24.9.2007 | 12:45
Jewelry and jewelry box
Séra Svavar Alfreð, ágæti sóknarprestur Akureyrakirkjunnar, skrifaði um helgina um mál sem varðaði brúðkaup trúlauss fólks í kirkjuhúsi, og enn í dag bæti hann línum í bloggi sínu með yfirskrift Hin sataníska afbökun veruleikans (http://svavaralfred.blog.is).
Í færslu sinni bendir séra Svavar á orð nokkur sem ég hef skrifað í bloggi mínu í gær og segir: Kollegi minn, Toshiki Toma, segir á bloggsíðu sinni að guðfræðilega séu kirkjuhúsin ekkert meira en húsnæði.
Síðan tekur séra Svavar út staðhæfingu eins og Blóð er aðeins blóð og getur aldrei verið nema blóð og þróir gagnrýni að slíkri staðhæfingu : Ef það er rétt að blóð sé aðeins blóð og kirkjur ekki meira en kirkjur, ef veruleikinn getur ekki lengur verið táknrænn, ef fyrirbærin eru ekki margræð, þá er listin búin að vera og yfirleitt allt það sem við köllum menningu.
Mér er ekki vist hve mikið séra Svavar tengir línuna sem ég skrifaði í færslunni minni við rökin sín, en til þess að forðast frekari misskilning langar mig til að tjá mig dálítið aftur.
Guðfræðilega er kirkjuhús er húsnæði en ekkert meira en það sagði ég. Þá á ég við að kirkjuhús er ekki atriði sem skiptir mesta máli (essential) í trú kristins manns. Ég mun telja essential mál eins og t.d. Biblíuna, fæðingu, dauða og tilvist Jesú Krists, skírn, altarisgang, predikun, messu, bæn, safnað (communion) eða trúarjátningu. Þessi öll skipta máli á grundvelli ef við trúað reynum að halda í trú á Jesú Krist í jarðneskum gang okkar.
Miðað við svona essential atriði er kirkjuhús aðeins sorrounding matter (ég veit ekki hvað er rétt orð á íslesnku) þegar trúarlega tilvist manns er að ræða. Listaverk um trúarlega sögu, tónlist, skreytingar í kirkjuhúsi eða trúarlegt ljóð o.fl telst til einnig sorrounding matters. Það þýðir ekki að listaverk eða bókamenntun sem varðar trú sé ómerkilegt eða lítils virði. Þau eiga virð sitt sem listaverk og bókamenntun, en samt eru þau ekki grunnatríði eins og sakramenti er í trúnni.
Ef við hugsum um kirkjuhús, finnst mér eðlilegt að trúað fólk annast það og vill varðveita það eins vel og það getur gert. Það er líka eðlilegt að fólkið hefur sérstaka velþóknun á kirkjuhús sitt og telur það einstakur staður fyrir sig. Ég er ekkert á móti því að fólk hugsar þannig, heldur held ég það mjög fallegt hjá fólki. En samtímis finnst mér mjög mikilvægt að við erum vakandi yfir því að sorrounding matters verði ekki kjarni trúarinnar okkar.
Ég vil leggja áherslu á því að við aðgreinum essential matters í trúarlífi okkar frá því sem er ekki, þar sem annars gæti trúarlíf farið á villa leið. Dýrmæti er eitt, og kassi til að geyma það er annað. En við erum með tilhneigingu að byrja að sjá kassann líka dýrmæti. Og síðan skúffu til að geyma kassann, og herbergi til að geyma og svo framvegis.... Vandin er sú að það getur verið hætta að við getum rugla saman essential matter og sorrounding matter í óteljandi heilagum hlutum kringum í okkur.
Það er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur í kirkjunni að aðgreina essential matters frá því sem er ekki í tímanum eins og í dag, þar sem kirkjan er neydd til þess að mæta mismunandi trúarbrögðum eða lífsskoðun og halda umræðu við þau. Mér finnst óþarft að útskýra ástæðu þess.
Varðandi ummæli hans séra Svavas um Ef það er rétt að blóð sé aðeins blóð og kirkjur ekki meira en kirkjur... vona ég að hann haldi ekki að ég væri hlutaðeigandi þess, því að ég segi slíkt ekki og hugsa ekki. Bloð Jesú er "essential" og líka kirkja.
Fyrir fólk sem þekkir ekki mikið um kristni langar mig til að koma fram, að kirkja er ekki húsnæði, heldur er hún samskipti trúaðra manna og líf sem félagar í Jesú Kristi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook