23.1.2009 | 14:34
"Japan Festival" á laugardaginn v/ HÍ
Japönsk fræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Sendiráð Japans standa að Japanshátíð laugardaginn 24. janúar milli kl. 13:00 og 17:00 í og við Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu skólans.
Að undirbúningi hátíðarinnar koma nemar í japönskum fræðum við háskólann, auk Japana sem búsettir eru hérlendis. Gestum er boðið að upplifa japanska menningu af ýmsum toga. Japanskar bardagalistir verða sýndar á sviði og fræðandi spurningakeppni um Japan, sem gestir og gangandi geta tekið þátt í, verður haldin.
Einnig verða fjölmargir áhugaverðir kynningarbásar. Til að mynda verða sýningar á hefðbundnum teathöfnum, gestir geta bragðað á japönskum réttum í sérstökum matarbás, fengið nafn sitt skrifað með japönsku letri og heimsótt origami-básinn þar sem japanskt pappírsbrot verður kennt. Um að gera er að vera snemma á ferðinni, framantalið er aðeins í boði meðan birgðir endast.
Nemar í japönskum fræðum munu svo sjá um kynningar og fræða gesti um ýmsa þætti japanskrar menningar. Gestum verður gert kleift að kynna sér japanska popptónlist, boðið verður upp á kennslu í japanska borðspilinu Go og áhugasömum verður leyft að prófa japanska tölvuleiki af ýmsu tagi og þeim boðið að spreyta sig í karaoke.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
- úr fréttatilkynningu -
Endilega komið og sjáið mig með ljóst hárið !!
21.1.2009 | 19:47
“A little bit Brand-new” maður !!
Þetta er núna í fyrsta skipti í 50 ára ævi minni að vera með ljóst hár! En mér liður vel og þetta er bara gaman og ánægjulegt!
Ég var að hugsa um að líta hárið á mér ljóshært og pæla þar til gærdags. Stundum er ég mjög fljótur að ákveða og framkvæma bara stundum. Svo ég fór í hársnyrtistofu í dag og hafði hárið á mér litað (ath. Ég veit ekki hvort þetta orðasamband - hafa hárið skorið sé rétt á íslensku eða ekki).
Ég held að ég megi auglýsa aðeins hársnyrtistofuna þar sem ég er ánægður með þjónustuna þar. Hársnyrtistofan sem ég fór var Effect í Bergstaðastræti og hárgreiðslustúlka Tinna var mjög almennileg og dugleg í þjónustunni, takk fyrir.
Það tók tvær klukkustundir en þegar Tinna var búin að setja litarefni á hárið, þurfti ég að bíða 30-40 mínútur þar til liturinn kom inn vel og ég byrjaði að lesa tímarit til að eyða biðtímanum.
Þá gerðist uppákoma óvænt. Nýr viðskiptavinur kom inn í stofuna en hann var herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Ég var ekki að gera neitt rangt, engu að síður leið mér eins og smábarn sem var fundið þegar það hugðist að gera hnekk. Og svo ég lyfti upp tímaritið sem ég var að lesa hærri fyrir framan og faldi andlit mitt.
Höfuð mitt var þakið með litarefni og biskupinn fór heim án þess að taka eftir mér. Guði sé þakkargjörð!
Eftir tvær klukkustundir frá upphafinu kláraðist allt og ég var orðinn dálitið öðruvísi maður en áður. Tinna var ekki vist sjálf hvort ljóshærður litur passi við mig eða ekki, en hún var líka ánægð með árangurinn. Ég er líka ánægður að sjálfsögðu og raunar var þetta betra en ég bjóst við.
Stundum gerir smábreyting mann gleðilegan og hressandi. Ég mun njóta þessarar smábreytingar næsta daga. Viljið þið ekki prófa nokkra breytingu líka?
19.1.2009 | 19:13
Ég með ljóshærða hárið !?
Þessa daga pæla ég hvort ég eigi að lita hárið á mér ljóshært !! Það er engin sérstök ástæða til þess, en mér finnst einfaldlega gaman að gera eitthvað bjart í þessu dimma og þunga andrúmslofti þjóðfélags. Jú, það væri líka bjart að raka mig á hárið og vera sköllóttur en mér sýnist það kalt og ég myndi vera kvefaður.
Þegar ég fer til Tokyo, sést fjölbreytir hárslitir í bæ. Að sjálfsögðu erum við Japanir í svartum litum eða brúnum venjulega. En núna getur hárslitur manns verið ljóshærður, rauður, fjólublár, bleikur, blár... og blöndun þessara. Satt að segja sé ég ekki svo marga menn í miðaldri, sem lita hárið á sér bleikt eða blátt. En jú, þar eru talsverðir margir til þegar ljóshærður litur er að ræða.
Hér eru dæmi um slíkt fólk, báðir eru mjög frægir sjónvarpsmenn í Japan: Geoge Tokoro t.v. og Ryo Tamura t.h. Tokoro-san verður 54 ára í lok janúar.
Fyrir tuttugu árum, þegar þetta fyrirbæri byrjaði að birtast í Japan, hugsaði flestir Japanir (þ.á.m. ég sjálfur) að slíkt var ekkert annað en að reyna að vera evrópskt og litaði niður.
Ég hélt á þeim tíma að lita hárið á sér blond var eins og Michael Jackson vildi vera hvítur maður og afbökuð ósk.
En dag í dag virðist það að hafa ekkert samband við svona Evrópu-aðdáandi ósk að Japanir lita á sér hárið mismunandi liti. Það er orðið hreinlega hluti af fassion !
Og ég er ekki búinn að ákveða enn... en á ég að prófa blond hár!!??