Gegn einelti

Í dag er "Dagur gegn einelti" og við erum skoruð á að hringja bjöllu í kirkju, skóla eða heimili kl.13:00 til þess að vekja athygli á eineltismálum.

Einelti er alvarleg mál og við þurfum að fylgjast málum vel. Málin sjást víða í heiminum t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörk, Japan o.fl. Í Japan, heimalandi mínu, voru 84.648 tilfelli eineltis skráð formlega á árinu 2007. Fornarlömb voru 6 ára til 18 ára í aldri.

Þessar tölur sýna okkur að 7,1 börn/unglingar í hverjum 1.000 mæta einelti. Engu að síður var fjöldi tilfella sem skólar höfðu viðurkennt sem einelti aðeins 40% af heildinni, enda 136 börn eða unglingar kusu að drepa sjálf. Mjög sorglegar tölur.

Mér skilst að flest okkar séum á móti einelti og sammála því að vinna til að stöðva einelti og losna við það frá samfélagi okkar. Við teljum að við séum gegn einelti.

En er það satt í alvöru? Ef við erum öllu á móti einelti, hvar eru þá gerendur eineltis? Erum við saklaus í málum eineltis og tökum aldrei þátt í einelti?

"Þátttekendur í einelti eru ekki aðeins að virkilegir gerendur, heldur einnig áhorfendur þess" segir fólk sem þekkir málið sameiginlega.

Ég held að við þurfum að fara yfir okkur sjálf fyrst og fremst.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Þú vekur hér athygli á mjög alvarlegu vandamáli.

Mér finnst, sem fyrrverandi kennara á m.a. grunnskólastigi, að fyrsta grasrótarskrefið sé að bekkjarkennarar séu á verði fyrir þessu vandamáli inan síns nemendahóps og kalli til aðra kennara eða skólastjóra til ráðgjafar.

Ég veit ekki hvað starfsnefndir, og hvað það allt heitir, sem sett er á laun af Menntamálaráðuneytinu til ráðgjafar í þessu sambandi, gagnast.

Kirkjuklukkuhringingar eða 60 sekúnda minningarþögn breyta litlu.

Hvernig væri t.d. að hver skóli hefði eineltisráðgjafa. Þá meina ég starfsmann sem foreldrar gætu leitað til ef samband við bekkjarkennara skilaði ekki árangri.

Grunnskólaskólar hljóta að hafa einhverjar lagalega skilgreindar skyldur gagnvart nemendum sínum. Er  hugsanlegt að sálfræðileg velferð nemanda sé þar hvergi nefnd?

Agla, 8.11.2011 kl. 18:03

2 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Agla.

Þakka þér fyrir að deila hugmynd þinni hér.

Ég er ekki faglegur aðili í skólakerfinu og veit málið aðein í ramma reynslu barna minna eða gegnum fjölmiðlana.

En samkvæmt útskýringu í fjölmiðlum í Japan, vill nefd í sérhverjum skóla fela málið frekar en segja frá eineltismál, þar sem akólaaðilar eru frædd við að axla ábyrgð á málunum.

Að sjálfsögðu eru aðstæður skólakerfisins hér ekki sömu og í Japan. En samt finnst mér nauðsylegt að fá augu þriðju aðila í kerfinu.

Kv. Toshiki

Toshiki Toma, 8.11.2011 kl. 18:47

3 Smámynd: Agla

Mannlegt eðli er trúlega svipað hvar sem er í heiminum þó birting þess sé mótuð af þjóðfélags aðstæðum og menningarhefðum.

Ég er síður en svo á móti þáttöku "þriðja aðila" til að forða börnum frá því að lenda í einelti tengdu skólavist. Ég er líka síður en svo á móti nefndaskipunum, starfshópum, ráðstefnum, málþingum o.s.frv. og mér finnst allt í lagi að hafa árlegan "áminningadag gegn einelti" og hringja þá öllum bjöllum landsins.

Hinsvegar held ég að fyrsta og besta vörn gegn einelti í skólum sé að bekkjarkennarar séu á verði fyrir hegðunareinkennum sem gætu verið orsök eða afleiðing eineltis.

Mér finnst líka að skólar eigi að senda foreldrum leiðbeiningar um hvernig greina megi hvort börn eigi hugsanlega við einelti að stríða og hvernig foreldrar geti best nálgast skólann sem barn þeirra sækir til að heimili og skóli geti unnið sameiginlega að  lausn vandans. Bekkjarkennari barnsins væri þá fyrsti tengiliðurinn  en innan skólakerfisins gæti  verið   ráðgjafar sem leita mætti til og gætu leiðbeint bæði  foreldrum og kennurum  nemendans um hvernig leysa mætti vandann og verið einskonar "þriðji aðili".

Við viljum áreiðanlega öll fyrirbyggja einelti innan skólakerfisins og fyrsta skrefið í þá átt er kannski að koma af stað umræðu um hvernig það verði best gert.

Þú átt þakkir skyldar fyrir þitt framlag í þessu sambandi.

Agla, 8.11.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Toshiki Toma

Takk sömuleiðis, Agla.

Kv. Toshiki

Toshiki Toma, 9.11.2011 kl. 16:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband