15.10.2007 | 08:16
Líf með fjölskyldu - saga einstæðs föður
Ég bý með börnum mínum þessa daga. Málið þróaðist þannig að móður barnanna minna, s.s. fyrrverandi konan mín, er núna í námsleyfi og hún fékk tækifæri til að stuðla að námi í Bretlandi. Og hún fór þangað í byrjun september og verður þar þangað til desember.
Á meðan á ég að passa börnin mín eða börnin passa mig, he he


Þannig hófust dagar mínir sem einstæðs föður. Nú þegar er einn mánuður liðinn en í stuttu máli sagt gengur allt vel og mér liður afskaplega vel!! Já, að sjálfsögðu fylgir ýmislegt sem aukaverkefni eins og að skutla þau þegar veður er mjög slæmt eða að þvo þvotta á hverjum degi (raunar gerir vélin það, ekki ég). Samt finnst mér þetta gaman.
Meðal annars er að elda mat. Að elda mat var aðal áhugamál mitt lengi. Ég byrjaði að elda þegar ég var í studentabú prestaskólans míns fyrir 20 árum. Og síðan var ég að elda sjálfur á hverjum degi þ.á.m. 9 ár þegar ég var giftur. En eftir að ég skildi við konuna mína fyrir 7 árum, varð það ekki svo spennandi og þar til. Ég nenni ekki að elda mat aðeins fyrir mig sjálfan lengur.
En þessa daga er eldamennskan mín komin upp aftur úr geymslu og ég nýt þess að elda handa krökkunum mínum. Mér finnst gaman að elda hversdagsmat fremur en að búa til party mat fyrir gesti. Að elda hversdagsmat er ekki aðeins að elda mat, eins og þið vitið. Það innifelur sér að hugsa um jafnvægi næringa, að reikna kostnað, að nota afgang frá liðnum degi o.fl. Mér finnst svona bara gaman!!

Í síðastu viku gerðist ýmislegt bæði í einkalífi og einnig í vinnu. Ferðamaður frá Japan lentist í slys hér á Íslandi, ráðstefna um geðheilsu, frekar mörg viðtöl við fólk, pabbi minn veiklaðist í Tokyo, breyting í borgarstjórn, þvagsýrugigt.... og ég var að hlaupa eins og Jack Bauer.

Í dag á stelpan mín 14 ára afmælið sitt. Það er líka gaman að elda afmælismat!!
