Þjóðernishyggja á villa leið

Japanska þjóðin er að horfast í augu við tvö aðskilin landamælavandamál þessa daga. Hitt er mál um Takeshima-eyjur (Dokdo á kóreansku) sem eru í miðju milli Japans og Suður-Kóreu, og annað er mál um Senkaku-eyjur (Diaoyudao á kínversku, Diaoyutai lieyu á kínversku í Taiwan) sem eru í miðju Taiwan, Kína og Japans.

Í báðum tilfellum eru eyjurnar mjög litlar og einskis virði sem ,,land". Málið í Senkaku er möguleika um olíu og gas undir sjónum og málið í Takeshima er fiskaveiðaréttindi.

Takeshima varð hluti af Japan árið 1905 og enginn bjó þar. (Ekki hægt að búa þar í raun.) Eyjurnar voru viðurkenndar sem hluti af Japan jafnvel af dómi Bandamannanna eftir heimsstjyrjördin síðari, en Suður-Kórea hefur geymt stjórn eyjanna með hervaldi síðan 1952 til núna.

10. ágúst sl. kom Lee Myuung-bak á eyjurnar í fyrsta skipti sem forseti Suður-Kóreu, en tilgangurinn hans var að sýna fram fullyrðingu Suður-Kóreu að Takeshima væri hluti af sér.

Eftir 5 daga, 15. ágúst sl. komu 14 "activists" frá Kína, Hong-Kong og Makaó á Senkaku-eyjar og þeir voru handteknir af landhelgigæslu Japans. Þeir voru sendir til baka fljótlega frá Japan.

Senkaku-eyjur urðu hluti Japans árið 1895 og þar til bjúggu nokkrir menn frá Ryukyu (Okinawa) á eyjunum. Hvorki Kína né Taiwan hafði krafist eignaréttar eyjanna þar til 1968 þegar möguleiki um olíu og gas kom í ljós. Japan segir annars vegar að það er engin ,,vandamál" til staðar um Senkaku-eyjur formlega, en hins vegar takmarkar Japan aðgang Japana að þeim.
Nýleg tilraun af Tókýó-metropolis til að kaupa upp Senkaku (Það er eigandi eyjanna til, sem er einstaklingur) frá eigandanum hlýtur að hafa örvað Kínverja.

Stjórnvöldin báðum í Suður-Kóreu og Kína virðast tengja málin við innrás Japans í heimsstyrjöldartímabili og tala hátt um mál við fólk sitt. Það hefur tekst vist og núna breiðir ,,Anti-Japan" hreyfing yfir allt Kína og Suður-Kóreu eftir því sem ég get séð í fréttum.

Náttúrlega eykst andúð Japana gegn Kóreum og Kínverjum líka. Nýleg könnun sýnir fram að fleiri en 80% Japana eru með neikvæða tilfinningu gagnvart Kínverjum, á móti um 60% Kinverja eru sama tilfinningu við Japana.

Mér þykir leitt að sjá slíkar aðstæður, þó að undanfarin 10 ár hefi samband meðal Japans, Suður-Kóreu og Kína verið í fínu lagi. Sérstaklega sambandið milli Japana og Kórea var meira en ég gat bjóst við þegar ég var unglingur. Hvers vegna þurfum við að eyðileggja allt í einu það sem við vorum búin að eignast eftir erfiðu söguna?

Mér skilst að hver aðili hefur eitthvað að segja, en þá eigum við segja það á almennilegan, heiðarlegan og rökstuddan hátt. Að æpa og kasta skitu hvert á öðru borgar sig ekki. Reiði og tilfinngarleg viðbrögð sem þjóð eru hættuleg. Hér á ég við okkur Japana líka.

Fjölmiðlarnir og leiðtogar þjóðanna verða að róa fólk sitt og aðstæðurnar. Stríð eða átök, jafnvel þó að það sé í ákveðnu svæði, er auðvelt að byrja en afar erfitt að ljúka. Þá væri betra að forðast að slíkt á sér stað. 
Þjóðernishyggja á villa leið er verri en ekkert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Er Takeshima eyja þá eitthvað sem Japanir náðu af Rússum? Þeir áttu víst í einhverjum erjum þá. Þá eru þær herfang. Sniðugt hjá þeim að glutra því frá sér.

Annars veit ég ekki - þetta dót er allt hinumegin á jörðinni.

Nú eru komnir peningar í spilið, og það kallar alltaf á vandræði. Smá kynáttahatur og þjóðernihyggja er bara bónus.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2012 kl. 19:42

2 Smámynd: Toshiki Toma

Landamælavandamál við Russland er annað. Þarna eru fjórar eyjur - Habomai, Shikotan, Kunashiri og Etorofu að ræða. Mál þessara fjóra eyja er mikið flóknara en málin sem ég hef sagt í bloggi hér.

