21.1.2009 | 19:47
“A little bit Brand-new” maður !!
Þetta er núna í fyrsta skipti í 50 ára ævi minni að vera með ljóst hár! En mér liður vel og þetta er bara gaman og ánægjulegt!
Ég var að hugsa um að líta hárið á mér ljóshært og pæla þar til gærdags. Stundum er ég mjög fljótur að ákveða og framkvæma bara stundum. Svo ég fór í hársnyrtistofu í dag og hafði hárið á mér litað (ath. Ég veit ekki hvort þetta orðasamband - hafa hárið skorið sé rétt á íslensku eða ekki).
Ég held að ég megi auglýsa aðeins hársnyrtistofuna þar sem ég er ánægður með þjónustuna þar. Hársnyrtistofan sem ég fór var Effect í Bergstaðastræti og hárgreiðslustúlka Tinna var mjög almennileg og dugleg í þjónustunni, takk fyrir.
Það tók tvær klukkustundir en þegar Tinna var búin að setja litarefni á hárið, þurfti ég að bíða 30-40 mínútur þar til liturinn kom inn vel og ég byrjaði að lesa tímarit til að eyða biðtímanum.
Þá gerðist uppákoma óvænt. Nýr viðskiptavinur kom inn í stofuna en hann var herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Ég var ekki að gera neitt rangt, engu að síður leið mér eins og smábarn sem var fundið þegar það hugðist að gera hnekk. Og svo ég lyfti upp tímaritið sem ég var að lesa hærri fyrir framan og faldi andlit mitt.
Höfuð mitt var þakið með litarefni og biskupinn fór heim án þess að taka eftir mér. Guði sé þakkargjörð!
Eftir tvær klukkustundir frá upphafinu kláraðist allt og ég var orðinn dálitið öðruvísi maður en áður. Tinna var ekki vist sjálf hvort ljóshærður litur passi við mig eða ekki, en hún var líka ánægð með árangurinn. Ég er líka ánægður að sjálfsögðu og raunar var þetta betra en ég bjóst við.
Stundum gerir smábreyting mann gleðilegan og hressandi. Ég mun njóta þessarar smábreytingar næsta daga. Viljið þið ekki prófa nokkra breytingu líka?