé ekki í andlegu jafnvægi.

Önnur atriði sem ég tel mikilvæg fyrir okkur til að veita stuðning til innflytjenda í geðheilsumálum eru eins og eftirfarandi:

o Við getum minnkað samfélagskerfi sem veldur vanlíðan meðal innflytjenda. Ég ætla að nefna mjög áþreifanlegt atriði. Hvort innflytjandi búi hérlendis á lögmætan hátt eða ekki skiptir miklu máli fyrir viðkomandi. Ef réttarstaðan er ekki skýrt tryggð, mun viðkomandi hafa mikla áhyggjur af framtíð sinni.
Ég heyri frá mörgum innflytjendum, sem eru að gera allt samkvæmt lögum og af einlægni, kvörtun yfir afgreiðslu dvalarleyfis o.fl. hjá Útlendingastofnun, eins og afgreiðslan sé óskiljanlega sein. Og það gerist t.d. nýtt dvalarleyfi kemur ekki til umsækjanda tímalega þó að gamla leyfið sé orðið þegar ógilt. Meira að segja ef umsækjandi spyr um málið, þá því gæti verið sýnd ókurteisi í móttöku hjá starfsfólkinu.
Slíkt er kerfisbundið atriði sem er að valda vanlíðan meðal innflytjenda. En það er hægt að breyta þessu ef það er vilji til þess. Ég vil óska innilega að staðan verði endurskoðuð og bættist.
o Sýnum innflytjendum athygli. Innflytjandi á oft engan að nema fjölskyldu sína hérlendis. Og ef viðkomandi er karlmaður, þá getur fjölskyldan hans verið í þeirri stöðu sem ekki er venja að veita honum ráðgjöf varðandi geðvandamál. Samt vantar viðkomandi aðstoð. Íslendingar sem eru kringum viðkomandi eiga ef til vill kost til þess.
o Þegar innflytjandi er ekki í miklum samskiptum við annað fólk, ekki fordæma það sjálfkrafa að það sé vegna þess að hann skilur ekki íslensku. A.m.k. skulum við athuga það með því að tala við einhvern sem kann tungumál viðkomandi.
o Það hjálpar innflytjanda mikið að vera tekið á móti sem einstaklingi með eigið nafn sitt og virðuleika. Allir þarfnast viðurkenningar um sjálfa sig.

Lokaorð
Við þurfum að hjálpast að. Við hjálpumst að þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Við hjálpumst að ef maður týnist í fjalli og þar vantar aðstoð að finna hann. Við hjálpumst að þegar vinur okkar á að fara í erfiða aðgerð á spítala. Því skyldum við ekki gera það sama þegar um geðheilsuna er að ræða?
Að nokkru leyti finnst mér geðheilsa vera mjög gott tilefni til að skoða innflytjendamál á öðruvísi hátt en venjulegt. Þá skoðum við ekki útlit innflytjanda, við hættum að skoða yfirborðslegt einkenni sérhvers innflytjanda, sem birtist yfir menningarlegum búningi hans. En við reynum að skoða og finna manneskju undir menningarbylgjum, og sú manneskja er innflytjandi.

Kærar þakkir.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk fyrir að birta ræðuna þína hérna, hún er mjög góð og varpar skýru ljósi á vandamálin sem við er að fást.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.10.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég finn ekki e-mail adressuna á síðunni? Smámál sem mig langar til að benda þér á...

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.10.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, fann e-mailið þitt á "þjóðkirkjuveggnum"() og sé að þú ert búinn að laga... ...en ætli 3 athugsemdir í röð á blogginu þínu fari ekki að verða gott!...

Aftur takk fyrir að birta góða ræðu hér!

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.10.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það var einu sinni að ég spurði föður minn að einni spurningu. "Afhverju förum við illa með manneskju sem er viðkvæm"  Hann svaraði " það er einsog með dýrin í skóginum, þegar þau sjá veikleikamerki hjá einum í hjörðini þá reyna þau að drepa það dýr, vegna þess að veikt dýr dregur að sér rándýr sem stofnar allri hjörðinni í hættu. Ég veit ekki hvað er til í þessu en það fannst mér umhugsunarvert.  Ég álít af minni reynslu, þá séu miklir fordómar fyrir öllu sem varðar geðið.  Ég sjálf hef talið nauðsynlegt að fel mínn veikleika til að hlifa mér fyrir árás og vantrausti. Í bekk dóttur minnar var einu sinni spurt yfir bekkinn. "Réttið upp hendi sem myndu vilja búa við hliðina á geðveikri manneskju" Engin stóð upp, þangað til að dóttir mín rétti upp hendi og þá fylgdi vinkona hennar í kjölfarið, dóttir mín svaraði " Geðveik manneskja þarf ekki að vera "brjáluð manneskja"

Ásta María H Jensen, 12.10.2007 kl. 01:22

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Mér finnst þetta áhugaverð pæling með að fólk frá vestur- evrópu og Norður-Ameríku eigi jafnvel verr með að falla inn í samfélagið vegna eigin gildismata. Segir heilmargt. En umfram allt haltu áfram að skrifa vegna þess að málsvarar innflytjenda eru hér allt of fáir. Og það er alveg ljóst að meðfarir útlendingastofnunar og annarra embætta á útlendingum hér eru ekki til að hrópa húrra fyrir.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.10.2007 kl. 21:19

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er mjög athyglisverð og nauðsynleg umræða. Við íslendingar þykjumst oft vera góðir gestgjafar en það gleymist svo sannarlega þegar fólk flytur hingað frá öðrum löndum, þó okkur finnist sjálfsagt að vel sé tekið á móti okkur annars staðar.

Það gleymist líka oft í hraða samfélagsins að gefa fólki sem ekki er nákvæmlega eins og eitthvað ímyndað norm, tækifæri á að vera það sjálft. Þá er ég að tala um fólk sem fætt er í öðrum löndum með annan bakgrunn en líka fólk sem fætt er hér á landi en er bara ekki inní "trendinu"(normi dagsins í dag). 

Í sífellt "minnkandi" heimi er enn meiri þörf á umburðarlyndi og kærleika manna í millum. Við ættum að geta notið þess að hafa fjölbreytileika í stað þess að reyna að setja alla í sama mót. Það væri lítið gaman að einlitum regnboga. 

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:14

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir góða ræðu með fallegu innihaldi kæri vinur. Við eigum að taka vel á móti þeim sem koma til okkar með vinskap og góðum huga. 

En það eru ekki bara vinir sem banka uppá. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2007 kl. 02:14

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Hvað meinar þú, Helga Guðrún? Að hingað komi fólk með illan ásetning? Hvaða illan ásetning þá? Stela? Grafa undan göfugu siðferði okkar? Sprengja okkur í loft upp? Hvað?
Það eru aldrei allir vinir manns, ekki heldur Íslendingar. Við höfum þjófa, eiturlyfjasala, kynferðisglæpamenn og morðingja meðal okkar sem rekja ættir sínar allt aftur til landnáms. Ef menn gerast sekir um glæpi er þeim stungið í fangelsi, innflytjendum sem öðrum.

Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að fólk komi hingað af hreint eigingjörnum hvötum; að lifa betra lífi en áður. Hvort því takist svo að sýna af sér vinskap og góðan hug fer líklega mikið eftir því hvort heimamenn kunna að veita slíku viðtöku.

gerður rósa gunnarsdóttir, 19.10.2007 kl. 19:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband