22.8.2007 | 11:31
Könnun um viðhorf kvennapresta óskast!
Niðurstaðan könnunar meðal presta þjóðkirkjunnar kom í ljós í gær á vefsiðu kirkjunni.is varðandi viðhirf við staðfesta samvist samkynhnegðs fólks.
Eitt sem mig langar til að benda á er að bersýnilegur munur er til staðar milli karla og kvenna varðandi viðhorf til málsins. Sem sagt, er hlutfall kvennapresta sem er jákvæðra við staðfesta samvist 20% hærri en hlutfall karlahópsins.
Ég tel það nauðsynlegt og áhugavert að gera ítarlega könnun um viðhorf annars vegar kvennapresta og hins vegar karlapresta við ýmisleg mál í samfélaginu og bera þær saman.
Núna er hlutfall kvennapresta innan þjóðkirkjunnar þriðjungur og virðist að vera sívaxsandi í náinni framtíðinni líka.
En samtímis eru flestar kvennaprestar ekki í öndvegisstöðu innan kirkjunnar. (Kannski er þetta vegna þeirrar staðreyndar að margar kvenna prestar eru frekar ungar og með styttari starfsreynslu í raun, en mig grunar að það sé ekki eina ástæðan.) Með öðrum orðum staða kvennapresta er lægrisett í stjórnarstigveldis kirkjunnar yfirleitt og mér sýnist það vera nóð ástæaða þess að gíska á að viðhorf kvennapresta heyrist ekki vel daglega. Og því held ég mikilvægt að gera könnun á viðhorf þeirra almennilega.
Ég get ekki ímyndað mér hvers konar niðurstaða muni koma út, en samt trúi ég því að könnunin muni hjálpa kirkjunni mikið til að rata í framtíðinni.
Heimild til að framkvæma staðfesta samvist
Nýlega var gerð könnun meðal starfandi presta Þjóðkirkjunnar um staðfesta samvist. 65 prósent svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt heimild til að framkvæma staðfesta samvist. Svipaður fjöldi telur líklegt að hann myndi nýta sér slíka heimild. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Outcome fyrir Biskupsstofu í júní og júlí í sumar. Um netkönnun var að ræða. Svarhlutfall var 75%.
Aðdragandi þess að ráðist var í könnunina var sá að á Prestastefnu í apríl 2007 kom fram tillaga þess efnis að prestum Þjóðkirkjunnar, sem það kysu, yrði heimilað að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnefndar Þjóðkirkjunnar. Tillögunni var vísað til kenningarnefndar en Prestastefna samþykkti jafnframt ósk um að könnun um hug presta til þessarar þjónustu yrði framkvæmd.
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar frá maí 2007 er talað um að veita trúfélögum heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Því þótti rétt að miða spurningar við það. Með hliðsjón af stjórnarsáttmálanum var spurt: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild? Tæplega 53% svarenda voru mjög hlynntir, 12% frekar hlynntir. Rúm 20% svarenda voru mjög andvígir og 6,5% frekar andvígir. Þá var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir nýta þér slíka heimild? 64% töldu það mjög eða frekar líklegt, en 27% mjög eða frekar ólíklegt.
Tæplega 80% kvenpresta í hópi svarenda eru mjög eða frekar hlynntir því að Kirkjuþing samþykki að prestum Þjóðkirkjunnar verði veitt sú heimild og rúmlega 59% karlpresta. Prestar sem hafa unnið 15 ár eða skemur eru bæði hlynntari þessu og líklegri til þess að nota heimildina.
- eftir Steinunn Arnþrúðu Björnsdóttur,
tekið úr fréttum www.kirkjan .is 21/8 2007 -