"Mannréttindi í heimi trúarinnar" í dag


Mánudaginn 28. apríl stendur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fyrir málþingi í Hjallakirkju í Kópavogi undir yfirskriftinni “Mannréttindi í heimi trúarinnar” og það hefst kl. 16:15. Þar verður leitast við að varpa ljósi á mannréttindahugtakið bæði eins og það birtist í lögum og eins út frá sjónarhóli guðfræðinnar.

Mannréttindi hafa marga snertifleti, en oftar en ekki verða mannréttindi fyrst sýnileg þegar verið er að brjóta á rétti einstaklinga eða á hópi fólks. Hver kristinn maður ber ákveðna skyldu gagnvart náunga sínum og þar með einnig gagnvart því að standa vörð um mannréttindi bæði í okkar nærsamfélagi og í samfélagi þjóða heims.

Markmið málþingsins er að skerpa hugsun okkar og vitund gagnvart mannréttindum, hver þau eru og hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum þegar vegið er að mannréttindum fólks.

Fyrirlesarar eru: Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahús sem mun tala um íslensk lög og mannréttindi. Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, erindi hennar fjallar um mannréttindakerfið. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu, mun fjalla um Guðsmyndina og mannréttindi og loka erindið flytur Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, um mannréttindahugtakið í sögu guðfræðinnar.

Dagskrá

Kl. 16:15 Setning - sr. Gísli Jónasson prófastur

Kl. 16:30 Íslensk lög um mannréttindi
Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi

Kl. 17:15 Mannréttindakerfið
Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, mannfræðingur,
framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International

Kl. 18:00 Guðsmyndin og mannréttindi
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu

Kl. 18:45 Veitingar

Kl. 19:15 Mannréttindi og guðfræðin
Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur

Kl. 20:00 Umræður og fyrirspurnir

Málþingið er öllum opið. Skráning í síma 567 4810 eða á profaust@centrum.is

- Fréttatilkynning á kirkjan.is - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir þetta. 

Sigríður Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 22:15

2 identicon

Því miður las ég þetta ekki fyrr en 29. apríl og sá þetta hvergi auglýst.  Þetta er mjög áhugavert og mér þykir miður að hafa misst af þessu.  Er hægt að nálgast erindin einhversstaðar á prentuðu formi.

Mig langar virðingarfyllst til að biðja um að skrifstofu Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri verði sendar tilkynningar um svona ráðstefnur því að mannréttindi eru mikil þungamiðja hjá deildinni.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Toshiki Toma

Kæra Bryndís og Sigríður, takk sömuleiðis!

Heiðar. Ég spyr Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hvort það sé hægt að birta erindin á netinu.
Mér þykir leitt að upplýsingarnar hafa náið til þín ekki tímanlega. En raunar var ég ekki skipuleggjandi málþingisins og var ekkki með ráð yfir upplýsingarveitingu, nema að koma því á framfæri persónulega.

Á málþinginu sóttu yfir 30 menn og það stóðst þar til kl. 21:30 og raunar myndi það halda áfram
ef tíminn leyfði. 
Ég vona fleira málþing verði haldin á næstunni. kannski verð ég einn af skipuleggjendum í næsta skipti! 

Toshiki Toma, 29.4.2008 kl. 09:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband