Íslenskt nafn – Marikó og Toshika?


Ég frétti nýlega að “Marikó” fékk viðurkenningu sem íslenskt nafn. “Mariko” er raunar algengt japanskt nafn fyrir stúlku. Eftir því sem ég þekki, býr hérlendis aðeins eina japanska “Mariko” og því þetta kom mér dálítið óvart. Kannski vegna þess að þessi “eina” Mariko er velþekkt og vinsæl stelpa í þjóðfélaginu. En allavega er íslenskt nafn “MarikÓ” og aðeins öðruvísi en “Mariko”.

Varðandi nafn, er það bara dagleg upplifun hjá mér að fólk kallar mig ekki á réttan hátt, “Toshiki”. Það er í lagi, ég móðagast ekki. Útlenskt nafn er jú stundum erfitt að muna rétt eða bera fram.
Ég gat ekki skilið sjálfur í fyrsta ár á Íslandi hvort “Árni” væri drengur eða stúlka eða “Guðný” væri herramaður eða dama. Ég skrifaði oft einnig “ÞorBaldur” eða “Ingibjörg Þórunn” af mistökum. (Japana... sorry Mér finnst erfitt að aðgreina B og V, eða S og Þ
Blush)

Nema hvað, með tímanum tók ég eftir því hvers konar villa var algengast þegar fólk kallaði mig á villu hátt.
Númer 1 er að kalla mig “Toshika”. Ég veit ekki af hverju en þetta er lang-flestum sinnum. Fólk segir eins og “Hér er Toshika frá Japan”.
Annars er nafn mitt "Toshiki" af tilviljun eins og karlkyn-nafnorð með “weak declension". Því það er málfræðilega rétt að beyga nafn mitt eins og:
Toshiki (nf)
Toshika (þf)
Toshika (þgf)
Toshika(ef)
Þegar ég lærði nafnabeygungu, var ég glaður og vænti þess að fólk myndi beygja nafn mitt alveg eins og íslenskt nafn. En það gerðist ekki. Ég lærði síðar að útlenskt nafn beygist ekki.....
Crying æ,æ.
Samt vinkona mín frá USA, sem heitir Barbara, nýtur þess að nafnið sitt beygist (Barbara- Barböru- Barböru- Barböru) og líka önnur vinkona mín frá Albaníu, Genta, er alltaf Genta-Gentu-Gentu-Gentu !! Er þetta ekki mismunun!!??
Devil Ég vil það að nafn mitt beygist líka!!

Allavega er næsta algengst villa um nafn mitt er “Toshiba”.. en “Toshiba” er stórt fyrirtæki í Japan sem framleiðir heimilistæki o.fl. Til fróðleiks er Toshiba skammnafn af “Tokyo Shibaura Denki” (Tokyo Shibaura-svæði í Tokyo- Electricity).
Þetta er skiljanlegt. “Toshiba” er kunnugri en “Toshiki” fyrir fólkið.

Þriðja algengst villa er að kalla mig “Toma”. Þetta er jú einnig skiljanlegt, þar sem “Toma” hljómar eins og það væri Tom eða Tómas. Samt er það raunar fjölskyldunafn mitt og sem sé er það eins og að kalla mann með eftirnafn: “Gunnarson” eða “Helgason” og það er skrýtið.

Jæja, engu að síður þykir mér vænt um að ég heiti ekki eins og “Mondonosuke Jounouchi”, sem myndi vera bara ómögulegt !
En samt öfunda ég “Marikó”....
GetLost
Hvenær verður “Toshiki” íslenskt nafn??




Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband