28.4.2008 | 08:56
"Mannréttindi í heimi trúarinnar" í dag
Mánudaginn 28. apríl stendur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra fyrir málþingi í Hjallakirkju í Kópavogi undir yfirskriftinni Mannréttindi í heimi trúarinnar og það hefst kl. 16:15. Þar verður leitast við að varpa ljósi á mannréttindahugtakið bæði eins og það birtist í lögum og eins út frá sjónarhóli guðfræðinnar.
Mannréttindi hafa marga snertifleti, en oftar en ekki verða mannréttindi fyrst sýnileg þegar verið er að brjóta á rétti einstaklinga eða á hópi fólks. Hver kristinn maður ber ákveðna skyldu gagnvart náunga sínum og þar með einnig gagnvart því að standa vörð um mannréttindi bæði í okkar nærsamfélagi og í samfélagi þjóða heims.
Markmið málþingsins er að skerpa hugsun okkar og vitund gagnvart mannréttindum, hver þau eru og hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum þegar vegið er að mannréttindum fólks.
Fyrirlesarar eru: Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahús sem mun tala um íslensk lög og mannréttindi. Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, erindi hennar fjallar um mannréttindakerfið. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu, mun fjalla um Guðsmyndina og mannréttindi og loka erindið flytur Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, um mannréttindahugtakið í sögu guðfræðinnar.
Dagskrá
Kl. 16:15 Setning - sr. Gísli Jónasson prófastur
Kl. 16:30 Íslensk lög um mannréttindi
Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi
Kl. 17:15 Mannréttindakerfið
Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir, mannfræðingur,
framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International
Kl. 18:00 Guðsmyndin og mannréttindi
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu
Kl. 18:45 Veitingar
Kl. 19:15 Mannréttindi og guðfræðin
Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur
Kl. 20:00 Umræður og fyrirspurnir
Málþingið er öllum opið. Skráning í síma 567 4810 eða á profaust@centrum.is
- Fréttatilkynning á kirkjan.is -