Fjórði hver Dani trúir á engla. Hvað um þig?


Fimmtán prósent af þeim 964 sem tóku þátt í könnuninni sögðust ekki efast um það að englar væru til, en 28% sögðu það vera líklegt.
...... Tim Jensen, sem er aðstoðarprófessor í trúfræði við háskólann í Suður-Danmörku, sagði.... „Það að um helmingur Dana trúi á engla á einn eða annan hátt virkar sem mjög hátt hlutfall. En spurningin er hvort þeir trúi á engla vegna trúarlegrar sannfæringar eða í ljóðrænum skilningi, ........Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum.“



Af tilviljun eða vegna leiðbeiningar engils 
Smile hugsaði ég einmitt um sams konar atriði í gærkvöldi. Ég skrifaði um draugasögu á Íslandi hér í blogginu mínu um daginn, en mig langar til að trúa “draug” að nokkru leyti. Ég viðurkenni að þessi tilfinning er ekki fullviss “trú”, heldur er hún frekar “ósk”mín. En af hverju vil ég halda í slíkri ósk..??

Ég held það er akrát vegna þess að “Það er huggun fyrir marga að trúa því að ástvinir þeirra hverfi ekki eilífu þegar þeir deyja heldur verði að englum (draugur í mínu tilfelli)” eins og Tim Jensen aðstoðaprófessor segir.
Sem sagt er það hugmynd um framlengingu lífs á jörðinni... 
Halo

Hins vegar er skilningur minn á engli eins og að engill er þjónn Guðs en ekki draugur. Og ég skil engil frekar “í ljóðrænum skilningi” en í rökum um tilvist hans. “Ljóðrænn skilningur” getur valdið misskiningi en ég á við að ég trúi ekki engli eða djöfli eins og nokkrar Hollywood kvikmyndir lýsa... Sem sagt er “ljóðrænn skilningur” að skilja engil sem tákn Heilags valds en ekki sem tilveru eins og við ímyndum okkur í huga.

Engill eða djöfull er alls ekki auðvelt ræðuefni í guðfræði. Það er samt mér heillandi að pæla um engil (og líka um draug!
Grin ) Hins vegar er hve leiðinlegt að hugsa um djöful... Pinch



mbl.is Fjórði hver Dani trúir á engla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband