25.6.2007 | 09:53
Þú skalt elska sjálfan þig eins og náunga þinn
Ég er prestur og reyndar eru 17 ár liðin nú þegar síðan ég var vígður. Ólíkur frestum kollegum mínum er ég ekki prestur sem þekkir allt um líf og trú og getur gefið fólki alltaf rétt svar og ráðgjöf. Raunveruleikur hjá mér er allt öðruvísi og ég verð að glíma ávallt við ýmsar spurningar sem ég þekki ekki svarið.
Sumar spurningar eru stórar spurningar og þær eru hangandi yfir höfuð mínu lengi. Það er ekki þannig að ég er að hugsa um þessar spurningar alltaf á hverjum degi, en spurningarnar birtast fyrir augum mínum aftur og aftur við tækifæri. Ein af þessum spurningum er um grunkennisetningu okkar kirkjunnar: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Þessi kennisetning mótar kjarna kristinnar trúar ásamt hinni kennisetningu: Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn. Eins og krossinn benda þær annars vegar á samband milli manns og Guðs (lóðrétt samband) og hins vegar á samband meðal manna (lárétt samband).
Stór hluti af kristinni hugmyndarfræði byggist á þennan grun.
Spurningin mín er einföld. Hvað gerist ef maður elskar sjálfan sig ekki eða getur ekki elskað sjálfan sig upphafslega? Kærleiksboðorðið til náunga verður horfið þá? Þetta er ekki grín. Mér sýnist mjög algengt og alvarlegt vandræði okkar sem búum í nútímasamfélagi er að manni finnst stundum erfitt að elska sjálfan sig, eða meira að segja, að maður veit ekki að elska sjálfan sig.
Viðkomandi maður ólst upp án þess að vera elskaður. Við heyrum oft svona orð sálfræðings eftir að einhver hræðilegur glæpur var framinn og gerandi var handtekinn. Ég ætla ekki að taka það sem afsökun fyrir glæp sem var framinn, en ég held að það sé kannski satt að maður veit ekki eða getur ekki elskað sjálfan sig í flestum slíkum tilfellum.
Ég veit að margs konar rannsókn á þessu atriði hefur verið unnin í uppeldisfræði, sálfræði eða geðlæknisfræði þegar alvarlegur glæpamaður er að ræða. En glæpur er bara ofsalegt dæmi sem ystu mörk og því hann virðist vera aðskilinn frá venjulegu lífi meirihluta. Ég tel að cant love me syndrome sé komið afar algengt í samfélaginu jafnvel þegar við ræðum um daglegt líf okkar.
Hvað um áfengisvandamál, neyslu eiturlyf, ábyrgðarlaust kynmök, sjálfsmorð, ofsaakstur.... eða ofmat á vald, græðgi, eyðilegging náttúru.... þýða slík mál að við getum ekki elska náunga okkar eins og sjálf okkur? Eða sýna þau mál ekki að við vitum ekki að elska okkur sjálf fyrst og fremst? Kannski finnst ykkur svona dæmi vera ennþá dæmi um sérstök vandamál.
Jafnvel þótt að við séum ekki með einkenni vandamála, getum við verið með tómkennd, lélegt sjálfstraust, ólýsanlega óánægju með líf sitt, skort á virkilegan áhuga á lífi sínu, o.fl. Mér finnst allt þess vera líka tengt við cant love me syndrome.
Því tel ég þetta málefni eiga að vera rætt meira og almennilegra í samfélaginu, ekki síst í kirkjunni.
Jú, það sést nokkur átakverkefni sem fjallar um þetta mál. T.d. AA samkoma, 10 spor fyrir sjálfstraust ... o.fl. Það er gott mál, en um leið sýnist mér umfjöllun um cant love me syndrome sé næstum eingöngu þegar ákveðinn málaflokkur vandamála er að ræða eins og áfengismál eða eiturlyfsmál.
Það sem mig langar til að segja að Þú skalt elska sjálfan þig eins og náunga þinn á að vera lyft upp jafnt hátt og hefðbundið kærleiksboðorðið til náunga sín.
Satt að segja er ég ekki duglegur sjálfur í að elska sjálfan mig. Ég er búinn að (er að) berjast við tómkennd innan mín sjálfs lengi en enn tókst mér ekki að losa hana við og sættast við mig sem er núna. (þetta er annað mál en hvort það gangi vel í starfinu eða ekki, hvort félagslegar aðstæður séu góðar eða ekki) Og oftast met ég mig sjálfan oflítið og stundum allt of mikið, næstum yfirlætisfullt.
Þannig held ég áfram að glímast við cant love me syndrome í dag og á morgun, þangað til ég get fengið lausn við málið. Sem prestur ætti ég kannski að segja að Guð elskar þig, þar sem þú ert ómetanleg/ur og ljúka málinu. En ég get ekki gert það. Ég trúi að Guð elskar hvert og eitt okkar og hver einasta maður er ómetanlegur. Samt að trúa því er eitt, og að trúin verður lifandi ánægja og kraftur í eigið lífi mínu er annað.
Að glíma við eigið vandamál er hvorki skömm né vantraust til Guðs. Þetta er líklega allt á ferli af því að maður verður að sjálfum sér.