"Trans-gender" prestur


Mig langar að kynna ykkur fyrir smásögu sem kom á óvart til mín.
Ég var í prestaskóla í Tokyo 1986-1990 (Japan Lutheran Theological College & Seminary). Hann var minnst háskólinn í Japan, svona .. 200 samtals. Meðal annarra voru fáir nemendur í lokastígi prestaskólans sérstaklega, svona 8 -12 nemendur. Hins vegar vorum við góðir vinir hvert við aðra.  Á laugardaginn sl. kíkti ég heimasiðu skólans til þess að sýna dóttur minni hvernig skólinn var, og ég fann “link” til eins prests sem var bekkjarbróður minn. Og ég fór inn í heimasiðu hans og skoðaði.Þarna...

Hann var orðinn “Hún”, ha ha !! W00t 


DSC_0306


Ég var hissa alveg. Ég var ekki búinn að heyra í honum eða henni næstum 18 ár, en ég sendi honum/henni tölvupóst strax.
Þá svaraði hann/hún að hún fékk læknisdóm um “Gender Identity Disorder” fyrir 8 árum og varð kona. Ég veit ekki hvort það sé rétt að kalla það “disorder” eða ekki, þar sem hún litur út fyrir að vera mjög hressandi og hamingjusöm.
 

Það sem mér finnst aðdáanlegt hjá henni er að hún þjónar sem prestur ennþá. Það hlýtur að vera mjög erfitt í umhverfi í Japan að vera “trans-gender” prestur. Fordómar í garð samkynhneigðarfólks og “trans-gender” fólks í Japan eru mikils sterkari en hér á Íslandi. Mig langar innilega að segja henni “ÁFRAM!! Brjóttu niður fordóma!!"  
Þetta var “surprising” en gladdi mig jafnframt!!


paster_bokushi-gazou


 


Hleypidómar skuli vera fordæmdar


Það er óskaplega sorglegt og einnig móðgandi ef manni er hafnað vegna þjóðernis sins en ekki vagna framkomu sinnar eða annars sem maður ber beina ábyrgð á.

Slíkar hleypidómar og mismunun skulu vera fordæmdar ávallt. Það skiptir engu máli hvort útlendingur á Íslandi sé að ræða, hvort Íslendingur í útlandi sé að ræða eða Kínverji í Japan sé að ræða.



mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátt fyrir allt núna..


Þrátt fyrir alvarlegar aðstæður í fjár- og efnahagsmálum í þjóðfélaginu, langar mig að minnast á að:

Við erum ekki í stríði
Við erum ekki að óttast útbreiðslu dauðasmitasjúkdóms
Við erum ekki hrædd við að kjarnorkusprengja sprengur yfir höfuð okkar
Við erum ekki að bíða að tsunami eða rísajarðskjálfti ræðst á okkur

Lífið okkar er orðið svo ómögulegt í alvöru? eins og við skynjum í andrúmslofti í kringum okkur núna? 

Í gær fagnaði ég 15. afmæli dóttur minnar með börnum mínum og mömmu þeirra.
Þarna var allt sem ég varð að vera með.

Þrátt fyrir allt, er staða samfélagsins hér enn mikils betri en staða í stórum hlutum á heiminum. Ofmikið svartsýni færir okkur ekkert skapandi, að mínu mati.


Íslenska sinfónía fer ekki til Japans..


Mér sýnist þetta séu talsverð undrandi viðbrögð Japana, ef þeir hættu að bjóða íslensku sinfóníunni til sín aðeins vegna “lélegs orðspors um Íslands” en ekki vegna áþreifanlegs fjárhagslegs ótta.

Ég var í Tokyo þegar neyðarlögin voru samþykkt í Alþingi Íslendinga, en Japanir eru líka að spila mikið umrót (tumult) eftir mánaðamót sl. í staðinn fyrir að sýna fram heimspeki af reynslu sinni og ákalla róna. Mig langar að sjá meiri “leiðtogamennsku” Japanska þjóðarinnar, meðal annarra stjórnvaldanna, í slíkum aðstæðum, en er slíkt “impossible dream” enn og aftur?


Það er skammarlegt að afturkalla boð til íslensku sinfóníunnar bara úti af orðspori um Ísland.


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband