3.12.2007 | 20:41
Málamyndahjónabönd útlendinga
Í forsíðu Fréttablaðsins í dag stendur stórt yfirskrift Grunur um að málamyndahjónaböndum fari fjölgandi.
Samkvæmt fréttagreininni var fjöldi dvalarleyfa fyrir maka Íslendinga sem veitt hafa á þessu ári 552 samtals, en 516 af þeim voru fyrir utan EES útlendinga.
Þetta er ca 99 % af heildarfjölda, en hlutfallið var 50% á árinu 2004, segir blaðamaðurinn.
Ég held það sé öðruvísi útskýring af hverju hlutfall EES útlendinga jókst í heildartali, en það er ekki málið núna.
Málið er það. blaðamaðurinn segir: Tveimur hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna gruns um málamyndahjónaband á þessu ári, og að sögn Hildar (forstjóri Útlendingastofnunar) eru fleiri mál í skoðun sem gætu leitt til sömu niðurstöðu.
Sem sagt, meðal 552 útgefna dvalarleyfa á þessu ári, var tveimur umsóknum synjað. Og nokkur eru nú í skoðun en engin hugmynd um hve margar umsóknar eru að ræða.
Og yfirskrift í forsíðu blaðsins er málmyndahjónaböndum hafi fjölgað mjög.
Mig langar til að spyrja aðeins:
Er þetta ekki over reaction??

Grunur um að málamyndahjónaböndum fari fjölgandi
Fjöldi útgefinna makaleyfa til ríkisborgara utan evrópska efnahagssvæðisins hefur þrefaldast síðan 2004. Nær öll makaleyfi, eða dvalarleyfi fyrir maka íslenskra ríkisborgara, eru nú veitt einstaklingum utan EES. Fyrir þremur árum átti þessi hópur um helming allra makaleyfa.
Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir þessar tölur benda til þess að svokölluðum málamyndahjónaböndum sé að fjölga hérlendis. Við sjáum vísbendingar um það þótt sjaldnast sé grunurinn nægilega rökstuddur til að hægt sé að synja fólki um leyfi vegna hans." Haustið 2005 tóku gildi lög þar sem ríkisborgarar EES voru settir í forgang hvað varðar úthlutun dvalarleyfa. Þar af leiðandi var borgurum utan EES gert erfiðara um vik að fá dvalarleyfi. Við sáum í kjölfarið mikla aukningu í hjúskaparleyfunum og einmitt líka mun fleiri tilfelli þar sem grunur vaknaði um málamyndahjónabönd," segir Hildur.
Tveimur hefur verið synjað um dvalarleyfi vegna gruns um málamyndahjónaband á þessu ári, og að sögn Hildar eru fleiri mál í skoðun sem gætu leitt til sömu niðurstöðu.
Þá segir Hildur næsta víst að hér á landi hagnist einhverjir á slíkum hjónaböndum, bæði þeir sem taka greiðslu fyrir að ganga í málamyndahjónaband sem og menn sem hafi milligöngu um að koma slíkum hjónaböndum á. Slíkar greiðslur geti nálgast milljón krónur. Aldrei hafi þó tekist að sanna slíkt brot.
Níutíu og níu prósent makaleyfa sem veitt hafa verið í ár fóru til ríkisborgara utan EES. Árið 2004 var sama hlutfall fimmtíu prósent.
- Fréttablaðið, 03. des. 2007-