3.9.2007 | 16:16
Stefnt EKKI að aukinni samvinnu við innflytjendur..??
Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar er gott mál. Ég vil ekki vera bara neikvæður alltaf við fyrirhöfn stjórnvaldanna.
En hins vegar sýnist mér það blasa við að stjórnvöldin eigi að starfa með ýmis mannréttindasamtökum eða (eins konar) fulltrúum innflytjenda sjálfra að auknu mati.
Hve lengi ætla stjórnvöldin að halda áfram á þessa leið, að ákveða ýmislegt um málefni innflytjenda án innflytjenda??

Það virðist vera engin rótæk breyting til staðar hingað til í nýju stjórnvöldunum frá þeim fyrrverandi.
Eða get ég haft væntingu í framtíðinni??

![]() |
Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 15:19
Nýr kraftur VG
"Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur til starfa sem framkvæmdarstýra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs"
Alveg ánægjulegar fréttir eru þetta.

Ég ber virðingu fyrir því að hún hafur tekið þessa ákvörðun og hlutverk að sér.
Lilja er ein fallegasta manneskja sem ég hef kynnst hingað til.
Til hamingju, Lilja mín, og gangi þér vel!!

![]() |
Guðfríður Lilja framkvæmdarstýra þingflokks VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2007 | 14:56
Erlendir sérfræðingar á Íslandi: viðhorf, þörf og tækifæri
Fjárfestingarstofan og Útflutningsráð halda morgunverðurfund þriðjudaginn 4 september um málefni erlendra sérfræðinga á Íslandi þar sem meðal annars verða kynntar niðurstöður rýnihóparannsóknar um viðhorf sérfræðinga af erlendum uppruna, til búsetu og starfa á Íslandi.
Alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs og fjárfestingar erlendra fyrirtækja á Íslandi hafa aukið eftirspurn og þörf fyrir erlent starfsfólk með sérfræðiþekkingu. Hvaða þýðingu hefur þessi þróun fyrir íslenskt atvinnulíf? Hvernig gengur að fá þetta fólk til starfa og hvernig móttökur fær það hér á landi?
Meðal framsögumanna eru:
Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu
Guðný Rut Isaksen, ráðgjafi hjá Capacent
Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar
Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri hjá CCP
James Wyld, prófari hjá CCP
Alexander Picchietti, forstöðumaður viðskiptaþróunar og erlendra markaða hjá Símanum
Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík
Fundarstjóri: Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins
Þátttökugjald er kr. 1.400.
Skráning á fundinn er í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Morgunverðarfundurinn fer fram á Grand Hótel kl. 08.15-10.00.
Nánari upplýsingar veitir Inga Hlín Pálsdóttir verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is.
Vefsíða útflutningsráðs: www.utflutningsrad.is
- Fréttatilkynning Alþjóðahúss -