Friðarganga á Þorláksmessu


Mér þykir rosalega vænt um að Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) er komin loksins í samstarfshópinn!!
Kraftur ungs fólks býr til framtíð allra
.Wizard Og þökkum öllum framkvæmdaaðilum!! 

Íslenskir friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu.
Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.

Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður.

Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.


Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega því gangan leggur af stað studvíslega.

Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.

Nánari upplýsingar gefa:

Steinunn Þóra Árnadóttir. Sími: 6902592/5512592
Ingibjörg Haraldsdóttir . Sími: 8495273/5528653


Samstarfshópur friðarhreyfinga:

Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)
Samtök hernaðarandstæðinga


Bloggfærslur 18. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband