Veitum Eze Okafor dvalarleyfi á Íslandi!


Petition: Veitum Eze Okafor dvalarleyfi á Íslandi!



Eze Okafor (32) er frá Nígeríu. Heimaþorp hans er innan stjórnarsvæðis Boko Haram og var bróðir Eze myrtur í áras hryðjuverkasamtakanna. Eze var líka stunginn með hnífi og tekinn til fanga. Hann var neyddur til þess að vinna fyrir Boko Haram en tókst sem betur fer að flýja úr höndum þeirra.

Hann flúði Nígeríu og sótti um hæli í Svíþjóð árið 2011 en fékk synjun. Í Svíþjóð var fjöldi flóttamanna það mikill að Eze fannst að umsókn sín hefði ekki fengið sanngjarna umfjöllun og því flúði hann frá Svíþjóð.

Hann kom til Íslands í apríl 2012 og sótti um hæli hér. Útlendingastofnun neitaði að taka málið til efnislegrar skoðunar vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og Innanríkisráðuneytið staðfesti úrskurð Útlendingastofnunar í júlí 2014. Meira en tvö ár höfðu þegar liðið frá því hann sótti um hæli hér en samkvæmt lögum er það of langur biðtími til brottvísunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Eze kærði málið til íslenskra dómstóla. Í apríl á þessu ári verður Eze búinn að vera hér í fjögur ár. Á meðan hefur Eze aðlagast íslensku samfélagi og eignast marga vini. Hann fékk kennitölu síðastliðið haust og byrjaði að vinna. Eze hefur þegar byggt upp sérstök tengsl við íslenska þjóð.

Engu að síður tilkynnti Útlendingastofnun Eze um að honum yrði vísað úr landi þann 28. janúar 2016. Brottvísuninni hefur ekki enn verið framfylgt en örlög hans liggja í bölsýnni óvissu.

Hvers vegna verður fórnarlamb voðalegs ofbeldis Boko Haram að þjást á þennan hátt á Íslandi?

Til hvers er klausan ,,dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða“ í útlendingalögum ef hún fellur ekki að tilfelli Eze? 

Hvers vegna vilja yfirvöld íslenska ríkisins vera svona hörð við þennan saklausa einstakling?

Við skorum hér á Innanríkisráðherra að afturkalla synjun um efnislega meðferð á hælisumsókn Eze Okafor og veiti honum dvalarleyfi án tafar.

 

1. febrúar 2016, Reykjavík

Stuðningshópur við Eze Okafor

Tengiliðir:
Helga Tryggvadóttir
Guðbjörg Runólfsdóttir
Toshiki Toma
Kristín Þórunn Tómasdóttir

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband