23.9.2007 | 12:21
Brúðkaup Siðmenntar í Fríkirkjunni
Ég var búinn að heyra talsvert um brúðkaup sem var haldið í Fríkirkju í Reykjavík um helgina. Mér sýnist raddir nokkra presta, sem eru kollegar mínir, vera frekar neikvæðar við það að halda veraldlega athöfn í kirkjuhúsi og þarna sést einnig gagnrýni til Siðmennt (sem hélt athöfn) og Fríkirkjusöfnuði (leigði út kirkjuhúsið).
Í byrjun vil ég óska nýju hjónunum til hamingju og óska hamingjusams lífs í framtíðinni.
Eins og venjulegt langar mig til að segja álit mitt sem mun hugsanlega ekki vera vinsælt meðal kirkjufólks. Ég held þetta sé mál sem Fríkirkjan ákveður sjálf einfaldlega. Guðfræðilega er kirkjuhús húsnæði og ekkert meira en það. Það átt að berast virðingu fyrir því að sjálfsögðu, en samtímis finnst mér nauðsynlegt að við í kirkjunni pössum okkur að misskilja ekki eins og kirkjuhús væri einstaklegur heilagur hluti.
Við trúað erum með tilhneigingu að við reynum að gera hluta og annað, jafnvel manneskju, sem er tengt við trú, heilagt og byrjum að dýrka það. Og mér finnst það vera ekki eftirsóknarvert, þar sem slík tilhneiging byggir óþarfan múr á milli þess sem er inni í kirkju og þess sem er utan.
Ef ég má lýsa því á mjög grófan hátt, er atriði sem aðgreinir kristinn mann frá fólki sem er ekki kristið það að maður trúir á Jesú og annað ekki. Það er kjarni málsins og það dugir. Hins vegar tel ég önnur atriði skipti ekki máli í alvöru eins og hvort maður sæki messu reglulaga, hvort maður horfi á mynd Jesú með dýrkun eða hvort maður þvoi höndum sínum áður en maður kemur í altarisgang eða ekki.
Mér skilst að kirkjuhús sé sorrounding object fyrir trú okkar en ekki trú sjálf. Þetta er fyrsta atriði sem mig langar til að gera skýrt.
En við erum öll lifandi og eru með tilfinningu líka. Mér finnst það mikilvægt að virða tilfinningu manna. Það er mjög eðlilegt að trúað fólk elska kirkjuhús sitt og annast það vel. Það er ekkert
slæmt fólk heldur í þessari tilfinningu ef hún er í ákveðinni takmörkun. Þess vegna, þótt kirkjuhús sé aðeins húsnæði, ef fólki í Fríkirkjusöfnuði liður illa út af athöfn Siðmenntar, þá kannski er það ekki gott að leigja húsinu út, en ef fólkið segir allt í lagi, þá er það í lagi að mínu mati. Þetta er annað atriði sem ég hef í huga.
Þriðja atriði hjá mér er, þó að þetta sé afskiptasemi mín, hvort fólk sem sækir athöfnina beri virðingu fyrir kirkjuhúsinu eða ekki, hvort sem það sé trúð eða ekki. Mér finnst þetta sé bara mannasiðir. Ég skoðaði nokkrar myndir viðkomandi brúðkaups í heimasiðu Siðmenntar en mér sýnist allt hafi verið í almennilegum aðstæðum.
Því finnst mér allt vera í lagi um þetta atriði líka.
Og fjórða og síðasta atriði í huganum mínum.
Ég skil að margir í kirkjunni séu pirraðir vegna Siðmenntar. Ég er ekki endilega hrifinn af málflutning hennar sjálfur. Stundum sýnist mér málflutningur Siðmenntar vera alltof afskiptasamur yfir einkalíf annarra og vera sama tagið af afskiptasömum trúboði nokkrum.
Ég er ekki með sama lífsskoðun og þeir sem eru í Siðmennt (en ég vil viðurkenna einnig mikilvægi þess að vera trúleysi sem eitt viðhorf í lífinu manns. Og það er mikilvægt fyrir trú okkar, ekki eingöngu úti af mannréttindi. Ég vil skrifa um það við annað tækifæri).
Hins vegar viðurkenni ég trúleysi eða guðleysi sé almennileg lífsskoðun í samfélagi okkar og það eigi að eiga almennilegt rými til að vera við. Einnig viðurkenni ég mikilvægi þróunar veraldlegrar athafnar í framtíðinni. Mér finnst það alveg sanngjarnt og rétt að fólk sem trúir ekki kristni getur framkvæmt brúðkaup eða útför á eigin hátt sinn, fremur en að halda athöfn í kirkjunni úti af valleysi á málið.
Að þessu leyti er ég stuðningsmaður við að Siðmennt þrói veraldlega athöfn. Ekki misskilið, ég segi ekki að það skiptir ekki máli hvort fólk gifti sig hjá Siðmennt eða í kirkjunni. Ég boða merkingu þess að giftast í blessun Guðs en ekki á annan hátt, vegna trúarinnar minnar. En það er eitt og hvort samfélagið útvegi jafnt tækifæri fyrir trúar- eða lífsskoðunariðkun hvers og annars er annað mál. Ef Siðmennt vantar húsarými til að halda athöfn, þá er það ekki rétt og hugrakkt fyrir kirkju að leyfa henni að nota húsnæði sitt sem ríkjandi trúfélag í samfélaginu?
Það getur verið auðveldra fyrir kirkju, sérstaklega fyrir þjóðkirkju, að fara fram hjá þörfum Siðmenntar og láta hana vera. Kannski þorði Fríkirkjan að taka hugrakkt stíg í málinu. Er það ekki hægt að sjá málið svona?