Toshiki Toma, 24.8.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað er best ef dýrin í skóginum eru öll vinir, en undarlegast þykir mér þó að lesa í grein þinni að 60% Kínverja hafi andúð á Japönum á meðan 80% Japana hafi andúð á Kínverjum. Ég veit að lítil áhersla er lögð á að minnast fyrra sambands þessara þjóða í Japan nú í dag, en þú ættir nú að googla þér til fróðleiks: "Nanking massacre" og aðrar lýsandi frásagnir af sambandi þessara þjóða fyrir aðeins mannsaldri síðan. Ég veit ekki til að Japanir hafi nokkurn tíma beðið þessar þjóðir opinberlega afsökunar á framferði sínu og því spyr ég þig hvort þér finnist ekki að það væri ekki rökrétt byrjun á eðlilegu sambandi þessara þjóða?

Jónatan Karlsson, 24.8.2012 kl. 21:42

4 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Jónatan. Að sjálfsögðu hefur sagan milli Jpans og kína áhríf á málið um Senkaku. Hins vegar finnst mér ekki rétt heldur að fela öll mál undir söguna stríðsins, og ég held að ég hef orðað um það í blogginu mínu.

Ef þú vilt vita meira um hvað ég held, vinsamlegast lestu:

http://toshiki.blog.is/blog/toshiki/entry/1253078/

Toshiki Toma, 24.8.2012 kl. 22:01

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Toshiki Toma

Ég las þetta ágæta blogg þitt og söguskoðun fyrir og eftir 15. ágúst 1945 og er mjög sammála áliti þínu. En hvað þessar núverandi landamæra deilur snertir, þá finnst mér skiljanlegt að í Kína og Kóreu sé stutt í hatur og hefnd í garð Japana í ljósi ný liðinnar landvinninga stefnu þeirra, en þó alveg óskiljanlegt að meðal íbúa landanna, þá hafi Japanir samt meiri andúð/hatur í garð Kínverja, en öfugt. Eru Japanir bara herskárri að eðlisfari, eða lítur almenningur frekar á sig sem fórnarlömb fremur en gerendur? Ég mæli með að þú birtir þessar greinar þínar í japönsku pressunni (t.d. með lýsandi myndum) og reynir með því að heiðra sannleikann og vekja samviskubit og skilning á högum og tilfinningum þessara nágranana.

Jónatan Karlsson, 25.8.2012 kl. 11:18

6 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll aftur, Jónatan.

Ég held flestir okkar Japana sjáum ekki þessi mál um eyjurnar í tengslu við styrjördin. Ég sé sjálfur ekkert sem snertir líf Kórea eða Kínverja eða sögu þeirra í eyjunum, nema hvað sem varðar efnahagslega hagsmuni. (Ég tel að) við hugsum að það sé mjög óheiðarlegt að tengja slíkt mál við ábyrgð Japana á stríðið.

Varðandi hatur/andúð Japana gagnvart Kínverjum erum við með sterka fordóma á grundvelli, því miður. En Það er lítið hlutfall Japana sem "hata" Kínverja. "80%" þýðir að þeir eru með meira eða minna "neikvætt" álit á Kínverja. Og mér finnnst þetta vera samt skammalegt.

Bersýnilega eru það stjórnvöldin (bæði kóreusk og kínversk) sem leiðbeina fólk sitt til "anti-Japanese" hreyfingar. Ég held ekki að málin koma frá kröfum venjulegs fólks í Kóreu og Kína. Ég er skýrt á móti því hvernig stjórnvöldin Kóreu og Kína skipuleggja málin svo að andúð meðal þjóðanna aukist.

Toshiki Toma, 25.8.2012 kl. 13:23

7 identicon

Það er svolítið skrítið að sjá þetta hlutfall milli Japana og Kínverja gagnvart hvorum öðrum. 80% í Japan gegn 60% í Kína. Maður hefði haldið að eftir voðaverkin í Nanjing að þetta væri frekar öfugt. Sérstaklega í ljósi þess að Japanir sýndu aldrei neina iðrun fyrir þennan ógeðslega verknað.

Einar (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 13:31

8 Smámynd: Toshiki Toma

Og Jónatan, gleymdi að segja, en takka fyrir að lesa pistilinn minn um Hiroshima og Nagasaki.

Toshiki Toma, 25.8.2012 kl. 13:42

9 Smámynd: Toshiki Toma

Ég skal kynna um könnunina aðeins betur.

Könnunin er gerð af samvinnu japanskt NPO og China Daily News í apríl yfir maí sl. Þessi könnun hefur verið gert á hverju ári síðan 2005.

1500 Japanir og 1650 Kínverjar tóku þátt í henni.

84,3% af Japönum eru með neikvæða ímyndi gagnvart Kínverjum. Hér innifelst bæði “mikið” og “frekar”. 65% af Kínverjum eru með mikla eða litla neikvæða ímynd um Japana.

Ástæaða neikvæðrar ímynd voru (hægt að svara freiri en eitt):

Hjá Japönum, ,,stefna þjóðarinnar um öflun orkulinda eða auðlinda er eigingjarn“ (54,4%), ,,röð ögrandi framkomu vegna Senkaku-eyjanna“(48,4%).

Hjá Kínverjum, ,,Vegna stríðsins“ (78,6%), ,,Japanir skilja ekki söguna sína rétt“(39,9%), ,,Vegna áreksturs um Senkaku“(39,8%).

Toshiki Toma, 25.8.2012 kl. 14:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband