Þakka ykkur Íslendingum fyrir hlýju hugana


Kæra fólk á Íslandi,

Hópur "Vinir Japans" er að skora á ykkur Íslendinga og fólk hérlendis að taka þátt í söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Japan og "tsunami"flóðbylgjanna. "Vinir Japans" er blöndun ýmiss fólks eins og Japana sem búsettir á Ísland, fólks í Íslensk-Japanska félaginu, háskólanemenda sem eru að læra japönsku o.fl.

Samkvæmt upplýsingum í dag, fjöldi látinna er9.737 og 16.423 manna er saknað. Fjöldi lífsfórnarlamba telst að verða fleirien 26.000 talsins að lokum. Um 140.000 íbúðir eða byggingar eyðilögðust og um300.000 manna eru enn á flótta.
Sérhver einstaklingur í þessum fjölda látinna var faðir einhvers, móður eða barn, þ.e.a.s. ómetanleg manneskja fyrir einhvern. Þessi staðreynd gerir mig orðalaus.

Að mati ríkistjórnar Japans munu upphæð tjónanna, sem varðar eingöngu fasteignir, vegi eða aðra opinberar eignir,verður um 25.000 milljarðar JPY (um 35.000 milljarðar IKR), en tjónin sem kjarnorkuverin hefa valdið innifelast ekki hér. Upphæð tjónanna sem eru tengd ýmsum tryggingum, kostnaði fyrir neyðarþjónustu eða önnur kostaði er í óljósi, en bersýnilega verður hún himinhá. 

Hjálparsöfnun hjá Rauða Krossinum Íslands hófst um fyrir tíu dögum. Ég er persónulega mjög þakklátur fyrir það að RKÍ tók þetta verkefni að sér án tafar. Nú stendur einnig söfnun fyrir Japan hjá Barnaheill eða Íslenska MND félaginu og báðar safnanir eru jafnt mikilvægar að mínu mati. 

En við "Vinir Japans" erum í náinni sam vinnu við RKÍ frá upphafi og því langar mig að segja aðallega frá söfnun hjá RKÍ. Söfnunin gengur rosalega vel og nú þegar 6,5 milljónir krónur söfnuðust (23. mars). Að sögu RKÍ eru framlögin næstum eingöngu frá einstaklingum en ekki frá stóru fyrirtæki. Sem sé, lagði fólk á Íslandi til peninga frá vasa sínum fyrir hjálparstarf við Japan.

Þegar ég hugsa um það hvað mikið er rætt um skuldir heimila eða verðhækkun ýmissa vara fyrir dagleglíf, get ég alls ekki tekið þessa upphæð 6,5 millijóna sem sjálfsagt mál. Þetta er ofboðslega falleg gerð hjá Íslendingum og fólki hérlendis. Ég þakka ykkur innilega fyrir það. Og að sjálfsögðu er sérhver í "Vinum Japans" mjög þakklát fyrir það líka.

Ég var í Kringlunni á föstudaginn var til þess að biðja gangandi fólk um samskot. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og hlý. Sumir misskildu eins og við værum að selja eitthvað og fóru fram hjá, en síðan þekktu þeir að við vorum að kalla á hjálp til Japans og komu til baka til okkar til að leggja til framlag. Slíkt var ekkert annað en mikil hvatning til okkar og samstöðukennd. 

Ég hringdi í mömmu mína í Japan í nótt og sagði henni frá þessu. Þá sagði hún:"Hlýju hugarnir íslensks fólks eru verðmætastir. Þeir gleðja okkur í Japan og gefa kraft og von".

Það svæði sem fékk mest tjón vegna flóðbylgjanna heitir Tóhoku og það þýðir "Austur-Norður" svæði. Það snjóar mikið á vetrin í Tóhoku og verður mjög kalt og dimmt líka. Veðurfar hefur áhrifá hugarfar fólks í svæðinu og lífsstíl. Og líkt og Íslendigum er fólk í Tóhoku svæðinu mjög sterkt og þolinmótt. Fólkið er yfirleitt ekki mjög málgefið og því litur út fyrir að vera lokað í fyrsta sýni. En það ermjög hlýtt inni. Einkenni fólksins er ef til vill að ekki ljúga, að hugsa um annað fólk og að vera þakklátt alltaf.

Ég las það á fréttasíðu frá Japan fyrir viku, en í skjóli nokkru skorti fólk ámat, þar sem samband við annað svæði var enn slitið þann tíma. Við Japanir borðum hrísgrjónkúlu oft, sem er aðeins stærri en "sushi". Í skjólinu vantaði mat og þrír menn borðuðu eina slíka hrísgrjónkúlu með því að deila henni meðal sín. Það þýðir að hver maður fékk bara einn litinn bita fyrir sig. En þetta er eðli fólks í Tóhoku svæðinu.

Fólkið stendur saman fast á samstöðu meðal sín. Og ég trúi því að fólk í Tóhoku svæðinu komist yfir þennan hermleikinn með þolinmæði, styrk og samstöðukennd. 

En það er samt ekki hægt að gera aðeins með eigin kraft fólksins í Tóhoku eða í Japan. Þá vantar aðstoð frá heiminum og samstöðu.
Sem japanskur einstaklingur á Íslandi vil ég þakka ykkur enn og aftur fyrir fallega og hlýja samúð ykkar Íslendinga og samstöðukennd. Söfnunin heldur áfram og ég óska þess að samtök eða fyrirtæki á landinu einnig að taka þátt í henni og sýni samstöðu við Japönsku þjóðina.

Að lokum er ég alveg sannfærður að Íslendingar komist yfir erfiðleikann sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir þessa daga, þar sem Íslendingar þekkja líka mikilvægi samstöðunnar.

Þakka ykkur öllum innilega fyrir. 心より感謝します。ありがとう。

Ganbare Nippon! Ganbare Ísland! 

 

með þakklæti,

Toshiki

 


Sýnum Japan samstöðu - Hittu okkur í Hinu húsinu á laugardag


Japanska þjóðin glímir nú við þær mestu hörmungar sem riðið hafa yfir landið í áratugi. Margir syrgja fjölskyldumeðlimi og vini og tugir þúsunda hafa misst heimili sín og atvinnuforsendur. Á mánudag hóf Rauði krossinn á Íslandi söfnun vegna jarðskjálftanna, en allt það fé sem safnast mun renna beint til Rauða krossins í Japan. Með því að hringja í númerið 904 1500 má gefa 1.500 krónur sem dragast af símreikningi.

Í tengslum við söfnunina hefur verið komið á viðamiklu samstarfi „vina Japans" en hópurinn samanstendur af fjölda einstaklinga af japönskum uppruna á Íslandi, ásamt fulltrúum Félags Japansmenntaðra á Íslandi, Íslensk-japanska félagsins, sendiráðs Japans á Íslandi ásamt fjölmörgum öðrum Íslendingum sem tengjast Japan á einn eða annan hátt. Markmið hópsins er að vekja athygli á söfnun Rauða krossins með ýmsum hætti.

Kringlan og Smáralind
Sjálfboðaliðar frá Vinum Japans verða í Kringlunni á föstudag milli klukkan 14-19 og í Smáralind milli klukkan 11-18 á laugardag. Hópurinn mun kynna átakið og ræða ástandið í Japan við gesti og gangandi.  

Samstöðuviðburður í Hinu Húsinu á laugardag
Á laugardag milli klukkan 13 og 17 verða Vinir Japans með samstöðuviðburð í Hinu húsinu. Japanir búsettir á Íslandi hafa fundið fyrir miklum hlýhug á undanförnum dögum og langar í þakklætisskyni að bjóða alla velkomna í Hitt húsið þar sem ýmislegt verður í boði - bæði fyrir börn og fullorðna. Gestir munu geta kynnt sér þætti í japanskri menningu, brotið Origami trönur, lært japanska skrautritun og tekið þátt í að koma hvatningarskilaboðum áleiðis til íbúa Tohoku svæðisins og japönsku þjóðarinnar allrar. Gestir geta m.a. tekið þátt í eftirfarandi:

Origami trönur > Gestum verður boðið að taka þátt í að brjóta origami trönur, en saman munum við brjóta 1.000 fugla og tengja þá saman og útbúa "senbazuru" (ísl. þúsund origami trönur). Japönsk þjóðtrú segir að þegar saman eru bundnar þúsund origami trönur fáist uppfyllt ósk. Ósk okkar er að hjálparstarf í Japan gangi hratt og örugglega fyrir sig, en fuglarnir þúsund verða sendir til Tohoku svæðisins sem er illa leikið eftir þær hamfarir sem þar hafa dunið yfir.

Japönsk skrautritun > Boðið verður upp á að skrifa skilaboð með japanskri skrautritun til að hvetja áfram fórnarlömb hamfaranna. Skilaboðin verða til sýnis á staðnum og í framhaldi verða þau send til Tohoku svæðisins.

Tesiðir > Sýndir verða japanskir tesiðir með grænu tei. Þessi athöfn á sér langa hefð í japanskri menningu og er til marks um þá miklu gestrisni sem býr í hjörtum japönsku þjóðarinnar. Gestum verður boðið upp á grænt te.

Myndbandsskilaboð > Gestir geta komið á framfæri hvatningarorðum til þeirra sem illa hafa farið út úr hamförunum. Skilaboðunum verður síðan komið á framfæri í gegnum vef hópsins á Facebook (ganbare.nippon.is <http://ganbare.nippon.is> ) sem og á samskiptavefjum í Japan.

Krakkahorn > Yngri kynslóðinni verður boðið upp á að teikna myndir sem síðan verða sendar áfram til barna á Tohoku svæðinu.

Nánari upplýsingar um átakið er að finna á Facebook síðu hópsins á slóðinni: ganbare.nippon.is <
http://ganbare.nippon.is>  - Einkunnarorð átaksins er japanska hvatningin „Ganbare Nippon" sem útleggst á íslensku sem „ekki gefast upp Japan". Með þessum hvatningarorðum sýnum við samstöðu með japönsku þjóðinni.


- Fréttatilkynningu frá "Vinum Japans" -
 
 


Bænastund fyrir Japan í Háteigskirkju í dag k.18

 
Kæra fólk á Íslandi,
 
Við Japanir á landinu erum mjög þakklát fyrir hlýjar samúðar og samstöðukennd sem þið sýnið til heimalands okkar Japans.

Margir góðir vinir Japans eru að skipuleggja atburði til að biðja um þátttöku í söfnun tila Japans, sem RKÍ hefjar, um helgina. Nánari upplýsingar munu koma í fjölmiðla á morgun, en hópar Japana og Íslendinga ætla að hvetja söfnun í Kringlan, Smáralindi og einnig í Hinu Húsinu í miðbæ.

En áður en atburðirnar hefjast, langar okkur að bjóða fólki í bænastund, þar sem við minnumst fórnalamba jarðskjálftanna og "tsunami"flóðbylgjanna, fjölskyldna þeirra, fólks í björgunarsatrfi og allra sem varða hamfarirnar.
 
með kærri kveðju,
Toshiki 
 
+++++      +++++ 
 
Bænastund verður haldin í Háteigskirkju fimmtudaginn 17. mars kl.18:00. Þar verður beðið fyrir japönsku þjóðinni, þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna og fyrir ættingjum og vinum í landinu. Ritningarlestrar, bænir, tónlist og kyrrð munu einkenna þessa bænastund og viðstöddum gefst kostur á að kveikja á bænaljósum. Bænastundin er í umsjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sr. Toshiki Toma og sr. Miyako Þórðarson. Allir eru hjartanlega velkomnir.


- Eftir Björgvini Þórðarson ; úr Hateigskirkja.is -
 
 

Rasisti! Ekki ég! Er það?


Ungt fólk úr æskulýðsfélögum kirkjunnar hitti jafnaldra sína úr öðrum áttum í Salaskóla síðastliðna helgi til þess að undirbúa Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti, sem er árviss viðburður.

„Þarna mættust unglingar sem komu úr ýmsum áttum, tóku þátt í trúðasmiðju, mannréttindasmiðju, leiklistarsmiðju og undirbjuggu kynningu á vikunni. Þetta heppnaðist mjög vel, opnaði huga þeirra fyrir hvað er hægt að gera og hvað við ætlum að gera," sagði Guðjón Andri Reynisson, æskulýðsleiðtogi í Neskirkju. „Á fimmtudaginn verðum við í Smáralind og vekjum athygli á þessu. Við viljum koma því á framfæri að fordómar eiga ekki að vera til staðar. Við viljum afhjúpa hvaðan þeir koma, innflytjendur verða fyrir fordómum og börn þeirra fyrir einelti í skólum."

Næstkomandi fimmtudag verða einnig atburðir á Glerártorgi á Akureyri og á Akranesi. Sunna Dóra Möller segur að unglingar úr æskulýðsfélögum kirkjunnar verði með uppákomu á Glerártorgi, sem og Adrenalín hópur og Breytendur á Akureyri til að vekja athygli á þessu mikilvæga máli.

Þema Evrópuvikunnar í ár er „Rasisti! Ekki ég! Er það?" og miðar að því að taka á duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna. Slíkir fordómar birtast einkum í hversdagslífinu og oft í setningum eins og þeirri sem birtist hér að ofan, setningum sem byrja sakleysislega en enda á orðum sem koma upp um fordóma. Í ár er lögð sérstök áhersla á að hvetja fólk til að líta í eigin barm og spyrja sjálft sig, á þetta við mig og ef svo er - hversvegna, og hvernig get ég gert betur?

Evrópuvika gegn kynþáttafordómum er árlegt samstarfsverkefni sem Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur utan um, og samstarfsaðilar í ár eru Þjóðkirkjan, Rauði kross Íslands, ÍTR og Alþjóðatorg ungmenna.


- Eftir Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur; á kirkjan.is -

 
 

Önnur söfnun - fyrir MND sjúklinga í Japan


Kæra fólk, 
Rauði Krossinn Íslands er nýbúinn að byrja á söfnun fyrir Japan og ég er mjö þakklátur fyrir það.
 
En í dag er önnur beiðni um söfnun komin til mín og því ég vil koma henni á framfæri hér niður.
 
****    ****    ****

Mér hefur nú borist beiðni um aðstoð frá MND félaginu í Japan (JALSA).Þeir eins og aðrir standa frammi fyrir gríðarlegum vanda.

Númer eitt núna er að koma því fólki til hjálpar sem býr heima meðöndunarvélar og verið er að taka rafmagn af í tíma og ótíma. 

MND félagið á Íslandi hefur ákveðið að senda 5000 dollara og auðvitaðmeira ef framlög berast.

Reikningurinn er: 1175-05-410900 (Þarf að merkja "Japan")

Kennitalan er: 630293-3089


Kærleikskveðjur
GuðjónSigurðsson
FormaðurMND félagsins
Formaður alþjóðasamtaka MND félaga
www.mnd.is<http://www.mnd.is>

 


RKÍ byrjar á söfnun fyrir Japan. Kærar þakkir!


Kæra fólk á Íslandi,
Innilega þakka ykkur fyrir jákvæðu viðbrögðin um áskorn um söfnun fyrir Japan.

Rauði krossinn er að fara af stað með söfnun vegna hamfaranna í Japan og verður almenningur hvattur til að gefa fé í söfnunina með því að hringja í síma 904 1500 (Upphæð verður 1.500kr jafnt)
Annars er hægt að leggja til framlag gegnum heimabanka; 
b.nr. 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. 
Þarf að skýrast "til Japans"
 
Ég veit að sjálfsögðu að efnahagsleg staða okkar er líka í erfiðleikum. 
Samt óska þess að sem flestir taki þátt í söfnun.
 
með þökkum,
Toshiki 



Ég bið RKÍ og Hjálparstarf kirkjunnar um að hefja söfnun fyrir Japan

Kæra fólk á Íslandi.

Eins og fréttir herma gríðarleg tjón stafaði af jarðskjálfta og "tsunami" flóðbylgjum sem skullu á víðar strendur Japans í kjörfar jörðskjálftans. 

Heildarmynd tjónsins er enn í óljósi, en fjöldi fórnarlamba mun verða fleiri en 10.000 samkvæmt upplýsingum frá Miyagi héraðsyfirvaldi. 

Japönsk sjónvarpsstöðvar láta fréttaþætti streyma á netið alla slólarhring, svo að allir geti skoðað bein útsendingu á netinu (á japönsku). Við Japanir sem eiga heima hér á Íslandi reynum að fylgja aðstæðum í Japan með því að horfa á beinum fréttum frá Japan. En þetta er bara hræðilegt, skelft og sorglegt að sjá. 

Í þessum aðstæðum óska ég innilega að Rauði Krosinn Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar veiti aðstoð til Japan og Japana með því að hefja söfnun á Íslandi. Okkur Japana langar að gera slíka söfnun sjálf, en við erum aðeins um fimmtíu talsins og það er ekki hægt að framkvæmda stór söfnun aðeins með okkar kraft.

Sumir geta hugsað eins og : "Er Japan ekki rík þjóð? Japan getur sinnt sjálfu sér", en í þetta skipti vantar Japan bersýnilega aðstoð frá útlöndum og hvatningu. 

Gott fólk á Íslandi, ég vona og ég trúi því að Ísleningar og einnig erlent fólk búset hérlendis séu með góða vilja til að veita hjálparhönd til Japans og gefa Japönum kærleika. Ef þið eruð sammála mér á þessu, vinsamlegat studdu mig með því að senda áskorn til RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar, og einnig með því að taka þátt í söfnun ef hún verður haldin.

með einlægni,  

Toshiki 

 

 


mbl.is Hátt í 4000 milljarða kr. tjón af völdum skjálftans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband