Múrar beggja vegna

Um daginn tók ég þátt í málþingi um móðurmál á Íslandi. Í umræðutíma tjáðu sig sex unglingar sem eiga annað móðurmál en íslensku. Þeir töluðu um reynslu sína af því læra móðurmál sitt á Íslandi og um erfiðleika í íslenskunámi. Meðal annars sögðu þeir: ,,Ég vil ekki nota móðurmál mitt (sem er ekki íslenska) á opinberum vettvangi. Þegar fólk í kringum mig tekur eftir því, starir það alltaf á mig, á neikvæðan hátt".

Þar heyrðist einnig þessi rödd: ,,Kennarinn minn í grunnskóla sagði mér að nota ekki móðurmál mitt, heldur alltaf að nota íslensku, ef ég vildi ná framförum í íslensku". Reynslusaga unglinganna bendir á það andrúmsloft sem er til staðar í samfélaginu, sem reynir að stöðva það að innflytjendur noti móðumál sitt hérlendis.  

Talsvert hefur verið rætt um auglýsingu Stöðvar 2 þar sem ,,Tong Monitor" sem er gerviasíubúi talar ensku með hreim. Þetta er dæmigerð staðalímynd af asíubúa en mér finnst þetta geta haft slæm áhrif á stöðu innflytjenda, ekki aðeins asískra innflytjenda heldur allra innflytjenda. Það er vegna þess að grín gert að ,,framburði á ensku með hreim" verður fljótt að gríni að ,,framburði á íslensku með hreim". Ef fólki finnst gaman að heyra ensku með hreim, þá mun því finnast gaman að heyra íslensku með hreim líka. Þetta er svo auðséð.    

Raunar finnst mér framburður á íslensku vera erfiðari en á ensku. Á íslensku kemur að mínu mati hreimur jafnvel skýrar fram en þegar enska er töluð og það er ekki auðvellt að bæta. Margir innflytjendur þurfa að þola að tala íslensku með hreim. Ef við megum búast við að mæta gríni á okkar kostnað út af framburði og hreim, hvernig líður okkur þá með það?

Annarsvegar búum við við andrúmsloft sem hindrar innflytjendur í að tala eigið móðurmál og hinsvegar býr ákveðinn kraftur fjölmiðlanna til aðstæður þar sem innflytjendur hika við að tala íslensku, ekki síður en ensku. Ef það er veruleikinn sem innflytjendur búa við, standa þeir fastir með múra beggja vegna. Er slík staða eftirsóknarverð?

Ýmislegt í samfélaginu sem lítur út fyrir að vera sjálfstætt getur samt haft áhrif á aðra þætti í stóru samhengi. Auglýsing Stöðvar 2 er ekki undantekning á því. Hún gæti orðið hluti múrsins sem kemur í veg fyrir samþættingu innflytjenda, þó að slíkt sé ekki tilgangur hennar.

Við skulum skoða málið aðeins í stærra samhengi, sem er viðhorf Íslendinga til erlendra tungumála í samféginu og framandi íslensks máls. Umræða um ,,Tong" gæti orðið tækifæri til þess að hugleiða það. Von mín er umræða verði leidd á skapandi og uppbyggjandi átt. 


-Fyrst birt í Mbl. 20. nóvember 2012-

 

 


Grín eða einelti?

Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur ,,Tong Monitor", mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim.

Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísk fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðafélag. Af hverju?

Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þó "Tong" tali ensku, en ekki íslensku, skiptir það ekki máli þar sem málið hér er að taka upp "framburð með hreim" og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns.

Í fyrsta lagi, er framburður hins íslenska tungumál fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af það að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala.

Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor" er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim.

Í öðru lagi,  þá eru í  áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd?  Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: ,,Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir ensku eða íslenskunni þeirra". Þetta er vondur boðskapur.

Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sér er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir ,,hið opinbera grín" Stöðvar 2.

Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu. 


- Fyrst birti í Fréttablaðinu 15. nóv. 2012-  

 

 


,,Meir´en að segja það"

Málþing um móðurmál minnihlutahópa á Íslandi ,,Meir´en að segja það" verður haldið í Gerðubergi þann 9. nóvember kl. 13:00 - 17:00.

Á þinginu verða fjölbreytt sjónarmið hlutaðeigenda móðumálsmenntunar til umfjöllunar af hálfu menntamálayfirvalda, kennara og foreldra tví- og fjöltyngdra barna. Þá munu börn og ungmenni með annað móðurmál en íslensku þ.m.t. táknmál fjalla um sína reynslu og skoðun. Í lok þingsins gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast lifandi tungumálum. Boðið verður upp á táknmálstúlkun á þinginu.

Málþingið er skipulagt í tengslum við Hringþing um menntun innflytjenda sem haldið var af Innflytjendaráði o.fl. í september sl. Tilgangur málþingsins er að varpa ljósi á stöðu móðurmálsmenntunar á Íslandi og huga að næstu skrefum í móðurmálsmenntun tví- og fjöltyngdra barna sem er eftirsóknarvert fyrir samfélagið í heild.  

,,Meir´en að segja það" er haldið á vegum Rannsóknastofu Háskóla Íslands í fjölmenningarfræðum, í samvinnu við Samtökin Móðurmál, Borgarbókasafn Reykjavíkur, Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Tungumálatorg og Menningarmiðstöðin Gerðuberg.

Málþingið er öllum opið og þátttökugjald er 1.000kr. Skráning fer fram á síðunni  http://tungumalatorg.is/modurmal

 

Dagskrá

 

Fundarstjóri Einar Skúlason (MBA og BA í stjórnmálafræði)

13:00 

Setning 
Katrín Jakobsdóttir (Mennta- og menningarmálaráðherra)

13:10 

Ljóðaupplestur A 
Tvítyngt barn

13:15-

Um stöðu móðurmálskennslu á Íslandi 
,,Hvað er að gerast í kennslu og vinnu með fjölbreytt  móðurmál á Íslandi í dag?"
Fríða Bjarney Jónsdóttir (Verkefnastjóri/ráðgjafi í fjölmenningu á skóla- og frí
stundasviði Reykjavíkurborgar) 

13:35-

Sjónarmið menntamálayfirvalda
Guðni Ólgeirsson
(Sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneyti)

13:55-

Sjónarmið táknmálsnotenda
,,Íslensk táknmál og þungmiðja þess í lífi fólks"

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir (Formaður félags heyrnarlausra)
Hjördís Anna Haraldsdóttir (Kennari og verkefnastjóri táknmálssviðs Hlíðaskóla)

14:15-

Ljóðaupplestur B
Tvítyngt barn

14:20-

Sjónarmið foreldra tvítyngdra barna
Cinzia Fjóla Fiorini, María Sastre, Renata Emilsson Peskova (Samtökin Móðurmál)

14:40-

Kaffi

15:00-

Sjónarmið grunnskólakennara
Kristín Hjörleifsdótti
r (Kennari í Fellaskóla)

15:20-

Innlegg frá tvítyngdum börnum 
Skólabörn með Kriselle Lou Suson Cagatin
(Samtökin Móðurmál) og Karen Rut Gísladóttur (Lektor á Menntavísindasviði HÍ) til aðstoðar

16:00-

Samantekt
Óttarr Proppé (Borgarfulltrúi og formaður starfshóps um börn og fjölmenningu hjá skóla- og frístundasvíði Reykjavíkur)

16.10-

Lifandi tungumál 
í umsjón Kristínar R. Vilhjálmsdótttur (Verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafni)

Táknamálstúlkur verður með á málþingi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband