23 ára drengur á flótta í 17 ár

Ég fer oft í heimsókn við hælisleitendur á Íslandi en að sjálfsögðu get ég ekki hitt alla hælisleitendur. Meira að segja get ég ekki kynnst vel við alla sem ég hitti. Sumir þeirra eru orðnir að vinum mínum, en aðrir eru bara kunningjar og samskipti okkar eru yfirborðsleg. 

Einn af hælisleitendum sem ég hef samband við þessa dagana er strákur frá Afganistan. Hann heitir Yusuf Mahdavi. Saga hans stingur hjarta mitt, þar sem hann er á sama aldri og sonur minn, 23 ára gamall, en lífsferli hans hefur verið allt öðruvísi en líf sónar míns.

Hann er mjög rólegur strákur með kurteisi. DV birti viðtal við hann í jólablaði og það er hægt að lesa á netinu líka.

Viðtal við Yusuf í DV

Yusuf flúði heimaland sitt með fjölskyldu sinni þegar hann var sex ára vegna ofsóknar Taribana gagnvart Hazara þjóðarbroti þar sem Yusuf tilheyrir. Faðir hans var myrtur og bróðir var týndur í árasi Taribana í heimaþorp Yusuf í Wardak héraði í Afganistan.

Íran tók á móti fjölskyldunni en þar mætti hún aftur ofsóknum og mismunun af landsmönnum í Íran. Eftir tíu ár, þegar Yusuf varð að táningaur, flúði hann aftur, en aleinn í þetta skiptið.

Hann eyddi fimm árum í að leita að landi þar sem yfirvöld tækju upp hælismál hans. En lönd í Evrópu, sem eru þegar full af hælisleitendum, sýndu máli drengsins engan virkilegan áhuga. Hann kom til Íslands fyrir tveimur árum og hérna var málið hans tekið almennilega til skoðunar í fyrsta skipti.

Eftir tvö ár á Íslandi fékk Yusuf synjun um hælisumsókn sína frá Útlendingastofnun (ÚTL). Málinu hefur verið áfrýjað til ráðuneytisins en víst er að lífi hans er ekki ætlað að verða auðveldu.

Helst atriði í úrskurði ÚTL

Úrskurður ÚTL er að mörgu leyti undrandi. Ég fékk leyfi frá Yusuf til að skrifa um úrskurðinn. Helst atriði eru eins og eftirfarandi:

1. ÚTL telur að frásögn Yusuf í hælisumsókn sinni sé trúverðug. (Gott mál. Alls ekki sjálfsagt mál að ÚTL segir slíkt.)
2. ÚTL kannast við slæmar aðstæður afganskra flóttamanna í Íran. Því ætlar ÚTL ekki að senda Yusuf til baka til Íran.

3. Fjöldi hryðjuverka/árása af andspyrnuhreyfingu í Afganistan hefur aukist eftir árið 2011, sérstaklega í dreifbylissvæði.
4. Núverandi ríkisstjórn Afganistan er kosin lýðræðislega og fordómar og mismunun gagnvart Hazara þjóðarbroti virðast hefa minnkað sig.

5. ,,Ástandið í Wardak  héraði er talið vera nokkuð stöðugt ef miðað er við svæði innan Afganistan .... (þar sem) itök Taribana eru talin vera til staðar á svæðinu". Því má Yusuf fara til baka til Afganistan. (Hluti í ,, - " er tilvitnun úr úrskurðinum)
6. ,,Ef umsækjandi(Yusuf) óttast ástandið í Wardak héraði, þá sé ekkert því fyrirstöðu að hann setjist að á öðru svæði í Afganistan t.a.m. í höfuðborginni, Kabúl".
 
7. ,,Stórt samfélag er í Kabúl af fólki sem tilheyrir Hazara þjóðarbroti og því ætti umsækjandi að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess".
8. Niðurstaðan er sú: Yusuf fari til baka til Afganistan.

Mér fannst mjög erfitt að fylgjast með þessum rökum. En mér skilst að kjarni röksemdarinnar sé þetta:

,,Þó að öryggisástand í Afganistann sé enn ,,óútreiknanlegt", er það betra í Wardak héraði miðað við svæði þar sem Tariban hefur bein áhrif. Því er það í lagi að Yusuf fer til baka til Afganistan. Ef Yusuf óttast að búa í heimaþorpi sínu, má hann búa í Kabúl. Fólk hlýtur að veita aðstoð við hann". 

Vanmat á upplifun Yusuf og ástand lífs hans

Það er mér undrandi að hvernig ÚTL metur upplifun Yusuf og ástand í lífi hans lítið. Það er a.m.k. þrjú atriði til sem á skilið að gera athugasemd við.

Í fyrsta lagi var faðir Yusuf myrtur í heimaþorpi sínu ásamt mörgum öðrum. Þetta er staðreynd og minning um málið mun aldrei hverfa úr brjósti Yusuf. Auk þess er Tariban til staðar í Afganistan og gerir öryggiástand þar ,,óútreiknanlegt". Það er allt annað en að öryggisástand er tryggt.

Í öðru lagi búa móður Yusuf og systkini öll í Íran og hann hefur engan ættingja í Afganistan. Yusuf segist þekkja engan í Afganistan. Hann hefur aldrei í Afgansitan síðan hann var sex ára gamall. Það er mjög bjartsýni að segja að Yusuf ,,ætti að finna þar stuðningsnet, þarfnist hann þess". En byggist það á áreiðanlegum möguleika eða bara draumi?    

Í þriðja lagi er Yusuf búinn að eyða tíu árum sem flóttamaður í Íran og sjö árum sem hælisleitandi í ýmsum löndum, samtals sautján árum. Það má segja að hann sé orðinn ríkisfangslaus í raun. Í sautján ár meðal tuttugu og þriggja ára lífs hans hingað til hefur Yusuf verið á flótta. Ætti ÚTL ekki að meta þessa staðreynd líka í ákvörðum sinni ef hún hefur mannúðarlegt sjónarmið með sér?

Styðjum ,,Yusuf á Íslandi"

Siðastu tvö ár, á meðan Yusuf var að bíða eftir úrskurði ÚTL, gat hann tekið þátt í skólalíf í Reykjanesbæ. Hann dvelur í Reykjavík núna og þrátt fyrir áreitni lögreglunnar eins og DV hafi hermt í jólablaðinu, virðist Yusuf njóta friðar og mannlegs lífs hér á Íslandi. Þetta er enn ekki endanleg staða fyrir Yusuf, en hann er samt að smakka bita ,,venjulegs lífs" núna á Íslandi, í fyrsta skipti í lífi sinu sem ungur maður. 

Ég óska að Yusuf geti haldið áfram á Íslandi. Ég óska að hann geti þurrkað af óvissu um framtíð lífs síns og komist í venjulegt líf sem venjulegur ungur strákur. Hann var búinn að fá alveg nógt hingað til. Ég óska að sem flestir hér á landi geti stutt Yusuf og sýni samstöðu við hann.

Til þess hef ég búið til síðu á 
Facebook: 

,,Yusuf á Íslandi" 

(með samþykki hans) og mig langar innilega að biðja ykkur um að sýna stuðning við Yusuf með því að ,,like" síðuna. Stuðningur almennings og samstaða eru þess sem Yusuf þarfnast núna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband