22.6.2007 | 12:38
Þróun bloggs og vefsíðuumræðu í góðu jafnvægi - um blogg (3) -
Það sem mig langar til að fjalla um í dag er umræðu/spjall á vefsiðum, en ekki beint um blogg. Þess vegna er Um blogg 3 kannski ekki rétt titill. En eins og ég skrifaði í gær, sé ég sameiginlegt eðli milli bloggs og umræðu/spjalls að nokkru leyti, því vona ég að þið leyfið mér til að taka þetta mál upp undir titil bloggs.
Áður en að ég segi eitthvað, bið ég ykkur að lesa eftirfarandi umæli í vefsíðu nokkurri.
óvelkomnir Innflytjendur (að mínu mati)
Útlendir kínverjar svo sem presturinn tosiki tómatur (eða hvað hann heitir) og arabahöfðimginn sem XXX XXXX (Ath.1 nafn einstaklings: fólgið af TT) er að fara að tala við á sunnudaginn, af hverju heldur þetta lið sig ekki heima hjá sér fyrst að það er svona óánægt hér og vill öllu breyta. þetta er með öllu óþolandi að gestir í þessu þjóðfélagi skuli láta svona hér og rétt væri að kanna sakaskrá þessara einstaklinga og senda þé heim aftur. þeir sem hafa látið verst eru þessi guli toshiki tómatur, XXXX (Ath.2 þjóðerni:fólgið af TT) og einhver helvíts XXXXX (Ath.3 annað þjóðerni: fólgið af TT), sem ég man ekki í bili hvað heitir og er helvítis ónæði af fíflunum. Þeir heimta Moskur og guð má vita hvað meira.
Svona asískir öfgamenn eru stórhættulegir og eiga bara að dvelja heima hjá sér, en sennilega er þeim ekki vært þar og þessvegna koma þeir hingað. En við eigum nóg af vandræðafólki þó við séum ekki að bæta við vandræðaútlendingum líka.Ég væri sko til í að vera með í að stofna hóp sem væri í að koma þessum vandræðagemlingum í burtu því þeir yrðu fljótir í að leggja niður skottið ef þeir sæu andstöðuna.Þessa 3 í burtu strax og svo að ganga í að grisja til. Þetta er jú grafalvarlegt mál. Þeir sem vilja vera með í þessu, hafi samband og við hefjumst strax handa.
Þetta eru skíthælar sem hafa flúið heimkynni sín og þora ekki heim aftur en það er hægt að losna við þá. Við eigum meir en nóg af svona liði, íslensku til að glíma við hér heima.
Þetta er dæmi af siðbroti (að mínu mati!) en hvað finnst ykkur? Þetta var tekið út úr eina stærstu vefsíðum hér á landi og þessi ummæli birtist lok febrúar í þessu ári. Ég rakst á þau af tilviljun í miðju mars, sem sagt eftir tæpar þrjár vikur að ummælin birtist.
Ég talaði við nokkra vini mína um þetta mál, en einn þeirra var í góðu sambandi við blaðamann í fjölmiðlafyrirtæki sem stýrði viðkomandi umræðusíðu. Umsjónarmaður síðunnar hélt ummælin væri brot á reglum síðunnar og hann tók ummælið út frá henni strax. En allavega stóðst ummælin tæpar þrjár vikur á vefsíðunni og ég sá ca 10 menn svöruðu mælandanum þar (viðbrögðin voru frekar neikvæð í garð mælanda).
Mér finnst það ekki nógt að setja (sið)reglur notanda vefsiðu/ bloggs / umræðuþráðs. Reglurnar þurfa að virka. Ég tel persónulega nauðsynlegt að setja eins konar blogg-watch yfir alla bloggsíðna, þangað sem lesendur geta borið efni sem er í vafaum siðbrot og leitað álits og afgreiðslu.
En mál sem liggur á grunnum er að við þróum siðferði líka samkvæmt þróun blogg- og netumræðuheimsins, og til þess okkur vantar kannski frekari umræðu sem varðar siðferði og tjáningarfrelsi á netheiminum.
Spurning mín er þá: hver á að halda frumkvæði að því???