Móđurmál barna – fjársjóđur allra

,,Móđurmál - félag um móđurmálskennslu tvítyngdra barna" fagnar 10 ára afmćli sínu núna í desember. Móđurmálskennslan er fyrir börn sem eiga sér annađ móđurmál en íslensku en er ekki íslenskukennsla fyrir íslensk börn sem búsett hafa veriđ erlendis. Jafnvel ţótt ţetta séu í raun tvćr hliđar á sama peningi ţá virđist móđurmálskennsla barna innflytjenda á Íslandi enn fá litla athygli í samanburđi viđ ţá ,,móđurmáls"kennslu sem íslensk börn fá.
Eftirfarandi er persónuleg skođun mín sem einstaklings tengdur móđurmálskennslu og prests innflytjenda, en ekki álit Félags Móđurmál eđa annarra ađila.

Félagiđ ,,Móđurmál"

Hér verđ ég ađ  afmarka skrif mín um móđurmálskennslu viđ ţá sem tengd er félaginu ,,Móđurmál", en ég vil samt benda á ađ ţađ fer fram sambćrileg móđurmálskennsla utan félagsins á öđrum tungumálum, t.d. pólsku.
Félagiđ  ,,Móđurmál" var stofnađ áriđ 2001 og var tilgangur ţess í fyrsta lagi ađ leita styrkja til ţess ađ halda áfram móđurmálskennslu eins og ensku, rússnesku og japönsku, sem ţegar var hafin og í öđru lagi ađ bođa mikilvćgi móđurmálskennslu og styrkja hana í skólakerfinu og almennt í samfélaginu. (Nánara um Móđurmál fćst í www.modurmal.com)

Rétt áđur hafđi Reykjavíkurborg samţykkt Fjölmenningarstefnu sína en í henni var sagt: ,,Lögđ verđi áhersla á kennsluhćtti sem henta börnum af erlendum uppruna og ađ koma til móts viđ ţarfir ţeirra, m.a. í kennslu á íslensku sem öđru tungumáli. Einnig međ kennslu í og á móđurmáli ţeirra eftir ţví sem viđ verđur komiđ." Ţetta var frábćr setning en hún hefur ć síđan veriđ eins og ,,gulrót sem haldiđ er undan hestsnefi" fyrir ţá sem vilja festa móđurmálskennslu í grunnmenntun barna, ţar sem stefnunni var ekki hrint í framkvćmd.

Félagiđ ,,Móđurmál" fékk styrki héđan og ţađan, en ţeir dugđu ađeins til ađ kynna starfsemi félagsins og fyrir námskeiđum kennara. Kennslan var og er enn unnin í sjálfbođastarfi, nema ađ síđastliđin tvö ár hefur Reykjavíkurborg styrkt félagiđ međ ţví ađ lána ţví kennslustofu í Hagaskóla. 

Ég ćtla ekki ađ segja ađ ekkert jákvćtt hafi gerst í móđurmálskennslu barna sem eiga sér annađ móđurmál en íslensku síđan félagiđ var stofnađ en ţađ er heldur ekki allt í góđu. Mér finnst ađ ţađ vanti enn skilning á mikilvćgi móđurmálskennslu barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Ţví verđum viđ foreldrar tvítyngdra barna ađ halda málinu á lofti.

Máliđ hefur tvćr hliđar

Máliđ hefur tvćr hliđar: önnur er hliđ sem snertir réttindi barna í menntakerfinu og hin er hliđin sem snýr ađ fjölskyldulífi ţeirra. Ađ viđurkenna  móđurmálskennslu sem réttindi barna - eins og sást í Fjölmenningarstefnu borgarinnar áđur - veldur strax vandamálum fyrir yfirvöld, af ţví ađ ţá verđa ţau ađ tryggja móđurmálskennslu á öllum tungumálum í skólanum, sem eru líklega fleiri en hundrađ.

Auđvitađ er ţađ ekki hćgt núna, og ég krefst ţess ekki. Raunar steig lýsingin um móđurmálkennslu aftur á bak í Mannréttindastefnu borgarinnar sem tók yfir Fjölmenningarstefnu áriđ 2006: ,,... ţeim (börnum af erlendum uppruna) gefiđ tćkifćri til ađ kynna heimamenningu sína og móđurmál."

Hin hliđin er ađ kenna börnum móđurmál sitt í fjölskyldunni, ţađ er, ađ láta ţau lćra móđurmál sitt heima fyrir. Ađ mínu mati, og í rauninni stendur móđurmálskennslan einhvers stađar ţarna á milli - sem viđurkenndra opinberra réttinda barna og ţess ađ vera einkamál innflytjenda, ef til vill nćr ţví síđarnefnda. Ţađ er mín von ađ vísirinn fari ađ hreyfast í hina áttina á nćstunni. 

Ég krefst ţess ekki ađ móđurmálskennslu á öllum tungumálum verđi sinnt í skólanum, a.m.k. ekki núna, en ég óska ţess ađ sú móđurmálskennsla sem nú er í gangi, og vonandi fleiri tungumál á nćstunni, fái stöđugri stuđning eins og međ fjárveitingu eđa kennslustađ sem vćri hluti af félagslegri viđurkenningu. Félagiđ ,,Móđurmál" er búiđ ađ sanna starfsemi sína og mikilvćgi tilvistar tvítyngdra barna. Nú er kominn tími á ađ samfélagiđ viđurkenni ţađ. 

Ég tel tilvist tvítyngdra barna vera fjársjóđur íslensks samfélags. Börn og ungmenni sem kunna tvö tungumál og menningarheima auđga sannarlega ţjóđfélagiđ,  breikka ţađ og dýpka. En móđurmálskennsla hefur sín örlög sama hvađa mál er ađ rćđa. Hún er alltíđ tímabundin.

Ólíkt mörgum verkefnum í samfélagi, getur móđurmálskennsla ekki beđiđ. Viđ getum rćtt mörg ár um flutning flugvalla. En börn okkar alast upp dag eftir dag og viđ getum ekki stöđvađ ţau. Ţrjú ár, fimm ár eđa tíu ár í móđurmálskennslu ţýđa bókstaflega ţá tímalengd. Ef foreldrar missa af tćkifćri til ađ kenna börnum móđurmál sitt tímanlega, er ţađ rosalega erfitt ađ fá ţađ aftur til baka.

Ég óska ţess innilega ađ Íslendingar taki ţetta sérkenni í móđurmálskennslu til tillitssemi sinnar og tryggi fjársjóđ ţjóđarinnar í framtíđ. 

- Fyrst birt í Mbl. 2. desember 2011- 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband