17.1.2008 | 10:46
Fækkun í þjóðkirkjunni
Ég held að þessi tilhneiging (fækkun sóknabarna þjóðkirkjunnar í hlutfalli miðað við íbúafjölda) haldi áfram í næsta áratug líka.
Samfélagsleg ástæða er vist til staðar: fjölgun nýrra íbúa frá útlöndum sem eru kaþólskir eða rétttrúnaðir, fjölgun fólks sem kýs að vera utan trúfélaga eða fjölgun fólks sem liður betur í fríkirkjunum... og kannski fleiri ástæða. (Mér finnst það vera jákvætt að fólk ákveður sjálft hverju það tilheyrir)
En... en samtímis finnst mér nauðsynlegt og mikilvægt að við í þjóðkirkjunni veltum málinu fyrir okkur og pælum hvort þjóðkirkjan verði ekki að óheillandi fyrir mörgum mönnum?
Ef þjóðkirkjan er að hætta að vera heillandi að nokkru leyti eða að talsverðu leyti, þá hlýtur það að vera atriði sem kirkjan ber ábyrgð í alvöru eða atriði sem stafar af misskilningi fólks. Hvort sem er, þarf þjóðkirkjan að svara fyrir slíku atriði.
Ég er þjóðkirkjuprestur og mér finnst kirkjan gera ýmislegt sem er gott og mikilvægt fyrir samfélag sem heild, ekki síst fyrir sóknarbörn sín. En að sjálfsögðu er það ýmislegt sem kirkjan er léleg í að framkvæma eða skilja.
Sjálfsgagnrýni er ómissandi essence í kristinni kenningu og við þurfum að halda fast í það. Að fara í verndarstöðu sjálfkrafa þegar við mætum gagnrýni eða óþægilegri staðreynd borgar okkur ekki.
![]() |
Hlutfallsleg fækkun í þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |