Smábörn fái að læra móðurmál sitt

Móðurmálskennsla hjá Japönum hér á landi hófst fyrir fimmtán árum og við höfum hist vikulegu laugardagsmorgnum. Síðastiðin tvö ár höfum við fengið að vera í safnaðarheimili Neskirkju. 28 börn yngri en 18 ára eru skráð í námið núna. 
Japanski hópurinn tilheyrir Félagi Móðurmál, sem er samtök tíu móðurmálskennsluhópa með mismunandi tungumál eins og ensku, spænsku og rússnesku, en starfsemin, þ.á.m. kennslan sjálf, byggist á sjálfboðastarfi foreldra barnanna og áhugafólks. 

Hjá japanska hópnum hefur einnig bættist við hópur smábarna (0 – 3 ára) frá og með núverandi hausti og þá taka 4-5 smábörn þátt í tímum með foreldrum sínum. Þau syngja saman barnalög, lesa barnasögur og leika sér saman á japönsku. 
Ég er þeirrar skoðunar að móðurmálskennsla eigi að hefjast við fæðingu barns, jafnvel á meðgöngu og því fagna ég þessari þróun.

Af hverju fyrir smábörn? 

Ástæða þess að ég tel móðurmálskennslu fyrir smábörn vera mikilvæg er þrennum toga. Í fyrsta lagi er eðlilegt að nota móðurmál alveg frá upphafi í uppeldi barns. Það styrkir samband milli foreldri og barns að hafa samskipti á eigin tungu. 
Í öðru lagi hefur það góð áhrif á barn að hitta önnur börn og fullorðna sem tala sama móðurmál og sitt eigið og þekkja tilvist annars fólks sem notar það mál. 
Í þriðja lagi getur kennslan verið hvatning til foreldra barnanna. Með því að hittast reglulega í kennslutímum, geta foreldrarnir skipst á skoðunum sínum og reynslu sem varðar kennslu móðurmáls eða uppeldi barna. 
Ég lærði það af reynslu minni meðal innflytjenda að þegar að þegar foreldri smábarns er sjálft að læra íslensku til þess að aðlagast samfélaginu hér, þá getur það verið of þungt verkefni að kenna barninu móðurmál sitt, enda gefast of margir upp á því verkefni. Slíku væri hægt að komast hjá ef foreldrarnir fengu nægilega hvatningu. 

Hvað er nauðsynlegt? 

Þess vegna held ég það sé eftirsóknarvert að vera með móðurmálskennslu frá því að að barn er enn smábarn. En hvað vantar til að framkvæma kennsluna? Mér finnst tvö atriði vera ómissandi. 

Í fyrsta lag er mikilvægt að foreldrarnir skilji vel mikilvægi móðurmálskennslu og hafi einnig til þess sterkan vilja. Það er jú auka verkefni að mæta í móðurmálskennslu með litla barninu sinni, en málinu er ekki lokið við það. Fyrir smábarn verður foreldri sjálft að vera kennari ásamt öðrum foreldrum. Þetta verkefni er nátengt því að styrkja tengsl á milli barns og foreldra og því er það ekki hægt að láta einhvern annan sjá um kennsluna. 

Í öðru lagi er að fá stað fyrir kennsluna. Ef það er fimm smábörn með einu eða báðum foreldrum sínum koma í kennsluna, þá hittast a.m.k. tíu manneskjur í kennsluna. Það gæti verið aðeins of mikið til að vera í heimahúsi. Einnig verður þetta að vera staður þar sem börn geta skriðið á gólfinu og sest á gólfi. Þannig að um herbergi eins og kennslustofa grunnskóla er ekki hentug þegar um smábörn eru að ræða.
 
Aðstoð kirkjunnar óskast
 
Við í japanska hópnum erum mjög lánsöm af því að við fáum að nota safnaðarheimili án þess að borga leigu. Raunar sýnist mér safnaðarheimili kirkju vera æskilegt umhverfi fyrir móðurmálskennslu fyrir smábörn að mörgu leyti. 

Þetta er persónuleg ósk mín, ef 4-5 foreldrar sem eiga annað móðurmál en íslensku og smábörn vilja að halda móðumálskennslu eins og ég hef lýst hér ofan, að kirkjur í kringum þau opni safnaðaheimili sín og bjóði þeim að nota þau til þess. Ef foreldrar sjá um kennsluna sjálfir þá verður ekkert álag fyrir kirkjuna og ef kennsla er í opnum tíma hennar, þá þarf ekki að kalla kirkjuvörð til þess heldur. Það kostar ekkert fyrir kirkjuna. 

Að sjálfsögðu er kirkjunni ekki skylt að halda samkomur sem hefur í eðli sínu ekki beint samband við kristni. Samt er móðurmálskennsla góð starfsemi í eðli sínu og mjög mikilvægt fyrir uppeldi barns og einnig fyrir fjölskyldusamband viðkomandi foreldri og barns. 
Það verða engin hagsmunaárekstur fyrir kirkju eða önnur félög eða samtök. Þvert á móti er þetta tækifæri fyrir kirkju að nálgast fólk af erlendum uppruna og kynnast því vel.

Ég óska að móðurmálskennsla fyrir smábörn verði haldin á mörgum tungumálum hér á Íslandi og ef kirkjan getur veitt fólki aðstoð með því að leyfa því að vera í safnaðarheimili sínu, væri það frábært!

-Fyrst birt í Mbl. 22. október 2011-



Hælisleitendur, inni eða úti?

Nú eru tæplega tuttugu ár síðan ég flutti til Íslands. Mér líður vel hér og líf á Íslandi er að mörgu leyti spennandi fyrir mig. Það þýðir samt ekki að líf hérlendis sé auðvelt eða opið öllum. 

Líkt og í heimalandi mínu Japan virðist mér að Íslendingar tali gjarnan um það að vera „inni eða úti”. Það er sagt að eyþjóðir eigi yfirleitt slíkt hugtak. Þegar innflytjenda tekst að komast inn í þjóðfélagið, ekki aðeins yfir landamærin, heldur teljist beinlínis til samfélagsins þá loksins getur hann orðið skapandi hluti af því. Það getur verið mjög langt ferli. Innflytjendum finnst yfirleitt erfitt að komast ,,inn“ í hið nýja samfélag. Ég er ekki að ásaka Íslendinga, innflytjendur bera líka ábyrgð vissu leyti. En stundum bera Íslendingar ábyrgð á þeim „vegg“ sem hindrar það að útlendingar komist inn í samfélagið. 

Þeir sem að mínu mati teljast til þeirra sem eru ,,úti“ eru hælisleitendur, sem dvelja hérlendis og bíða eftir tækifæri til að hefja ,,venjulegt líf“. Þeir eru stöðugt ,,úti“ í íslenska samfélaginu. Hér á ég ekki einungis við að þeir hafi ekki komist inn í samfélagið í landinu, heldur vegna lögfræðilegra álitamála, en í augum margra Íslendinga eru málefni hælisleitenda ekki ,,þeirra mál“ heldur ,,einhverra annarra“ í einhverjum öðrum stöðum. 

Það er t.d. nær undantekningarlaust að ef að umfjöllun um hælisleitendamál birtist í fjölmiðlum þá er hún neikvæð. Umfjöllunin varir um skamma hríð og hverfur svo aftur eins og ekkert hafi gerst. Þetta er ekki í lagi. Hvers vegna vilja yfirvöld og stjórnmálamenn ekki taka upp málefni hælisleitenda til almennilegrar umræðu? Margir sem eru tengdir málefninu hafa bent á að það er virkileg þörf á að endurskoða móttökukerfi hælisleitenda sem og vinnumeðferð og vinnubrögð viðkomandi aðila. Það er full ástæða til þess að fjalla almennilega og ítarlega um málefni hælisleitenda í stað þess að hlaupa upp til handa og fóta í hvert sinn sem einhver óvænt uppákoma á sér stað og síðan ekki söguna meir. 

Nýlega hef ég fengist við tvö tilfelli vegna hælisleitenda. Í báðum tilfellum var hælisleitendum synjað upptöku málanna vegna Dyflinarreglunnar og þeim vísað út úr landi, þó að það virtist vera nægjanleg ástæða til að taka málin upp hér á Íslandi. Útlendingalög kveðja á um að ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd, eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. (46.gr.a) má taka umsókn um hæli til efnismeðferðar, þrátt fyrir Dyflinnarreglunnar. ,,Sérstök tengsl“ eru fyrst og fremst túlkuð eins og tengsl gegnum fjölskyldu eða ættingja. En er hún í raun og veru aðeins takmörkuð við þetta? 

Þar sem Íslendingar stöðva marga hælisleitendur sem eru á leiðinni til Norður-Ameríku vegna Shengen-kerfisins enda neyðir þá þess vegna til að sækja um hæli hérlendis, þurfa Íslendingar þá ekkert að velta málinu fyrir sér? Að mínu mati, hvílir ábyrgð á ríkisstjórninni og Alþingi og vinnubrögðum þeirra aðila sem að málinu koma og því þarf að endurskoða móttökuferlið og vinnubrögðin. 

Ísland er smáþjóð og margt gott hefur gefist af því. Eitt er að fólkið þekkist vel og persónulega, sem er afar torvelt í stórum þjóðum eins og í Bretlandi eða Þyskalandi. Afleiðing þess að þekkja vel til hvers annars er að við getum staðfest manngildi hver og eins og mannvirði í brjósti okkar. Þessi góður kostur á að gilda hælisleitendum líka. Ég óska þess að hælisleitendur sitji ekki lengi úti þjóðfélaginu og þeim verði boðið inn í það.
 
 

Um sérþjónustu kirkjunnar

Sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur, skrifaði ágæta grein um sérþjónustu kirkjunnar sem birtist í Morgunblaðinu 3. september sl. Mig langar að bæta nokkrum línum við frá eigin brjósti mínu. Ég verð að takmarka mál mitt við sérþjónustu presta vegna takmarkaðs rýmisins en það þýðir alls ekki að mér finnist lítið til þjónustu djákna koma eða annarrar starfsemi kirkjunnar.

 

Á Íslandi starfa nú á vegum þjóðkirkjunnar 16 sérþjónustuprestar. Sumir starfa beint fyrir kirkjuna en aðrir eru ráðnir á stofnanir eins og á sjúkrahús eða elliheimili. Dæmi um þá sem eru ráðnir beint af þjóðkirkjunni eru t.d. prestur fanga, prestur heyrnarlausra, prestur fatlaðra, prestur innflytjenda og sjúkrahúsprestur á LSH.

Hvað er sérstakt?

Hvað þýðir „sérþjónusta“ presta? Hvað er „sér“ í þjónustunni? Mér skilst að orðið „sér“þjónusta hafi tvær merkingar hér á landi. Fyrsta merkingin er sú að sérþjónustuprestar annist aðallega kærleiksþjónustu. Yfirleitt og almennt þýðir það að prestar sjái um ýmiss konar þjónustu við fólk sem á í „sérstökum“ erfiðleikum eins og t.d. líknarþjónustu, þjónustu við fátæka, fanga og svo framvegis. Þjónusta af þessu tagi er kölluð „Diakonia“ á þýsku eða „diakoni“ á sænsku, sem þýðir að „þjóna“ en þetta orð er nátengt hugtaki um samfélagsvelferð í kristnum anda.

Mér virðist svolítið einkennilegt að Íslendingar skuli nota orðið „kærleiksþjónusta“ til að segja frá „Diakonia“. Að sjálfsögðu er öll þjónusta kirkjunnar kærleiksþjónusta og því er það ekki hægt að aðskilja ákveðna þjónustu frá almennri þjónustu kirkjunnar í nafni kærleiksþjónustu. Þetta hljómar eins og smáatriði en ef þjónusta við fátæka eða fanga er „sérstök“ kærleiksþjónusta“, þá gæti hún valdið óþarfa og óæskilegri aðgreiningu á þjónustu kirkjunnar. Þess vegna þurfum við að hugleiða þetta. „Diakonia“ er grunnþjónusta kirkjunnar og er alls ekki „sér“þjónusta í raun. Til þess að forðast misskilning: það er ekki rétt heldur að hugsa að „Diakonia“ sé þjónusta sem einungis djáknar veita. „Diakonia“ í þessu samhengi er mun stærra hugtak. ,,Diakonia" er einnig grunnþjónusta presta sem svokallaðir ,,sér"þjónustuprestar sinna því í meira mæli í samanburði við presta sem starfa í söfnuðum.

 

Önnur merking sem orðið „sér“þjónusta bendir til er sú að starfshættir sérþjónustupresta séu oftast öðruvísi en „venjulegra“ sóknarpresta. Það sem er sérstakt hér er ekki þjónustan sjálf heldur starfshættir prestsins. Víst eru starfshættir nokkurra sérþjónustupresta frábrugðnir hefðbundnum háttum sóknarpresta. Hin hefðbundna hugmynd um kirkjulíf er að grunneining hennar er sóknin og kirkjuhúsið hennar. Sóknin er landfræðilega ákveðin og hún er samtímis samfélag þeirra íbúa sem þar búa. Hefðbundið kirkjustarf byggist því í raun á landfræðilegum ramma.

Sérþjónustupresturinn hefur á hinn bóginn enga landfræðilega sókn, starfshættir hans byggjast fyrst og fremst á þörf viðtakanda þjónustunnar, án tillits til hvar hann er staddur. Það er því enginn landfræðileg aðgreining. Sérþjónustupresturinn þarf hins vegar að hafa góða þekkingu á málefnum þess fólk sem hann sinnir sérstaklega umfram kristilega þekkingu sína. Það er t.d. nauðsynlegt að kunna táknmál til þess að geta þjónað heyrnarlausu fólki. Þokkaleg þekking á sjúkdómum og læknismeðferðum er ómissandi til þess að þjóna á spítala. Það sama má segja um grunnþekkingu á meðal þeirra sem þjónusta fanga, innflytjendur eða fólk sem er þroskahamlað.

Sama grunnþjónusta kirkjunnar

Tilgangur sérþjónustu presta er hins vegar alveg sá sami og þjónusta presta í sóknum. Hann er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists í orði og verki. Ég kýs þó persónulega að segja að tilgangurinn sé að þjóna fólki í kærleika Jesú á þeirri forsendu að allir eru Guðs börn. Munurinn á „sér“þjónustunni og hefðbundinni þjónustu snýst fyrst og fremst um hvernig prestur veitir fólki þjónustu sína.

Þannig er „sér“þjónusta presta raunar ekki sérstök í dýpri merkingu, heldur er hún grunnþjónusta eins og hefðbundin, kirkjuleg þjónusta. Mér þykir leitt að finna að sá misskilningur og sú vanþekking skuli enn vera til staðar innan kirkjunnar að „sér“þjónustuprestar brjóti gegn þeirri einingu kirkjunnar sem byggist á sóknum og myndi sérhóp. Það er ekki tilgangur „sér“þjónustupresta að mynda sérhóp innan kirkjunnar og aðskilja fólk frá sókninni sinni, heldur veita þeir þjónustu við ákveðnar aðstæður þegar brúa þarf bilið á milli þess sem fólk þarf af kirkjulegri þjónustu en kemst ekki í hefðbundnar messur eða getur ekki þegið þjónustu á sama hátt og aðrir í sókninni. Draumsýnin er sú að allir mætist í sama kirkjuhúsi og sömu messu. En stundum þurfa sumir að fara lengri leið áður en draumurinn rætist.

Það var til mikillar gæfu sem eftirfarandi orð komust í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar sem var lögð til kirkjuþings árið 2010, og kirkjuþingið samþykkti megináherslur hennar: „Sérþjónustuprestar séu ráðnir til að sinna grunnþjónustu kirkjunnar þar sem henni verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti á vettvangi sókna“. Ég álít að þetta sé fagnaðarefni og stórt skref fyrir alla í kirkjunni og þjóðfélaginu. Við förum þessa leið.


-Fyrst birt í Mbl. 28. september 2011, með smábreytingu-


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband