Færsluflokkur: Vefurinn

Þróun bloggs og vefsíðuumræðu í góðu jafnvægi - um blogg (3) -


Það sem mig langar til að fjalla um í dag er umræðu/spjall á vefsiðum, en ekki beint um blogg. Þess vegna er “Um blogg 3” kannski ekki rétt titill. En eins og ég skrifaði í gær, sé ég sameiginlegt eðli milli bloggs og umræðu/spjalls að nokkru leyti, því vona ég að þið leyfið mér til að taka þetta mál upp undir titil bloggs.
Áður en að ég segi eitthvað, bið ég ykkur að lesa eftirfarandi umæli í vefsíðu nokkurri.


óvelkomnir Innflytjendur (að mínu mati)

Útlendir kínverjar svo sem presturinn tosiki tómatur (eða hvað hann heitir) og arabahöfðimginn sem XXX XXXX
(Ath.1 nafn einstaklings: fólgið af TT) er að fara að tala við á sunnudaginn, af hverju heldur þetta lið sig ekki heima hjá sér fyrst að það er svona óánægt hér og vill öllu breyta. þetta er með öllu óþolandi að gestir í þessu þjóðfélagi skuli láta svona hér og rétt væri að kanna sakaskrá þessara einstaklinga og senda þé heim aftur. þeir sem hafa látið verst eru þessi guli toshiki tómatur, XXXX (Ath.2 þjóðerni:fólgið af TT) og einhver helvíts XXXXX (Ath.3 annað þjóðerni: fólgið af TT), sem ég man ekki í bili hvað heitir og er helvítis ónæði af fíflunum. Þeir heimta Moskur og guð má vita hvað meira.

Svona asískir öfgamenn eru stórhættulegir og eiga bara að dvelja heima hjá sér, en sennilega er þeim ekki vært þar og þessvegna koma þeir hingað. En við eigum nóg af vandræðafólki þó við séum ekki að bæta við vandræðaútlendingum líka.Ég væri sko til í að vera með í að stofna hóp sem væri í að koma þessum vandræðagemlingum í burtu því þeir yrðu fljótir í að leggja niður skottið ef þeir sæu andstöðuna.Þessa 3 í burtu strax og svo að ganga í að grisja til. Þetta er jú grafalvarlegt mál. Þeir sem vilja vera með í þessu, hafi samband og við hefjumst strax handa.

Þetta eru skíthælar sem hafa flúið heimkynni sín og þora ekki heim aftur en það er hægt að losna við þá. Við eigum meir en nóg af svona liði, íslensku til að glíma við hér heima.



Þetta er dæmi af siðbroti (að mínu mati!) en hvað finnst ykkur? Þetta var tekið út úr eina stærstu vefsíðum hér á landi og þessi ummæli birtist lok febrúar í þessu ári. Ég rakst á þau af tilviljun í miðju mars, sem sagt eftir tæpar þrjár vikur að ummælin birtist.

Ég talaði við nokkra vini mína um þetta mál, en einn þeirra var í góðu sambandi við blaðamann í fjölmiðlafyrirtæki sem stýrði viðkomandi umræðusíðu. Umsjónarmaður síðunnar hélt ummælin væri brot á reglum síðunnar og hann tók ummælið út frá henni strax. En allavega stóðst ummælin tæpar þrjár vikur á vefsíðunni og ég sá ca 10 menn svöruðu mælandanum þar (viðbrögðin voru frekar neikvæð í garð mælanda).

Mér finnst það ekki nógt að setja “(sið)reglur notanda vefsiðu/ bloggs / umræðuþráðs”. Reglurnar þurfa að virka. Ég tel persónulega nauðsynlegt að setja eins konar “blogg-watch” yfir alla bloggsíðna, þangað sem lesendur geta borið efni sem er í vafaum siðbrot og leitað álits og afgreiðslu.
En mál sem liggur á grunnum er að við þróum siðferði líka samkvæmt þróun blogg- og netumræðuheimsins, og til þess okkur vantar kannski frekari umræðu sem varðar siðferði og tjáningarfrelsi á netheiminum.

Spurning mín er þá: hver á að halda frumkvæði að því???



Borgað fyrir bloggfærslur?? - Um blogg (2) -


Sænska dagblaðið Metro hefur byrjað að borga fyrir bloggara sína. Viðbrögð helstu umsjónarmanna með vefsviði í íslensku fjölmiðlunum virðast mjög jákvæð yfirleitt og taka það sem eðlilega þróun.

Ég held það líka. En um leið langar mig til að benda á aðra hlíð þessarar þróunar sem ég vil að fjölmiðlaaðilar velti fyrir sér.

1. Uppbygging siðregla

Mér sýnist að “siðreglukennd” fólks vera lausari en þegar það skrifar aðsenda grein til blaðs. Þetta er kannski vegna þess að bloggið er nýtt fyrirbæri milli opinbers færis og einkamála.
Ég held að allir vita um það vel en siðleysi og dónaskapur sést bara algengt, sérstaklega, í athugasemdum í bloggum og umræðuþráðum. Umræðuþráður er oft aðskilinn vettvangur frá bloggsviði og það gæti verið ósanngjarnt að fjalla um blogg og umræðuþráð saman. En blogg innifelur sér “umræðu” ávallt að nokkru leyti, því sé ég sameiginlegt eðli milli þessa tveggja.
Ég vil sýna dæmi um siðlauss málflutnings, en ekki núna heldur á eftir. Við, sem sagt fjölmiðlarnir og notendur vefsviðs, verðum að byggja upp almennar siðreglur í þessum nýja heimi. Ég meina, ekki bara að við kveðum á siðreglur á ákveðna vefsiðu, heldur við látum siðreglurnar virka í raun.

2. Blogg eða aðsend grein?

Það blasir við að aðal blöðin á Íslandi hyggjast minnka pláss fyrir aðsendar greinar við hlíðina þess að hvetja þátttöku í bloggum. Það hefur verið sjáanleg vesen t.d. hjá Mbl. að aðsendar greinar flæða til sín fleiri en það getur fjallað um. Því er þessi breyting – að færa aðsendar greinar til bloggs – skiljanleg.

Hins vegar er eðli aðsendra greina ekki alveg sama og skrifa í bloggum. Aðsendar greinar í blöðum eru meira fyrir “ótiltekið fólk” en í bloggum. Þegar t.d. einhver háskólanemi er með brennandi skilaboð til samfégas og skrifa grein um það. Ef greinin birtist í blaði, þá mun greinin hafa meira áhrif á fjölda manna en í birting í bloggi.

Þetta er bara ágiskun mín, satt að segja. En vinsamlegast íhugið málið: hvers oft skoðið þið blogg einhvers, sem þið þekkið ekki og hafið aldrei nafn höfundar hingað til? Jú, stundum skoðum við blogg ókunningja, þegar við höfum góðan tíma og förum í skoðunarferð á bloggheim. En mér sýnist að blogg sé bundið við það atriði hvort bloggarinn sé vel þekktur eða ekki meira en þegar aðsend grein í blaði er að ræða.
Aðsnd grein í blaði fær freira tækifæri til að rekast á augu almennings.

Þess vegna þykir mér leitt ef rými fyrir aðsenda greina verður skorið út of mikið og fólk tapar tækifæri til að njóta blaðsiðu fyrir tjáningarfrelsi sitt.
Nú þegar sé ég meira um “fastapenna” en “venjulega penna” í blöðum nokkrum. Þá sjáum við alltaf sama fólkið og hlustum á sömu raddirnar í blöðum.
Er það sem við viljum í raun?


Borgað fyrir bloggfærslur
Hugsanlegt að íslenskir bloggarar fái borgað fyrir hverja heimsókn sem þeir fá

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson,  21.júní 07 MBL. bls.16

SÆNSKA dagblaðið Metro hefur bryddað upp á þeirri nýjung að borga bloggurum á vefsvæði sínu fyrir hverja heimsókn sem þeir fá. Um er að ræða þrjá sænska aura fyrir hverja heimsókn, sem nemur um 27 íslenskum aurum fyrir skatt. Til þess að komast á slíka launaskrá þarf viðkomandi bloggari þó að fá í það minnsta 5 þúsund heimsóknir fyrsta mánuðinn.

Vinsælustu bloggarar Íslands, á borð við Egil Helgason og Ellý Ármannsdóttur, fá um þessar mundir 50 til 60 þúsund heimsóknir í hverjum mánuði, og miðað við sænska módelið gætu þau því haft 13 til 16 þúsund krónur í tekjur af því. Ef þau hins vegar myndu blogga fyrir Metro, og 1/6 hluti sænsku þjóðarinnar myndi heimsækja bloggið líkt og hér, væru tekjurnar um 400 þúsund á mánuði.

Ekki slæm hugmynd
"Við höfum ekki greitt bloggurum til þessa, þótt vissulega megi færa rök fyrir því að þeir séu að eyða tíma í að skrifa efni sem er vinsælt. Þannig að það er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta er þróun sem við þurfum að horfa til," segir Ingvar Hjálmarsson, vefstjóri Mbl.is. ..... (continued)




Um Blogg (1) - Vantar ekki Blogg-siðferði? -


Þessa daga var ég að hugsa talsvert um þróun blogg hérlendis. Reyndar hugsa ég ekki einungis um blogg, heldur líka um “spjallaþráð” á netinu. Ég ætla að taka saman pælingar mínar og vil sýna þær fram smátt og smátt.
Í byrjun langar mig til að sýna eftirfarandi skoðun mína, sem birtist ári síðan í dagblaði, þar sem þetta er upphafsstaður málsins fyrir mig.

       Tounge

Eins og við öll vitum, hafa möguleikar hins almenna borgara á að tjá sig þróast mjög hratt með tilkomu netmiðla undanfarin ár. Margir virðast taka þátt í því á einhvern hátt, eins og t.d. á spjallrásum vefsíðna, a blogg-síðum eða með fjöldasendingum í tölvupósti. Það er því óhætt að segja að tjáningarfrelsið blómstri.

Tjáning í netmiðlum virðist þó ólík þeirri sem fer fram dagblöðum og sjónvarpsþáttum. Samskiptamátinn virðist vera einhvers staðar á milli opinberra samskipta og persónulegra, formlegra og óformlegra enda staða miðilsins og markhópur hvers og eins þeirra oft óljós. Stundum er það opinber fjölmiðill, stundum heimasíða stofnunar og stundum einstaklings eða hópa.
Mér finnst eðlilegt að með þessum miðlum sé meira siðferðislegt aðhald og eftirlit.
Ástæða þess að ég hef máls á þessu er sú að ég hef tekið eftir að það er talsvert um það, og það er mein á tjáningarfrelsinu, að ómálefnalegar árásir á einstaklinga eigi sér stað í netmiðlum. Sem dæmi má nefna að ég fann um mig sjálfan ummæli á nokkrum vefsíðum eins og ,,Toshiki segist finna engin virði í íslenskri menningu“, ,,Hann vill leggja niður íslenskt mál af því að hann telur það vera kúgunartæki“.

Ég verð að telja að ummælin séu ekki tómur misskilningur heldur meðvituð þegar ég skoða þau í samhengi. Slíkt virðist koma fyrir fleiri og er ekki alltaf persónulegt. Málið er að slíkt er gert án vitundar viðkomandi. Ég fékk nokkrum sinnum svipuð skeyti sem að mínu mati eru alröng, í dagblaði, en a.m.k. hafði ég möguleika á að svara þeim, þar sem þær voru opinberar. En hvernig getur maður leiðrétt misskilning annarra eða svarað persónulegum skoðunum eins og t.d. á bloggi? Á meðan geta saklausir lesendur netsins talið að vitlaus ummæli séu réttmæt.

Fyrir utan meðvitaðan hug einhvers annars til manns og málefnis, getur það átt sér stað líka að maður skrifar vanhugsuð ummæli inn á netið í tilfinningalegu uppnámi og sem samstundis viðbrögð við því sem maður hefur þar lesið eða annars staðar. Satt að segja er ég líka sekur sjálfur um það, þar sem ég gerði slíkt nokkrum sinnum en hef það nú fyrir reglu að ígrunda vel það sem ég set inn á netið. Það verður ekki syndaaflausn en a.m.k. bað ég viðkomandi afsökunar á sama hátt og ég sendi út afsökunarbeiðni þar sem ég sagði frá mistökum mínum. Ég ætla því ekki að ásaka annað fólk í þessum málum heldur vil ég eingöngu spyrja hvort ekki sé tímabært að móta einhvers konar siðareglur á sviði netsamskipta og miðla.

Sjálfur hef ég lausnirnar ekki á takteinunum og vil endilega heyra skoðanir fólk sem er vel að sér um réttindamál, tjáningarfrelsi og siðferði í fjölmiðlum. Vonast til þess að heyra í einhverjum.


- Fyrst birt í FB 28. júní 2006 -





Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband