24.8.2008 | 17:37
Verðlaun og íbúafjöldi í ólympíuleikum
Í Peking olýmpíuleikunum fékk kínverska keppnisliðið 51 gullverðlaun og fjöldi gullverðlauna fyrir kínverska liðið er í fyrsta sæti meðal þátttökuþjóðanna. Kínverjir voru mjög duglegir í leikunum í þetta skipti og einnig fengu þeir 21 silfurverðlaun og 28 bronsverðlaun, allt samtals 100 varðlaun.
Bandaríkumenn fengu 36 gull, 38 silfur og 36 brons, samtals 110 og Bandaríkin voru í fyrsta sæti í fjölda allra verðlauna.
Rússar fylgja þeim: 23 gull, 21 silfur og 28 brons, samtals 72 verðlaun.
Heimaland mitt, Japan, fékk 9 gull, 6 silfur og 10 brons.
Mér sýnist það sé mjög eðlilegt að stór þjóð fleiri verðlaun en lítil þjóð eins og t.d. Ísland eða Dominica. Og ég var aðeins forvitinn hvernig samband fjölda verðlauna og íbúafjölda í hverri þjóð og reiknaði það.
Niðurstaðan er eins og eftirfarandi:
Kína : eitt verðlaun per 13 millijóna menn.
USA: eitt verðlaun per 2,7 millijóna menn
Rússlandi: eitt verðlaun per 1,9 millijóna menn
Ísland: eitt verðlaun per 300.000 menn.
Sem sagt situr Ísland langt í fyrsta sæti meðal ofangreindra þjóða ef við skoðum fjölda verðlauna miðað við fjölda íbúa á landi!
Ef ég má bæta aðeins meira, eru Danir og Normenn líka duglegir í þessu atriði:
Danmörk: eitt per 700.000 menn
Noregur: eitt per 470.000 menn
Japan reiknast að eitt verðlaun per 4,8 millijóna menn.
Þetta er bara til gamans, en þetta bendir á það hve stórkostlegur árangur Íslendinga er.
Frábært að Ísland sendi landslið úr 300000 manna þjóð og van silfur!!
Til hamingju, Ísland!!

* Það voru STÓR mistök hjá mér á reikningi í fyrstu færslu og Sigurður Þorsteinsson gerði athugasemd við þau mistök. Þakka innilega fyrir Sigurður.