"Trans-gender" prestur


Mig langar að kynna ykkur fyrir smásögu sem kom á óvart til mín.
Ég var í prestaskóla í Tokyo 1986-1990 (Japan Lutheran Theological College & Seminary). Hann var minnst háskólinn í Japan, svona .. 200 samtals. Meðal annarra voru fáir nemendur í lokastígi prestaskólans sérstaklega, svona 8 -12 nemendur. Hins vegar vorum við góðir vinir hvert við aðra.  Á laugardaginn sl. kíkti ég heimasiðu skólans til þess að sýna dóttur minni hvernig skólinn var, og ég fann “link” til eins prests sem var bekkjarbróður minn. Og ég fór inn í heimasiðu hans og skoðaði.Þarna...

Hann var orðinn “Hún”, ha ha !! W00t 


DSC_0306


Ég var hissa alveg. Ég var ekki búinn að heyra í honum eða henni næstum 18 ár, en ég sendi honum/henni tölvupóst strax.
Þá svaraði hann/hún að hún fékk læknisdóm um “Gender Identity Disorder” fyrir 8 árum og varð kona. Ég veit ekki hvort það sé rétt að kalla það “disorder” eða ekki, þar sem hún litur út fyrir að vera mjög hressandi og hamingjusöm.
 

Það sem mér finnst aðdáanlegt hjá henni er að hún þjónar sem prestur ennþá. Það hlýtur að vera mjög erfitt í umhverfi í Japan að vera “trans-gender” prestur. Fordómar í garð samkynhneigðarfólks og “trans-gender” fólks í Japan eru mikils sterkari en hér á Íslandi. Mig langar innilega að segja henni “ÁFRAM!! Brjóttu niður fordóma!!"  
Þetta var “surprising” en gladdi mig jafnframt!!


paster_bokushi-gazou


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hress og kátur prestur Toshiki..... vantar fleiri eins og þig.... þó ég sé nú ekki mikið fyrir presta yfirhöfuð :)
Keep up the good work!

DoctorE (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:19

2 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, DoctorE. Long time no see.
Takk fyrir kommentið þitt, en ég held hins vegar að ég gæti haldið í eiginleika mínum vegna þess að ég sé minnihluta- ómerkilegur prestur...

Toshiki Toma, 28.10.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Sigurður Árnason

Stórmerkilegt, gaman að heyra í alvöru presti sem sýnir öllu fólki skilning og er ekki að dæma sem því miður sumir trúmenn eiga til. Ég get ekki ímyndað mér hvað það væri skrítið að sjá gamlan bekkjarfélaga búinn að breyta um kyn, en gaman af þessu:)

Kveðja Sigurður

Sigurður Árnason, 29.10.2008 kl. 01:46

4 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Sigurður. Takk.
Hún segist hafa mætt og ennþá mæta miklum fordómum og mismunun. Raunar get ég séð ljót orð sem hafa verið sent í blogg hennar. Þvert á móti skrif hennar í bloggi sínu eru mjög góð að mínu mati. Ég vona að hún opni dyrnar fyrir breytingu í japönsku umhverfi.

Toshiki Toma, 29.10.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Björn.
Talandi um fordóma gagnvart samkynhneigðarfólki eða "trans-gender" fólki í Japan, er þeir bara algengir í samfélaginu (bæði meðal trúaðra og trúleysra) og eiga rætur sínar að rekja ekki sérstaklega til kristni.   

Toshiki Toma, 29.10.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jahérna og þjónar enn í Japan,þá eru  reglur og hefðir kannski ekki svo afleiddar þaðan.Fólk á þá allavegana sjens á að vera metið af hvaða manneskju það hefur að geyma,en ekki hvernig manneskja það fæddist sem.

Þetta kemur mér á óvart og ég hrósa þér fyrir hvernig þú sjálfur lítur á dæmið án fordóma.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.10.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Ulli.
Já, takk. En málið er fyrst og fremst að ég þekki hana (sem hann) vel. Því það skiptir mig engu hvort hann sé "hann" eða "hún" !

Toshiki Toma, 30.10.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

weekend_662605.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Toshiki Toma

Tak, Anna.
I lige måde.

Toshiki Toma, 31.10.2008 kl. 12:57

10 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þetta er frábær saga og gott að heyra af fólki sem ekki er hrætt að standa á sínu og breyta því sem breyta þarf.  Og best af öllu að "hún" skuli enn vera prestur, því breyting á kyni þarf ekkert að hafa áhrif á köllun til prestsstarfa.

  Takk fyrir þetta, Toshiki.

Sigríður Sigurðardóttir, 1.11.2008 kl. 13:56

11 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Sigríður.
Já, einmet!
Ég mun skrifa til hennar aftur og segja frá því margt fólk hérlendis styðja hana

Toshiki Toma, 2.11.2008 kl. 12:01

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já þetta er skondið dæmi.

 Það sem mér finnst eiginlega merkilegast af þessu öllu er að hann/hún lýtur bara alveg eins og kona. 

Gott innlegg. 

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 13:03

13 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Jon. Takk fyrir kommentið þitt.
Já, hún er mjög kvenleg í útliti hérna... en "hann" sem ég þekkti var ekki svona kvenlegur.  Maður breyst??

Toshiki Toma, 4.11.2008 kl. 13:52

14 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Mér fannst gott að heyra þetta. Henni líður örugglega betur annars hefði hún ekki lagt þetta á sig, eins og flestir vita.

Sólveig Hannesdóttir, 5.11.2008 kl. 13:48

15 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Sólveig.
Já, sammála þér.

Toshiki Toma, 6.11.2008 kl. 10:26

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Segi eins og doctorinn hér að ofan. Er ekki mikið fyrir presta heldur en svei mér þá ef þú ert ekki undanskilinn! Og til hamingju með afmælið.

Rut Sumarliðadóttir, 8.11.2008 kl. 13:01

17 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Rut.
Takk fyrir góðu kveðjuna þína.
Reyndar, erum við prestar mjög mismunandi og ekki eins. Það eru margir prestar sem ég  kann vel við, en líka margir sem ég kann ekki.

Toshiki Toma, 9.11.2008 kl. 14:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband