24.11.2007 | 18:24
“Fimmta árstíðin” – draumur minn rætist
Kæru bloggvinir og vinkonur.
Ég var úti í Japan lengri en tvær vikur vegna einkaástæðu minnar, sem sagt var faðir minn veikur og ég þurfti eða mig langaði að vera með foreldunum mínum.
Pabbi minn er, til minnar hamingju, í sæmilegri stöðu núna en samt þótti mér illa (samviskubiti) þegar ég varð að skilja þau eftir aftur. Þetta er hluti af því að vera innflytjandi úti frá heimalandi sínu.
En dagarnir voru sérstakir góðir handa mér og ég hugsaði mikið um foreldar mína, fjölskyldu og sjálfan mig. Mig langar til að deila því sem pældi með ykkur hér á blogginu við tækifærið.
Það er eitt, en annað er það að loksins er ljóðabókin komin!! Hún heitir Fimmta árstíðin og lítur út fyrir að vera mjög fín! ef ég má segja sjálfur.
Ég er alveg utangarðsmaður í útgáfumálum og góðir vinir mínir og ljóðelskufólk hafa veitt mér góða og þolinmóða aðstoð. Ég vil þakka Davíð Stefánsyni, Brynjólfi Ólasyni og skáldafélagi Nykri sérstaklega fyrir mikla vinnu sem þeir tóku að sér handa ljóðabókinni minni.
Þar sem ég þekki lítið um kerfið, mun það taka enn nokkra daga þangað til bókin birtist í venjulegum bókasölum. En ég vil endilega byrja að selja hana með því að fá pöntun í tölvupóst. (Í hreinskilni sagt, liður mér ekki vel um að ég verði að vera businessman fyrir eigin bók mína )
Ef þú ert svo góð/ur og vilt eiga bókina mína, vinsamlegast sendu mér tölvupóst til
toshiki@toma.is
með kennitölu þína og heimilisfang.
Þá sendi ég eintak í hefðbundinn póst um hæli með upplýsingar um greiðslu.
Bókin kostar 1.750kr (ca 10% afsláttur en 1.990kr í bókasölu).Ef þú vilt fá tvö eintak saman fyrir jólagjöf til vinar þíns kosta þær 3.000kr.
Ég sé um burðargjaldið og kostnað fyrir gíró-seðil fyrir þá sem nota ekki netbanka.
Án tillits þess hvort bókin seljist vel eða ekki, og einnig án tillits þess hvernig fólk metur ljóðin mín, þykir mér rosalega vænt um að ég gat gefið út eigin ljóðabókina mína og mér liður vel.
I am so Happy!!
PS. En I am even happier if you want to have a copy... he he !!