16.11.2009 | 11:29
Vitinn
Himinninn litast dökkblár
sjórinn tindrandi svartur
Sólin bráđnar í gula línu
hnígur undir sjónarrönd
Í stinnum sjávarvindum
stendur vitinn og horfir á
síendurtekiđ leikritiđ
á stórsviđi geimsins
Eins og ţúsundföld bylgja
sem nálgast ströndina
birtist og hverfur
hversdagsgleđi manna
Eins og vitinn gamli
stendur mađur
og horfir á
síendurtekiđ leikritiđ
á baksviđi mannlífsins
Himinninn litast dökkblár
eins og flauelsgardínurnar
eru nú dregnar fyrir
Hvíld eina kvöldstund
- TT; nóvember 2003
Ljósmyndari; Hörđur Vilhjálmsson -
10.11.2009 | 12:42
Vatn
Ég trúi á ţann kraft
sem býr í vatninu
og gerir flötinn jafnan og sléttan
vatn í djúpri dimmu,
gárur í leik viđ sólargeisla,
lćkir úr fjallshlíđum
og gullnir dropar eftir vćngjablak
Óskorin mynd flýtur á spegli
eins og hún hafi veriđ frá upphafi
Dagarnir í lífi mínu líđa
einn, einn af öđrum
eins og dropar sem falla á vatn,
ţungir, ljúfir eđa glitrandi
og streyma hljóđlaust út úr lífinu
eins og ţeir hafi aldrei veriđ í höndum mínum
en ég trúi
ađ međ tímanum líti ég í kyrrđ
óskorna mynd liđinna daga
- TT; júní 2007 Myndin er úr FreeFoto.com -