"Trans-gender" prestur


Mig langar að kynna ykkur fyrir smásögu sem kom á óvart til mín.
Ég var í prestaskóla í Tokyo 1986-1990 (Japan Lutheran Theological College & Seminary). Hann var minnst háskólinn í Japan, svona .. 200 samtals. Meðal annarra voru fáir nemendur í lokastígi prestaskólans sérstaklega, svona 8 -12 nemendur. Hins vegar vorum við góðir vinir hvert við aðra.  Á laugardaginn sl. kíkti ég heimasiðu skólans til þess að sýna dóttur minni hvernig skólinn var, og ég fann “link” til eins prests sem var bekkjarbróður minn. Og ég fór inn í heimasiðu hans og skoðaði.Þarna...

Hann var orðinn “Hún”, ha ha !! W00t 


DSC_0306


Ég var hissa alveg. Ég var ekki búinn að heyra í honum eða henni næstum 18 ár, en ég sendi honum/henni tölvupóst strax.
Þá svaraði hann/hún að hún fékk læknisdóm um “Gender Identity Disorder” fyrir 8 árum og varð kona. Ég veit ekki hvort það sé rétt að kalla það “disorder” eða ekki, þar sem hún litur út fyrir að vera mjög hressandi og hamingjusöm.
 

Það sem mér finnst aðdáanlegt hjá henni er að hún þjónar sem prestur ennþá. Það hlýtur að vera mjög erfitt í umhverfi í Japan að vera “trans-gender” prestur. Fordómar í garð samkynhneigðarfólks og “trans-gender” fólks í Japan eru mikils sterkari en hér á Íslandi. Mig langar innilega að segja henni “ÁFRAM!! Brjóttu niður fordóma!!"  
Þetta var “surprising” en gladdi mig jafnframt!!


paster_bokushi-gazou


 


Bloggfærslur 28. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband