Barnæska


rain_drop.jpg
 
 
 
 
 
           Yrðu tár mín 
           að regndropum í sólskini
           eða frækornum appelsínu
 
           myndi ég láta þau falla
           einu sinni enn 


 

                                                                - Barnæska; júní 2009 TT -

 
 

Fagurfífill


oxeye-daisy-1.jpg
 
 
 
 
             Bros flýtur
             eins og kringlótt blaðra
             bundin við grænan þráð úr jörð
 
             og horfir upp til himins
             þar sem móðir sól þín geislar
 

 
                                                        - Fagurfífill; júní 2009  TT - 
 


20. júní: Alþjóðlegi flóttamannadagurinn


Alþjóðlegi flóttamannadagurinn - Opið hús

Á Alþjóðadegi flóttamanna næstkomandi laugardag, 20. júní, verður opið hús í Start Art listamannahúsi að Laugavegi 12b, frá kl. 13:00 til 15:00, þar sem ýmsir listamenn af erlendum uppruna koma fram. Gestum stendur meðal annars til boða að bragða á veitingum og kaffi frá ýmsum löndum, hlýða á framandi tónlist og horfa á dans. Að dagskránni standa Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðahús í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk. Markmiðið er að hafa gaman saman og kynna margvíslega menningarheima en um leið vekja athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Allir velkomnir. 

- úr fréttatilkynningu RKÍ - 

 


Mér þykir gaman að íslenskum ljóðum


Lengi var ég búinn að vanrækja það að skrifa í bloggi mitt. Aðal ástæaða var sú að ég var úti nokkrar vikur en allavega vandist ég auðveldlega því að gera enga færslu í blogginu. 
En maður á að vera virkur a.m.k. í helstu áhugamálum sínum (annars hvers vegna lifir maður!?) og ég reyni að ýta mér svo að ég verði virkari aftur hér í blogginu.Cool

Í vetur birti ég ljóð mitt sem hét “Blóm” hér: 


Blóm opnastí fyllingu tímans 
get ekki látið það flýta sér 

en kann að vökva 
og færa í sólargeisla 

kann að bíða 
jafnvel biðja 

Því mér er annt um blómið 


En ég var ekki ánægður með síðastu línu. Það er fáránlegt að segja “mér er annt um blómið” eða “mér þykir vænt um það”, þar sem það er augljóst ef maður les fyrstu línur að ég er hrifinn af blómið. 

Þannig var eg á leit við lokaorð í ljóðinu. Eftir þrjú mánuði fann ég loksins línuna sem hentar því. Nú er “Blóm” lítur út fyrir að vera eins og: 


Blóm opnast í fyllingu tímans 
get ekki látið það flýta sér 

en kann að vökva 
og færa í sólargeisla 

kann að bíða 
jafnvel biðja 

fyrir brosi yfir blómkrónum 
 
 
untitled2_865717.jpg
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinsamlegast ekki misskilja mig. Ég er ekki að segja að þetta þjóð sé gott kvæði eða ég sé duglegur í ljóðagerð. (I cannot be that arogant!) 
Það sem mig langar að segja er að það er gaman að semja ljóð og leita að orði sem er rétt og ánægjulegt til að tjá tilfinningu sína og að deila því með öðrum, jafnvel fyrir útlenskan mann eins og mig! Wink   

(Ég játa það að ég þurfti að fá aðstoð frá vini mínum og ljóðkennari minn, Davíð Stefánsýni til að tékka hvort væri rétt að segja “brosi yfir blómkrónum” eða “brosi yfir blómkrónur”. Ég kíkti í mörgum bókum en gat ekki fundið svar sjálfur.FootinMouth

Íslensk ljóð eru endalaus gamanefni fyrir mig og áhugaverð. 
Mmmmm, ég elska þau! Heart



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband