7.11.2011 | 11:58
Er fjölmenning málefni fyrir konur?
Ég tók þátt í ráðstefnu "Brjótum múra" sem var haldin á föstudaginn og laugardaginn sl. Rauði krossinn Akranessdeildar og Akraneskaupastaður héldu ráðstefnuna og hún var um fjölmenningu á Íslandi og innflytjendamál.
Ráðstefnan var mjög skemmtileg en fyrir utan innihaldið sjálft og umræðuna varð ég forvitinn um eitt atriði. Eftir því sem ég taldi gróft, voru meira en 80 prósent þátttekendanna konur.
Satt að segja, tók ég þetta fyrirbæri fyrir næstum tíu árum og skrifaði stutta grein um málið til að spyrja hvort málefni fjölmenningar og innflytjenda þættir kvennamál.
En síðan kom tímabil þegar mikil aukning innflytjenda eftir árið 2005 og hún olli einnig aukningu starfa sem tengdu við málefnið. Og þá héld ég að kynjaójafnvægi kringum áhugafólk um fjölmenningar-og innflytjendamál hefði jafnast aðeins út.
En var staðan komin í sömu aðstæður aftur eftir kreppurnar? Ef það er það, hvers vegna? Ágiskan sem mér hefur dottið í hug er sú að maður getur ekki grætt á þessari málsgrein mikið. Sem sé, getur þetta málefni ekki verið mikið viðskiptatækifæri. Málefnið er í eðli sínu velferðarmál og því kallar það ekki virkan áhuga karlmanna yfirleitt.
Að sjálfsögðu er þetta bara ágiskan mín, en ekki niðurstaða könnunar eða eitthvað slíkt. En er það fleiri túlkun á þessari fyrirbæri eða útskýring?
Það verður önnur ráðstefna um "integration" innflytjenda hjá HÍ 14. - 15. nóvember. Ég er forvitinn hvernig kynjajafnvægi verður þar!
6.11.2011 | 10:37
Hjörtu úr gulli
Landsmót Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar sem var haldið um helgina 28. október til 30. tókst rosalega vel með 500 unglingum. Landsmótið var með yfirskriftinaHjörtu úr gulli", en hvaðan komu þessi orð?
Á mótinu var Japan mikið í fókus. Unglingar tóku þátt í ýmsum hópastarfum sem tengd voru japanskri menningu eins og t.d.Sushi",Manga(teiknamyndum)" eðaJapanskri tísku". Markmiðið var söfnun fyrir japönskum börnum sem eiga í erfiðleikum vegna jarðskjálftanna og flóðbylgnanna í mars sl. en unga fólkið safnaði dósum og kallaði eftir samskotum í bænum.
1.120 börn yngri 20 ára misstu annað foreldri eða bæði, og helmingur þeirra eru 7 til 15 ára í aldri. Mikið fleiri þjást af áfallastreituröskun. Tvennt blasir við í aðstæðum barna í hamfarasvæðunum: í fyrsta lagi börnin vantar mannleg samskipti til að komast yfir slæma reynslu sína. Og í öðru lagi vantar það búnað í skóla og skóladót til að skólalíf barna falli í eðlilegt horf.
Mörg samtök í Japan veita aðstoð til hamfarasvæðanna að sjálfsögðu, en þörfin er mikil. Eitt þeirra samtaka heitaHjörtu úr gulli" og þau hjálpa börnum einmitt í ofangreindum atriðum. Peningar sem unglingar í ÆSKÞ safna eiga að fara til Nobiru-grunnskólanns, sem er í miðju hamfarasvæðanna, gegnum hjálpasamtökinHjörtu úr gulli".
Ég tók þátt í hluta landsmótsins ásamt nokkrum samlöndum mínum. Ég var hissa, satt að segja, í fræðslustund í byrjun um hvers vegna við hjálpum öðrum í neyð, þar sem allir hlustuðu á fyrirlesarann virkilega vel án þess að spjalla sín á milli eða vera með læti. Og síðan í frjálsri stund urðu þeir aftur kraftmiklir unglingar með brosandi andlit.
Það er hluti af því að vera almennileg manneskja að hugsa til fólks í neyð. Engu að síður gleymist þetta oft í hversdagslífi okkar, eða það er hunsað virkilega. Því finnst mér stórkostlegt að unglingar í ÆSKÞ sýndu frumkvæði í að taka söfnun til barna í Japan að sér og fræðast um málið.
Ég vona að söfnunin verði tækifæri líka til að móta mannleg samskipti milli unglinga á Íslandi og japanskra barna og eftir mótið þróist þau þannig að japönsk börn komi í heimsókn til Íslands og öfugt.
Sem japanskur einstaklingur hérlendis langar mig að þakka ÆSKÞ og unglingunum fyrir hlýju hugmyndina þeirra og framtakið. Þeir verða leiðtogar íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. Ég óska innilega þess að þeir verði leiðtogar meðhjörtu úr gulli". Þá verður framtíð Ísland björt.
-Fyrst birt í Mbl. 5. nóv. 2011-
3.11.2011 | 20:02
ÁFRAM AMAL!
Fyrst erlendra kvenna á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2011 | 12:09
Smábörn fái að læra móðurmál sitt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook
8.10.2011 | 11:39
Hælisleitendur, inni eða úti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook
1.10.2011 | 14:39
Um sérþjónustu kirkjunnar
Sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur, skrifaði ágæta grein um sérþjónustu kirkjunnar sem birtist í Morgunblaðinu 3. september sl. Mig langar að bæta nokkrum línum við frá eigin brjósti mínu. Ég verð að takmarka mál mitt við sérþjónustu presta vegna takmarkaðs rýmisins en það þýðir alls ekki að mér finnist lítið til þjónustu djákna koma eða annarrar starfsemi kirkjunnar.
Á Íslandi starfa nú á vegum þjóðkirkjunnar 16 sérþjónustuprestar. Sumir starfa beint fyrir kirkjuna en aðrir eru ráðnir á stofnanir eins og á sjúkrahús eða elliheimili. Dæmi um þá sem eru ráðnir beint af þjóðkirkjunni eru t.d. prestur fanga, prestur heyrnarlausra, prestur fatlaðra, prestur innflytjenda og sjúkrahúsprestur á LSH.
Hvað er sérstakt?
Hvað þýðir sérþjónusta presta? Hvað er sér í þjónustunni? Mér skilst að orðið sérþjónusta hafi tvær merkingar hér á landi. Fyrsta merkingin er sú að sérþjónustuprestar annist aðallega kærleiksþjónustu. Yfirleitt og almennt þýðir það að prestar sjái um ýmiss konar þjónustu við fólk sem á í sérstökum erfiðleikum eins og t.d. líknarþjónustu, þjónustu við fátæka, fanga og svo framvegis. Þjónusta af þessu tagi er kölluð Diakonia á þýsku eða diakoni á sænsku, sem þýðir að þjóna en þetta orð er nátengt hugtaki um samfélagsvelferð í kristnum anda.
Mér virðist svolítið einkennilegt að Íslendingar skuli nota orðið kærleiksþjónusta til að segja frá Diakonia. Að sjálfsögðu er öll þjónusta kirkjunnar kærleiksþjónusta og því er það ekki hægt að aðskilja ákveðna þjónustu frá almennri þjónustu kirkjunnar í nafni kærleiksþjónustu. Þetta hljómar eins og smáatriði en ef þjónusta við fátæka eða fanga er sérstök kærleiksþjónusta, þá gæti hún valdið óþarfa og óæskilegri aðgreiningu á þjónustu kirkjunnar. Þess vegna þurfum við að hugleiða þetta. Diakonia er grunnþjónusta kirkjunnar og er alls ekki sérþjónusta í raun. Til þess að forðast misskilning: það er ekki rétt heldur að hugsa að Diakonia sé þjónusta sem einungis djáknar veita. Diakonia í þessu samhengi er mun stærra hugtak. ,,Diakonia" er einnig grunnþjónusta presta sem svokallaðir ,,sér"þjónustuprestar sinna því í meira mæli í samanburði við presta sem starfa í söfnuðum.
Önnur merking sem orðið sérþjónusta bendir til er sú að starfshættir sérþjónustupresta séu oftast öðruvísi en venjulegra sóknarpresta. Það sem er sérstakt hér er ekki þjónustan sjálf heldur starfshættir prestsins. Víst eru starfshættir nokkurra sérþjónustupresta frábrugðnir hefðbundnum háttum sóknarpresta. Hin hefðbundna hugmynd um kirkjulíf er að grunneining hennar er sóknin og kirkjuhúsið hennar. Sóknin er landfræðilega ákveðin og hún er samtímis samfélag þeirra íbúa sem þar búa. Hefðbundið kirkjustarf byggist því í raun á landfræðilegum ramma.
Sérþjónustupresturinn hefur á hinn bóginn enga landfræðilega sókn, starfshættir hans byggjast fyrst og fremst á þörf viðtakanda þjónustunnar, án tillits til hvar hann er staddur. Það er því enginn landfræðileg aðgreining. Sérþjónustupresturinn þarf hins vegar að hafa góða þekkingu á málefnum þess fólk sem hann sinnir sérstaklega umfram kristilega þekkingu sína. Það er t.d. nauðsynlegt að kunna táknmál til þess að geta þjónað heyrnarlausu fólki. Þokkaleg þekking á sjúkdómum og læknismeðferðum er ómissandi til þess að þjóna á spítala. Það sama má segja um grunnþekkingu á meðal þeirra sem þjónusta fanga, innflytjendur eða fólk sem er þroskahamlað.
Sama grunnþjónusta kirkjunnar
Tilgangur sérþjónustu presta er hins vegar alveg sá sami og þjónusta presta í sóknum. Hann er að boða fagnaðarerindi Jesú Krists í orði og verki. Ég kýs þó persónulega að segja að tilgangurinn sé að þjóna fólki í kærleika Jesú á þeirri forsendu að allir eru Guðs börn. Munurinn á sérþjónustunni og hefðbundinni þjónustu snýst fyrst og fremst um hvernig prestur veitir fólki þjónustu sína.
Þannig er sérþjónusta presta raunar ekki sérstök í dýpri merkingu, heldur er hún grunnþjónusta eins og hefðbundin, kirkjuleg þjónusta. Mér þykir leitt að finna að sá misskilningur og sú vanþekking skuli enn vera til staðar innan kirkjunnar að sérþjónustuprestar brjóti gegn þeirri einingu kirkjunnar sem byggist á sóknum og myndi sérhóp. Það er ekki tilgangur sérþjónustupresta að mynda sérhóp innan kirkjunnar og aðskilja fólk frá sókninni sinni, heldur veita þeir þjónustu við ákveðnar aðstæður þegar brúa þarf bilið á milli þess sem fólk þarf af kirkjulegri þjónustu en kemst ekki í hefðbundnar messur eða getur ekki þegið þjónustu á sama hátt og aðrir í sókninni. Draumsýnin er sú að allir mætist í sama kirkjuhúsi og sömu messu. En stundum þurfa sumir að fara lengri leið áður en draumurinn rætist.
Það var til mikillar gæfu sem eftirfarandi orð komust í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar sem var lögð til kirkjuþings árið 2010, og kirkjuþingið samþykkti megináherslur hennar: Sérþjónustuprestar séu ráðnir til að sinna grunnþjónustu kirkjunnar þar sem henni verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti á vettvangi sókna. Ég álít að þetta sé fagnaðarefni og stórt skref fyrir alla í kirkjunni og þjóðfélaginu. Við förum þessa leið.
-Fyrst birt í Mbl. 28. september 2011, með smábreytingu-
9.8.2011 | 14:00
Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri
27.7.2011 | 11:44
„Nadeshiko“ Japan og þakklæti Japana til heimsins
Kvennalandslið Japans í knattspyrnu, Nadeshiko" Japans, vann í fyrsta sinn heimsmeistaratitilinn á dögunum. (Nadeshiko" er blóm sem er kallað dianthus" og oft notað sem tákn japanskrar konu á meðal Japana). Japan spilaði úrslitaleikinn á móti sterku bandarísku liði, sem í raun stjórnaði leiknum 80% af leiktímanum. En þrátt fyrir það unnu japönsku stelpurnar leikinn.
Sigurinn var óvæntur fyrir marga í heiminum. Margir fjölmiðlar fjölluðu um sigurinn sem verkefni: Japanska liðið hafði sérstakt verkefni, að færa gleði og von til þjóðar sinnar sem þjáðst hefur vegna stóru jarðskjálftanna og flóðbylgnanna."
Mér finnst þetta vera rétt ábending. Eftir úrslitaleikinn sagði Norio Sasaki, þjálfari liðsins, að liðið hefði annað erindi fyrir utan fótboltann sjálfan. Það væri að sýna heiminum þakklæti fyrir þann stuðning sem hann hefði sýnt japönsku þjóðinni eftir hamfarirnar og einnig að gefa Japönum von og kraft fyrir framtíðina.
Fyrir nokkrar af stelpunum virðist þetta markmið jafnvel hafa verið enn persónulegra. Eftir því sem ég best veit voru þrjár þeirra frá hamfarasvæðinu auk Sasaki, þjálfarans. Miðvörðurinn, Aya Sameshima, nr. 15, tilheyrði t.d. fótboltaliðinu Tokyo Electricity" og starfaði í því kjarnorkuveri sem olli geislalekanum eftir jarðskjálftann....
Halda á fram að lesa hér:
http://www.tru.is/pistlar/2011/7/nadeshiko"-japan-og-þakklæti-japana-til-heimsins
8.7.2011 | 21:10
Aðstoð við innflytjendur í hversdagslífi
Þegar slíkar spurningar eða beiðnir um yfirlestur berast, reyni ég alltaf aðsvara og útskýra eins vel og mér er kostur. Í fyrsta lagi er það vegna þess aðmér líkar vel að fólki sýni móðurmáli mínu og menningu áhuga en það er einnigvegna þess að ég er svo þakklátur fyrir þá aðstoð sem ég fæ við íslenskuna frávinum mínum að ég vil gera hið sama fyrir Íslendinga sem eru í svipaðri stöðu.
Í hvert sinn sem rætt er um lífskjörinnflytjenda á Íslandi eru rædd er bent á mikilvægi þess að þeir hafi kunnáttuí íslensku máli: Íslenskt tungumál er lykillinn að samfélaginu og þess vegnaeigi innflytjendur að læra það. Ég er sammála þessari ábendingu á eftirfarandigrundvelli. Íslenskan er hagnýtt verkfæri til að lifa á Íslandi og er hluti afmenningarlegum kjarna Íslendinga. Langflestir Íslendinga óska þess að hún verðieinnig tákn sem sameinar fjölmenningarlegt samfélag.
Halda áfram að lesa hér:
http://www.tru.is/pistlar/2011/7/a%C3%B0sto%C3%B0-vi%C3%B0-innflytjendur-i-hversdagslifi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook
1.7.2011 | 11:44
Uggvænleg þróun hælismála á Norðurlöndum
Nú hef ég áhyggjur af þróun hælismála á Norðurlöndum. Það er um regluna Non-refoulement",sem bannar að senda hælisleitanda til baka til heimalands síns þar sem viðkomandióttast að vera þar í lífshættu eða sæta ofsóknum.
Að sögn hælisleitendasem ég hitti sjálfur og hlustaði nýlega á á Íslandi voru þrír einstaklingar af7-8 manns sem höfðu verið sendir heim frá Norðurlöndunum þar sem þeir sóttufyrst um hæli. Hefur einhver áhuga á að vita hvað beið þeirra í heimalöndunum? Lögregluþjónarbiðu eftir mér á flugvellinum og ég var settur beint í fangelsi," sagði hver ogeinn þeirra, en dvalartími þeirra þar var misjafn. Einn var tvö ár í fangelsi.Hælisleitendurnir segjast hafa borið vitni um hvernig heimsending" þeirramyndi enda.
Non-refoulement"er grundvallarregla sem 33. gr. samnings um réttarstöðu flóttamanna hjá SÞ frá1951 kveður á um. Auðvitað er þetta ákvæði mjög mikilvægt og margs konar atriði/kerfií kringum flóttamannamál byggjast á þessari grunnreglu. Ef þessi grunnregla er álitinveigalítil í hælisumsóknum einstaklinga skekur það heildarkerfið og réttarstaðahælisleitenda fer aftur um sextíu ár. Þetta er því alvarlegt mál.
Þetta snertirjafnframt annað alvarlegt mál sem ég hef áhyggjur af. Eins og við vitum er Evrópusambandiðmeð Dublinarreglu og Noregur og Ísland eru aðilar að henni með sérsamningi. Íreglunni er kveðið á um að fyrsta landið þar sem manneskja sækir um hæli skalbera ábyrgð á því máli og leiða það til lykta. Ef einstaklingur sækir um hæli ínýju landi á meðan fyrsta umsókn hans er enn í meðferð í ríkinu þar sem hælisleitandileitaði fyrst skjóls á það land sem fær aðra umsókn að senda viðkomandi afturtil fyrsta lands.
En forsenda þesskerfis er að hvert og eitt land kanni hælisumsókn vel og sinni hennialmennilega. Ef fyrsta land, sem á að bera ábyrgð á ákveðinni hælisumsókn, sýnirmálinu kæruleysi eða brýtur reglurnar stenst Dublinarreglan ekki.
Ef nokkur löndsinna hælisleitendamálum ekki nægilega vel og senda umsækjanda til baka tilheimalands síns þrátt fyrir að hann þurfi raunverulega að óttast ofsóknir ogjafnvel um líf sitt er slík ákvörðun brot á grundvallarreglum Non-refoulement".En það sem er jafn slæmt er að þetta útilokar möguleika á annarri umsókn"fyrir viðkomandi hælisleitanda.
Synjun sem hælisleitandi fær einu sinni fylgir honum alla tíð og þótt honumtakist að flýja heimaland sitt aftur og sæki um hæli í öðru landi verður hannsjálfkrafa sendur til baka, aðeins vegna hirðulausrar ákvörðunar sem hann fékk ífyrstu tilraun. Það er starfsregla, t.d. í Kanada, að skoða sögu hælisleitandaog hvort viðkomandi hafi fengið synjun í einhverju landi í Vestur-Evrópu áður.Ef svo reynist er umsókn hafnað án þess að fara í málsmeðferð.
Mig langar að ítrekatvennt að lokum. Í fyrsta lagi eiga slík brot (eða mjög grunsamleg aðgerð umbrot) sér stað núna í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þetta eruekki vanþróaðar þjóðir í mannréttindamálum, heldur þjóðir sem hafa lagt mikið ávogarskálarnar í þeim efnum. Við verðum að vera vakandi svo að þróunin verðiekki of neikvæð í framtíðinni, en til þess megum við ekki lengur horfa á Noregeða Svíþjóð með okkar jákvæðu" fordómum eins og þau brjóti aldrei alþjóðlegasamninga í mannréttindamálum.
Í öðru lagidvelja hælisleitendur í ofangreindum aðstæðum - fólk sem hefur reynslu af því aðhafa verið sent aftur til heimalands og fólk sem óttast endursendingu tilheimalands frá Noregi - núna á Íslandi. Hvernig bregst íslenska yfirvaldið við íslíkum tilfellum? Mér skilst að það sé ekki auðvelt að finna lausn á þessum málumen samt óska ég þess að réttlætið verði efst í forgangsröðinni á meðal hlutaðeigandi.
- Fyrst birt á FrB. 30. júlí 2011-
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook