Íslenskt nafn – Marikó og Toshika?


Ég frétti nýlega að “Marikó” fékk viðurkenningu sem íslenskt nafn. “Mariko” er raunar algengt japanskt nafn fyrir stúlku. Eftir því sem ég þekki, býr hérlendis aðeins eina japanska “Mariko” og því þetta kom mér dálítið óvart. Kannski vegna þess að þessi “eina” Mariko er velþekkt og vinsæl stelpa í þjóðfélaginu. En allavega er íslenskt nafn “MarikÓ” og aðeins öðruvísi en “Mariko”.

Varðandi nafn, er það bara dagleg upplifun hjá mér að fólk kallar mig ekki á réttan hátt, “Toshiki”. Það er í lagi, ég móðagast ekki. Útlenskt nafn er jú stundum erfitt að muna rétt eða bera fram.
Ég gat ekki skilið sjálfur í fyrsta ár á Íslandi hvort “Árni” væri drengur eða stúlka eða “Guðný” væri herramaður eða dama. Ég skrifaði oft einnig “ÞorBaldur” eða “Ingibjörg Þórunn” af mistökum. (Japana... sorry Mér finnst erfitt að aðgreina B og V, eða S og Þ
Blush)

Nema hvað, með tímanum tók ég eftir því hvers konar villa var algengast þegar fólk kallaði mig á villu hátt.
Númer 1 er að kalla mig “Toshika”. Ég veit ekki af hverju en þetta er lang-flestum sinnum. Fólk segir eins og “Hér er Toshika frá Japan”.
Annars er nafn mitt "Toshiki" af tilviljun eins og karlkyn-nafnorð með “weak declension". Því það er málfræðilega rétt að beyga nafn mitt eins og:
Toshiki (nf)
Toshika (þf)
Toshika (þgf)
Toshika(ef)
Þegar ég lærði nafnabeygungu, var ég glaður og vænti þess að fólk myndi beygja nafn mitt alveg eins og íslenskt nafn. En það gerðist ekki. Ég lærði síðar að útlenskt nafn beygist ekki.....
Crying æ,æ.
Samt vinkona mín frá USA, sem heitir Barbara, nýtur þess að nafnið sitt beygist (Barbara- Barböru- Barböru- Barböru) og líka önnur vinkona mín frá Albaníu, Genta, er alltaf Genta-Gentu-Gentu-Gentu !! Er þetta ekki mismunun!!??
Devil Ég vil það að nafn mitt beygist líka!!

Allavega er næsta algengst villa um nafn mitt er “Toshiba”.. en “Toshiba” er stórt fyrirtæki í Japan sem framleiðir heimilistæki o.fl. Til fróðleiks er Toshiba skammnafn af “Tokyo Shibaura Denki” (Tokyo Shibaura-svæði í Tokyo- Electricity).
Þetta er skiljanlegt. “Toshiba” er kunnugri en “Toshiki” fyrir fólkið.

Þriðja algengst villa er að kalla mig “Toma”. Þetta er jú einnig skiljanlegt, þar sem “Toma” hljómar eins og það væri Tom eða Tómas. Samt er það raunar fjölskyldunafn mitt og sem sé er það eins og að kalla mann með eftirnafn: “Gunnarson” eða “Helgason” og það er skrýtið.

Jæja, engu að síður þykir mér vænt um að ég heiti ekki eins og “Mondonosuke Jounouchi”, sem myndi vera bara ómögulegt !
En samt öfunda ég “Marikó”....
GetLost
Hvenær verður “Toshiki” íslenskt nafn??




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi sem fyrst.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Billi bilaði

Skemmtilegur pistill. c",

Þegar ég sagði mínum presti að dóttir mín skildi skýrð Malín, tók hann sérstaklega fram að það yrði að vera með í-i (en ekki i-i). Mér fannst það pínu-broslegt, því mér hafði ekki dottið annað í hug.

Billi bilaði, 27.11.2008 kl. 05:29

3 Smámynd: Heidi Strand

Það verður sennilega stutt í það. Ég veit ekki einu sinni hvort nafnið mitt sé leyfð.

Mér finnst enn erfitt að heyra mun á Árni og Árný, Guðni og Guðný og þarf oft að spyrja. 

Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 07:16

4 identicon

Maríkó fellur mjög vel að íslensku máli hvað varðar hljóm og beygingu, þess vegna er það sennileg fljótar að fá viðurkenningu en Toshiki sem fellur ekki eins vel að íslensku. Ég er sammála þeim sem vill fella niður mannanafnanefnd og reyndar lög um mannanöfn, t.d. -son og -dóttur eftirnöfnin sem lagareglu en það er gróf mismunun að aðeins sumir geti notað ,,eftirnöfn". Annars er Toshiki flott, en það hljómar ekki eins vel í aukaföllunum (Toshika) svo ég myndi velja að beygja það ekki. Kveðja/GA

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir,
Takk fyrir athugasemdinar !
Það sem ég skrifaði er, að sjálfsögðu, ekki á alvarlega tónu.  
En mál um mannanöfn á Íslandi virðist að eiga skilið að ræða betur. Ég heyrði mikla kvörtun um regluna bæði frá fólki af erlendum uppruna og innfæddu íslensku fólki. Hins vegar langar mig persónulega að bera virðingu fyrir hefð á Íslandi líka (ef sú hefð brýtur ekki réttinda manna).

Toshiki Toma, 27.11.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: GK

Þetta var skemmtileg lesning.

GK, 27.11.2008 kl. 12:40

7 identicon

Sæll og blessaður, Toshiki.

Ég er alveg sammála athugasemd þinni hérna að ofan, hér er nefnilega um hefð að ræða og mér finnst persónulega að við eigum að reyna að ganga eins langt og mögulegt er í að halda við hefðinni án þess að brjóta mannréttindi.

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:33

8 identicon

Skorrdal! Ég held ég hafi nú hvergi sagt að ,,Toshiki" væri ljótt og skrítið að þér takist að lesa það út úr athugasemd minni. Ég hef þekki hins vegar til í ráðuneytinu og mannanafnanefnd út af nöfnum í minni fjölskyldu og tel þess vegna að Maríkó fái greiðari leið en Toshiki sem þau myndu pottþétt þá heimta að yrði skrifað svona: Tossíki, Tossíka, Tossíka, Tossíka til að það samræmdist íslenskum ritreglum. Og, til að fyrirbyggja misskilning Skorri... ég er EKKI sammála um mannanafnareglur og nefndir og finnst bæði nöfnin flott. kv/

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Skemmtileg pæling.  

Marinó Már Marinósson, 27.11.2008 kl. 17:38

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Toshiki er Íslenskur og nafn hans íslenskt ef það er borið af Íslending sem talar og hefur jafn gott vald á íslensku og þú. T.d. heit ég Júlíus. Það er langt frá því að mér finnist það vera Íslenskt. Því í raun er það latneskt. Ég til dæmis hlusta fyrst og móta mér síðan skoðanir um fólk. Ég heiti hér Júl'íus. En forfaðir minn Danskur mun af heitið Jú'lí'ús. Hefðir hér kannski á undanhaldi eru að bera virðingu fyrir forfeðrum sínum og uppruna. Á Spáni heiti ég Húlí'ó og í Portgal heiti ég Sjúlí'ú en í USA heiti ég víst Djú'læus. En það eiga víst ekki allir eins gott og ég á erlendri grund. Hefur Toshiki einhverja merkingu í Japan? Svo sem Rúnar tengist orðinu stafur. 

Júlíus Björnsson, 10.12.2008 kl. 02:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband