Færsluflokkur: Tónlist

Eurovision - stór skóli um fjölmenningu?

Ég þekkti um Eurovision síðan ég hafði verið litið barn. Þó að heimaland mitt, Japan, sé í svokölluðu svæði ,,Far East" og alls ekki innan ramma Evrópu, hefur Japan verið stöðugt undir áhrifi tónlistar frá Bandaríkjunum og einnig frá Vestur-Evrópu.

Að sjálfsögðu hlustuðum við Japanir hefðbundna japanska tónlist daglega líka  á þeim tíma þegar ég var lítill, en yngri kynslóð fannst gaman virkilega að snerta ,,pop music" frá Bandaríkjunum, Bretlandi eða Frakklandi. Ég held að þetta sé óbreytt enn í dag. Sem betur fer, er Ísland líka mjög vinsæl þjóð meðal Japana vegna tónlistar sinnar.

Ég man sjálfur að ég hlustaði á Sylvi Vartan eða Udo Jurgens sem unnu í Eurovision (æ, þau voru þar fyrir löngu og ég held að ég hlustaði á lög þeirra sem ,,oldies" árum eftir söngvakeppni!)  eða Abba eða Marie Myriam (ég fylgdist þeim á sömum dögum).

Allavega eru flestir Japanir í dag vanir því að hlusta á bandaríka eða vestræna tónlist. Mér finnst það vera í lagi að fullyrða að svona tónlist er orðin hluti japanskrar menningar að vissu leyti. Með öðrum orðum hlustar flestir Japanir á vestræna tónlist mjög eðlilega, og að mínu mati, þeim finnst ekki hún vera framandi tónlist.

Undanfarin ár, eftir að margar þjóðir höfðu verið sjálfstæð ríki frá gömlu ,,sameinuðu þjóðunum" virðist ríkjandi tónlistar,,stíll" hafa breyst í Eurovision. Sem sé, sýnist mér að slafnesk tónlist eða lag með slafneskum ívafi hafi fengið meira áfrif í söngvakeppninu en áður.

Og úti af þessari breytingu fannst mér Eurovison vera ekki lengur skemmtilegt síðastu ár, af því að ég var vanur vestrænni tónlist sem maður alinn upp í Japan. Þetta eru ekki rök, heldur tilfinningarleg viðbrögð og því get ég ekki ráðið því. Og ég hafði ekki hugsað um málið meira en það, af því að það var ekkert alvarlegt mál fyrir mig. 

En þagar betur að gáð, held ég að þetta fyrirbæri sé akkurat birting fjölmenningar. Í fjölmenningunni mætum við ýmislegum hlutum sem við erum ekki vön að sjá eða hlusta. Sumir hlutir geta verið framandi og heillandi og aðrir geta verið leiðinlegir a.m.k. þangað til við verðum vön þeim.

Ég get ekki sagt að sjálfsögðu að ,,Hej, öll lög í Eurovision verði í vestrænum stíl! Annars get ég ekki notið þess" og slík hugmynd er jú ,ekkert annað en ,,cultural imperialism". Fjölmenning krefur okkur um að við gerum fyrirhöfn til að kynnast við ókunnuga hluti.

Ef til vill er Eurovision risastór skóli um fjölmenningu.  

Að lokum, ÁFRAM EYÞÓR INGI, ÁFRAM ÍSLAND!!  Wizard


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband