17.8.2007 | 17:48
Frétt um hælisleitendur á Íslandi
Mig langar til að fagna því að Morgunblaðið, Fréttablaðið, Blaðið eða aðrir fjölmiðlar taka upp fréttaefni sem varðar hælisleitendur á Íslandi, eins og t.d. sést hér, þar sem þeir eiga ekki aðgang að almenningi með eigin frumkvæði sína.
En jafnframt óska ég, ef ég má, þess að blaðamenn fjalli um málið aðeins í langra tímabili og með stærra sýni yfir málið. Pop-up grein (ég nefna svona!

![]() |
Löng bið fyrir hælisleitendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2007 | 13:13
Staðfest samvist eða hjónaband?
Katrín Jakobsdóttir, alþingiskona og varaformaður Vinstri-grænna, birti skoðun sína í Blaðinu í dag, 17. ágúst (bls. 14.) um mál sem varða staðfesta samvist / hjúskap samkynhneigðra.
Greinin á skilið að lesa og ég vil endilega hvetja fólk að lesa hana til umhugsunar, af því að mér sýnist talsverðir margir misskilji samband milli staðfestrar samvistar og hjónabands og segi að staðfest samvist væri fullkomlega söm og hjónaband.
Á undan Katrínu, skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona Vinstri-grænna, þarfa ábendingu og framtíðarsýn í bloggi sínu á 11. ágúst sl. Í skrifunum sínum benti hún á réttilega galla í núverandi löggjöfum, s.s. í hjúskaparlögum og lögum um staðfesta samvist :
Það var þó í meginatriðum einungis tvennt sem lögin heimiluðu ekki. Þau heimiluðu ekki kirkjulega vígslu og þau heimiluðu ekki að hjúskapur samkynhneigðra væri kallaður hjónaband. Þar með var ákvarðað með lögum að hommum og lesbíum bæri áfram að vera afmarkaður hópur á jaðri samfélagsins(www.althingi.is/kolbrunh).
Og Katrín tekur undir Kolbrúnu: Um leið varð hins vegar til tvöfalt kerfi sem ekki fær staðist til lengdar.
Mér sýnist hugtak um staðfesta samvist er sverð sem er með blað á beggja megin.
Núna er vígsla staðfestrar samvistar fólgin eingöngu borgaralegum vígslumanni, en andrúmsloft almennings stefnir því að breyta lögum í þá átt svo að sérhvert trúfélag geti annast vígslu staðfesta samvist ef það rekst ekki á eigin trúarlega kenningu. Ef málið þróist á þessa leið, verður það stórt skref til jafnréttis manna.
Þvert á móti er það líka satt um leið að tilvist laga um staðfesta samvist viðurkennir sjálf aðskilnaðarstefnu samkynhneigðapara frá venjulegum hjónum. En af hverju verðum við að aðgreina samvistir para af sömu kyni frá öðrum hjónaböndum? Er slík aðgreining ekki sú djúp-dulda mismunun gagnvart hinseginu fólki? Réttlætist hún sem málamiðlun til þess að stíga skref fram á jákvæðan hátt?
Ég er hjartanlega sammála Katrínu í því sem hún segir í ágætri greinargerð sinni. Nú lítum við fyrst og fremst á hjónaband sem ákvörðun frjálsra einstaklinga um að eyða ævinni saman. Óháð því hvort sú ákvörðun gengur eftir eða ekki er hún mergur málsins.
Mér finnst þetta vera réttur áfangastaður allavega hvort sem við förum þangað strax beint eða við skreppum í aðra höfn á leiðinni.
Ég vil bæta línum varðandi viðhorf þjóðkirkjunnar seinna, en afsakið er þetta allt að sinni.