Ást, kynlíf og hjónaband


Málþing um kynheilsu og mannréttindi haldið
í Þjóðminjasafninu föstudaginn 3. október kl. 14:00 - 16:00


í tilefni af útkomu bókar
dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur með ofangreindum titli.

Guðrún D.Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands:
"Ofbeldi og mannréttindi"
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur:
“Réttindi kynverundar - hvað er langt í land?”
Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur:
“Menning, kirkja og hjónaband í hinsegin ljósi”
ÞorvaldurKristinsson, bókmenntafræðingur: "Samkynhneigðin og ástin"
sr. Bjarni Karlsson: "Samkynhneigð og kristin siðfræði"

Fundarstjóri er Helgi Hjörvar Alþingismaður

Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa og setja málþingið
og í lokin væri boðið upp á fyrirspurnir til hennar og framsögumanna



Málþingið er haldið að frumkvæði 40 menninga úr hópi presta og guðfræðinga sem láta sig baráttu fyrir mannréttindum og hjónabandi samkynhneigðra varða og í tilefni útkomu bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur, nýráðins lektors í guðfræðilegri siðfræði við HÍ með ofangreindum titli.
- eftir dr. Sigríði Guðmandsdóttur -  


Verða þeir að þykja "samþjappaður hópur manna" ?


Mikið virðist hafa verið rætt varðandi húsleit lögreglu við dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ og skoðanir hafa heyrst frá báðum megin með eða á móti slíkum aðgerðum.
Raddir frá lögregluyfirvöldum leggja áherslu á þá staðreynd að nokkurir af hælisleitendum voru grunaðir að fela sannargögn eins og vegabréf til þess að reynast að vera annar maður en viðkomandi segist eða söfnuðu peningum með því að stuðla að vinnu án atvinnuleyfis.

Hins vegar heyrit gagnrýni og efasemd að aðgerðunum líka. Hún er eins og t.d.:
A) Húsleitin átti að vera einungis við grunaða einstaklinga heldur en við “alla” hælisleitendur, B) Var lögreglan með rétt til að innheimta peninga sem fundust í húsleitinni strax í staðnum? eða C) Voru aðgerðirnar ekki ofharðar sjálfar og urðu óþarfa ógn til saklausra hælisleitenda?

Mig langar til að benda á nokkur atriði um málið.

Í fyrsta lagi, getur það verið staðreynd að nokkrir hælisleitendur standa á ranga forsendu eða reyna að svíkja eitthvað í máli sínu. En það þýðir ekki að lögreglan megi nota vald sitt yfir alla hælisleitendur, sem “samþjappaðan hóp manna”. Þeir eru ekki einn hópur frá upphafi, heldur þeir eru komnir smáum saman í sama húsakynni eftir að þeir sóttu um hæli. Húsleit ætti að vera framkvæmd einungis hjá hinum grunaða. Er þetta ekki grundvöllur lagakerfisins á Íslandi? Eða skiptir það engu máli ef hælisleitandi er að ræða?

Mér sýnist nú þegar tókst lögreglunni á nokkurn veginn það að móta ímynd um hælisleitenda sem “glæpagrunaða” og slík ímynd er fordómafull og slæm. Slík eru fordómar og vanþekking sem margir sem starfar í kringum hælisleitendur reyna að brjóta niður.

Í öðru lagi getur það líka staðreynd að nokkrir þeirra hafa unnið án leyfis og sparað peninga fyrir sig og þetta er brot á lögum. Ég myndi aldrei segja að slíkt væri í lagi, en ef við tölum um þetta atriði skulum við athuga við aðra hlíð málsins líka. Það er önnur staðreynd að lang flestir hælisleitenda verð að bíða þangað til sitt mál komi í endanlega niðurstöð og það tekur tvö til þrjú ár. Hingað til urðu þeir aðeins að eyða daga með engan tilgangi hvers dags. Ég þori að kalla svona ástöðu “andlega pyntingu”. Nú breytast löginn í þá átt svo að hælisleitendur mega vinna fljótlega eftir komu til landsins (þó að það séu skilyrði til staðar auðvitað) og mér finnst það sanngjarnt að skoða vinnu án leyfis hælisleitenda í þessari breytingu.

Síðast en ekki síst, tel ég að sú staðreynd má ekki gleymast að það er fólk í heiminum sem verður að leita hælis í öðrum löndum en í heimalandi sínu. Margar þjóðar viðurkenna hana og reyna að virða réttindi flóttamanna og hælisleitenda eins og sést í Flóttamannasamningnum SÞ (1951, viðbótarákvæði 1967) og mér skilst Ísland er aðildarríki þess. Það eru til staðar ýmsar frekari reglur og samkomulag meðal þjóðanna, en allt á að styðja gruntilganginn, sem er að virða mannréttindi flóttamanna og vernda.

Þegar ég hlusta hvernig embættismenn í yfirvöldum tala um mál hælisleitenda hérlendis eins og t.d. um mál Paul Ramses eða um þetta mál um húsleit, sýnist mér eins konar ruglingur eigi sér stað hvað í hælismálum er aðalatriði og hvað er fylgisatriði.

Er æðist atriði í hælismálum ekki ávallt að reyna að taka á móti flóttamönnum sem leita hælis og vinna á þessari forsendu, fremur en að ganga á forsendu efasemdar, þó að það sé jú nauðsynlegt að kanna nánara um mál? Sérhver lög og reglur eiga sinn anda og tilgang, sem samræmist við hugtak mannréttinda. Mega þau ekki gleymast sérstaklega meðal dómsmálayfirvöldanna?



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband