Viðurkenning um nauðsyn á skjóli og vernd

Mér finnst það gott að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er ósáttur við ummælin forstjóra Útlendingastofnunar í þætti RÚV fyrir helgina.

Ég held að ákvörðunin ráðherrans að ráðuneytið fari yfir allt málsferli sem varðar hælisumsókn og meðferð hennar sé einnig góð.


Það er ýmislegt sem ég vil benda á sem galla eða vanhugað atriði í núverandi kerfisins um hælismál, en það sem verður að vera endurskoðað (eða vera staðfest) er fyrst og fremst, að mínu mati, sú staðreynd að hingað kemur fólk sem þarfnast skjóls og verndar í alvöru.

Forstjóri ÚTL segir að það er nokkur hópur einstaklinga sem fallið gæti undir skilgreiningu þess sem kallað er „asylum tourism".

Ef til vill getur slíkt fólk verið meðal hælisleitenda á Íslandi. Ég hef séð sjálf nokkurt fólk sem gæti fallist á svona lýsingu. En ég tel alls ekki slíkt dæmi vera meirihluti. 

Þá hvers vegna kaus forstjórinn að taka upp svona fátt dæmi í viðtali sínu um hælismál á Íslandi fremur en að koma fram aðstæður hælisleitenda sem leita hælis í alvöru?

Er það ekki vegna þess að forstjórinn sé þeirrar skoðunar að flestir hælisleitendur hérlendis séu ,,asylum tourists"? A.m.k. sýndist mér hann væri það, af því að hann lagði enga áherslu á að ,,asylum tourist" væri fátt dæmi.


Ef svo er, er málið alvarlegt og endurskoðun á að byrja á því að staðfesta raunverulega tilveru ofsókna í heiminum og tilvist fólks sem þarfnast verndar og skjóls.
Og að sjálfsögðu á þessi viðurkenning að vera grunnviðhorf ÚTL. 

Annars myndi allt sem varðar hælismál á Íslandi verða ekkert annað en bara skreytingu.

  


mbl.is Endurskoða hælisumsóknarferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Social Network Harassment..?

Um daginn frétti ég að svo kölluð ,,social network harssment" hafði aukist í Japan. Hvers konar ,,harassment"(áreitni) er þetta?

Þetta er t.d. um samskipti á Facebook, sendir yfirmaður í vinnustað nokkrum vinarbeiðni til undirmanns síns. Þá verður þessi undirmaður að samþykkja beiðnina.

Í japansku samfélagi er ,,up-down order" eða loðrétt valdaskipulagning enn sterk og það er næstum ómögulegt að undirmaður segir ,,nei" á móti vilja yfirmanns síns jafnvel þó að það sé mál í einkalífi.

Slík skipulagning er að breytast að sjálfsögðu, og ég þekki nokkra japanska vini sem segja skýrt : ,,Ég afþakka vinarbeiðni frá vinnutengdum  aðila". En samt er Japan ennþá ,,hópa-samfélag" og grundvöllur samfélagsins er talsvert öðruvísi en evrópskri þjóð, t.d. Íslandi þar sem einstaklingshyggja er virt. 

En það væri ekki ,,áreitni" ef yfirmaður sendir bara vinarbeiðni. En eftir undirmaðurinn samþykkir vinarbeiðnina, þá krefur yfirmaðurinn undirmanninn um að gefa skrifum sínum á Facebook ,,like". 

Og næsta skref er að krefja um hrós eða góða athugasemd við sig (yfirmanninn).

Að sjálfsögðu, jafnvel þó að japanska valdaskipulagningin sé að ræða, getur yfirmaður ekki skipað undirmönnum sínum slíkt beint og skýrt. Hann segir bara: ,,Þú ert alls ekki að lesa innlegg mín á Facebook?" ,,Þú virðist óvænt vera köld manneskja í einkalífi!"

Undirmaður getur ekki þolað að vera í svona andrúmslofti við yfirmann sinn. Því gerir undirmaðurinn óviljandi eins og yfirmaðurinn krefst. Nú er slíkt jú ,,harassment". En mér finnst réttara að kalla það eina tegund af ,,power harassment" fremur en ,,social network harassment".

,,Þetta var skemmtun meðal vina minna, en er það ekki lengur..."  ,,Mér finnst þetta vera ekki rétt, en samt get ég ekki vera á móti í raun" : sögðu ungir starfsmenn í fréttunum.

 

Ég skil ekki framkomu af þessu tagi. Vill maður fá ,,like" eða fallega athugasemd með því að þvinga aðra til þess? Ef svo er, er það augljóst viðkomandi þekki ekki hvernig hann ætti að njóta ,,social network communication".

Eða... mér datt í hug þetta... finnst manni gaman að neyða fólk slíks, nefnilega er það skemmtun (tilgangur) sjálf fyrir mann að áreita aðra á þennan hátt, til að staðfesta vald sitt og njóta þess?  Meira ,,twisted" ...

Þegar ég endurskoða mig sjálfan og lífið mitt á Íslandi, sýnist mér að það sé ekki skýr lína sem aðgreinir ,,vinnu" og einkalíf". Þetta er, að nokkru leyti, jú vegna starfs míns sem er prestur. 

Aftur á móti hef ég ekki samþykkt alla vinarbeiðni frá öðrum prestum á Facebook og  stundum var beiðni minni hafnað líka. En ég hef ekki mætt neina hefnd eða ég hef aldrei hugsað að senda þeim, sem hafnað hefur vinarbeiðni minni, illan anda.   

Mér finnst Facebook vera skemmtilegt tæki fyrir samskipt, en ég vil gjarnan játa það að á Facebook getur línan, sem aðgreinir ,,vinnu" og ,,einkalíf", verið óskýr. Kannski þurfum við notendur að læra um línuna betur?

 


Tókíóbúar munu afþakka meiri snjó?

Myndband í fréttunum er frá Asakusa í Tókíó, sem er með götur með gamals dags andrúmsloft.

Snjókoma, þó að hún sé ekki svo mikil, veldur oftast talsverðri ringulreið í Tókíó. 5-7 cm snjókoma dugar að láta lestaáætlun og bílaumferð seinka. 

Þegar ég var lítill, notuðu menn svokallað ,,tire chain" fyrir bíla þegar það snjóaði. Þetta er járnkeðju fyrir bíladekk. Ég hélt að ég hafi ekki séð svona keðjur þessa daga og efaðist um að slíkar séu ekki lengur í notkun og skoðaði í Google, en jú ,,tire chain" er enn notað. En það er ekki endilega járn í dag og virðist vera auðveldara að setja á dekk en áður.
(Ég hef aldrei notað keðjur á dekk í Japan. Það er ekkert annað en ,,suiciding action" að keyra í snjó í Tókíó að mínu mati.)

 

images 


En vandræði vegna snjókomu er um Tókíó, og í Norðurlandi Japans er snjór meira hversdagsfyrirbæri. Foreldrar mínir búa núna í Sappro í Norðureyju Japans, en þarna snjóar rosalega mikið, sérstaklega í þennan vetur. 

Mamma mín sagði mér um daginn í síma að það urðu 1,5 metrahæðar snjóveggir á aðalstræti borgarinnar vegna snjórjóðurs.

Ég var í Sappori í áramóti 2011-12, en veðrið var alveg eins og í Reykjavík, bæði um lofthita og snjó. Munurinn var bara það: það var bjart kl. 8 á morgnanna í Sapporo og sólin skein!   

(Myndin er úr carsensor.net) 


mbl.is Snjór lamar samgöngur í Tókýó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

66 ára

Fréttir herma að David Bowie er að snúa sér aftur í svið með nýjustu plötu sína ,,The next day". Hann er orðinn 66 ára núna samkvæmt fréttaskýringunni, og hann hefur ekki gefið út plötu sína síðasta áratug.

Satt að segja hef ég aldrei verið stór stuðningsmaður David Bowie hingað til. Að sjálfsögðu þekkti ég nafn hans og var hrifinn af nokkkrum lögum hans, en ekkert meira en það.

Engu að siður gleðja þessi tíðindi mig. David Bowie hlýtur að vera maður sem ,,hefur áunnið sér talsvert nú þegar". Sú staðreynd að hann á enn marga stuðningsmenn sína þó að hann hafi ekki birt nýtt lag áratugi síðan er sönnun um það.

Ég veit ekki hvers vegna David Bowie hefur ákveðið að snúast aftur í tónlistaheiminn, en í texta nýja lagsins hans ,,Where Are We Now?" endurtekur hann orð: ,,the walking dead" og þetta gefur áheyrendum eitthvað í skyn.

*Hægt að hlusta á ,,Where Are We Now?" á Youtube. 
En ekki hægt að ,,link" lag sem heild hér vegna rithöfundarréttarmála.

Aldurinn 66 ára, eða að vera um 66 ára gamall/gömul, sýnist mér vera áhugaverður, þar sem hvernig maður lifir lífi sínu á 66 ára aldri virðist vera mjög mismunandi eftir manni. Sumir geta farið í eftirlaunalíf, en aðrir vinna enn jafn mikið og á dögunum yngri aldurs síns.

Þetta er ekki mál eins og hvort sé betra en hitt. En ef maður vill gera eitthvað meira í sínu lífi en hann gefst upp vegna síns aldurs, þá finnst mér það frekar sorglegt.

Ég verð 55 ára í hausti. Það verða 10 ár plús nokkur ár eftir áður en ég mun draga mig í eftirlaunadaga(að sjálfsögðu ef ég get haldið áfram í sæmilegri heilsu og lífskjörum). Og stundum hugsa ég um hvernig ég á að hanna næsta komandi áratug fyrir mig sjálfan.

Þá tek ég eftir því oft að ég er ómeðvitað að reyna að forðast meiri ,,ævintýri" eða verkefni sem krefur mig ofmikils kraftar og tíma. Er þetta kannski einkenni um að ég fer að hneigja mig yfir aldri mínum, þó að ég sé ekki svo ,,gamall" maður?

Ég ætla ekki að segja að maður verður að vinna eins mikið og á yngri dögum sínum. Málið er hvort maður haldi fast í eigin tilgang lífsins og draum. Um þetta atriði verð ég játa að ég mun þurfa að endurskoða sjálfan mig vel.

Um daginn sá ég Bruce Spuringsteen syngja í Hyde Park á netinu en hann var um 60 ára þarna. Ég dáðist honum bara. Mig langar að vera eins kraftmikill og Spuringsteen og njóta lífsins þegar ég verð 60 ára. Ég vona það.

Ég fagna því að önnur ,,rock"stjarna David Bowie er kominn til tónlistalífs aftur.
Áfram!

  


Fjarlægð

Vegna þróunar samskipta gegnum netkerfi virðist merking ,,fjarlægðar" í hversdagslífi okkar hafa breyst mikið, og mjög hratt.

Þegar ég flutti til Íslands, fyrir um 20 árum, fjarlægð t.d. milli Íslands og hemalands míns Japans var meira ,,fjarlægð" í alvöru. Bein samskipti var aðeins hægt með því að halda símtal, en það kostaði mikið og því var símtalið aðeins fyrir stórhátíð eða neyðartilfelli.

Foreldrar mínir sendu mér oft nokkur dagblöð og myndbönd úr sjónvarpsþættum, en þau komu til mín eftir 7- 10 daga. Og þannig þótti mér gaman að því að lesa gömul blöð og að horfa á fréttir fyrir tveimur vikum.

Önnur barn mitt, sem er fyrsta dóttirin, fæddist á öðru ári mínu á Íslandi. Eftir fæðingu hennar reyndi ég að hringja í foreldra mína frá spítalanum í Stykkishólmi. Mig langaði (ég varð) að nota ,,collect call", en því var hafnað: ,,þú verður að borga hér á Íslandi". Ég skildi ekki alveg hvers vegna, en ég ákvað að bíða að hringja til Japans þangað til ég fór heima til baka. (Ég bjó í Miklaholtshreppi)

Í staðinn fyrir að hringja, tók ég vídeómynd af barninu og bað mágkonu mína, sem var komin til að hitta nýfædda barnið, um að senda myndbandið sem allra fyrst þegar mágkonan kom til Reykjavíkur. Foreldrarnir mínir gátu séð nýja barnið á myndbandinu eftir 5 daga, en mér fannst þetta var mjög hratt! (Póstur milli Íslands og Japans var allatíð í góðu sambandi)

  

20 ár voru liðin, og samskiptin eru orðin bara eins og í draumalandi núna. Ég þarf ekki að lýsa því hér.

Engu að siður birtist fjarlægð sem raunverulega fjarlægðin ennþá. Hún er ýkt meira fyrir okkur, þar sem okkur sýnist að fjarlægðin hafi minnkað við sig.  En fjarlægðin liggur enn þar.

Tíminn sem lætur okkur viðurkenna það mun vera fyrst og fremst þegar fjölskyldumeðlimur, ættingi eða æskuvinur er orðinn veikur eða hefur látist.

Ég þekki nokkra innflytjendur í kringum mig, sem eru með reynslu um að tapa fjölskyldumeðlimi eða æskuvini á heimalandi sínu skyndilega. Það er jú erfið uppákoma jafnvel þó ef við búum á sama landi. En fjarlægðin eykur sorg ásamt eins konar ,,sektakennd" eins og ,,ég gat ekki verið með...".

Ég er með svipuð reynslu sjálfur. Pabbi minn hefur verið liggjandi á rúminu síðastu fimm ár. Hann varð mjög veikur nokkurum sinnum og ég flaug til Japans oft. Raunar getur pabbi minn verið fluttur til himnaríkis hvenær sem er og ég verð að vera tilbúinn fyrir það.

Það kostar tíma og peninga til að reyna að komast yfir fjarlægðina. Ég hef ekki notað frítíma minn undanfarin ár nema að heimsækja foreldra mína. Engin strönd á Spána eða Parísarferð. En ég hef enga kvörtun. Þvert á móti þykir mér heppinn að ég er með frelsi að nota frítíma minn eins og ég vil.

Við getum ekki stjórnað öllu í lífinu okkar eða í heiminum. Við þurfum að finna út hið best fyrir okkur í hverjum tíma og stöðu. Við skulum gera það sem birtist sem hið best fyrir augum okkar. Þá munum við ekki a.m.k. sjá eftir það sem við höfum ekki gert. Við verðum að velja með dómgreind.

Ef til vill er fjarlægðin er ekki búin að hverfa. Hún breytist í birtingarformi sínu.

 


Vantar hugskeyti...??

Það var sjónvarpsþáttur Japans sem ég naut þess að horfa á netinu í vetur. Þátturinn hét ,,Ég gifti mig ekki"og stóð í ellefu vikum. Hann var drama um tvær konur um einn karlmann, sem hugsuðu um ,,að giftast" út frá hverju eigið sjónarmiði.

Ungur strákur, Junpei, heldur: ,,Ég get ekki gift mig" (skortur á sjálfstreysti), önnur kona á miðaldri, Haruko, er sterk: ,,Ég þarf ekki að giftast" og hin kona, Chiharu, sem er rúm þrítug að aldri, óskar þess að giftast en getur ekki fundið réttan mann fyrir sig.

Sagan var létt, fyndin og björt og mér fannst hana mjög gaman. Kjarni sögunnar var, sem sé, að Junpei og Chiharu, sem voru ókunnug hvort fyrir öðru í byrjun, hittist og síðan byrjuðu bæði Junpei og Chiharu að halda í ástarkennd til annars.

En Hvorki Junpei né Chiharu hefur ekki hugrekki til að segja frá tilfinningu sína til annars og út af því gerist ýmislegt sem kemur í veg fyrir þau. T.d. nálgast önnur stelpa og strákur Junpei og Chiharu... og Junpei og Chiharu misskilja bæði eins og ,,Hann/Hún hlýtur að vera hamingjusamur/söm með þá stelpu eða strák.


Að fela ástartilfinning sína var nokkuð algengt og jafnvel eins konar ,,þjóðarhugarfar" Japana fyrir löngu, en ég held að slíkt viðhorf sé búið að breytast mikið núna. Því ætla ég ekki að segja að hikið á Junpei og Chiharu í tjáningu ástarkenndar sinnar sé dæmigert hjá Japönum. Samt er ég alveg viss um að margir Japanir eiga ennþá bágt með að tjá ástarkennd sína beint og skýrt. 

Ég var búinn að venjast mikið ,,beinatjáningar"menningu Íslands, því varð ég svolítið pirraður á meðan ég horfði á samskiptin milli Junpei og Chiharu. ,,Af hverju segirðu ekki skýrt!!?? Segðu bara Ég elska þig, Ég þarfnast þín eða Mig langar að borða miso-súpu sem þú bjóst til (hefðbundin bónorð karlmanns til konu) !!"

En ef við skoðum okkur sjálf og í kringum okkur, höfum við mörg tækifæri til að tjá tilfinningu okkar við annað fólk fyrir utan orð ástarkenndar. Það er t.d. eins og: hamingjuósk í einhverju tilefni, samúðarkennd, umhyggju, hvatning eða hrós.

Þetta eru jú ekki sama og ástarkennd, en þau eru einnig tilfinningar sem geta mótað ákveðið samband milli manna með því að berast til viðkomandi. Að mínu mati skiptir það okkur miklu máli hvort okkur tekst það að skila þessum orðum tímanlega og á almennilegan hátt. Erum við vakandi yfir því og önnumst það rétt?

Að sjálfsögðu munu slík tækifæri teljast til endalauss fjölda í lífi okkar og það sé ómögulegt fyrir okkur að missa ekki af neinu af þessum tækifærum. Samt tel ég að það geti orðið jafnvel fastaviðhorf lífsins okkar að líta lítið á slík tækifæri ef við vanrækjum stöðugt að gefa fólki í kringum okkur orð í tilteknu tilefni, vegna leti, hiks eða skorts á tíma.


Ég segi stundum við vin minn: ,,Æ, fyrirgefðu að ég hef ekki haft samband fyrr en núna. Ég var að hugsa til þín alltaf en fékk ekki tækifæri til að tala við þig...". Og einnig er mér sagt hið sama, af og til, af vini mínum nokkrum.

En ég velti því fyrir mér: berst hugmynd eða tilfinning, sem verður ekki að orðum, til hans/hennar eða til mín eða þín? Eða kannski vantar mig bara getu til ,,hugskeytis"...??       

 


Sólin skíni yfir 2013!

Kæra fólk á blogg-heimi,

Gleðilegt nýtt ár.

Þakka ykkur fyrir góðu samskiptin og hlýju vináttuna á liðnu ári.

Ég ósk öllum gleðilegs nýs árs.
Megi hversdagur ársins verði yndislegur og færi ykkur jafnvel litla gleði. 


ARWilliams @morguefile.com

 

         Þögul vaknar sólin til lífs
         og vatnsþráður seytlar úr frosnum læk

         Mjúkir og ljósir geislar strjúka húðina
         vekja náttúruskyn sem blundar í mér

         Gegnum hvít-gullið loft sé ég fyrir mér:
         hafið tvíofið með ljós- og dökkblátt,

         fjall skreytt með silfraða læki og steina
         og tún þakin glitrandi grasi og kindum

         Sumarmynd þiðnar
         með hverju skrefi hækkandi sólar

         og heimurinn verður marglitur
         með degi hverjum sem hún lýsir

           - ,,Hækkandi sól"; TT   Myndin er eftir ARWilliams @morguefile.com - 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband