23.6.2007 | 10:25
Blær breytingar í Japan
Ég rakst á gleðilega frétt á japönsku neti í morgun. Kanako Tsuji, sem er 32 ára kona og lesbía, hefur fengið sætti opinbers frambjóðanda fyrir alþingiskosninga Japans, og hún býður sig fram frá Japan Democratic Party . Kosningin verður haldin í lok júlí núna í ári.
Kanako er samkynhneigð og fyrsta kona í sögu kosningar Japans sem lýsti yfir því að vera samkynhneigð og lyftir upp bót (improvement) á réttarstöðu samkynhneigðs fólks og betri skilning.
Miljón samkynhneigðir/ar búa í Japan núna. En tilvist þeirra í japönsku samfélagi er ennþá alveg í skugga. Fordómar og mismunun gagnvart þeim er bara ósambærilegt við á Íslandi eða í öðrum evrópskum löndum (þó að ég eigi ekki við að aðstæðurnar hér séu fullkomnar).
Þess vegna virðast viðbrögð við Kanako og Democratic Party vera ekki eins.
Samkynhneigðir/ar fagna því að sjálfsagt, en samtímis mörgum þeirra finnst erfitt að fara í stuðningssamkomu Kanako, af því að fara þangað þykir að yfirlýsing samkynhneigðs sjálfs.
*Þetta gæti verið erfitt að skilja fyrir ykkur á Íslandi, en fyrirlitning á samkynhneigða/ar er talsverð mikil í Japan að mínu mati. Einnig vegur japanska samfélagið fjölskyldusamband mikið og fyrirlitningin getur fært yfir heildarfjölskyld viðkomandi samkynhneigðs. Í fréttinni segir stelpa nokkur að hún er ekki búin að segja frá kynhneigð sinni nema til nánastu vinkvenna sinna.
Hins vegar koma kvartanir til flokksins líka: Viljið þið tapa stuðningi frá íhaldssinnum?.
Svona ferli er kannski algengt þegar alls konar réttindabarátta gengur í og yfir. Ég óska innilega að Kanako hafi góða baráttu í heimalandi mínu og breytingarblærinn verði vindur og síðan stormur, og fordómarnir fjúki sem mest.
Áfram, Kanako!!
http://edition.cnn.com/2007/WORLD/asiapcf/06/20/japan.gay.reut/index.html