Unglingar mótmæla kynþáttafordómum og fræða okkur!


Í dag, þriðjudaginn 18.mars, Kl. 16 munu Hara-systur og Smáralind taka höndum saman við eftirfarandi samtök og standa að viðburði í Smáralind gegn kynþáttamisrétti. Hara-systur troða upp og ungt fólk býður upp á fjölmenningarsspjall, sælgæti, boli með lógó og barmmerki.
Unglingar mála sig á skemmtilegan hátt og dreifa gestum fræðsluefni!!

Tilefnið er Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hófst 15. mars sl. og hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21. mars.

Til að vinna gegn misrétti og fordómum í garð fólks af erlendum uppruna á Íslandi taka
eftirfarandi samtök þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti með ýmsum hætti.

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan (m.a. ÆSKÞ, ÆSKR, miðborgarprestur og prestur innflytjenda), Rauði krossinn (m.a. URKÍ og URKÍR), Ísland Panorama, Soka Gakkai, Alþjóðahús, Amnesty International Íslandi og Samtök Rætur í Ísafirði.

Allir hjartanlega velkomnir!!


Bloggfærslur 18. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband