At blive ældre...


Jeg har 50 års fødselsdag i dag. Smile
Jeg er forlegen at jeg skriver selv om min fødselsdag og jeg låner artiklen fra Fréttabla
ðið.
Jeg
ønsker jer alle en god weekend!!


hane014_1

 

„Jú, ég stend á fimmtugu í dag, en ætla hvorki að halda stórveislu né opið hús. Ég ætla að elda ljúffengan afmælismálsverð handa börnunum mínum heima og býð þeim kannski á James Bond-bíó á eftir,“ segir séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem í dag blæs á fimmtíu kerta afmælisköku.
„Þessi tímamót hafa hálfpartinn komið mér í opna skjöldu, líkt og sú staðreynd að þjóðfélagið stendur á stórum og alls óvæntum tímamótum. En eins og margir segja þessa dagana, tel ég tímabært að íhuga sönn gildi lífsins og endurskoða hvað er sannarlega þýðingarmikið í lífi okkar. Raunar finnst mér alltaf nauðsynlegt að hafa slíkt í huga, en við mannfólkið gleymum því oft. Af þeim sökum skapast gott tækifæri til að íhuga lífsins gildi á erfiðum tímum,“ segir Toshiki, sem dreginn var af Amorsörvum að Íslandsströndum fyrir sextán árum, þá 34 ára gamall.

„Fyrstu fimm árin voru baraerfið. Næstu tíu ár – voru áratugurinn eftir að ég skildi við fyrrverandieiginkonu mína – og þá finnst mér ég alltaf hafa verið hlaupandi til þess einsað lifa af, um leið og að sanna að innflytjandi getur lagt sitt af mörkum í íslensktþjóðfélag.  En hér er ég enn og finnst mér hafa tekist nokkuð vel upp með áætlun mín og ævistarf.“

 

 

Toshiki Toma fæddist í höfuðborg Japans 8. nóvember 1958. Þar búa foreldrar hans enn í dag, en bróðir hans, sem er fimm árum eldri, býr í borginni Sapporo, í norðurhluta Japans.„Pabbi liggur á sjúkrabeði og mamma glímir einnig við veikindi. Ég reyni að heimsækja þau eins oft og ég get, en viðurkenni að fjarlægðin á slíkum stundum er erfiðasta hlutskiptið við að búa svo fjarri fósturjörðinni,“ segir Toshiki, sem í svipinn man ekki eftir sérstökum afmælisdegi bernskunnar, en minnist besta afmælisdagsins, hingað til.

„Þá var ég kvæntur íslenskri konu og afmælisdag minn bar upp í Japan. Ég eldaði góðan mat og konan spurði í matartíð: „Hvað er í dag?“ Það vakti mikla kátínu og er skemmtilegasta afmælisminning mín til þessa. Eftirminnilegasta afmælisgjöfin kom hinsvegar úr hendi Guðfríðar Lilju (varaþingmaður VG) og Steinu, konan hennar, sem færðu mér eldhússvuntu í afmælisgjöf fyrir fáeinum árum. Mér þykir gaman að elda og ætti lögum samkvæmt að geta notað svuntuna endalaust mikið, en fæ mig ekki til þess því hún er of flott til að nota í eldhúsi!“ segir Toshiki og skellir upp úr. Prestur innflytjenda segist nú hugsa næstu fimmtán ár fram í tímann; hvað hann geti gert á því tímabili og best geti skipulagt þann tíma, ef Guð leyfir og gefur.

„Þungamiðjan verður íhugun um það sem mér þykir ómissandi í lífi mínu. Ég skammast mín ekki fyrir að vera pokaprestur á Íslandi, því ég er stoltur og glaður yfir því að vera prestur. Þess vegna vil ég líka íhuga hvað öðru fólki er mikilvægast, því vissulega get ég sjálfur, líkt og mínir samferðamenn, tapað því sem okkur er kærast. Slíkt leikur okkur alltaf hart, en við spyrjum: „Hvaðan kemur mér hjálp?“ Svarið er: „Hjálpin mun koma frá Guði.“ Þrátt fyrir það má sérhvert okkar ekki forðast að taka ábyrgð á eigin lífi, sjálfum okkur og náunga okkar, en ég óska að næstu fimmtán ár lífs míns muni byggjast á þessari forsendu.“

(Eftir Þórdís L G)

 


Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband