Starfstengd íslenska

Í Morgunblaðinu 19. september sl. birtist frétt um atvinnuleysi Pólverja hérlendis. Atvinnuleysi erlendra ríkiborgara mælist rúm 8% en 60% af þeim hópi eru Pólverjar. Í greininni var bent á að ein helsta hindrunin fyrir Pólverja (og aðra útlendinga) á vinnumarkaði væri ónóg kunnátta í íslensku.

Margir vinnuveitendur setja nú stífari skilyrði varðandi íslenskukunnáttu en áður. Í greininni segir Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri vinnumiðlunar- og ráðgjafarsviðs hjá Vinnumálastofnun: „Við erum að leggja mat á þörf fyrir íslenskunám, hvort það þurfi að skipuleggja með öðrum hætti en við höfum gert. Það virðist ekki hafa skilað þeim árangri sem vænta mætti."

Síðan benti hún á hugsanlega nauðsyn þess að kenna íslensku tengda starfsgreinum.

Sú ábending að íslenskukunnátta sé mikilvæg fyrir innflytjendur er alls ekki ný af nálinni en umræðan snýst þó sjaldan um hvers konar íslensku innflytjendur eigi að læra og að því leyti fagna ég orðum Hrafnhildar.

Hún bendir raunar einnig á það að, réttilega, að fyrir hrun höfðu margir útlendingar lært íslensku samhliða vinnu sinni, en eftir það virðist íslenskukennsla útlendinga hafa farið fyrir ofan garð og neðan og er tilviljunarkenndari.

Þá er fólk ekki alltaf meðvitað um hversu umfangsmikið eigið tungumál er, eins og t.d. íslenskan. Fagorð eru til dæmis mjög mismunandi og lögfræðingur notar önnur orð í vinnu sinni en sá sem vinnur í blómaverslun eða leikskóla.

Ég uppgötvaði þetta sjálfur þegar ég hóf íslenskunám fyrir tuttugu árum á námskeiði í Háskóla Íslands og kaus fremur að læra „kirkjulega íslensku", þar sem ég er prestur, frekar en að læra hvaða orð eru notuð yfir eldhúsáhöld á íslensku (sem er dæmigert námsefni í háskóla).
Ég held að ég hafi valið „starfstengda íslensku" án þess að hafa þá skýra meðvitund um slíkt hugtak. En á þeim tíma var brýn nauðsyn á því til að ég gæti starfað sem prestur.

Ég tel því best fyrir innflytjendur sem ætla að vinna hér að læra „starfstengda íslenska" í ákveðinni starfsgrein. Fólk lærir síðan smám saman íslensku á öðrum sviðum.

Það er mjög auðvelt að segja við innflytjendur: „Lærið íslensku", en það er torvelt verkefni fyrir okkur. Sérstaklega þegar innflytjandi er enn að fóta sig í nýju landi og veit ef til vill ekki hvernig á að bera sig að til þess að hefja íslenskunám.

Það er mín skoðun að það sé ekki bráðnauðsynlegt fyrir innflytjanda að byrja á að læra heitin á mat og eldhúsáhöldum á meðan hann vill fá vinnu sem fyrst t.d. í byggingargeiranum eða er ef til vill byrjaður að vinna. Íslenskukennslan ætti að miðast fyrst og fremst við starfsvettvang hans.

Ég óska þess innilega að við tökum enn eitt skrefið til framfara í íslenskunámi fyrir innflytjendur og miðum þá við þarfir þeirra á vinnumarkaði.


-Fyrst birt á Mbl. 26. september 2012- 


Kínverjar sendu herskip til eyjanna

Í dag 18. september er minningardagur um ,,Liutiaohu Incident" í Kína á árinu 1931, sem varð að upphafi innrásar Japana á Kína fyrir heimsstyrjöldinni síðari. 

Í þessu tilefni hafa margar mótmælasamkomur gegn Japan verið haldnar víða í Kína og jafnt sem í mörgum borgum utan Kína. Slík mótmæli voru haldin hér á Íslandi líka fyrirframan sendiráð Japans á Laugarvegi.

Á baki við þessi mótmæli liggur umdeilt mál sem varðar ,,Senkaku-eyjurnar", sem Japan, Kína og Taiwan krefst eiginn eignarréttar. 

Mótmælasamkomur virðast hafa misst stjórn á sér stundum og urðu að óeirðum, sérstaklega í Kína. Æst fólk brjót inn í japanskar veitingarstaði, skemmdi verksmiðju japanskra fyrirtækja eða brann japanska bíla.
 
Nú eru flest japönskum fyrirtækjum í Kína lokað og Japanir dvelja í heimili sínu. Nokkur ofbeldistilfelli gegn japönskum einstaklingum hafa einnig verið tilkynnt og ferðamenn frá Japan óttast að vera þekktir sem Japanir. 

Ég tel ,,Senkaku-eyjurnar" tilheyra Japan miðað við sögu okkar og þær hafa ekkert samband við nýlendastefnu Japans í fyrri hálfum 20. aldarinnar. En hvað sem maður álítur málið um eyjurnar, réttlætist ekki ofbeldisfull framkoma gagnvart fólki eða einstaklingi sem ber ekki neina beina ábyrgð á málinu. 

Það sem stjórnvöldin Kína eiga að gera núna er ekki að senda landahelgigæsla til ,,Senkaku", heldur róa fólk sitt og setja samfélagslíf aftur í frið. 

Kínversk þjóð er orðin sterk og rík í efnahagslegu svíði. Verður hún ekki að sanna þá á næstunni að Kína er einnig orðið þjóð þar sem almenn siðmenning og réttlætiskennd ríkur?  
Annars álit þjóða í heiminum á Kína mun ekki bætast.     

 


Aðlögun að íslensku lífi

Er aðlögun að íslensku lífi erfitt verkefni fyrir innflytjendur?„Já": svara ég, sem einn af innflytjendum hérlendis, þrátt fyrir þá staðreynd að ég er búinn að búa hér í 20 ár. Það fer að sjálfsögðu talsvert eftir manni sjálfum en ég held að það séu aðeins örfáir innflytjendur sem myndu segja að aðlögunin væri auðveld.

Ein af ástæðunum sem margir hafa bent á, fyrst og fremst, er tungumálið. Íslenskt tungumál er erfitt mál að læra og ná góðum tökum á. Ég er sammála því að tungumálið er eitt af því sem torveldar aðlögunina. En það eru einnig önnur atriði og mig langar að segja frá þeim en taka um leið fram að ég er ekki að ásaka Íslendinga. Aðlögun á að vera gagnkvæm: innflytjendur sem búa í íslensku samfélagi eiga að huga að því en íslenska samfélagið á líka að huga að innflytjendum. Ég vona að þetta sé efni til umhugsunar.

Þétt samskipti manna

Það sem er sérstakt á Íslandi er sú staðreynd að margir, þó ekki allir, þekkjast. Margir þekkjast síðan úr leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og síðan háskóla. Sumir fara út í nokkur ár og koma til baka aftur og starfa á höfuðborgarsvæðinu, eignast fjölskyldu og halda þannig áfram.

Venjulegur Íslendingur á því yfirleitt marga æskuvini og ættingja í kringum sig. Þetta er alls ekki sjálfsagt mál í öðrum hlutum heimsins. Í heimaborg minni, Tókýó, hitti ég t.d. aldrei bekkjarbróður minn á förnum vegi, aðeins ef ég hyggst gera það og plana.

Nú lýsi ég á frekar ýktan hátt því sem ég vil koma á framfæri. Samskipti fólks eru mikil og þétt, líkt og Íslendingar væru ein stór fjölskylda. Þetta þéttriðna net samskipta gerir innflytjendum erfitt fyrir og mörgum finnst erfitt t.d. að eignast íslenska vini. Oftast upplifir innflytjandi sig einangraðan, eins og í einangrun, á ákveðnu tímabili fyrst eftir að hann kemur hingað. Innflytjendur þarfnast vina en hins vegar þarfnast Íslendingar engra nýrra.

Það eru ekki fáir innflytjendur sem segja:„Ég býð Íslendingum í kaffisopa heim til mín en mér er ekki endilega boðið til þeirra." Þannig að það endar með að innflytjendur verða að vinum annarra innflytjenda.

Hið þéttriðna net samskipta getur einnig haft hagnýt áhrif. Ég ætla að vitna aftur í dæmi sem ég tók fyrir nokkrum árum. Þegar innflytjandi sótti um bankalán, þurfti hann að gera allt samkvæmt reglum. En Íslendingur sem ég þekkti fékk aðra afgreiðslu og lánið raunar mjög fljótlega.„Útibússtjóri þarna er æskuvinur minn", sagði hann.

Sameiginleg reynsla og upplifun

Þéttriðið net samskipta fólks á Íslandi birtist einnig á annan hátt líka. Íslendingar hafa deilt sömu reynslu og upplýsingum saman lengi sem smáþjóð. Því er fátt sem þeir þurfa að útskýra sín milli, hvort sem það er sagan sjálf eða þau málefni sem eru í umræðunni hverju sinni, nú eða slúðrið. Þetta er alveg sérstakt. Í Japan eiga Tókýó-búar ekki svo mikið sameiginlegt með íbúum Osaka, t.d. hvað varðar sögu svæðanna og héraðsmenningu.

Innflytjendur hafa ekki upplifað þessa sameiginlegu reynslu Íslendinga og upplýsingamiðlun. Það er því stundum erfitt að spjalla við Íslendinga og fylgjast með því sem er að gerast.

Ofangreint er ýkt mynd og mikið um alhæfingar en ég nota þau til þess að leggja áherslu á ýmislegt sem hindrar innflytjendur í að komast í samskipti við Íslendinga. Ég er alls ekki að ásaka Íslendinga. Ég held að við, innflytjendur og Íslendingar, verðum sameiginlega að komast yfir þessar hindranir og byggja upp gagnkvæman skilning og aðlögun hvorir að öðrum. Mér þætti mjög vænt um að sem flestir Íslendingar íhuguðu þessi atriði og hugsuðu hvernig þeir gætu nálgast okkur innflytjendur og jafnframt hvernig þeir geti hjálpað okkur að blandast inn í íslenskt samfélag.

- Birtist fyrst á Mbl. 29. ágúst - 

 


Tul hamingju, Jón Margeir!

Innilega til hamingju með Jón og Íslesnku þjóðina!!! v(^_^)
Þetta er að sjálfsögðu árangur einstaklings, en samt þýðir skílur árangur í íþróttum oftast hvatningu til heildarþjóð sína.
Mig langar að klappa hjartanlega fyrir honum!!!
mbl.is Jón Margeir: Gullið fær sinn vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband